Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 21
stinga þeim beint í
skottið á bílnum ef
vildi. Þau ræddu mál-
in, skoðuðu ýmsa kosti
og síðan prentaði
hann út upplýsingar. Í
samtali þeirra kom
fram að hreyfing væri
á verði í ljósi þess að
krónan væri á hraðri
niðurleið og viti menn,
þegar útprentið kom
var vélin enn á tilboði
með 20% afslætti en
var komin upp í
174.945. Sölumaðurinn
varð kindarlegur og
augljóst að ekki hafði
tekist að koma upplýs-
ingum nógu hratt til hans – aug-
ljóst var að vélin hafði verið á kr.
154.000 í dymbilvikunni en nú um
miðjan dag á þriðjudegi eftir páska
hafði verðið hækkað um 20 þús-
und. Sölumaðurinn nefndi að það
liti út fyrir að krónan væri að
styrkjast og aldrei að vita nema
vélin lækkaði næsta dag. Vinur
Víkverja hafði fulla samúð með
honum enda var hann kurteis og
vildi allt fyrir viðskiptavininn gera
– en vinur Víkverja sneri sér ann-
að og nú gleðst fjölskyldan yfir vel
unnum störfum glæsilegrar upp-
þvottavélar sem ekki var háð sömu
gengislögmálum heldur kom af
lager á sama verði og fyrir páska.
Vinafjölskylda Vík-verja lenti í und-
arlegum þvottavéla-
viðskiptum fyrir
skemmstu. Í kjölfar
minniháttar hamfara
á heimilinu stóð fjöl-
skyldan frammi fyrir
því að uppþvottavél
fjölskyldunnar var
ónýt. Þar sem þetta
er eitt mest notaða
heimilistækið var ekki
um annað að ræða en
halda af stað og
kaupa nýtt þrátt fyrir
orðróm um hækkanir
og óhagstætt gengi.
Fjölskyldan var
reyndar ekki í vafa um að eitthvað
hlyti að vera til af tækjum sem
þegar væru greidd og tolluð inn í
landið og þar af leiðandi á „gamla
verðinu“.
x x x
Höfuð fjölskyldunnar hélt beintí búðina sem selt hafði henni
uppþvottavélina sem þjónað hafði
fjölskyldunni ágætlega um nokk-
urn tíma. Sölumaður tók vel á móti
vini Víkverja og benti honum á vél
sem væri á tilboði með 20% aflætti
og kostaði 154.000 – prýðisgóð vél
en hann átti aðra betri sem hann
vildi kynna mér. Báðar vélarnar
voru til á lager og var hægt að
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Björgu Sveinsdóttur
Og veistu hvað, konan viðhliðina á mér fór ekkertí sturtu, var í sundföt-unum innanundir og fór
beint út í. Svo fór ég út í eftir mitt
skrúbb og byrjaði að synda, tand-
urhrein. Þá kom vörðurinn. Ein-
hverra hluta vegna labbaði hann
allan hringinn til að tala við mig
og benti mér að koma upp á bakk-
ann. Hann klóraði sér í höfðinu. Ef
til vill var hann að reyna að hugsa
upp orð á ensku. Hann sagði eitt-
hvað á spænsku og togaði í hárið á
sér. Svo benti hann á hina sem
voru að synda. Ég yppti öxlum.
Hann togaði eins og ímyndaða
húfu á hárið á sér og ég skildi.
Úpps, allir með sundhettu og ekki
ég. Ó, eskúse, comprendo, e,e,e,
hvar kaupir maður svoleiðis?
Ég mátti ganga eftir mílulöng-
um göngum og stigum niður í af-
greiðsluna á blautum bolnum. Þar
tók á móti mér kona sem með vor-
kunnarblik í auga lét mig hafa
sundhettu, á fjórar evrur. Þessir
útlendingar, ekkert vita þeir um
þrifnað þessi grey. Já og allir eru
á sundtöfflum í sama útlandi, það
þykir snyrtimennska.
Ég las nýverið grein eftir konu í
Félagi íslenskra fótaaðgerðar-
fræðinga sem hélt því fram að
sundtöfflur væru góð vörn gegn
fótsvepp en sumir segja að aðal-
atriðið sé að fara með fæturna al-
veg þurra í sokkana. Bæði í Vest-
urbæjarlaug og Seltjarnarneslaug
eru rafdrifnar táþurrkur sem er
um að gera að nota.
Kona sem hefur búið í Noregi
mjög lengi segir mér að fjölmenn-
ing hafi í ákveðnum bæjarhlutum
náð fram breytingum á almenn-
ingsbaði. Einn veturinn tóku tvö
börn hennar á barnaskólaaldri
upp á því að koma með nærfötin
blaut heim úr skólanum þá daga
sem var leikfimi. Hverju sætir
þetta? Fyrsta svar var: Jú, nú
verða allir að fara í sturtu, það má
ekki lengur sleppa því … og eng-
inn fer nakinn í sturtu. Enginn, og
þá ekki við.
Mín blés til fundar í foreldra-
félaginu og þar voru málin rædd.
Það gustaði milli austræns karls
sem var líklegast að ræða kúltúr
og trúarbrögð og íslenskrar frúar
sem var að tala um „þrif“. „Men
kultur kan man ikke göre noget
med,“ segja Norðmenn og nið-
urstaðan var: Sturta án bols en í
nærjum.
Hélt það ýkjur þegar mér var
sagt að baðverðir í Toyen-
sundlauginni í Ósló hefðu áhyggj-
ur af björgunarsundi ef þeir lentu
í að reyna að bjarga konum í
búrkum upp úr lauginni. Fer ein-
hver að synda í svo efnismiklum
sundfötum? Þarsíðasta sumar var
ég að synda í Toyen badet og ég
sá enga í búrku. Hins vegar sá ég
konu sem ég taldi með sundhettu í
síðum sokkabuxum og kjól með
síðum ermum á sundi. Burkini?
(http://www.ahiida.com/) Í volga
barnapottinum sátu indverskar
konur með litlu börnin sín og
höfðu það mjög skemmtilegt. Þær
voru að pakka saman nestinu og
ég sá marglit hrísgrjónin fljóta í
vatninu.
Ég kann vel við okkar sundbað-
staðareglur. Þrátt fyrir að allir
viti að klórvatnið er svo sótt-
hreinsandi að það er alveg sama
hvað fer í það þá er þetta góð
regla sem líklegast minnkar álag
á síur og er bara partur af þrifn-
aði. Upp kemst um hvern sem
gleymir forsturtunni því lykt, t.d.
af hárlakki eða rakspíra, magnast
upp á hreina lyktlausa sundlaug-
arsvæðinu.
Það gengur betur þegar allir
fara eftir sömu reglum, skrifuðum
og óskrifuðum. Eins og til dæmis
að þurrka sér á þurrksvæðinu og
ganga ekki rennblautum fótum
inn að skápunum, eins og Víkverji
skrifaði um, en ástæðan fyrir því
er að gestir geyma handklæðin í
læstum skáp nema hvað og ekki
vanir öðru.
Í ljósi reynslunnar álykta ég
sem svo að nýjum sundgestum
þætti fengur að vita af þessum
óskrifuðu reglum.
Morgunblaðið/Jóra
Þrifnaður eða kúltúr?
Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd orti vísur um Vilhjálm
Vilhjálmsson 28. mars síðastlið-
inn:
Þó úr heimi horfinn sértu,
hlýjar perlur minna á sig.
Vinur kær og valinn ertu
Vilhjálmur – við munum þig.
Okkur gafstu söngvaseiðinn,
sem að gildi aldrei dvín.
Það var vinar vænsti greiðinn,
vinargjöfin stærsta þín.
Rödd þín vermir, rödd þín laðar,
röddin þín er öllum kær.
Hún á leið til hjartastaðar
heilsar okkur ljúf og tær.
Hún í okkar hjörtum syngur,
hún ber þennan rétta keim.
Það er enginn Íslendingur
ósnortinn af hljómi þeim.
Þökkum vafinn þjóðar sértu,
þær um framtíð kynna sig.
Vinur kær og valinn ertu,
Vilhjálmur – við elskum þig.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Til Vil-
hjálms
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
GULRÆTUR geta hjálpað ef sjónin
er slæm vegna A-vítamínskorts, en
þær laga hvorki nærsýni né fjar-
sýni. Gulrætur eru ríkar af beta-
karótíni, sem gefur þeim appels-
ínugulan lit. Frumur í smáþörmum
og í lifur geta klofið beta-karótín í
A-vítamín.
A-vítamín er nauðsynlegt til að
viðhalda hornhimnu augans tærri
og það tekur þátt í umbreytingu
ljósorku í taugaboði í sjónhimnu.
Skortur á A-vítamíni leiðir m.a. til
náttblindu, samkvæmt upplýs-
ingum Rannsóknastofu í næring-
arfræði.
Eru gulrætur góðar
fyrir sjónina?
Morgunblaðið/Ásdís
Framsækið
samfélag með
álver á Bakka
Opinn borgarafundur um verkefnið Framsækið samfélag
með álver á Bakka, verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl,
kl. 20:00-22:00 á Fosshótelinu, Ketilsbraut 22, Húsavík.
Fulltrúar Norðurþings, Alcoa, HRV, Landsvirkjunar og
Landsnets kynna á fundinum undirbúning og stöðu þessa
mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum íbúa.
Dagskrá
Fundarsetning
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings
Norðurþing, staða mála og næstu verkefni
Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags
Þingeyinga
Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslu
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings
Orkuflutningar
Árni Jón Elíasson, sérfræðingur, Landsneti
Orkuöflun
Árni Gunnarsson, forstöðumaður jarðhita, Landsvirkjun Power
Undirbúningsrannsóknir vegna álvers
Arnór Þórir Sigfússon, HRV
Grunnur að styrkingu atvinnulífs
á Norðausturlandi – álver á Bakka
Kristján Þ. Halldórsson, verkefnisstjóri samfélagsmála
hjá Alcoa á Norðurlandi
Spurningar og svör
Samantekt og fundarslit
Bergur Elías Ágústsson
Fundarstjóri:
Erna Björnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings
NORÐURÞING