Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 23
Með grein þessari viljum viðundirrituð fylgja eftirskrifum okkar sem birtustmeð sömu fyrirsögn í mið-
opnu Morgunblaðsins 14. mars sl. Síð-
an sú grein var rituð og lokahönd lögð
á efnahagstillögur Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs hefur ým-
islegt gengið á. Sveiflur bæði á gjald-
eyris- og hlutabréfamarkaði urðu meiri
en nokkru sinni fyrr síð-
ustu virka daga fyrir
páska og í kjölfarið og
áður en markaðir voru
opnaðir bak páskum
greip Seðlabankinn til
þess ráðs að hækka
stýrivexti um 125
punkta, einstæð og
harkaleg aðgerð í landi
þar sem stýrivextir voru
fyrir einhverjir þeir
hæstu sem þekkjast í
vestrænu hagkerfi. Eng-
um þarf að dyljast að ein
ástæða þessara harka-
legu aðgerða Seðlabank-
ans var að skömmu fyrir
páska gaf forsætisráð-
herra út þá yfirlýsingu
að loknum ríkisstjórn-
arfundi að ríkisstjórnin
sæi ekki ástæðu til að
aðhafast og var þó sá
fundur haldinn í ólgu-
sjónum miðjum, á sama
tíma og sveiflurnar voru
meiri á markaði en
nokkru sinni fyrr.
Með ríkisstjórnina
áfram á hliðarlínunni og
yfirlýsingu frá henni um
að hún hygðist ekki
grípa til aðgerða hefur
Seðlabankinn án efa
gripið til enn harkalegri
ráðstafana en ella. Ýms-
ar tengdar hlið-
arráðstafanir voru
kynntar sama dag og
miðuðu flestar að því að
rýmka nokkuð aðgang
fjármálafyrirtækja að
lausafé og mæltust al-
mennt vel fyrir. Hluti af
þeim var að auka útgáfu
skuldabréfa til að virkja
betur og dýpka skulda-
bréfamarkaðinn hér inn-
anlands og má segja að
þar sé einum lið í efnahagstillögum
Vinstri grænna hrint í framkvæmd en
þar er sérstaklega mælt fyrir um að-
gerðir til að efla innlenda skuldabréfa-
útgáfu og örva þann markað.
Stýrivaxtahækkun
uppurin á viku
Alvarlegast er hins vegar að þrátt
fyrir mjög jákvæð viðbrögð við ákvörð-
un Seðlabankans þriðjudaginn eftir
páska entust aðgerðirnar ótrúlega
stutt. Í lok vikunnar má segja að geng-
is- og hlutabréfavísitölur hafi aftur ver-
ið komnar á svipaðar slóðir og þær
voru fyrir aðgerðir Seðlabankans,
þrátt fyrir að hafa hækkað hressilega
daginn sem aðgerðirnar voru kynntar
og daginn þar á eftir. Með öðrum orð-
um fjöruðu áhrifin nokkurn veginn út
innan viku.
Þannig var staðan þegar helstu
ráðamenn efnahagsmála komu saman
til ársfundar Seðlabankans sl. föstu-
dag. Fátt var þar óvæntra tíðinda mið-
að við aðstæður. Helst að athygli vektu
endurteknar yfirlýsingar seðla-
bankastjóra um óprúttna atlögu
ónefndra aðila að krónunni og íslenska
fjármálakerfinu. Reyndar ber að fagna
því að í fyrsta sinn vottaði fyrir því að
forsætisráðherra væri að komast til
meðvitundar. Hann talaði um að í at-
hugun væri að ríkissjóður tæki þátt að
styrkja gjaldeyrisvaraforðann með
lántöku fyrir Seðlabankann. Á svipaða
strengi sló formaður Samfylking-
arinnar á flokksstjórnarfundi um
helgina.
Við undirrituð fögnum því að rík-
isstjórnin sé nú komin inn á það spor
að skoða í alvöru nauðsyn þess að
styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Það var ein af megintillögum okkar
sem við lögðum fram fyrir páska. Þessu
lífsmarki ríkisstjórnarinnar ber að
fagna. Hitt yrði dapurlegra ef viðbrögð
þeirra ættu eftir að fá einkunnina: Of
lítið, of seint – en á því er umtalsverð
hætta. Þegar svo er komið að aðgerð-
arleysi og doði ríkisstjórnarinnar er
beinlínis farinn að vekja athygli er-
lendra aðila sem fjalla um íslensk efna-
hagsmál segir það sína sögu. Það er
reyndar einnig saga til næsta bæjar og
til umhugsunar fyrir innlenda fjölmiðla
að það skuli þurfa erlent blað til að
vekja athygli á hagnaði
bankanna af geng-
islækkun krónunnar. En
nóg um það.
Þegar lokahönd var lögð
á efnahagstillögupakka
okkar Vinstri grænna fyr-
ir um það bil mánuði var
það mat okkar og þeirra
sem við ráðfærðum okkur
við að þær aðgerðir sem
við boðuðum til að styrkja
Seðlabankann og til að ná
tökum á innra jafnvæg-
isleysi í þjóðarbúinu og
aðrar aðgerðir sem felast í
frumvarpinu ættu að vera
fullnægjandi eða a.m.k.
mjög myndarlegar ráð-
stafanir til að ná tökum á
ástandinu. En síðan þá
hefur ástandið einungis
versnað. Í frumvarpinu
var lagt til að styrkja
gjaldeyrisvaraforðann um
80 milljarða króna og
styrkja til viðbótar eigið fé
Seðlabankans um aðra 40
milljarða með innlendu
skuldabréfaútboði. Í ljósi
aðstæðna þá litu þetta út
fyrir að vera dugandi og
marktækar aðgerðir en
það er með öllu óvíst að
þær dugi nú eins og
ástandinu hefur hrakað.
Aðstæður hafa undanfarið
versnað til að ráðast í slík-
ar aðgerðir og líklegur
kostnaður þeim samfara
vex. Einstöku hagfræð-
ingar tala nú jafnvel um
miklu hærri fjárhæðir og
fleiri hundruð milljarða í
gjaldeyrisvaraforða til að
ná tökum á ástandinu. Af
þessu má fyrst og fremst
draga þann lærdóm að
með hverri viku sem líður
hefur ástandið versnað og
óumflýjanlegar aðgerðir til að ná tök-
um á því verða erfiðari og dýrari. Sof-
andaháttur ríkisstjórnarinnar er því að
reynast þjóðarbúinu ærið dýr. Þá er
ónefnt að margir telja ríkisstjórnina
ekki taka hættuna á því nógu alvarlega
að aðrir og enn verri hlutir geti átt eftir
að gerast.
Tíminn er dýrmætur
Við Vinstri græn setjum okkar til-
lögur fram með því hugarfari að Ís-
lendingar ætli sér að vinna sig saman
út úr vandanum og sigrast á erfiðleik-
unum og það munum við að sjálfsögðu
gera. En sofandaháttur ríkisstjórn-
arinnar er því miður hluti af vandanum.
Dýrmætur tími fer til spillis og er illa
eða ekkert notaður. Nú er mál að linni.
Við höfum ekki lengur efni á tali út og
suður. Liður í efnahagsaðgerðunum
gæti vel verið sá að Samfylkingin féllist
á að hætta að tala um efnahagsmál og
sérstaklega um evru, ef hún hefur ekki
annað fram að færa, a.m.k. næstu sex
mánuði, á meðan menn ná tökum á
ástandinu. Tal ráðamanna sem gerir
ekkert annað en að trufla stöðuna og
veikja tiltrú manna á gjaldmiðlinum er
ekki lengur aðhlátursefni, það er skað-
legt og með öllu fráleitt.
Vinstri græn munu hér eftir sem
hingað til leggja sitt af mörkum til upp-
byggilegrar umræðu og tillögugerðar á
sviði efnahagsmála. Við fögnum því að
ýmsir liðir í okkar aðgerðaáætlun njóta
nú greinilega vaxandi stuðnings og eru
jafnvel komnir til skoðunar hjá rík-
isstjórn. En betur má ef duga skal.
Tökum á efna-
hagsvandanum
Eftir Steingrím J. Sigfússon
og Katrínu Jakobsdóttur
»… aðgerð-
arleysi og
doði ríkisstjórn-
arinnar er bein-
línis farinn að
vekja athygli er-
lendra aðila sem
fjalla um íslensk
efnahagsmál –
segir það sína
sögu.
Höfundar eru formaður og
varaformaður Vinstri-grænna.
Katrín
Jakobsdóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
annars staðar nema þeir telji að hann sé í
lagi. Bílstjórarnir komi með búnaðinn til
baka og hann sé flokkaður á staðnum til
frekari nota þar eða sendur á aðra staði. Á
svæðinu sé búnaður sem sýni hvort farm-
ur sé undir hámarkshæð og fullnægi hann
ekki þeim kröfum fái bíllinn ekki að fara
með farminn fyrr en búið sé að fullnægja
settum reglum. Standi farmur út af palli
séu líka gerðar viðeigandi ráðstafanir með
t.d. nauðsynlegum merkingum.
Signý segir að hún hafi verið í flutn-
ingabransanum í 20 ár og því sé ekki að
leyna að öryggismál hafi ekki alltaf verið
eins og best verði á kosið, en undanfarin
misseri hafi orðið alger viðhorfsbreyting.
Bechtel hafi til dæmis haft mjög mikil
áhrif með öryggisreglum sínum við bygg-
ingu álversins í Reyðarfirði.
Eyþór tekur í sama streng. Hann segir
að þó unnið hafi verið markvisst að því að
breyta hugsunarhættinum og ástand sé
víða gott séu alltaf einhverjir sem komi
óorði á starfsemina. Hann áréttar að bíl-
stjórar Eimskips séu mjög meðvitaðir um
mikilvægi þess að ganga rétt frá farmi
hverju sinni enda geri þeir sér grein fyrir
eigin ábyrgð. Í þessu sambandi nefnir
hann að reglulega séu haldnir fundir með
bílstjórunum þar sem farið sé yfir allt sem
viðkomi öryggismálum og snerti starf
þeirra.
Morgunblaðið/Ómar
gný Sigurðardóttir, forstöðumaður flutningasviðs SVÞ, og Eyþór H. Ólafsson, öryggisstjóri hjá Eimskip, á athafna-
ækisins, þar sem allur búnaður til að ganga frá farmi er aðgengilegur þeim sem á þurfa að halda.
tningasvið SVÞ leggur áherslu á að farmur sé festur tryggilega með við-
búnaði, s.s. klossum, loftpúðum, borðum og keðjum, eins og Eimskip notar.
póstinn í notkun með því að hlaða annan
REVA-rafbíl Orkuveitunnar. Við það
tækifæri kom fram að Reykjavíkurborg og
Orkuveitan stefna að aukinni notkun um-
hverfisvænni orkugjafa í bifreiðar sínar og
er markmið Orkuveitunnar að meira en
helmingur bílaflota fyrirtækisins verði
knúinn slíkum orkugjöfum 2013, en auk
rafbílanna tveggja er Orkuveitan með
fimm vetnisbíla og sjö metanbíla.
Mikill munur
Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur
fram að sparnaður bifreiðaeiganda af því
að reka rafmagnsbíl eins og Orkuveitan sé
með miðað við algengan fjölskyldubíl nemi
um 190 þúsund krónum á ári. Þá sé ótalinn
minni útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Rafmagnsnotkun hérlendis valdi ekki út-
blæstri koltvísýrings en smábíll með 1.300
cm³ vél, sem eyði 551 bensínlítrum á ári,
blási út 3,4 tonnum af koltvísýringi.
Rafgeymar rafmagnsbílanna eru frá-
brugðnir rafgeymum hefðbundinna bif-
reiða. Þeir eru framleiddir til að tæmast,
ólíkt rafgeymum sprengihreyfilsbíla, og
gefa lengur frá sér orku. Rafgeymarnir
átta í REVA-bílnum endast að meðaltali í
tvö og hálft til fjögur ár. Þeir eru endur-
unnir að 95% og eru hannaðir til hleðslu
við 220V, 10 eða 16 Amper.
bíla í orkupóstum
Mikið ódýrara að reka rafmagnsbíl en algengan fjölskyldubíl
Morgunblaðið/RAX
umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, og Kjartan Magnússon, stjórn-
num í stæði og taka fyrsta orkupóstinn formlega í notkun í Bankastræti.