Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 25
MAÐUR situr hnípinn fyrir
framan sjónvarpsskerminn og
fylgist með darraðardansinum á
fjármálamarkaðnum. Úrvals-
vísitölunni, genginu, stýrivöxt-
unum. Maður hlustar á sérfræð-
ingana lýsa
atburðarásinni og
botnar stundum ekki
neitt í neinu. Hver
hefur rétt fyrir sér
um skýringar á þess-
um hrunadansi?
Hver er með skyn-
samlegustu úrræðin
til að rétta skútuna
af? Ef almenningur
er ruglaður í ríminu,
þá eru háttvirtir al-
þingismenn ekkert
betri. Það suðar í
hausnum á okkur öll-
um. Líka hagfræðingunum, banka-
stjórunum og öllum spákaupmönn-
unum. Það er enginn með
töfralausnina.
Ekki það að himinn og haf séu
að farast. Af mínu litla hyggjuviti
dreg ég þá einföldu en augljósu
ályktun, að hvað sem ólgusjónum
líður á fjármálamarkaði umheims-
ins, sem auðvitað hefur sitt að
segja, þá er niðurstaðan sú að ís-
lenska krónan er of lítill bátur fyr-
ir þennan ólgusjó. Hún á ekkert í
þetta óveður. Hendist upp og nið-
ur og áhöfnin veit að þetta er von-
laus lífróður.
En það er önnur Ella.
Ég hef auðvitað áhyggjur af
fjárfestum sem hafa lagt mikið
undir. Áhyggjur af bönkunum og
atvinnufyrirtækjunum og jafnvel
öllu ríka fólkinu og svona er mað-
ur góður í sér, að þrátt fyrir alla
öfundina, er samúð mín er hjá
þeim fjármálaspekúlöntum sem
hafa ekki varað sig á markaðnum
og frelsinu sem býður bæði upp á
gróða og tap. Svo ekki sé minnst á
meðaljóninn og millistéttina sem
þarf að þreyja þorrann og góuna í
hærri vöxtum og verðlagi hvert
sem litið er. Þetta verður krappur
dans í heimilisbókhaldinu og ekki
á vísan að róa.
Aðilar vinnumarkaðarins eru ný-
búnir að ganga frá kjarasamn-
ingum og einhentu sér í að greiða
fyrir hækkunum á lægstu launum.
Það var ekki seinna vænna og hafi
þeir allir þökk fyrir. En með verð-
bólguholskeflu og verðhækkunum
á öllum lífsnauðsynj-
um verður útkoman
því miður sú, að allt
það góða fólk, sem
hlotnaðist kjarabætur,
var ekki fyrr búið að
fagna samningunum
en framfærslan hækk-
aði í kjölfarið og það
stendur í besta falli í
stað. Eða jafnvel verr
en áður. Kjarabótin
sem fékkst dugar ekki
einu sinni fyrir þeim
hækkunum sem nú
þegar eru í pípunum.
Það var stutt gaman meðan það
stóð. Og samúð mín er ekki síður
hjá þessu fólki.
En svo eru það smáfuglarnir
sem stundum vilja gleymast. Fólk-
ið sem kemst aldrei að neinu
samningaborði og hefur engan
verkfallsrétt. Ég leyfði mér á dög-
unum að varpa fram þeirri spurn-
ingu á Alþingi, hver væri hlutur
aldraðra og öryrkja þegar gengið
var frá samningunum og í fyr-
irheitum ríkisvaldsins við gerð
þeirra. Það var ekki alveg út í hött
að bera fram þá spurningu í ljósi
þess að fulltrúar þessara tveggja
hagsmunahópa eru ekki aðilar að
samningum vinnumarkaðarins og
hljóta því að reiða sig á að rík-
isstjórnin passi upp á að kjör
þeirra sem fyrst og fremst hafa
framfærslu af örorku- og lífeyr-
isbótum, fylgi með þegar verið er
að semja um kjör þeirra lægst
settu.
Því miður var fátt um svör. Sem
þýðir vonandi samt að rík-
isstjórnin standi sína plikt. Lífeyr-
isbætur eru langt fyrir neðan
framfærsluvísitöluna og eins og nú
árar og ef efnahagserfiðleikarnir
halda áfram getur enginn skotið
sér undan ábyrgð eða skyldu til
verja þá sem minnst bera úr být-
um.
Ég er stuðningsmaður þessarar
ríkisstjórnar. Ég vil að hún sitji.
En ég get ekki sagt henni fyrir
verkum að öðru leyti en því að
koma sjónarmiðum mínum á fram-
færi. Þau eru skýr og afdrátt-
arlaus. Í þeirri efnahagskreppu
sem við upplifum heldur hver utan
um sitt, en það er hlutverk rík-
isstjórnarinnar að gæta hagsmuna
þeirra hópa, sem ekki geta samið
um lífskjör sín og verða að treysta
á mannsæmandi bætur af hálfu
hins opinbera. Það er þetta hlut-
verk sem ríkisvaldið verður að
taka alvarlega. Ef við vildum bæta
kjör hinna lægst settu á hinum al-
menna vinnumarkaði, þá má ekki
gleyma öryrkjum og öldruðum.
Hækkun framfærslukostnaðar
bitnar á þeim sem öðrum. Og finna
fyrir honum meir en aðrir. Verð-
fall krónunnar bitnar líka og öllu
fremur á þeim sem fæstar krón-
urnar hafa milli handanna.
Ég geng út frá því að bætur
hækki í samræmi við bætt laun
samkvæmt nýgerðum kjarasamn-
ingum en með haustinu verði síðan
gerð bragarbót á lífeyrisbótum.
Ég skil vel að fjármálakreppan
veldur samdrætti í þjóðarbúskapn-
um og ríkissjóður verður fyrir bú-
sifjum eins og aðrir. En þá má það
ekki bitna á þeim sem minnst
mega sín og eiga allt undir skiln-
ingi og stuðningi ríkisvaldsins.
Ekki gleyma öryrkjum
og öldruðum
Ellert B. Schram minnir á eldri
borgarana og öryrkjana »Ég leyfði mér á dög-
unum að varpa fram
þeirri spurningu á Al-
þingi, hver væri hlutur
aldraðra og öryrkja
þegar gengið var frá
samningunum og í fyr-
irheitum ríkisvaldsins
við gerð þeirra.
Ellert B. Schram
Höfundur er alþingismaður.
Á ÞINGI Sambands ungra sjálf-
stæðismanna í byrjun nítugarins
urðu vatnaskil í afstöðu Sjálfstæð-
isflokksins til Evrópusambandsins.
Fyrir þinginu lágu til-
lögur frá forystu SUS,
sem hvöttu til um-
sóknar Íslands um að-
ild að ES. Að þingi
loknu hafði allt kúvent
og Evrópunálgun var
hafnað eftir inngrip
formanns flokksins.
Síðan hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn haft þá
sérstöðu meðal
bræðraflokka í Evrópu
að vera neikvæður til
aðildar að ES.
Þessi afstaða er
sterk í stofnunum flokksins svo sem
þingflokki og miðstjórn en hefur
ekki náð að sama skapi í grasrótina
þar sem Evrópujákvæðni er meiri.
Umræður í flokknum hafa þó verið
litlar enda málið til þessa ekki svo
brýnt. EES samningurinn hefur
virkað vel og gjörbreytt íslensku
samfélagi til hins betra á fáum ár-
um. Hagkerfið hefur opnast, stjórn-
sýsla hefur batnað, lagabætur gerð-
ar og rekstrarumhverfi
viðskiptalífsins orðið eins og hjá
öðrum. Allt þetta hefur leitt til
meiri hagsældar almennings en
dæmi eru um á Íslandi áður.
En nú er áfanga náð og komið að
næstu skrefum, að berja í bresti
gjaldmiðils og tryggja peningalegt
jafnvægi og að gera verðlag til
neytenda eðlilegt. Hvort tveggja yf-
irgnæfir önnur nauð-
synjamál næstu ára.
Hvorugt verður þó
gert án aðildar að ES,
sem svo getur varla
orðið án forystu Sjálf-
stæðisflokksins.
Nú er nauðsynlegt
að endurmat fari fram
meðal þingmanna og
annarra forystumanna
flokksins á aðild að ES
en slíkt endurmat
verður ekki auðvelt.
Sumir hafa verið ein-
lægir andstæðingar
aðildar að ES og fært fyrir því gild
rök. Meira áberandi hafa þó verið
„af því bara“ rök, sem oft hafa
fengið meðalhugsandi fólk til að
svitna. Nú er tími að láta af slíkum
rökum, svo sem að við missum
stjórn á fiskimiðunum, að kostnaður
verði meiri en ávinningur, að evr-
ópsk stjórnsýsla sé verri en íslensk,
að landbúnaður fari í rúst, að Ís-
land sé öðruvísi, að við fáum ekki
áhrif, að við getum ekki gert við-
skiptasamning við Kína, að ferlið sé
svo tímafrekt að það breyti engu að
bíða og að ekki sé ræðandi um að-
ildarumsókn fyrr en búið sé að
breyta stjórnarskránni. Það er auð-
velt að hverfa frá mörgum svona
rökum því þau lúta ekki að kjarn-
anum.
Afstaðan til ES getur þó ekki
verið svarthvít. Rök eru með og
gegn. Hagsmunir rekast á. Margt
bendir þó til að sú vogarskálin, sem
ber rökin fyrir Evrópu þyngist
stöðugt og að stjórnum við ekki at-
burðarásinni stjórni hún okkur. Nú
verður formaður Sjálfstæðisflokks-
ins að leggjast undir feld, líkt og
Ljósvetningagoðinn forðum og
finna þá lausn, sem sameinar ekki
bara Sjálfstæðismenn heldur sem
flesta landsmenn um ES umsókn og
sem tryggir raunverulega hagsmuni
Íslendinga næstu áratugina.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
endurmeta afstöðuna til Evrópu
Landsmenn verða að
sameinast um ES umsókn
segir Pétur J. Eiríksson
»Nú verður formaður
Sjálfstæðisflokksins
að finna þá lausn sem
bæði sameinar Sjálf-
stæðismenn og sem
flesta landsmenn um
Evrópusambands-
umsókn.
Pétur J. Eiríksson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Opið hús í Árakri frá kl. 17–19
miðvikudaginn 2. apríl
Frábær staðsetning – einstök þægindi
www.arnarnes.is
Sjáðu húsin á Hæðinni
Húsakaup | Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnad. löggiltur fasteignasali