Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 02.04.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Þóra systir. Hversu heitt ég óska og trúi að þjáningum þínum sé lokið, að sál þín svífi í gleði og kærleika um óend- anleika eilífðarinnar. Ávallt mun ég hugsa til þín með hlýju, eins og ég hef alltaf gert, elsku systir mín. Guð geymi þig, þinn bróðir, Logi. Þóra systir mín er látin. Eftir langvarandi veikindi hefur hún nú fundið frið. Við söknum hennar Þóra U. Jónsdóttir ✝ Þóra U. Jóns-dóttir fæddist á Landspít- alanum í Reykja- vík 17. janúar 1977. Hún lést á heimili sínu laug- ardaginn 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Unnur K. Sveinsdóttir og Jón Þór Karls- son. Systkini Þóru eru Hólm- fríður Svav- arsdóttir, f. 10.1. 1953, Svein- björg Svavarsdóttir, f. 18. 5. 1954, Hlynur Svavarsson, f. 27.8. 1955, Þröstur Jónsson, 20.4. 1965, og Logi Unnarson Jónsson, f. 15.5. 1973. Sonur Þóru er Egill Þór Jó- hannsson, f. 5. júlí 1996. Útför Þóru fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. óskaplega mikið. Sem barn var Þóra feimin og hlédræg. Helst vildi hún vera með nánustu fjölskyldu sinni og bestu vinum. Þá var hún eins og hún átti að sér að vera, ljúf og kát. Hún var oft barnapía hjá mér og tók upp á ýmsu skemmti- legu með krökkunum mínum. Tína ber í Heið- mörk, fara niður að tjörn og gefa öndunum. Á vetrum farið á skíði í Bláfjöll. Þóra mín var einstakur námsmað- ur og vildi alltaf gera allt betur en vel. Frá unga aldri og fram á ung- lingsár var hún líka í ballett og var mjög efnileg. Svo dró ský fyrir sólu. Þegar hún var 16 ára veiktist hún mjög mikið og þessi veikindi voru henni erfið. Sjá fallega, vel gefna og hæfileikaríka unga konu veikjast er þungbært. Þó komu margar góðar stundir inn á milli. Ástin kom inn í líf Þóru. Hún eignaðist lítinn dreng, Egil Þór. Það var mjög kært með þeim. Við uppeldi hans naut hún að- stoðar móður sinnar og föður. Hún var mjög stolt af þeim og syni sín- um. En baráttan við veikindin var hörð. Og þrátt fyrir allar framfarir sem hafa orðið á þessu sviði dugðu þær ekki til að lækna hana. Ný lyf og nýjar aðferðir, allt kom fyrir ekki og dag einn var Þóra farin. Við hefð- um viljað hafa hana áfram hjá okkur en svo átti ekki að vera. Þakka þér samt, elsku Þóra mín, fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman. Hvíl í friði. Elsku mamma og Jón Þór, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Hólmfríður systir. Svo lítil og smá er leit ég fyrsta sinn augun að sjá skærbláum lit sakleysi heimsins sýndist þá augljóst en verund er hverful og hendingum háð. (Júlíus Einar) Við vorum við nám í öðru landi þegar Þóra, litla systir og mágkona, fæddist og sáum við hana fyrst nokkurra mánaða gamla. Hún var einstaklega fallegt barn með stór og björt augu. Þegar við vorum komin heim var Þóra litla fjögurra ára, en dætur okkar, frænkur hennar, sex ára og tveggja. Hún var hluti stór- fjölskyldunnar og skiptust á ánægjulegar og eftirminnilegar samverustundir hjá okkur eða hjá ömmu barnanna okkar – mömmu Þóru og Jóni Þór pabba hennar. Þóra var yndislegt barn, alltaf stillt og prúð, eilítið feimin, undi hljóð í leik, en flissaði því meira þegar full- orðna bar að. Framtíðin blasti við. Hún dafnaði, óx og þroskaðist. Henni var svo margt til lista lagt. Hæfileikarík og framsækin ballerína, afar listræn, samviskusöm í öllu og dugleg í skól- anum. Hún fór snemma að sofa og mjög snemma á fætur, full gleði, orku og lífsþróttar. Hún upplifði með okkur ilminn í Þórsmörk, sólina og sjóinn í suðurhöfum. Svo skipast veður skjótt. Líf þessarar gullfallegu og greindu stúlku breyttist á svo til einni nóttu þegar hún veiktist 16 ára gömul, þá nýlega komin í mennta- skóla. Það sem áður hafði veitt gleði varð nú þyrnum stráð. Við tók til- finningaþrunginn rússíbani, þar sem Þóra hóf leitina að sjálfri sér og vildi svo gjarnan verða söm á ný. Sjúk- dómurinn hafði alvarleg áhrif á framtíðardraumana og markaði djúp spor í sálarlífið – hennar eigið og allra ástvina. En ekki voru allir dagar eins. Þóra átti líka góðar stundir og drengurinn hennar, Egill Þór, veitti henni mikla gleði. Hún vildi honum allt. Hann er gæfusam- ur að eiga sína góðu ömmu og afa sem umvefja hann, leiðbeina og vernda. Okkur þótti afar vænt um Þóru sem barn, ungling og fullvaxna stúlku. Við elskum minninguna um allt það góða og jákvæða í fari henn- ar. Við þekktum hana, óskir, þrár og vonir. Hennar erfiðustu hugsanir beindust að óljósri framtíðinni og samanburði við vini sína í lífsbarátt- unni. Við lærðum mikið af Þóru. Hún hrósaði og þakkaði. Við lærðum enn betur að meta lífið og það sem er mikilvægast af öllu, heilsuna, um- hyggjuna og kærleikann. Við minn- umst hennar með söknuði og virð- ingu. Þóra sagði oft að lífið væri gjöf og spurði gjarnan: Hvað svo? Egill Þór, 11 ára sonur Þóru, hefur misst allra mest. Við skulum leggja okkur fram um að gera gæfu hans sem mesta. Hann er sú stóra gjöf sem Þóra skildi eftir. Sendum öðru frændfólki og ást- vinum Þóru okkar hlýjustu hugsan- ir. Sveinbjörg Júlía (Böggý) og Leifur Steinn. Þegar svartur hrafn feigðarinnar tilkynnti mér þá fregn, með kirkju- klukku í krunkinu að þú værir kom- in í sjöunda himin litla systir mín, samgladdist ég stjörnunum, regn- boganum, ásamt glitrandi morgun- stjörnunni yfir því að sólargeislinn okkar var loksins kominn á síðasta áfangastað sinn innan um öll tindr- andi stjörnuljósin á himnum. Góður Guð geymi þig. Hlynur Ómar Þóra frænka okkar hefur kvatt þennan heim. Í minningunni var Þóra mjög glaðvært barn, hlátur- mild og svolítið feimin. Hún var mjög hæfileikarík á mörgum svið- um, æfði lengi ballett og spilaði á pí- anó. Margt var brallað í æsku og mikið leikið í ýmsum leikjum. Hún var mikill morgunhani og stundum þegar við gistum saman var hún komin á fætur um fimmleytið og skildi ekkert í þessari leti í frænkum sínum að vilja sofa lengur. Þóra var mikið náttúrubarn og naut þess að ferðast um landið. Menning og úti- vist voru höfð að leiðarljósi í upp- vexti Þóru og fengum við krakkarnir í fjölskyldunni ósjaldan að fljóta með í útilegur, skíðaferðir og leikhús. Það eru minningar sem okkur þykir vænt um og geymum í hjarta okkar. Einnig er minnisstæð sólarlandaferð stórfjölskyldunnar til Mallorca þar sem leikið var í laugum og á strönd- inni fram á kvöld. Þóra var listræn og gerði marga fallega hluti og myndir sem minna á sköpunargáfu hennar. Einnig orti hún mörg áhrifamikil ljóð og fékkst við skrift- ir. Á þrítugsafmæli Þóru nutum við gestrisni hennar og áttum góða stund saman á heimili hennar. Oft hittumst við á kaffihúsum bæjarins og ræddum líðandi stund. Þóra hafði mikinn áhuga á heimspeki og and- legum málefnum, oft urðu fjörugar umræður, enda hafði hún skemmti- lega sýn á heiminn. Því miður settu andleg veikindi svip á síðari hluta ævi Þóru sem drógu svo úr henni lífskraftinn. Eftir lifa margar minn- ingar, samtöl og samverustundir sem hægt er að ylja sér við. Hvíl í friði elskulega frænka. Sólu særinn skýlir, síðust rönd er byrgð, hýrt á öllu hvílir heiðrík aftankyrrð. Ský með skrúða ljósum skreyta vesturátt, glitra gulli og rósum, glampar hafið blátt. Stillt með ströndum öllum stafar vog og sund, friður er á fjöllum, friður er á grund; heyrist fuglkvak hinzta, hljótt er allt og rótt, hvíl nú hug minn innsta, himnesk sumarnótt! (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku Egill Þór, Unnur amma, Jón Þór, Logi og aðrir ástvinir, guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Unnur Mjöll og Elfa Dögg. Ég ætla að skrifa nokkur orð til þín Þóra mín. Ég fékk upphringingu á páskadag frá mömmu þinni um að þú værir dáin. Ég brast í grát því það er rúmt eitt ár síðan hann Jói minn dó og það var á þrítugsafmæl- isdaginn þinn. Svo nú eruð þið bæði komin á annan stað. Þið áttuð saman soninn Egil Þór sem er yndislegur og hefur það besta frá ykkur báðum. Við áttum kannski ekki svo margar stundir saman en þær voru góðar og við náðum vel saman, gátum talað um allt milli himins og jarðar. Þú varst svo hæfileikarík. Ég man þeg- ar þið Egill Þór komuð til mín í fyrrasumar og þú sagðir að það væri svo gott að heimsækja mig. Það gladdi mig svo mikið. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Staldraðu við eitt augnablik og líttu um öxl. Taktu svo reynslu þína allt það neikvæða og sára sem yfir þig hefur gengið og allt hið ljúfa og jákvæða sem þú hefur upplifað. Settu það síðan í pott minninganna hrærðu vel í, við rétt hitastig og útkoman verður gegnheilar gullslegnar demants-perlur sem ekkert fær afmáð eða eytt. Perlur sem gera þig að veðraðri og þroskaðri manneskju sem kölluð er til þessa hlutverks að miðla í umhverfinu og til komandi kynslóða. Slípaðar, óafmáanlegar, fallegar og dýrmætar demants-perlur (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Egill Þór, Unnur amma, Jón Þór afi, systkini og aðrir að- standendur, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði. Alfa Malmquist. Elsku vinkona. Nú ertu komin á betri stað þar sem englarnir vaka yf- ir þér. Þú fórst þínar eigin leiðir í líf- inu og við minnumst þín sem frum- legrar og listrænnar manneskju sem mátti ekkert aumt sjá. Lífið getur verið erfitt og stundum þarf að berj- ast fyrir því á einn eða annan hátt. Við biðjum fyrir syni þínum og fjöl- skyldu á þessari erfiðu stundu. Megi Guð geyma þig og leiða þig inn í ljósið og friðinn. Sandra og Linda. Ég vil minnast Þóru Jónsdóttur sem var góð, greind og falleg mann- eskja. Ég minnist hennar með þakklæti fyrir góð kynni og ýmis heilræði. Þóra heiðraði Skagafjörðinn af og til með nærveru sinni. Hún átti frá æsku tengsl í skagfirskar sveitir og var búsett á Sauðárkróki um skamma hríð og æ síðan birtist hún í heimsóknum endrum og eins. Ýmis mál voru þá rædd yfir kaffi- bollum, s.s. trúmál, heilsufar og fal- legi drengurinn hennar sem henni ✝ Ástkær bróðir okkar, fósturbróðir og mágur, ÞORSTEINN SÆVAR JÓNSSON, Hátúni 12 R, Sjálfsbjargarheimilinu, lést á heimili sínu að morgni páskadags 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigrún Jónsdóttir, Pétur Ingason, Ólafía K. Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Pétur Einarsson, Ragnheiður Jónsdóttir. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi, VALDIMAR GUÐLAUGSSON, Sandbrekku, Fáskrúðsfirði, lést miðvikudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 4. apríl kl. 14.00. Elín Agnes, Kristján Helgi og synir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SVEINN HJÁLMARSSON skipsstjóri, Arnarsíðu 8e, Akureyri, lést 30. mars á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Guðrún Jónsdóttir, Auður Úa, Þóra Ýr og Hildur Ey Sveinsdætur, Gunnar Ögri afastrákur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BÓEL SIGURGEIRSDÓTTIR, Hávegi 9, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 31. mars. Útförin auglýst síðar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 1-E á Sóltúni. Hermann Kristinsson, Sigurlín Hermannsdóttir, Ingólfur Sigurjónsson, Rúnar Þór Hermannsson, Kristbjörg Hermannsdóttir, Ásta S. Karlsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður og vinur, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÖRN GUNNARSSON, myndlistarmaður, Kambi, Holtum, lést að kvöldi föstudagsins 28. mars á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut. Þórdís Ingólfsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Rúnar V. Þórmundsson, Vilhjálmur Jón Gunnarsson, Gunnar Guðsteinn Gunnarsson, Hafdís Sigurjónsdóttir, Rósalind María Gunnarsdóttir, María Björk Gunnarsdóttir, Rasmus W. Johansen, Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.