Morgunblaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórunn Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. ágúst 1920. Hún
lést á sjúkrahúsi í
Danmörku 27. mars
síðastliðinn, á 88.
aldursári. Var hún
þriðja í röð sex
barna hjónanna
Ingibjargar Guð-
rúnar Björnsdóttur,
f. 1886, d. 1973, af
þingeysku bergi
brotin, við versl-
unarstörf í Reykja-
vík og húsfreyja þar frá 1917 og
Guðmundar Sveinssonar, f. 1886,
d. 1952, frá Hvilft í Önundarfirði,
skipstjóra og síðar aðstoð-
arskipaskoðunarstjóra í Reykja-
víkurumdæmi. Hin systkinin eru:
Ása skrifstofumaður, f. 1918 d.
2000, Jóhannes verslunarmaður, f.
1919 d. 1991, Harald rafverktaki,
f. 1921 d. 2002, Sigríður snyrti-
fræðingur, f. 1923 og Sveinn verk-
fræðingur, f. 1929.
Þórunn ólst upp í foreldra-
húsum að Bárugötu 17 í Reykjavík
og lauk barnaskólanámi og gagn-
fræðaprófi en lagði síðan stund á
myndlist. Fyrst í kvöldskóla hjá
Finni Jónssyni og Jóhanni Briem
og síðan í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1941-1944, hjá
kennurunum Kurt Zier og Þor-
valdi Skúlasyni. Þegar seinni
(hennar heimabæ) og ári síðar í
borginni Phoenix í Arizonaríki
vestanhafs. Listaverk hennar hafa
verið sýnd í Kunstnerens Hus í
Gothersgade í Khöfn öðru hverju
frá 1978; hún var þátttakandi í
samsýningu í Møstings Hus á Frið-
riksbergi 1994 og einnig öðru
hverju í Kvarterscenterets Kult-
urhus Nordvest Khöfn (m.a.1998).
Allt frá alþjóða kvennaárinu 1975
hafa íslenskar listakonur sýnt
fimmta hvert ár í Húsi Jóns Sig-
urðssonar í Khöfn og hefur Þór-
unn jafnan fyllt þann flokk. Einnig
hefur hún haldið þar einkasýn-
ingar í áranna rás og eitt sinn, eða
1985, ásamt annarri konu.
Árið 1950 giftist Þórunn danska
listmálaranum Vagn Aa. Jensen.
Þau reistu sér íbúðarhús í bænum
Allerød á Sjálandi, nokkru norðar
en Kaupmannahöfn, og þar hefur
heimili þeirra staðið. Þeim varð
tveggja barna auðið, þau eru: Ing-
olf, f. 1951, tæknifræðingur starf-
andi á dönsku veðurstofunni og
Birgit, f. 1957, avspændings-
pædagog, var gift Egon Berngru-
ber fasteignasala, börn þeirra eru
Jonas, Nicolaj og Nanna. Börn og
barnabörn Þórunnar og Vagns
hafa lengst af verið búsett í næsta
nágrenni við þau svo þar hefur
jafnan verið dálítil Íslend-
inganýlenda.
Útför Þórunnar fer fram frá
kirkjunni í Allerød í dag.
heimsstyrjöldinni
lauk árið 1945 fór
Þórunn til fram-
haldsnáms í listgrein
sinni í Danmörku.
Þar var hún í fyrstu á
teikniskóla P. Rost-
rup Böyesen (í Sta-
tens museum for
kunst) og 1946-1950 í
Kunstakademiet í
Kaupmannahöfn. Í
fyrstu var hún þrjá
mánuði í leiðsögn
prófessors Axels
Jörgensen, þá eitt ár
hjá prófessor Kræsten Iversen en
síðan undir leiðsögn prófessors
Wilhelm Lundström.
Frá árinu 1946 hefur Þórunn
verið búsett í Danmörku og jafnan
gefið sig að myndlistinni. Aðeins í
eitt skipti hélt hún sýningu á verk-
um sínum heima á Íslandi, þegar
hún efndi til stórrar einkasýn-
ingar þar árið 1991. Voru það
einkum vatnslitamyndir, en þeirri
grein myndlistar sinnti Þórunn
mjög eftir því sem leið á ævina,
einnig sýndi hún í það sinn teikn-
ingar og olíumyndir. Hún tók þátt
í sýningum á Kunstakademiet
Charlottenborg 1948 og á haust-
sýningu í „Den Frie“ í Khöfn 1956.
Hún var einn stofnenda „De Ni“ í
borginni 1965 og hefur sýnt með
þeim síðan. Árið 1973 sýndi Þór-
unn hjá Listafélaginu í Allerød
Eftir því sem æviárum fjölgar má
fólk reyna hversu raðir vina og
vandamanna þynnast. Undirrituð
mátti þetta reyna við andlát Þórunn-
ar Guðmundsdóttur Jensen mynd-
listarmanns. Hún var heilsteyptur
og traustur vinur frá fyrstu kynnum
árið 1946. En einnig mágkona allt frá
1950 er við Harald bróðir hennar
gengum í hjónaband.
Þegar leið mín lá til Danmerkur
eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari
stóð verðandi mágkona mín í hópi Ís-
lendinga á hafnarbakkanum í Kaup-
mannahöfn og tók á móti mér heim-
alningnum. Hún átti að baki ársdvöl
ytra í myndlistarnámi, var öllum
hnútum kunnug í „stór“-borginni og
virkur nemandi á Kunstakademiet;
ung og falleg, frísk og frjálsleg,
reiðubúin að takast á við listgrein
sína til framtíðar. Mín skoðun var að
Þórunn væri efni í góðan listamann
sem tæki viðfangsefni sitt föstum
tökum og af fullri alvöru. Tel ég að
þau verk sem eftir hana liggja stað-
festi það.
Árið 1974 komu hjónin Þórunn og
Vagn sem oftar hingað til lands, tóku
þátt í þjóðhátíð á Þingvöllum og fóru
í hálendisferð, alla leið til Kverk-
fjalla. Bæði voru heilluð af öræfa-
dýrðinni á Íslandi og hvort um sig
skóp síðar listaverk er upptök áttu í
ferðinni. Sumarið 2006 eyddum við
Þórunn mörgum stundum saman er
ég var um skeið í Danmörku. Hún
rifjaði fjallaferðina upp í rituðu máli:
„Panorama er málverk sem ég mál-
aði 1975 eftir ferðalag sumarið áður
til fjallanna norðan Vatnajökuls. Það
heillaði mig að standa hátt uppi á
fjöllum og líta yfir hálendið, frá
vestri til norðurs og austurs. Gerði
ég skissur og tók ljósmyndir til betri
undirstöðu þegar ég ætlaði að mála
mynd af þessum sterku áhrifum sem
landslagið hafði á mig.“ Myndin er
þrískipt, alls 360 cm á lengd og 90 cm
á hæð.
Árið 2006 afréð Þórunn að ánafna
Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn myndina Panorama og
veitti stjórn hússins listaverkinu
móttöku af þakklæti og gleði yfir svo
metnaðardulum gerningi lista-
manns. Hangir myndin uppi í mót-
tökusal Jónshúss.
Bálför Þórunnar verður gerð 2.
apríl 2008 að lokinni útfararathöfn í
kirkjunni í Alleröd á Sjálandi. Jarð-
neskum leifum hennar verður síðar
komið í íslenska mold að hennar ósk.
Íslendingurinn er þá horfinn til upp-
runa síns. Megi Þórunn þar vel hvíl-
ast en fjölskyldunni er vottuð dýpsta
samúð vegna fráfalls hennar.
Björg Einarsdóttir
og fjölskylda.
Þórunn Guðmundsdóttir Jensen
✝ Jónína HelgaGuðmunds-
dóttir fæddist í
Folafæti í Súðavík-
urhreppi í Norður-
Ísafjarðarsýslu 29.
september 1923.
Hún andaðist á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
25. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 16. maí
1901, d. 21. júní
1999, og Guðmundur Sal-
ómonsson, f. 3. ágúst 1894, d. 9.
apríl 1963. Systkini Jónínu eru
Ásgeir, f. 1919, d. 1997, Þórður
Bjarni, f. 1922, d. 1978, Kristján
Björn, f. 1924, d. 2004, Elías
Hólmgeir, f. 1927, Jón Valgeir,
f. 1929, Sigurður Þorberg, f.
1931, Árni, f. 1933, d. 1999, Sig-
ríður Sigurborg, f. 1934, Sig-
urður Borgar, dó sex ára gam-
all, og tvíburar, drengir, sem
dóu í fæðingu.
Jónína giftist hinn 15. janúar
1949 Stefáni V.
Aðalsteinssyni, f.
17. ágúst 1919, d.
1. mars 1996.
Börn þeirra urðu
átta og sex komust
á legg, þau eru:
Guðrún Sigríður,
f. 1949, gift Sig-
urjóni Eðvarðsyni,
búsett á Spáni, hún
á fjögur börn; Guð-
mundur Að-
alsteinn, f. 1950, í
sambúð með Önnu
Lilju Valdimars-
dóttur, hann á fjögur börn;
Kristín Helga, f. 1951, hún á
fjögur börn; Kolbrún, f. 1954,
gift Friðriki Adolfssyni, þau
eiga fjögur börn; Ómar Þór, f.
1957, kvæntur Huldu Vigfús-
dóttur, búsett í Svíþjóð, þau
eiga þrjú börn; og Stefán Heim-
ir, f. 1961, kvæntur Önnu Hall-
dórsdóttur, þau eiga þrjú börn.
Langömmubörnin eru 25.
Jónína verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku, elsku, mamma, loksins
fékkstu að sofna svefninum langa
sem þú varst búin að þrá ansi
lengi og þú hlakkaðir til að hitta
pabba og aðra ættingja áður
gengna. Nú vitum við að þér líður
betur og ert ánægð. Mamma okkar
var yndisleg mamma, hlý og góð
og vildi allt fyrir okkur gera.
Eftir að við fluttum að heiman
komum við, makar og börn í
sunnudagskaffi til mömmu og
pabba í vöfflur og fleira. Þetta var
fastur liður á sunnudögum.
Mamma og pabbi voru yndisleg-
asta fólk sem til var.
Guð varðveiti þig, elsku mamma,
og líði þér vel í fangi pabba.
Börnin.
Það er með söknuði að ég kveð
systur mína. Hún hefur nú fengið
hvíldina eftir nokkurra ára heilsu-
leysi. Það var alltaf tilhlökkun að
koma við hjá Nínu og Stebba á
ferðalögum og alltaf var tekið vel á
móti okkur með alls kyns kræs-
ingum. Í för með okkur var oft
barnabarn sem hlakkaði alltaf
mikið til að koma við hjá Nínu
frænku og fá bestu tartalettur í
heimi.
Það fækkar óðum í systkina-
hópnum, nú erum við aðeins fjögur
eftir af tólf en svona er lífsins
gangur.
Á yngri árum þegar ég passaði
börnin fyrir Nínu og Stebba var
oft glatt á hjalla og mikið gert að
gamni sínu enda einstaklega geð-
góð og glöð alla tíð þau hjónin. Ég
veit að Stebbi tekur vel á móti
systur minni á kveðjustundu.
Hafðu þökk fyrir allt elsku Nína
og góður Guð styrki ástvini þína.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Sigríður Sigurborg
Guðmundsdóttir.
Jónína Helga
Guðmundsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda-
móðir, dóttir og systir,
ANNA JÓNSDÓTTIR,
Vallargötu 18,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju föstudaginn
4. apríl kl. 13.00.
Karl Björnsson,
Björn Ívar Karlsson,
Katla Snorradóttir, Hreinn Pétursson,
Berglind Karlsdóttir,
Elfa Karlsdóttir,
Jón S. Óskarsson, Hrefna Sighvatsdóttir,
Orri Jónsson, Hulda Birgisdóttir,
Már Jónsson, Margrét Jónsdóttir,
Jóhanna Magnúsdóttir, Steingrímur Benediktsson,
Guðmunda Magnúsdóttir, Ólafur Bragason,
Hrafnhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Hárlaugsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSGEIR KRISTINSSON
frá Höfða,
Stórasvæði 4,
Grenivík,
sem lést fimmtudaginn 20. mars, verður jarðsunginn
frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 5. apríl
kl. 14.00.
Elísa Friðrika Ingólfsdóttir,
Heimir Ásgeirsson, Ólöf Bryndís Hjartardóttir,
Ingólfur Kristinn Ásgeirsson, Álfheiður Karlsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR RAGNARSSON
bókaútgefandi,
Bjarmalandi 16,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 27. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
4. apríl kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast Ólafs er
bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eða MND-félagið.
Elín Bergs,
Ragnar Helgi Ólafsson, Margrét Sigurðardóttir,
Kjartan Örn Ólafsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Minningarathöfn um ástkæra dóttur mína, systur
og mágkonu,
BIRNU HÉÐINSDÓTTUR CARVALHO,
áður Hafnarfirði,
Rhode Island,
USA,
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn
3. apríl kl. 13.00.
Kristín Magnúsdóttir,
R. Rósa Héðinsdóttir, Gils Stefánsson,
Karl Sigurðsson, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Örn Sigurðsson, Ásta Ástmundsdóttir,
Ingibjörg Ögmundsdóttir.
✝
Elsku
BIRGIR VILHJÁLMSSON
okkar, sem lést af slysförum 29. mars, verður
jarðsunginn í Egilsstaðakirkju laugardaginn
5. apríl kl.12.00.
Birna Sigbjörnsdóttir,
Sesselía Birgisdóttir, Ragnar Fjalar Sævarsson,
Jónatan Logi Birgisson, Valdís Valgeirsdóttir,
Sigbjörn Þór Birgisson,
Heiðrún Brynja Birgisdóttir, Örvar Ásmundsson,
Oddrún Sigurðardóttir,
Sakarías Nói Fjalar og Ragnheiður Birna Ragnarsbörn,
bræður og aðrir vandamenn.