Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Antík
Antík á Selfossi
Komnar nýjar vörur frá Danmörku og
Svíþjóð - kíkið í búð og á heimasíðu!
www.maddomurnar.com
Opið mið-fös. kl. 13-18 og lau.
kl. 11-14. Langur lau. 5. apríl.
Dýrahald
Ungverskur Vizsla
Hvolpar til sölu. Vizsla er frábær
veiði- og fjölskylduhundur. Ættbók frá
HRFÍ, heilsufarsskoðaðir, örmerktir.
upplýsingar í s.6915034 vizsla.blog.is
Heilsa
Vilt þú missa 5-7 kíló á 9 dögum?
Clean & Lean er næringarleg hreinsi-
meðferð sem er hönnuð til þess að
eyða óvissuþáttum í heilsusamlegu
fæðuvali og hafa stjórn á mataræð-
inu. Kolbrún s. 692-4056.
Húsnæði í boði
Til leigu flott einbýlishús í
Grindavík. 115 fm hús og 39 fm
bílskúr. Húsið er á góðum stað, stutt í
skóla og aðra þjónustu. Aðeins
skilvísir og traustir koma til greina.
Upplýsingar í síma 866 1976.
2 Skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu 80 fm skrifstofuhúsnæði við
Austurstræti 3 og 118 fm við Tjarnar-
götu 10, 101 Reykjavík, með
glæsilegu útsýni 4-5 herb.
Upplýsingar í síma 690 3031.
Húsnæði óskast
Herbergi m/húsgögnum
32 ára gamall karlmaður, regl., reykir
ekki, í fullri vinnu, óska eftir herb.
m/húsgögnum frá 1. júni. S. 857 3446
eða kantofalis@hotmail.com
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Iðnaðarmenn
Múrverk, flísalagnir,
utanhúsklæðningar,
viðhald og breytingar.
Sími 898 5751.
Byggingar
Vinnuskúrar 10 & 20 ft
Hef til sölu nokkra nýja vinnuskúra á
góðu verði, uppl. í síma 896 9319.
Ýmislegt
580 7820
PLÖSTUN
BOÐSKORT
tækifæri
Við öll
580 7820
Triumph sundbolir og bikini
í úrvali. Stærðir frá 38 – 50 og
skálastærðir B, C og D. Útsölustaðir:
Musik og Sport, Nana Hólagarði.
Aqua Sport ehf., Hamraborg 7,
200 Kópavogi, sími 564 0035.
gengið inn frá Hamrabrekku.
www.aquasport.is
Mikið úrval af herraskóm úr
leðri.
Breiðar gerðir. Stærðir: 40 - 48
verð frá: 6.785.- 12.540.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-föst. 10-18,
og laugardaga 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Veiði
Veiðferðir til S-Grænlands
í sumar. Stangveiði, sauðnaut og
hreindýr. Leitið upplýsinga
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar ehf.
S.: 511 1515
www.gjtravel.is
Vélar & tæki
Steypuhrærivél til sölu
Atika Profi 145 til sölu. Mjög lítið not-
uð og vel með farin 120L vél. Verð
43 þ.kr. Nánari upplýsingar í síma
663-3600.
Bílar
Subaru Legacy árg. '96
Til sölu vínrauður Subaru Legacy árg.
´96, nýskr. ´97. Ek. 216 þús. km. Með
dráttarkúlu. Skoðaður ´09. Frábær bíll
með góða sál. Tilboð óskast.
Arnór s. 891-7389.
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
Bifhjólakennsla.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Kerrur
Sturtukerra til sölu
Á góðu verði, st.á palli 4.0m x 1.8m.
heitgalv. m/sliskjum og rafmagns-
sturtu.Verð: 695.000.-m/vsk. ATH.
kerran er óskráð. Uppl. í s. 896 9319.
Elsku amma Didda.
Okkur systkinin
langaði að rita nokkur
orð um hana ömmu
okkar sem féll skyndilega frá þann 15.
mars síðastliðinn. Það var að morgni
laugardags sem við fengum þær frétt-
ir að amma Didda væri látin. Við ætl-
uðum vart að trúa því þar sem andlát
hennar hafði ekki gert nein boð á und-
an sér, og því var erfiðara að sætta sig
við það eða trúa því að hún væri í raun
farin frá okkur. En það sem eftir
stendur nú þegar hún er farin er
minning um afar fallega konu í öllum
mögulegum merkingum þess orðs.
Við systkinin eigum öll margar
góðar minningar um þessa yndislegu
og hlýju konu sem okkur þótti öllum
mjög vænt um, enda vorum við það
heppin að búa í næsta nágrenni við
hana öll uppvaxtarár okkar og vorum
tíðir gestir á heimili hennar. Þegar við
vorum að ræða um hvers við minnt-
umst í sambandi við hana komu upp
margir hlutir, svo sem bakkelsið sem
hún útbjó til að hafa með í kartöflu-
garðana þegar maður var barn,
hversu ættrækin hún var og ótrúlega
minnug – minni hennar virtist aðeins
styrkjast með árunum –hve hæfi-
leikaríkur listamaður hún var og auð-
vitað matseldin hennar sem við feng-
Sigurjóna
Sigurjónsdóttir
✝ Sigurjóna Sig-urjónsdóttir
fæddist á Hóli á
Stöðvarfirði 28.
ágúst 1930. Hún lést
á heimili sínu 15.
mars síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Þykkva-
bæjarkirkju 28.
mars.
um að njóta sem börn.
Elsku amma Didda,
við söknum þín sárt og
vitum að lífið verður fá-
tæklegra án þín, en
minningin um þig mun
lifa með okkur alltaf.
Takk fyrir allt saman,
elsku amma.
Drottinn minn réttu sorg-
mæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harma-
bál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni
svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Höf: Ásbjörn Morthens.)
Þín barnabörn,
Sindri Snær, Sölvi Borgar, Sig-
urborg Sif og Sigurjón Fjalar.
Elsku vinkona. Þegar dóttir þín
hringdi í mig og sagði mér lát þitt fóru
strax að renna gegnum huga minn
ljúfar myndir frá bernsku- og æsku-
árum okkar austur á Stöðvarfirði.
Það var skammt á milli okkar þá, þú á
Borg en ég á Einarsstöðum, næsta
bæ.
Á Borg naustu mikils ástríkis fóst-
urforeldra þinna, heiðurshjónanna
Kristborgar og Sighvats sem allt
vildu fyrir þig gera. Þessa elsku auðn-
aðist þér síðar að launa þeim með
ýmsum hætti. Virðingu þína og þökk
sýndir þú þeim er þú gafst tveimur
börnum þínum nöfn þeirra.
Það var skammt á milli í þá gömlu
góðu daga og þótt síðar hafi vega-
lengdir milli okkar teygst finnst mér
sem alltaf hafi verið stutt bæjarleið
milli okkar. Vináttuböndin slitnuðu
aldrei.
Ekki leyndu sér miklir listrænir
hæfileikar þínir sem fengu ef til vill
aldrei að njóta sín til fulls vegna amst-
urs daglegs lífs á stóru heimili. Þú
málaðir frábærar myndir sem marg-
ar hverjar prýða nú heimili þinna
nánustu og skáldskaparhæfileikar
þínir voru ótvíræðir.
Á þessum tímamótum er mér samt
efst í huga kærleikur þinn og góðvild.
Þú varst fyrst og fremst góð mann-
eskja. Ég kveð þig nú, vinkona mín,
með sonnettu eftir sjálfa þig, um
hringrás alls sem fær að lifa hér
skamma stund, deyja og endurfæðast
síðan.
Nú haustar að og húmið tekur völdin
og hægir senn á grósku alls sem lifir.
Og minningarnar merla enn um kvöldin
en minna um leið á æviklukku tifið.
Svo kom það loksins vorið yfir voginn
með vonarneista innst í sínu hjarta.
Og langa vegu fuglinn að var floginn
til fyrirheitna landsins okkar bjarta.
Þá yfir öllu lifnar sem að lifir
og langur vetur horfinn okkar sjónum
en blómin vilja brjótast upp úr snjónum
sem breiðir ennþá hulu jörðu yfir.
Og ástin vaknar ennþá þeim er lifir –
öllum þeim sem hrærast hér á mónum.
Borghildur Þórðardóttir.
Vinkona okkar og félagi Sigurjóna
Sigurjónsdóttir er fallin frá. Kallið
kom snöggt og óvænt.
Kynni okkar félaganna hófust fyrir
nokkrum árum,er við stofnuðum
ljóðahópinn Skapandi skrif í Gjá-
bakka í Kópavogi. Sigurjóna var ein
af stofnendunum, og starfaði með
okkur þar til hún flutti til Hellu.
Sígurjóna átti ljóð í bókum, sem
hópurinn gaf út og heita Gjábakka-
þulur. Hún var mjög listræn, og var
líka félagi í myndlistarhópnum í Gjá-
bakka. Þegar þessir tveir hópar tóku
höndum saman og gáfu út bókina
Ljóð og litir, þá átti hún þar bæði ljóð
og myndir.
Sigurjóna var mjög lítillát hvað
varðar listfengi sitt, og hún var góður
og glaðlyndur félagi, sem við söknum.
Í einu ljóði hennar segir:
Og minningarnar merla enn um kvöldin, en
minna um leið á æviklukkutifið.
Nú hefur æviklukka Sigurjönu
þagnað.
Við biðjum henni blessunar og
þökkum henni samfylgdina,
sem varð allt of stutt.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hennar og vina.
Fyrir hönd félaga í Skapandi skrif-
um Gjábakka.
Sigurlaug Ólöf
Guðmundsdóttir.
Það er margs að
minnast er ég sest
niður og minnist Sig-
urbjörns Sigurpáls-
sonar fyrrverandi verkstjóra hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Við
tengdumst fjölskylduböndum fyrir
hartnær fjórum áratugum og
kynntist ég fljótt hvílíkum mann-
kostum hann var búinn, traustur
vel og yfirvegaður í framkomu með
góða nærveru. Slíkum mönnum eru
gjarnan falin mannaforráð sem
hann hafði með höndum í áratugi
og var Sigurbjörn afar vel látinn af
samstarfsmönnum sínum.
Við Sigurbjörn vorum í hlutverki
afa og langafa og nutum við þess í
Sigurbjörn
Sigurpálsson
✝ Sigurbjörn Sig-urpálsson fædd-
ist á Egg í Hegra-
nesi í Skagafirði 15.
janúar 1917. Hann
lést á Eir, hjúkr-
unarheimili, 18.
mars síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju
31. mars.
ríkum mæli. Sigur-
björn og Guðrún
Helga voru einkar
samhent hjón og skil-
uðu sínu hlutverki
sem foreldrar, afi og
amma með miklum
sóma. Síðustu ævi ár
Guðrúnar Helgu voru
þeim erfið en Sigur-
björn hlúði að henni
með mikilli natni og
umhyggju. Síðustu ár
hefur Sigurbjörn bú-
ið á dvalarheimilinu
Eir þar sem hann
lést þann 18. mars síðastliðinn 91.
árs að aldri. Með honum er geng-
inn einn af þessum tryggu sam-
ferðamönnum sem unnu störf sín
af trúmennsku og heilindum og
skiluðu til afkomenda sinna góðu
eftirdæmi.
Að leiðarlokum þakka ég Sig-
urbirni fyrir hans vegferð og votta
Hafdísi og Kristjáni, Hildi og Haf-
steini, börnum og barnabörnum
mína innilegustu samúð.
Veri hann að eilífu Guði falinn.
Aðalsteinn Dalmann Októsson.