Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
40+ félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun |
Bíóferð í Smárabíó kl. 18.15, borðað og farið í bíó.
Heimferð frá Smáralind, útgangi C kl. 22.20.
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl 8.30, vinnustofa kl. 9-
16.30, postulínsmálning kl. 9-12 og 13-16.30
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna, smíði/
útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Uppl. í
síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, glerlist, al-
menn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaað-
gerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl.
9-16, leiðb/Halldóra við frá kl. 13, leikfimi kl. 10,
leiðb/Guðný. Hársnyrting Guðrúnar sími: 553-
3884/893-3384.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin kl. 10-11.30, sími 554-1226. Skrif-
stofan í Gjábakka er opin kl. 15-16, sími 554-3438.
Félagsvist er í Gjábakka kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar
ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10, söngvaka kl.
14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söng-
félag FEB æfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía og glerlist kl. 9.30,
handavinnustofan opin, leiðbeinandi við til kl. 16, fé-
lagsvist og glerlist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16,
bobb kl. 16.30 og dansæfing undir stjórn Sigvalda kl.
18-20.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45, og 10.30, brids kl. 13,
bútasaumur kl. 13. Miðar í bæjarferð nk. mánudag,
seldir í Jónshúsi í dag, á morgun og á föstudag.
1.500 kr.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-
16.30, m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna.
Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50,
dansæfing kl. 10. Frá hádegi er spilasalur opinn. Alla
föstud. kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt) o.fl. í ÍR
heimilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi.
Hallveigarstaðir | Afmælisfundur Hvítabandsins
verður að Hallveigarstöðum Túngötu 14, kl. 20. Dag-
skrá: Hugleiðing, félagsmál, Guðrún Ásmundsdóttir
segir frá merkri islenskri konu, kaffiveitingar. T
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá
Sigrúnu, keramik, taumálun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley
Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun
fyrir hádegi, hádgisverður kl. 11.30.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega.
Listasmiðjan opin. Félagsvist, skapandi skrif, Bör
Börsson, Müllersæfingar, brids, þegar amma var
ung, leikfimi, sönghópur Hjördísar Geirs, Stef-
ánsganga o.fl. Bókmenntaferð til Akureyrar 14.-16.
Uppl.568-3132
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu í Dalsmára
kl. 9.30-11.30, ringó í Smáranum kl. 12 og kynning á
ringó í Snælandsskóla kl. 19-20, línudans í Húnabúð,
Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564-1490.
Korpúlfar Grafarvogi | Keila í Keiluhöllinni við
Öskjuhlíð á morgun, fimmtudag, klukkan 10 og
Listasmiðjan opin á Korpúlfsstöðum kl. 13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræðingur
frá Heilsugæslunni kl. 10.30, bankaþjónusta kl. 10-11,
leikfimi kl. 11, handverksstofa opin, námskeið í
myndlist kl. 13, kaffiveitingar, bingó kl. 15, 100 kr.
spjaldið
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, fé-
lagssvist kl. 14, hárgreiðslustofa Erlu Sandholt sími
588-1288.
Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19 í félagheimili Sjálfs-
bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-12.
Aðstoð v/böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12,
sund kl. 11.45, hádegisverður, verslunarferð í Bónus
kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morg-
unstund kl. 10, handavinnustofan opinn, hárgreiðslu
og fótaaðgerðarstofan opinn allan daginn, upp-
lestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14. Uppl. í
síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, salurinn opinn
og ganga kl. 13, boccia kl. 14, kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal kl. 11.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn kl. 10 í Holta-
koti, farið í heimsókn á foreldramorgunn í Vídal-
ínskirkju Garðabæ. Opið hús eldri borgara fer í
heimsókn á vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur
myndlistakonu og síðan á kaffihúsið í Hafnarborg,
lagt af stað frá Litlakoti kl. 13.15. Bæna/kyrrð-
arstund í Leikskólanum Holtakoti kl. 20-21.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist, hug-
vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim-
ili eftir stundina, kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT
10-12 ára kl. 17, æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj-
unnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er kl. 13-16. Spil-
að, föndrað, handavinna og óvænt uppákoma. Hafið
samband við kirkjuvörð í síma 553-8500 ef bíla-
þjónustu er óskað.
Digraneskirkja | Alfanámskeið kl. 19. www.digra-
neskirkja.is
Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10-12.30. Léttur há-
degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má
koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvu-
pósti til domkirkjan@domkirkjan.is.
Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédik-
un, tónlist og samvera. Almenn bænastund kl.
20.30. Hægt er að senda bænarefni á netfangið ke-
fas@kefas.is
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Alt-
arisganga og fyrirbænir, hádegisverður að lokinni
stundinni, TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og
Korpuskóla.
Grensáskirkja | Samverustund aldraðra kl. 12, mat-
ur og spjall. Helgistund kl. 14.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Samvera fyrir alla kl.
18-20 sem hefst með súpu og brauði gegn vægu
verði, fræðsla fyrir krakkana í Royal Rangers kl. 19,
kristilegu skátastrafi. Biblíulestur fyrir fullorðna
fólkið, kennari David Pawson.
Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Yfirskrift
samkomunnar er köllun til þjónustu, ræðumaður er
Skúli Svavarsson. Frjálsir vitnisburðir og kaffi eftir
samkomu.
Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, göngu-
hópurinn Sólarmegin kl. 10.30, öllum velkomið að
slást í för. Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.15,
umsjón hafa sóknarprestur og kirkjuvörður.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15. Óvissuferð,
kaffiveitingar. Umsjón Hjörtur Pálsson. Opið hús er
alla miðvikudaga kl. 15.
Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10-
12.30, foreldramorgnar Bessastaðasóknar kemur í
heimsókn. Leikföng fyrir börnin og heitt á könnuni.
50 ára afmæli. HrefnaSigríður Bjartmars-
dóttir, þjóðfræðingur og
kennari, Esjugrund 30, Kjal-
arnesi, verður fimmtug í dag
2. apríl. Maður Hrefnu er
Aðalsteinn Jónsson og eiga
þau fjögur börn og þrjú
tengdabörn, öll mannvænleg
mjög.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 2. apríl, 93. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.)
Læknadeild HÍ býður til mál-stofu á morgun, fimmtudagkl. 16 í Læknagarði, íkennslustofu á þriðju hæð.
Þar ætlar Árni Árnason dósent við
sjúkraþjálfunarskor að flytja erindið
Aftanlæristognanir og forvarnir.
„Aftanlæristognanir eru ein algeng-
ustu meiðslin í efstu deildum knatt-
spyrnu karla í dag. Þessar tognanir geta
oft verið langvinnar, svo leikmenn geta
oft verið frá keppni lengur en þrjár vik-
ur, og hafa tognanir af þessu tagi því
bæði mikil áhrif á frammistöðu og feril
einstaklingsins og liðsheildarinnar,“ út-
skýrir Árni. „Aftanlæristognanir eru
ekki aðeins bundnar við knattspyrnuna
heldur sjást í flestum sprettgreinum,
þar sem mikill hraði og hraðabreytingar
eiga sér stað eins og er í mörgum frjáls-
íþróttagreinum.“
„Talið er að flestar aftanlæristognanir
í hröðu hlaupi verði þegar vöðvarnir eru
að draga úr sveifluhraða fótleggsins
fram á við rétt áður en fóturinn nemur
við jörð. Eða þegar hællinn lendir á
jörðinni en þá breytist vöðvavinnan úr
því að hægja á hreyfingu í það að vöðv-
inn fer að dragast saman. Sérstaklega
er hætt við tognun þegar þreyta er kom-
in í vöðvana og þeir því ekki eins fljótir
að bregðast við,“ segir Árni en rann-
sóknir sýna að aftanlæristognanir í
knattspyrnu verða að meðaltali í sjö-
unda til tíunda hverjum leik.
Árni segir nýjan skilning á orsökum
aftanlæristognana gera kleift að vinna
með fyrirbyggjandi æfingar: „Komið
hefur í ljós að með því að setja inn í æf-
ingaáætlun leikmanna æfingar sem
styrkja þennan bremsuþátt vöðvanna,
fækkar aftanlæristognunum í knatt-
spyrnu töluvert,“ segir Árni. „Æfingin
er ekki flókin: einstaklingurinn krýpur á
knjám á meðan annar heldur fótunum
hans föstum niðri. Síðan lætur íþrótta-
maðurinn sig síga áfram hægt og rólega
eins langt niður og fram og hann getur
áður en hann fellur á gólfið og tekur þá
fallið af sér með höndunum. Þess þarf
þó að gæta að fara varlega í þessum æf-
ingum til að byrja með því vöðvarnir eru
óvanir þessari hreyfingu og geta leik-
menn því fengið miklar harðsperrur ef
farið er of geyst fyrstu vikurnar.“
Heilsa | Fyrirlestur um forvarnir gegn aftanlæristognunum á fimmtudag
Lærtognanir úr sögunni?
Árni Árnason
fæddist 1963 og
ólst upp á Laug-
arvatni. Hann lauk
BS í sjúkraþjálfun
frá HÍ 1987, lauk
íþróttakenn-
araprófi frá Laug-
arvatni 1988,
meistaranámi í
íþróttum frá íþróttaháskólanum í Ósló
1993 og doktorsnámi í íþrótta-
sjúkraþjálfun frá Oslo Sports Trauma
Research Center 2004. Árni hefur um
langt skeið starfað við sjúkraþjálfun
hjá Gáska og hefur frá 2003 verið dós-
ent við Háskóla Íslands. Eiginkona
Árna er Dóra Guðrún Wild leikskóla-
kennari og eiga þau þrjú börn.
Tónlist
Ketilhúsið Listagili Akureyri |
Kvennakórinn Embla heldur tón-
leika kl. 20. Verk fyrir kvenna-
kór 1120-1980.
Kaffi Hljómalind | Spáleikar kl.
20.30. Alejandro Castaños, Áki
Ásgeirsson, Egill Sæbjörnsson
Goddur og Magnús Jensson
lesa tónlist úr kaffibollum
áheyrenda. Ókeypis aðgangur.
Tónlistarþróunarmiðstöðin |
Afmælis tónleikar heimasíð-
unnar dordingull.com verða
haldnir 3. apríl kl. 20, í Hellinum
TÞM. Hljómsveitirnar Dormah,
Sleeps like an angry bear, Skítur
og ein ónefnd hljómsveit spil-
a.Nánari uppl. á heimasíðunni
dordingull.com
Kvikmyndir
Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffi-
hús | Andspyrnubíó – Terrorists:
The Kids They Sentenced kl.
20, frítt inn. Nokkrir ein-
staklingar á aldrinum 19-30 ára
voru handteknir og dæmdir til
fangelsisvistar eftir mótmæli í
tengslum við ráðstefnu Evrópu-
sambandsins í Gautaborg árið
2001. Lukas Moodyson talar við
hin dæmdu um tilgang mótmæl-
anna, handtökurnar, aðgerðir
lögreglu og framtíðina.
Fyrirlestrar og fundir
Krabbameinsfélagið | Góðir
hálsar, verða með rabbfund í
húsi Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8, kl. 17. Gestir verða
Sjöfn Ágústsdóttir, Heiðdís
Valdimarsdóttir og Jakob Smári
en þau eru að skoða líðan og
lífsgæði karla með krabbamein í
blöðruhálskirtli.
Náttúrufræðistofnun Íslands |
Guðmundur A. Guðmundsson
dýravistfræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun flytur erindið
„Á varpstöðvum margæsa á
80° norðlægrar breiddar.“ Fyr-
irlesturinn hefst kl. 12.15 og er
futtur í sal Möguleikhússins við
Hlemm. Nánar á vefslóðinni
http://www.ni.is/midlun-og-
thjonusta/hrafnathing/greinar/
nr/749
Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur | Anker Gemzøe,
prófessor í bókmenntum við
Álaborgarháskóla, flytur fyr-
irlesturinn: Slægtens og fortæll-
ingens genkomst í ny dansk
prosa sem fer fram í Aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands, stofu 207,
kl. 16.30. Nánar á www.vigd-
is.hi.is.
Þjóðminjasafn Íslands | Aðal-
fundur Evrópusamtakanna verð-
ur haldinn í fundarsal safnsins
kl. 16. Hefðbundin aðalfund-
arstörf, gestur fundarins verður
Árni Páll Árnason þingmaður.
Fréttir og tilkynningar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur | Matar- og fataúthlutun kl.
14-17 í Hátúni 12b. Tekið við
hreinum fatnaði og öðrum varn-
ingi á þriðjudögum kl. 10-15.
Sími 551-4349, netfang maed-
ur@simnet.is
Frístundir og námskeið
Kvennakirkjan | Námskeið fyrir
konur sem standa í skilnaði eða
hafa skilið fyrir skömmu eða
löngu hefst mánudaginn 7. apríl
kl. 18.30. Hjálpar þeim að gera
upp tilfinningar sínar og gleðj-
ast yfir lífinu sem blasir við
þeim. Leiðbeinandi sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir. Skráning í
kvennakirkjan@kvennakirkjan.is
eða s. 551-3934.
Náttúrulækningafélag Reykja-
víkur | Matreiðslunámskeiðið
Grænt og gómsætt – hollustan í
fyrirrúmi, verður haldið á veg-
um félagsins laugardaginn 5.
apríl og sunnudaginn 6. apríl í
Hússtjórnarskólanum. Mat-
reiddir verða gómsætir græn-
metisréttir. Skráning stendur yf-
ir í síma 552-8191. Takmarkaður
fjöldi.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar
um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dags- og mánudags-
blað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/ eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer.
Hægt er að hringja
í síma 569-1100, senda
tilkynningu og mynd
á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda
tilkynningu og mynd í
gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja
liðinn „Senda inn
efni“. Einnig er hægt
að senda vélritaða til-
kynningu og mynd í
pósti. Bréfið skal stíla
á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Norður-
orku hf. sem samþykkt var á aðal-
fundi sem haldinn var 28. mars síð-
astliðinn:
„Aðalfundur Norðurorku hf.
leggur áherslu á að almenn fyr-
irtækjalöggjöf og grunnsjónarmið
gildi um rekstur fyrirtækja á orku
og veitusviði. Sérlögum ber að
halda í lágmarki og þau taki aðeins
á nauðsynlegustu atriðum sem al-
menn lög ná ekki yfir.
Mikilvægt er að sjálfstæði fyr-
irtækjanna sé virt og sérlög rýri
hvorki verðgildi þeirra né mögu-
leika eigenda til þess að njóta eðli-
legs arðs. Sú varð því miður raunin
um raforkudreifinguna. Þessu
verður að breyta nú þegar og mik-
ilvægt að sagan endurtaki sig ekki
gagnvart hitaveitum. Fundurinn
telur því brýnt að fullt samráð verði
haft við hagsmunaaðila og sjón-
armið þeirra virt.
Fundurinn lýsir jafnframt
áhyggjum sínum af getu flutnings-
kerfis raforku og krefst þess að úr
verði bætt. Ófullnægjandi aðgengi
að raforku hamlar uppbyggingu
iðnaðar þar sem svo háttar. Bilanir
í Sultartangastöð í vetur sýna að
nauðsynlegt er að byggðalína verði
styrkt hið fyrsta með hagsmuni
allra landsmanna í huga.
Það er álit aðalfundar Norður-
orku hf. að óhjákvæmilegt sé að nú
þegar verði ráðist í styrkingu á
kerfi Landsnets og fjármunir til
þess verks komi úr ríkissjóði. Hér
er um sameiginlegt hagsmunamál
allra landsmanna að ræða því líta
ber á flutningskerfi raforku á sama
hátt og þjóðvegi, hafnir og flugvelli
landsins.“
Sérlögum
ber að halda
í lágmarki
FERÐAMÁLASETUR Íslands veit-
ir nú í þriðja sinn 100.000 króna
verðlaun fyrir framúrskarandi
lokaverkefni um ferðamál sem unn-
ið er af nemanda við háskóla hér á
landi. Verðlaunin verða afhent á
aðalfundi Samtaka ferðaþjónust-
unnar (SAF) 2008 á hótel Sögu
fimmtudaginn 3. apríl kl. 15.
Dómnefnd sem skipuð er stjórn
og forstöðumanni FMSÍ hefur met-
ið átta verkefni skólaársins 2007
sem þóttu afar góð og/eða mjög at-
hyglisverð:
Niðurstaða dómnefndar er að
verðlaunin í ár hljóti Hildur Krist-
jánsdóttir fyrir B.Sc. ritgerð sína
Samvinna fyrirtækja í samkeppni á
íslenskum ráðstefnumarkaði – Við-
horf fagaðila til sameiginlegs
gagnagrunns.
Ritgerðina er hægt að nálgast
hjá Stúdentamiðlun v/Hringbraut á
vefsíðunni www.am.is.
Háskóli Íslands, Háskólinn á Ak-
ureyri og Hólaskóli, ásamt Ferða-
málastofu og SAF starfrækja sam-
eiginlega Ferðamálasetur Íslands,
sem er miðstöð rannsókna, fræðslu
og samstarfs í greinum sem tengj-
ast ferðamálum.
Verðlaun fyrir
lokaverkefni í
ferðamálafræði
FRÁ og með 1. apríl tók Landlækn-
isembættið við því hlutverki að
veita heilbrigðisstéttum starfsleyfi
en það hefur til þessa verið á verk-
sviði heilbrigðisráðuneytisins.
Heilbrigðisstéttir í landinu eru
alls 32 og njóta þær lögverndaðs
starfsheitis. Er kveðið á um skilyrði
fyrir veitingu starfsleyfa í ýmsum
lögum og reglugerðum um starfs-
réttindi heilbrigðisstétta en með
ofangreindum lögum er gerð sú
breyting að landlæknir gefur út
starfsleyfi þessara stétta í stað heil-
brigðisráðherra, að því er segir á
vef heilbrigðisráðuneytisins.
Landlæknir
veitir starfsleyfi