Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER
MJÖG HRIFIN
AF JÓNI
AH, ÉG
SKIL...
HVAÐ HELD ÉG UPPI MÖRGUM
FINGRUM? FÆRÐU OFT
HÖFUÐVERK AÐ ÁSTÆÐULAUSU?
„SPARKARINN“
SNÝR AFTUR!
ÞÚ ERT
OF SEINN.
ÉG KOMST
HRINGINN
ÉG ER
FARINN INN EF
ÞÚ HÆTTIR
EKKI AÐ NOTA
ÞENNAN
TENNISBOLTA
PABBI, HVAÐ Á
FÓLK VIÐ ÞEGAR
ÞAÐ SEGIR AÐ
MAÐUR VERÐI GERA
HLUTINA Á
RÉTTUM TÍMA?
AÐ GERA HLUTINA Á RÉTTUM TÍMA ER
EINS OG ÞAÐ ÞEGAR ÉG GRÍP SÍÐASTA
KJÚKLINGABITANN RÉTT EFTIR
AÐ ÉG BENDI ÖLLUM Á ÍMYNDUÐU
FLUGUNA Á VEGGNUM
ÉG ÁTTI KANNSKI
SKILIÐ AÐ VERA
REKINN... EN ÉG
ÁTTI EKKI SKILIÐ
AÐ LENDA
Á NEFINU!
HELDUR ÞÚ VIRKILEGA AÐ
FÓLK EIGI EFTIR AÐ TRÚA ÞVÍ
AÐ ÞESSI FRAMBJÓÐANDI
STELI GÆLUDÝRUM?
ÉG ER MEÐ
VITNI!
ÞAÐ ERU NOKKRIR
KRAKKAR SEM HAFA SAGT
AÐ HANN HAFI STOLIÐ
GÆLUDÝRUNUM ÞEIRRA TIL
AÐ BÚA SÉR TIL VESKI
HVAÐA
KRAKKAR
ERU ÞETTA
EIGINLEGA
??
KEMUR
ÞÉR EKKI
VIÐ!
NÝR
PÓSTUR
„VANTAR
NOKKRA KRAKKA
TIL AÐ...“
„ÉG SEGI
HVAÐ SEM
ER FYRIR
1.000 kr.“
EKKI SEGJA
MÖMMU ÞINNI
FRÁ ÞESSU
ÞANNIG AÐ ÞÚ
ERT RITSTJÓRI
HJÁ DAGBLAÐI Í
NEW YORK?
ÞAÐ ER
DAGBLAÐIÐ Í
NEW YORK! HIÐ
HEIMSÞEKKTA
„DAILY BUGLE!“
ÉG FANN
MYNDAVÉLINA
MÍNA!
BURT MEÐ
ÞIG, PETER!
HÚN ER AÐ
TAKA VIÐTAL
VIÐ MIG!
GOTT
HVAÐ
HANN ER
ATHYGLIS-
SJÚKUR
NÚNA GETUM
VIÐ LOKSINS
FENGIÐ FRIÐ
FYRIR HONUM
dagbók|velvakandi
Dekra týnd
KISAN Dekra fór frá heimili sínu
við Grettisgötu páskadagsmorgun
og hefur ekki sést síðan. Hugsanlegt
er að hún sé lokuð inni í einhverjum
skúr eða geymslu, en Dekra er með
ól og eyrnamerkt (nr. 1153). Hennar
er sárt saknað og er finnandi beðinn
vinsamlegast að hafa samband í
síma: 551-6366 eða 847-4759.
Frábær menntaskóli
MENNTASKÓLINN við Hamra-
hlíð hefur um langt skeið verið einn
af eftirsóttari framhaldsskólum
landsins, ekki aðeins hjá nemendum
á höfuðborgarsvæðinu heldur af
landinu öllu. Þetta er engin tilviljun
því í MH er hefð fyrir góðri kennslu,
fjölbreyttu félagslífi og umfram allt
frjórri og skapandi umræðu um flest
það sem ungu fólki þykir áhugavert.
Ég hvet því alla til að kynna sér
skólann vel og taka upplýsta ákvörð-
un í vor, því það
skiptir máli að
velja vel.
MH er braut-
ryðjandi á sviði
sveigjanleika þar
sem áfangkerfi
var fyrst tekið
upp sem síðar
varð fyrirmynd
fjölbrautaskóla
hér á landi og er-
lendis. Við höfum ótrúlegt úrval
skemmtilegra áfanga og það er sí-
fellt verið að búa til nýja, sem dæmi
má nefna rokksögu, ferðir til Barce-
lona og Parísar og marga kvik-
myndaáfanga í tungumálum og fé-
lagsfræði. Félagslíf í MH er
margþætt þar sem hver getur fundið
áhugamálum sínum farveg. Nem-
endafélagið stendur fyrir afar fjöl-
breyttu starfi sem er bæði fallið til
afþreyingar og til þess að þroska
hvern einstakling sem þar tekur
þátt. Við tökum þátt í öllum helstu
keppnum á landinu og höfum náð
góðum árangri undanfarin ár og er-
um t.a.m. að fara að keppa í úrslitum
Morfís og komumst í undanúrslit í
Gettu betur.
Þeir sem vilja fá að kynnast frá-
bærum framhaldsskóla ættu ekki að
láta opið hús í MH fram hjá sér fara
í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 18-21
og takið foreldra ykkar endilega
með.
Brynhildur Bolladóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Brynhildur
Bolladóttir
UM þessar mundir er verið að vinna að endurbótum á sjóvörnum við Ána-
naust. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur gert tillögu að bættum
sjóvörnum sem höfðu skemmst vegna óveðurs.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sjóvarnaveggur bættur
BLUE Lagoon-húðvörurnar eru til-
nefndar til dönsku snyrtivöruverð-
launanna „Danish Beauty and
Cosmetic Award“. Verðlaunahá-
tíðin verður haldin á Hilton-
hótelinu við Kastrup flugvöll
fimmtudaginn 3. apríl.
Vörurnar eru tilnefndar í eft-
irfarandi flokkum: Vörumerkið
Blue Lagoon er tilnefnt sem vöru-
merki ársins; rakakremið Blue
Lagoon Mineral Moisturizing
Cream er tilnefnt sem vara ársins í
flokknum vörur fyrir líkama og
Blue Lagoon Silica Mud Mask, kís-
ill, er tilnefnd sem vara ársins í
flokknum vörur seldar og notaðar á
snyrtistofum og spa stöðum.
Þetta er annað árið sem verð-
launahátíðin er haldin og hefur hún
þegar skipað sér fastan sess og vak-
ið athygli. Tólf manna dómnefnd er
skipuð þekktum einstaklingum.
Nánari upplýsingar um Danish
Beauty Award má finna á
www.dcba.dk
Blue Lagoon-húðvörurnar hafa
verið seldar í Danmörk í tæp tvö ár
og eru þær m.a. fáanlegar í versl-
uninni Magasin Du Nord og hefur
vörumerkið hlotið góðar und-
irtektir á þeim markaði, segir í
fréttatilkynningu.
Tilnefndar
til danskra
verðlauna
FRÉTTIR
DR. Dirk Buschle heldur fyr-
irlestur á málstofu lagadeildar í
Lögbergi, stofu 101 fimmtudaginn
3. apríl kl. 16.
Nefnist fyrirlesturinn „Euro-
pean Energy Policy between
Climate Change and Geopolitics“.
Í samspili alþjóðlegs markaðar,
umhverfis og öruggs framboðs,
hefur nýtt og spennandi svið Evr-
ópuréttar komið fram á sjón-
arsviðið. Þessi þróun helst í hend-
ur við nýja tegund samninga og
tengsl við þriðja aðila, en þá getur
verið áhugavert að skoða í sam-
anburði við EES, segir í tilkynn-
ingu.
Fundarstjóri verður Stefán Már
Stefánsson prófessor. Allir eru
velkomnir.
Nánari upplýsingar má nálgast
á vefslóðinni www.lagadeild.hi.is.
Málstofa hjá
lagadeild HÍ
Leiksýning
Þjóðleikhússins
Í UMFJÖLLUN um sýningu á
Þeim ljóta í blaðinu í gær kom fram
að uppfærslan væri samstarfsverk-
efni, að því stæðu Vér morðingjar og
Þjóðleikhúsið. Það rétta er að sýn-
ingin er alfarið Þjóðleikhússins.
Frumsýning er á laugardagskvöld.
LEIÐRÉTT