Morgunblaðið - 02.04.2008, Qupperneq 36
Kvennamálin sama
óleysanlega flækjan,
ljótu kallarnir jafn ógeðslega
ljótir … 38
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
LAGIÐ „Beautiful“ í flutningi
bandarísku söngkonunnar Taylor
Dayne situr nú í efsta sæti banda-
ríska Billboard-vinsældalistans í
flokknum „dance/electronic“. Það
væri ef til vill ekki í frásögur færandi
hér á landi ef ekki væri fyrir þá stað-
reynd að lagið er eftir Helga Má
Hübner, Íslending sem búsettur
hefur verið í Noregi undanfarin ár.
Þar hefur Helgi fengist við tónlist
um nokkurt skeið undir nafninu
Hitesh Ceon og hefur hann fyrst og
fremst unnið með R&B listamönn-
um. Vann hann t.d. að laginu „Begg-
in“ með norsku rappsveitinni
Madcon en lagið hefur verið það vin-
sælasta í Noregi undanfarnar vikur
auk þess sem hróður lagsins er nú
farinn að berast til Þýskalands. Þá
stýrði Helgi upptökum og samdi
nokkur lög á nýjustu plötu Madcon,
So Dark The Con Of Man, en sveitin
minnir um margt á hina bandarísku
Outkast.
Árangur Helga og Taylor Dayne
verður annars að teljast nokkuð
merkilegur en neðar á Billboard-
listanum eru lög með tónlistar-
mönnum á borð við Shirley Bassey,
Snoop Dogg, Janet Jackson og
Donnu Summer.
Íslendingur á toppi Billboard
Beautiful Umslag smáskífunnar. Vinsæll Helgi Már Hübner.
myspace.com/hiteshceon
Dr. Gunni ger-
ir það að umtals-
efni á bloggsíðu
sinni að vinkona
hans Heiða (oft
kennd við Unun)
hafi verið ráðin
aðstoðarmaður Steingríms J. Sig-
fússonar. Segir hann að kæmi sú
staða upp að doktornum yrði útveg-
aður aðstoðarmaður myndi hann
ekki tvínóna við að velja Gilz sem
aðstoðarmann sinn. Ekki myndi
hann einungis píska hann áfram í
ræktinni heldur gæti vöðvatröllið
reddað honum ódýrum kjúklinga-
bringum í öll mál en kjúklingur er
víst aðalfæða vaxtarræktarmanna.
Samkvæmt doktornum eru þeir
Gilz og félagar víst í viðskiptum við
skuggalega kjúklingabringudílera
og kaupa í hvert skipti 10 kílóa
poka á 10-12 þúsund krónur og
geyma svo í frystinum.
Í ljósi yfirlýsinga kaupmanna um
væntanlegar verðhækkanir má
reikna með því að síminn hjá Gilz
verði rauðglóandi á næstu vikum.
Gilz verslar við skugga-
lega kjúklingasala
Hljómsveitin
Ný dönsk hélt
mikla tónleika
á Nasa síðast-
liðið laug-
ardagskvöld og
var það mál
manna að þeir
félagar hefðu
sjaldan verið
betri. Annars
bar það til tíðinda að undir lok tón-
leikanna tók einn gesta sig til,
stökk upp á svið og hóf að syngja
með þeim félögum. Þegar Björn
Jörundur áttaði sig á því að við-
komandi hafði fremur takmarkaða
sönghæfileika bað hann Ólaf Hólm
trommara að halda takti, bað gest-
inn að kynna sig og þakkaði honum
svo fyrir að skemma tónleikana. Í
sömu andrá var gesturinn fjar-
lægður og sveitin hélt áfram eins
og ekkert hefði í skorist.
Fagmannleg viðbrögð
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG hef verið að syngja alveg síðan ég man eftir
mér,“ segir Margrét Edda Jónsdóttir, 19 ára
söngkona úr Hafnarfirði. Margrét er tiltölulega
óþekkt enn sem komið er, en það á án efa eftir að
breytast því eins og heyra má á upptökum á net-
inu hefur stúlkan hreint ótrúlega sönghæfileika.
„Ég hef farið í nokkra skóla, til dæmis Söngskóla
Maríu Bjarkar, Vox Academia, Söngskóla Þor-
valds Bjarna og söngskóla úti á Álftanesi,“ segir
Margrét sem er dóttir Jóns Gnarrs, og á því ekki
langt að sækja hæfileikana - þótt faðir hennar sé
að vísu þekktari fyrir aðra hæfileika en þá sem
byggjast á söng.
Aðspurð segist Margrét lítið hafa gert af því
að syngja opinberlega. „Ég söng reyndar svolítið
í skólanum, í keppnum og svona. Svo söng ég
stundum á svölunum á Sólon á menningarnótt
þegar ég var yngri,“ segir hún og bætir því við
að hún hafi einnig skráð sig í X-Factor-keppnina
á Stöð 2 fyrir tveimur árum. „Henni Ellý dómara
leist hins vegar ekkert rosalega vel á mig. Henni
fannst ég vera of ung, ég var náttúrlega bara 17
ára þegar ég tók þátt í keppninni. En ég komst
samt í 12 manna úrslit í yngsta hópnum.“
Hlustar á Beethoven
Hvað framtíðina varðar segist Margrét hafa
mikinn áhuga á að fara í Söngskólann í Reykja-
vík, en hún mun þreyta inntökupróf í maí. „Svo
eru nokkrir vinir mínir í tónlist, og þeir vilja
taka upp með mér. Mig langar mikið til þess, en
er bara svolítið feimin við það,“ segir Margrét
sem dreymir um að gera sönginn að atvinnu.
„Mig langar að syngja, en mig langar líka að
vera svona „performer“ – mig langar að hafa
svona smá „show“.“
Margréti er fleira til lista lagt, því auk þess að
vera gríðarlega efnileg söngkona æfir hún suð-
urkóresku sjálfsvarnaríþróttina taekwondo af
kappi. Hún segir þetta tvennt fara mjög vel sam-
an. „Ég var einmitt á úrtökulandsliðsæfingum
um helgina. Það er valið í A- og B-lið, ég komst í
B-liðið af því að ég er ekki með nógu mikla
reynslu til að komast í A-liðið. En ég stefni að því
að komast í A-liðið, þeir sem komast í það fara á
Evrópu- og heimsmeistaramótin,“ útskýrir hún.
Þá má einnig nefna að Margrét tók þátt í
Hawaiian Tropic-keppninni í fyrra, enda bráð-
hugguleg stúlka. „Það gekk mjög vel og var
mjög gaman, þótt ég hafi reyndar ekki komist í
verðlaunasæti.“
Hvað áhrifavalda í tónlist varðar nefnir Mar-
grét söngkonurnar Björk, Emilíönu Torrini,
Imogen Heap og Celine Dion. „Svo hlusta ég líka
mikið á klassíska tónlist, til dæmis Ludwig van
Beethoven og óperutónlist,“ segir Margrét sem
gæti vel hugsað sér að leggja klassískan söng
fyrir sig. „Ég lærði hann svolítið í eitt ár, þegar
ég var í Vox Academia. Þá var ég að vísu mjög
ung og ekki mjög góð að stjórna röddinni. En
það hefur oft verið sagt við mig að ég ætti að
fara í klassískan söng því ég er með mjög háa
rödd, Selma Björnsdóttir sagði til dæmis að það
væri ótrúlegt hvað ég kæmist hátt.“
Söngur og sjálfsvörn
Dóttir grínistans Jóns Gnarrs er einhver efnilegasta söngkona landsins
Morgunblaðið/RAX
Fjölhæf Margrét er sérstaklega efnileg söngkona, auk þess að stunda taekwondo af miklu kappi.
Þeim sem vilja kynna sér gríðarlega sönghæfi-
leika Margrétar er bent á svæði sem hún er með
á Youtube – youtube.com/maggaedda. Þar má
m.a. heyra upptökur sem hún vann að með Þor-
valdi Bjarna og Selmu Björnsdóttur.
■ Á morgun kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann
leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin
kadensur. Að auki er á efnisskránni forleikur eftir Dvorák og stórkost-
legt tónaljóð Richard Strauss um Don Quixote þar sem Bryndís Halla
Gylfadóttir bregður sellóinu sínu í hluterk riddarans sjónumhrygga.
Hljómsveitarstjóri: Carlos Kalmar. Einleikari: Robert Levin
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Fös. 4. apríl kl. 21.00
Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleik-
ar þar sem listamennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós
á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út
frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna
iPod í boði FL Group.
■ Lau. 5. apríl kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu
Oktett eftir Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis
Beethoven og Mozart.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is