Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 38

Morgunblaðið - 02.04.2008, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu * Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 eee -24 Stundir Frá framleiðendum The Devils Wears Prada SÝND Í REGNBOGANUM Sími 462 3500 - ÓHT, Rás 2 eee eeee - E.E, D.V. - Empire eeee SÝND Í REGNBOGANUM Í BRUGGE SÝND Í SMÁRABÍÓI - S.V., MBL eeee SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM - L.I.B. Topp5.is/FBL eeee Frábær grínmynd eee - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í BORGARBÍÓI - V.J.V. Topp5.is/FBL eee SÝND Í REGNBOGANUM eeeee -H.J., Mbl J E S S I C A A L B A - LIB, Topp5.is/FBL eee SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Vantage Point kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Spiderwick Chronicles kl. 6 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 6 Lovewrecked kl. 8 - 10 Spiderwick chronicles kl. 3:30 - 5:45 B.i. 7 ára Horton enskt tal kl. 4 - 6 Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 Semi-Pro kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Vantage Point kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára In Bruges kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Horton m/ensku tali kl. 6 The Orphanage kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Be kind rewind kl. 10:30 27 dresses kl. 5:30 - 8 eee -L.I.B. TOPP5is/FBL. Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS The other Boleyn girl kl. 8 - 10:30 B.i. 10 ára Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára 1 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ Frábær spennutryllir sem svíkur engan! 550 KRÓNUR Í BÍÓ COMMISSARIO Brunetti er fjöl- skylduvinur fyrir mörgum; lögreglu- foringi í Feneyjum sem glímir við glæpi í þeirri annars kyrrlátu borg, borðar frá- bæran mat og nýtur menningar- innar. Hann er hugarfóstur skáldkonunnar Donna Leon sem búið hefur í Fen- eyjum í á þriðja áratug og skrifað um Brunetti 17 bætur á síðustu 16 árum. Glæpirnir sem Brunetti glímir við eru ólíkir, nýtt eða nýstárlegt afbrot í hverri bók ef svo má segja, þó að morð og manndráp séu jafnan í aðal- hlutverki. Að sama skapi er misjafnt hvað verður um sökudólgana en flestir fá þeir óhefðbundna refsingu og fæstir makleg málagjöld að því er manni finnst. Feneyjar eru í stóru hlutverki í bókinni, greinilegt að Leon er af- skaplega hrifin af heimabæ sínum, en ekki er það sannfærandi að mað- ur sem alist hefur upp í borginni sé sífellt að dásama fegurð hennar með sjálfum sér. Að sama skapi er erfitt að taka trúanlegt að eiginkona hans eldi veislurétti á hverjum degi og þau séu sífellt a dreypa á eðalvínum – mér þykir líklegt að ítalskar hús- mæður og -feður séu alveg jafn lík- leg til að grípa til skyndibita eða -lausna í amstri daganna og tíðkast víðast í Vesturálfu. Að þessu sögðu þá eru bækurnar um Brunetti dægilegar, áreynslu- lausir krimmar sem draga upp mynd af borg sem er frábær að heim- sækja, en líklega erfitt að búa í. Fjölskyldu- vinur The Girl of His Dreams eftir Donna Leon. William Heinemann gefur út. 288 bls. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Change of Heart – Jodi Picoult. 2. The Appeal – John Grisham 3. Remember Me? – Sophie Kinsella. 4. Dead Heat – Joel C. Rosenberg. 5. 7th Heaven – James Patterson & Maxine Paetro 6. A Prisoner of Birth – Jeffrey Archer. 7. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini. 8. Lush Life – Richard Price. 9. Killer Heat – Linda Fairstein. 10. Black Widow – Randy Wayne White New York Times 1. Engleby – Sebastian Faulks 2. The Gathering – Anne Enright 3. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 4. On Chesil Beach – Ian McEwan 5. The Miracle at Speedy Motors – Alexander McCall Smith 6. The Kite Runner – Khaled Hosseini 7. Two Caravans – Marina Lewycka 8. The Book Thief – Markus Zusak 9. Mister Pip – Lloyd Jones 10. The Yiddish Policemen’s Union – Michael Chabon Waterstone’s 1. Exit Music – Ian Rankin 2. Stalins Ghost – Martin Cruz Smith 3. Night Train to Lisbon – Pascal Mercier 4. Obsession – Jonathan Kell- erman 5. 6th Target – James Patterson 6. Tin Roof Blowdown – James Lee Burke 7. Dexter in the Dark – Jeff Lindsay 8. Daring to Dream – Nora Ro- berts 9. Suffer Little Children – Donna Leon 10. Devil Who Tamed Her – Johanna Lindsey Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BANDARÍSKI rithöfundurinn Walter Mosley er höfundur bóka- raðar um einkaspæjarann Ezekiel ’Easy’ Rawlins sem gerist í Los Angeles á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Rawlins er svartur og glímir því við öll þau óteljandi vandamál sem blasti við svertingjum á þeim tíma, fordóma og kúgun, fátækt og von- leysi, ofbeldi og öryggisleysi. Hann fæst aðallega við vandamál meðal litra íbúa borgarinnar, enda á hann hægara um við að komast að hinu sanna í snúnum málum en hvítir menn sem eru eðlilega tortryggðir í fátækrahverfum Los Angeles. Samskipti hans við hvítingjana sem öllu ráða eru stormasöm svo ekki sé meira sagt, sífelldir árekstr- ar og togstreita, þó Rawlins hafi náð að koma ár sinni vel fyrir borð og sé meðal annars fjárhagslega sjálf- stæður (þó erfitt sé að henda reiður á þeim hlutum, svo ruglingslega er frá þeim sagt). Uppáhald Bills Clintons Mosley sló í gegn með sinni fyrstu bók, „Devil in a Blue Dress“, sem hlaut hvarvetna góða dóma og var kvikmynduð með Denzel Wash- ington í aðalhlutverki. Svo miklar urðu vinsældir Mosleys að hann var um tíma uppáhaldshöfundur Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Líkt og vill vera með persónur sem ganga aftur í hverri sögunni af annarri, sjá til að mynda bækur James Lee Burke um Dave Robic- heaux og Hieronymus „Harry“ Bosch í bókum Michaels Connellys, þá hefur Easy Rawlings smám sam- an orðið að skrípamynd af sjálfum sér. Það er alsiða að höfundar beiti persónulegum vandamálum til að gera persónuna forvitnilegri, vin- sælt að hafa þá alkóhólista (Robic- heaux og Rawlings), hórkarla (Rawl- ings) eða vandræðamenn í kvennamálum (Robicheaux, Rawl- ings og Bosch). Viðbót við Rawlings er svo að hann er svartur og þarf því að glíma við fordóma á hverjum degi, fordóma sem við bleiknefjar þekkjum ekki nema af afspurn. Sífellt sama sífrið Að þessu sögðu þá er það alltaf þreytandi að heyra sífellt sama sífrið, sífellt sömu frásagnirnar af sömu vandamálunum. Í nýjustu bók- inni um Easy Rawlins, Blonde Faith, er Mosley við sama heygarðshornið, kvennamálin sama óleysanlega flækjan, ljótu kallarnir jafn ógeðs- lega ljótir og fordómarnir þrúgandi sem forðum. Eini ljósi punkturinn er að í lokin svipti Rawlins sig lífi að því er virðist – lesanda er létt, en svo koma bakþankarnir; frásögnin er í fyrstu persónu og hver getur lýst eigin sjálfsvígi nema hann lifi af? Mosley hefur lýst því yfir op- inberlega að þetta verði síðasta bók- in sem hann muni skrifa um Easy Rawlins, hann sé þegar búinn að skrifa um hann 3.000 síður og þær verði ekki fleiri. Hann er með margt annað á prjónunum, leikrit og ým- iskonar skáldverk, glæpasögur sem og alvarlegri bókmenntir. Í gegnum tíðina hefur Mosley líka gert ýmsar tilraunir til að skrifa bækur um ann- að en Rawlins en það hefur ekki gengið nema miðlungi vel. Það má því gera því skóna að Rawlins muni snúa aftur, bitur og þrúgaður. Kannski hann ætti að prófa að láta hann flytja næst. Forvitnilegar bækur: Svartur einkaspæjari Easy Rawlins allur Spæjó Denzel Washington sem Easy Rawlins í Devil in a Blue Dress.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.