Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 40

Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA HORTON m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 LEYFÐ UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 8:30D - 10D - 10:30D B.i. 10 ára DIGITAL HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL JUNO kl. 8 - 10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN ísl tal kl. 6 LEYFÐ / KRINGLUNNI STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 - 10:10 LEYFÐ 10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LÚXUS VIP THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee ,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana.“ - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee ,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..." - Snæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið eee ,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimplinum á." - Stefán Birgir Stefánsson sbs.is SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Löngu eftir að Íslendingarhöfðu kynnzt kiljum á ferð-um sínum erlendis og þótti sjálfsagt að kaupa erlendar bók- menntir í því formi voru íslenzkar vasabrotsbækur fremur und- antekning en regla. En nú er öldin önnur. Á síðustu 2-3 árum hefur orðið gífurleg aukning í kiljuútgáfu. Frum- útgáfur þýddra skáldverka koma í mjög auknum mæli út í kiljum, kiljan er að sækja á sem vett- vangur íslenzkra skáldrita, reynd- ar ennþá sem eftirfari harð- spjaldabókarinnar, en dregur stöðugt á hana í tíma og hafin er kiljuútgáfa á íslenzkum klassískum bókmenntum. Samkvæmt markaðsáætlun, sem unnin var vegna undirbúnings nýj- asta kiljuklúbbsins, Hrafnsins, jókst kiljusala ár frá ári, eða um 16% að meðaltali frá árinu 2001. Frá árinu 2001-2006 má áætla að heildarvelta af seldum kiljum í verzlunum og klúbbum hafi aukizt úr 88 milljónum króna í 235 millj- ónir. Ef miðað er við að vöxtur kiljumarkaðarins verði áfram með sama hætti má áætla að á árinu 2009 verði heildarveltan komin í 321 milljón króna. Hins vegar benda upplýsingar til þess að vöxt- urinn milli áranna 2006 og 2007 hafi verið nokkru minni en árin á undan. Og eins og allt annað í þjóð-félaginu snýst bókin hraðar og hraðar og nú er hraðinn orðinn slíkur, að jólabækur síðustu vertíð- ar fást á niðursettu verði í mat- vöruverzlunum fyrir jól, út- söluverði á bókamarkaði í ársbyrjun þar á eftir og eru næst- um um leið komnar út í kiljum eins og bækur Arnaldar Indr- iðasonar, Jóns Kalmans Stef- ánssonar og Sigurðar Pálssonar eru dæmi um og held ég að Minn- ingabók Sigurðar og Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur séu fyrstu ís- lenzku minningabækurnar eða ævisögurnar sem koma svo fljótt út í kiljum. Þessi hraðferð frá jóla- markaði til bókamarkaðar er al- mennum lesanda þénanleg, en hef- ur vakið spurningar um verðlagningu bóka almennt, hvort útgefendur ættu ekki frekar að bjóða bækurnar strax á „lægra verði“ og stuðla þannig að aukinni bóksölu.    Og nú streyma kiljurnar fram ábókvöllinn sem aldrei fyrr. Margt er þar af erlendum upp- runa, eins og bók nóbelsverðlauna- hafans Doris Lessing, sem var reyndar frumútgefin á íslenzku í kiljuformi 1988, og svo bækur sem birtast lesendum í fyrsta skipti á íslenzku, þ. á m. eftir danskan höf- und og annan kínverskan. Aðeins einn íslenzkur söguhöf- undur hefur eingöngu verið frum- útgefinn í kilju það ég man; Stella Blómkvist. Önnur íslenzk skáld- verk annarrar gerðar sem hafa verið frumútgefin í kiljum eru Albúm eftir Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur og Í frostinu eftir Jón Atla Jónasson. Í frostinu kom út 2005 og einhverra hluta vegna tókst ekki betur til en svo að ann- að íslenzkt skáldverk hefur ekki verið frumútgefið í kiljuformi á þeim bæ. Albúm kom út í neon- flokki Bjarts og þar komu líka fyrst fram greinasöfn eftir Einar Má Guðmundsson, Gyrði Elíasson og Pétur Gunnarsson. Neon var svo breytt úr útgáfu frumsamins og þýdds efnis þannig að aðeins þýddar bækur eru þar á ferðinni. Annan kiljuklúbb Bjarts skal nefna þar sem er Svarta línan með verk- um á óljósum mörkum fræða og skáldskapar. Fyrsti höfundur þar var Þröstur Helgason með Einka- vegum. Ástæða þess hve íslenzk skáld- verk rata lítt í kilju í frumútgáfu liggur kannski í því, að við séum ekki tilbúin til þess að telja slíkar frumútgáfur „alvörubækur“ og gefa þær í jólagjöf. Þótt spennu- sögur Stellu Blómkvist hafi komið strax út í kiljuformi hafa aðrar ís- lenzkar spennusögur komið fyrst út innbundnar til þess að teljast bækur með bókum og gera sig í jólapakkanum.    Á sínum tíma ruddi Mál ogmenning íslenzku kiljunni braut með sérstökum kiljuklúbbi, þar sem boðið var upp á íslenzkar og erlendar bókmenntir í bland, oftast endurútgefnar. Þessi klúbb- ur má segja að lifi enn í Uglu Edd- unnar, sem býður upp á tvær kilj- ur annan hvern mánuð. Og Eddan er að starta nýjum kiljuklúbbi, Hrafninum, þar sem boðið er upp á eina spennusögu annan hvern mánuð. Tvær kiljuraðir með íslenzkum öndvegisskáldverkum eru komnar á flot. Bjartur byrjaði sinn flokk í fyrra með tveimur verkum Gunn- ars Gunnarssonar; Svartfugls og Aðventu, og hefur nú gefið út Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Kiljuflokkur Forlagsins nefnist Ís- lensk klassík og eru tvær fyrstu bækur hans Bréf til Láru og Stein- arnir tala eftir Þórberg Þórð- arson. Slík upphöf hljóta að lofa góðu. Þannig sækir kiljan fram á öll- um vígstöðvum. Landvinningar hennar eru ávinningur fyrir sál söguunnandans og seðlaveski og um leið fyrir höfunda og útgef- endur. Kiljusprengjan kemur sér vel AF LISTUM Freysteinn Jóhannsson » Aðeins einn íslenzk-ur söguhöfundur hef- ur eingöngu verið frum- útgefinn í kilju svo ég muni: Stella Blómkvist. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kiljur Á síðustu 2-3 árum hefur orðið gífurleg aukning í kiljuútgáfu. freysteinn@mbl.is HEIMILDARMYND Martins Scorsese Shine a Light sem fjallar um hljómsveit- ina Rolling Stones var frumsýnd á mánu- dag í New York og eins og búast mátti við hópuðust ljósmyndarar allra helstu blaða heims fyrir utan kvikmyndahúsið til að ná myndum af hljómsveitinni, leikstjór- anum og frægum kvikmyndagestum sem fjölmenntu á frumsýninguna. Scorsese hefur sagt að sá tími sem fór í að gera myndina hafi verið mjög skemmtilegur því tónlist hljómsveitarinnar, ára hennar og hljómur hafi verið honum innblástur í öll þau ár sem hann hafi staðið í kvikmynda- gerð, allt frá Mean Streets, Raging Bull, Goodfellas og að Casino. Þá hefur leik- stjórinn ýjað að því að hann muni alfarið snúa sér að heimildarmyndagerð. Scor- sese hefur áður gert heimildarmyndina No Direction Home sem fjallar um tón- listarmanninn Bob Dylan sem vænt- anlegur er hingað til lands í næsta mán- uði. Rolling Stones – frumsýning í New York Hæðarmunur Mick Jagger mætti til frumsýningarinnar í fylgd með kærustu sinni, L’Wren Scott. Reuters Leikstjórinn Martin Scorsese ásamt eiginkonu sinni, Helen Morris. Á bak við þau sést í veggspjald af Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones. Hjón Jennifer Lopez og Marc Anthony voru á meðal þeirra frægu gesta sem sóttu frumsýninguna á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.