Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 41

Morgunblaðið - 02.04.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 41 / AKUREYRI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára 10,000 BC kl. 8 B.i. 12 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 10 B.i. 12 ára / KEFLAVÍK / SELFOSSI l VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára SPIDERWICK CHRONICLES kl. 8 B.i. 7 ára 10,000 BC kl. 10:20 B.i. 7 ára STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára THE EYE kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Frábær gamansöm þroskasaga með Ryan Gosling í aðalhlutverki eeee OK! eeee NEWSDAY eeee EMPIRE eeee - G.H.J POPPLAND styrkir Geðhjálp SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI J E S S I C A A L B A SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eeeeeee „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW Í Sögu daganna skrifar Árni Björnsson að það hafi líklega fyrst verið árið 1957 að íslenskur fjölmiðill var með aprílgabb, þegar fréttastofa Útvarps var með beina útsendingu frá komu fljótaskipsins Vanadísar sem sigla átti upp Ölfusárós áleiðis til Selfoss. Gervitennur í hestinn Páfa Morgunblaðið hefur átt nokkur afbragðsgóð aprílgöbb í gegnum árin og lá nærri að öll þjóðin léti gabbast þegar fréttir bárust árið 1969 af því að gervitennur hefðu verið smíðaðar í hestinn Páfa sem orðið hafði fyrir undarlegum tannskemmdum. Gabbið heppnaðist kannski eins vel og raun varð vegna þess mikla undirbúnings sem fór í grínið en Haukur Clausen tannlæknir útbjó gervitennurnar og þau Þóra Friðriksdóttir og Jón Sigurbjörnsson voru fengin með í grínið ásamt Páli Agnari Pálssyni yfirdýralækni – og margar myndir teknar af öllu ferlinu. Munu margir hafa látið gabbast og síminn ekki stoppað hjá Hauki þann daginn. Silfur Egils fundið! Margir lögðu líka leið sína upp í Mosfellsdal árið 1962 þegar fréttir bárust af hestamanni sem fundið hafði silfur Egils Skalla- grímssonar fyrir tilviljun. Meira að segja prófarkalesarar blaðsins létu gabbast þegar þeir fengu fréttina til setningar: „Þetta hef ég alltaf sagt, að Íslendingasögurnar eru heilagur sannleikur, það er alltaf að koma betur og betur í ljós,“ brást einn þeirra við. Samantekin ráð Gabbið gekk þó líklega lengst, og best, árið 1980 þegar dagblöðin tóku sig saman um að birta öll sömu gabbfréttina: að hægt væri að kaupa „Mihitzu“-bíla á gjafverði hjá Lýsi og Mjöli hf. í Hafnarfirði. Í umfjöllun Morgunblaðsins um gabbið daginn eftir segir að hundruðir ef ekki þúsundir lögðu leið sína í fjörðinn. „Á skilti einu við verksmiðjuna var fólki vísað á „bílasýninguna“ en þeir sem fóru eftir þeim ráðleggingum lentu nánast inni í verksmiðjunni og allri gúanólyktinni sem þar var. Marg- ir fóru eftir þessum leiðbeiningum en hurfu frá súrir á svip er þeir rákust þar á skilti sem á stóð 1. apríl,“ sagði Morgunblaðið af uppátækinu. Fótósjopp Frétt um risalax var á forsíðu 1960. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Trúlegt Haukur Clausen setur nýja tanngarðinn í Páfa. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fjársjóður Feðgarnir Guðmundur Ásmundsson og Jón Guðmundsson skoða silfur Egils. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FLESTIR fjölmiðlar landsins gerðu tilraun til að gabba landsmenn í gær, 1. apríl. Virðist þó sem ekki sé jafnauðvelt og áður að láta landann „hlaupa apríl“, og fór engum sögum af hópum fólks sem bitu á agnið. Blaðamenn Morgunblaðsins voru sérlega stríðnir í ár. Á fréttasíðum var grein um að bíl- stjórar ætluðu að sturta möl fyrir framan Al- þingi, og í blaðhlutanum Reykjavík Reykjavík aftar í blaðinu voru tvær gabbfréttir. Önnur fréttin var af óvæntum tónleikum Bob Dylans í Austurstræti með götulistamanninum Jo Jo, en í hinni var reynt að telja lesendum trú um að lokaatriði stuttmyndar Gaels García Bernal yrði kvikmyndað í kringlunni kl. 12.30 og Nick Cave yrði á staðnum. Var ætlunin að gabba lesendur með því að hafa aðra fréttina svo augljósa plat- frétt, að hin þætti sennilegri. Barst saga af einu heimili í bænum, þar sem húsfrúin var að lesa Moggann við morgunverð- arborðið, og sagði við manninn sinn sísvona hvað aprílgabbið væri afskaplega lélegt þetta ár áður en hún spurði: „En eigum við ekki að skella okkur á Cave á eftir?“ Ólafur ekki að fara neitt Á Mbl.is var, í tilefni dagsins, tekin í gagnið ný þjónusta við lesendur og reyndu um 17.000 manns að hlaða niður ókeypis kvikmynd í fullri lengd. Mikil viðbrögð urðu svo við agnarsmárri frétt á baksíðu 24Stunda um að Björn Ingi Hrafnsson myndi taka við af Ólafi Stephensen sem ritstjóri blaðsins, og að tíðinda væri að vænta af Ólafi á borgarstjórnarfundi seinna um daginn. Munu Birni hafa borist margar hamingjuóskir vegna nýja starfsins og allskyns kenningar fóru fljótt á kreik um næsta starfsvettvang Ólafs. Snekkja og stríðsminjar Björn Ingi kom víðar við sögu í gær því DV birti þá frétt að hann myndi árita nýja bók sína um REI-málið í verslun Eymundsson í Kringl- unni. Á Vísi.is voru nokkrar fréttir yfir daginn af að Al Gore myndi gista á lystisnekkju Saddams Husseins í heimsókn sinni til landsins síðar í mánuðinum, en Pálmi Haraldsson átti að hafa keypt snekkjuna fyrir skömmu. Síðar kom frétt um að snekkjan væri lögst að bryggju í Sunda- höfn, og loks að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu lagt fram fjárnámskröfu í snekkjuna. Á meðan flutti Fréttablaðið þau tíðindi að bensín yrði selt með miklum afslætti hjá Skelj- ungi við Bústaðaveg og á fréttavef Rúv var frétt um dularfullt neðanjarðarbyrgi sem fundist hefði í Öskjuhlíð, fullt af sprengiefnum og vopn- um frá hernámsárunum. Að sjálfsögðu vildi svo heppilega til að almenningur gat fengið að skoða byrgið kl. 17 með leiðsögn Þórs Whitehead. Fyrsti apríl í fimmtíu ár  Fjölmiðlar hafa reynt að gabba landsmenn síðan 1957  Virðist erfiðara að leika á lesendur í dag Bestu göbbin Morgunblaðið/RAX Biðröð Margir vildu kaupa ódýra Mihitzu-bíla árið 1980. Það leiðréttist hér með að fréttir af að möl hafi verið sturtað við Alþingishúsið, óvæntum tón- leikum Bob Dylan í Austurstræti, og kvik- myndatökum í Kringlunni í blaðinu í gær voru gabb. Allt í plati! Fyrsti apríl! Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.