Morgunblaðið - 08.04.2008, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JÓHANN Óli Hilmarsson heldur í
dag, þriðjudag kl. 20.30, fyrirlestur
og myndasýningu um ferð hóps Ís-
lendinga til Ómans í nóvember sl.
Aðallega var lögð stund á fugla-
skoðun í ferðinni og sáust um 150
tegundir en í Óman er nú griða-
staður fuglaskoðara.
Fyrirlesturinn verður í salnum
Bratta í Kennaraháskólanum við
Háteigsveg. Aðgangur er opinn og
er ókeypis fyrir félaga í Fugla-
vernd en kostar annars 200 krónur.
Á sýningunni verða myndir af fugl-
um og dýrum, fólki og fjöllum,
moskum, minjum og mörgu öðru
áhugaverðu sem fyrir augu bar.
Hindhrani Íslenski hópurinn sá um
150 fuglategundir í Óman.
Myndasýning
um fuglaskoðun
66°Norður og Ís-
lenskir fjallaleið-
sögumenn hafa
tekið höndum
saman við að
bjóða hópþjálfun
fyrir göngu á
Hvannadals-
hnúk. Þjálfunin
samanstendur af
líkamlegri þjálf-
un og kynning-
arfundi, m.a. um göngu á jökla.
Auk þess að bjóða upp á ævintýri
og áskorun er markmið göngunnar
að auka þekkingu á bráðnun jökla.
Nánar um verkefnið á http://
www.66north.is/toppadu-
med-66-n.
Hópþjálfun fyr-
ir jöklagöngu
Á toppnum Gleði á
Hvannadalshnúk.
ÆTTINGJABANDIÐ, félag ætt-
ingja og vina vistmanna á Hrafn-
istu, fagnar tíu ára afmæli um þess-
ar mundir. Ættingjabandið heldur
aðalfund í kvöld, þriðjudaginn 8.
apríl, og hefst hann kl. 20.
Í tilefni afmælisins verður boðið
upp á kaffi og meðlæti á fundinum
og flutt erindi um það félagsstarf
sem Hrafnista stendur fyrir. Ætt-
ingjabandið er til taks þegar að-
stoðar er þörf við ýmsar uppá-
komur sem félagsstarfið á
Hrafnistu stendur fyrir.
Afmæli Ætt-
ingjabandsins
Í APRÍL verða
þrjú námskeið í
viðgerðum á
reiðhjólum fyrir
almenning í boði
Íslenska fjalla-
hjólaklúbbsins.
Byrjenda-
námskeiðin
verða haldin
fimmtudagana
10. og 17. apríl
og námskeið fyrir lengra komna 24.
apríl.
Námskeiðin verða haldin í fé-
lagsaðstöðu klúbbsins að Brekku-
stíg 2 og hefjast stundvíslega kl. 20
á verkstæðinu. Uppi verður að
vanda boðið upp á kaffispjall og
léttar veitingar. Aðgangur er öllum
opinn. Uppl. á heimasíðu Íslenska
fjallahjólaklúbbsins; www.ifhk.is.
Kennt að gera
við reiðhjól
Útivist Hjólað
í Skerjafirði.
STUTT
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
ÍMYND Íslands er almennt jákvæð,
en afar veikburða og smá í útlöndum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í
skýrslu nefndar forsætisráðherra um
ímynd Íslands sem kynnt var á blaða-
mannafundi í Hafnarhúsinu í gær.
Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans
í Reykjavík, var formaður nefndar-
innar. „Ímynd er öllum þjóðum nauð-
synleg og getur skipt gríðarlega
miklu máli, breytt gengi gjaldmiðla
og haft áhrif á lífsafkomu þjóða,“
sagði Svafa á fundinum. „Það er því
mikilvægt að unnið sé að því hér á
landi, sem fjárfestingu, að byggja upp
og treysta ímynd þjóðarinnar.“
Leituðu víða fanga
Nefndin hóf störf 2007 og var skip-
uð fulltrúum úr viðskipta-, menning-
ar- og ferðaþjónustugeirum. „Í
skýrslunni skoðum við hvernig valin
lönd hafa staðið að sínum ímyndar-
málum og hvaða lærdóm við getum
dregið af þeim,“ sagði Svafa. Nefndin
skoðaði þær rannsóknir og gögn sem
til eru um ímynd landsins, en einnig
voru myndaðir rýnihópar á Akureyri,
Egilsstöðum, Reykjavík og Ísafirði
sem leituðust við að mæla innri ímynd
landsins og loks að haldnar voru
hringborðsumræður með þátttöku
150 manns víða að úr þjóðfélaginu.
Þess var getið á fundinum að
nefndarmenn þáðu ekki laun fyrir
störf sín og kostnaður við gerð skýrsl-
unnar var í algjöru lágmarki.
Mættum byggja á fleiru
Kom í ljós að ímynd Íslands er
einsleit og landið að mestu leyti
óþekkt stærð í augum umheimsins.
„Ímynd Íslands byggist fyrst og
fremst á náttúrunni en nær ekkert á
fólki, atvinnulífi eða menningu sem
aðrar þjóðir byggja ímynd sína iðu-
lega á,“ útskýrði Svafa. „Þótt náttúr-
an sé mikilvæg, þá þyrfti ímynd
landsins að hafa fleiri stoðir.“
Könnun nefndarinnar leiddi í ljós
að Íslendingar voru almennt sam-
mála um að kraftur, frelsi og friður
væri það sem helst einkenndi Ísland
og væru verðmæt samfélaginu. „Okk-
ur fannst þetta við fyrstu sýn hljóma
væmið,“ sagði Svafa glettin en benti á
að við nánari skoðun ættu þessi
kjarnaatriði ímyndar landsins við
þær fjórar stoðir sem ímynd landsins
getur byggt á. Í íbúunum birtist t.d.
kraftur í dugnaði og áræði þjóðarinn-
ar, frelsið í sjálfstæðiskennd lands-
manna og friðurinn í öruggu og frið-
sælu velferðarsamfélagi.
Ólíkar leiðir og markmið
Svafa benti ennfremur á að aðrar
þjóðir hefðu farið ólíkar leiðir til að
efla ímynd sína. Sumar með mið-
stýrðu ímyndarstarfi og aðrar með
lauslegri samvinnu ólíkra stofnana.
Markmiðin væru einnig ólík, Nýsjá-
lendingar reyndu m.a. með markviss-
um hætti að byggja upp ímynd sem
styrkt gæti þá stefnu yfirvalda að
byggja upp hátekjuþekkingarsamfé-
lag, á meðan t.d. ímyndarstarf Ír-
Bætt ímynd landsins gæti m.a.
gagnast íslenskum fyrirtækjum á er-
lendum vettvangi en Svafa benti á að
áberandi væri að íslensk fyrirtæki
forðuðust að tengja ímynd sína Ís-
landi. „Við vorum undrandi yfir þess-
um niðurstöðum en íslensk fyrirtæki
virðast mörg með meðvituðum hætti
reyna að tengja sig ekki Íslandi. Það
skýrist væntanlega af því hve ímynd
landsins er veik og viðkvæm og því
hætt við áföllum.“
Vantar samhæfingu og ábyrgð
Í niðurstöðum sínum fór nefndin
einnig yfir það starf sem þegar er
unnið í ímyndarmálum. „Það er ljóst
að margt er mjög vel gert en fer
þannig fram að margir aðilar vinna
hver í sínu horni,“ sagði Svafa.
„Nefndin leggur til að komið verði
upp sameiginlegum vettvangi ímynd-
armála. Endurskoða þarf með hvaða
hætti stofnanir starfa saman og hvort
hægt sé að ná betri árangri en áður.
Um leið þarf að haga ímyndarmálum
þannig að einhver beri ábyrgð, sé
stöðugt vakandi yfir ímynd Íslands
og hafi viðbragðsáætlun við höndina
ef ímynd landsins verður fyrir áföll-
um.“
Ímynd Íslands einsleit
og viðkvæm fyrir áföllum
Morgunblaðið/Golli
Verðmæti Nefnd forsætisráðherra leggur til að ímyndarvinna verði samhæfð. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í
Reykjavík, kynnir skýrslu nefndarinnar, sem m.a. komst að því að íslensk fyrirtæki forðast tengingu við Ísland.
Lagt til að samræma
ímyndarvinnu og skýra
ábyrgð á ímyndarmál-
um landsins. Ímynd
Íslands byggist um-
fram allt á náttúru, en
lítið á fólki, menningu
eða atvinnulífi.
Í HNOTSKURN
»Rannsókn nefndar forsæt-irsáðherra leiddi í ljós að
kraftur, frelsi og friður mynda
kjarna ímyndar Íslands.
» Formaður nefndarinnar seg-ir gott starf unnið í ímynd-
armálum, en á mörgum ólíkum
stöðum og það skorti samstarf og
samhæfingu.
»Ábyrgð á ímyndarmálumþarf að fara á einn stað, og
nauðsynlegt að hægt sé að bregð-
ast við með skipulögðum hætti ef
ímyndarvandamál koma upp.
» Íslensk fyrirtæki forðast aðtengja sig Íslandi á erlendum
vettvangi, ólíkt t.d. sænskum og
svissneskum fyrirtækjum.
» Sterk ímynd getur haft mikiláhrif á velferð þjóðar. Huga
þarf að ímyndarvinnu sem fjár-
festingu
lands hefur sérstaklega beinst að því
að laða til landsins erlenda fjárfest-
ingu.
FYRSTU þrjú bindin af sex um sögu
Noregs fram til um 1400, sem Tor-
mod Torfæus ritaði á latínu og kom
út í Noregi árið 1711, koma út í nýrri
norskri þýðingu í dag. Útgáfunni er
fagnað með athöfn og málþingi í
þjóðarbókhlöðu Norðmanna í Ósló,
að viðstöddum Haraldi konungi.
Gísli Sigurðsson, prófessor við Árna-
stofnun, flytur við athöfnina kveðju
frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni, og verður ennfremur
með innlegg á málþinginu.
Thormodus hét réttu nafni Þor-
móður Torfason (1636-1719). Hann
fæddist í Engey en bjó mestalla ævi
sína í Noregi. Þormóður lærði í
Kaupmannahöfn og varð fornrita-
þýðandi í þjónustu Danakonungs.
Hann var sendur til að safna hand-
ritum á Íslandi og flutti m.a. Kon-
ungsbók Eddukvæða og Gráskinnu-
handrit Njálssögu til Danmerkur.
Árið 1682 var Þormóður gerður að
sagnaritara Noregs. Hann átti náið
samstarf við Árna Magnússon og
nýtti handrit hans við sagnaritun
sína. Hann hefur oft verið kallaður
faðir norskrar sagnfræði fyrir sitt
mikla rit, Historia rerum Norvegic-
arum. Verkið hefur verið óaðgengi-
legt nútímalesendum, en norska rík-
ið kostar hina nýju þýðingu.
Gísli Sigurðsson segir þýðinguna
bjóða upp á að unnt verði að endur-
skoða fordómafull viðhorf seinni
tíma manna um Þormóð og aðferðir
hans við söguritun.
„Þetta er gríðarlega mikið verk og
hafði mikil áhrif, til að mynda við að
kynna þennan sagnaheim út um
Evrópu,“ segir Gísli.
„Þormóður hefur mikla yfirsýn.
Þótt heimildirnar séu ekki alltaf
strangvísindalegar þá eru þetta
merkar heimildir um margt í sam-
félaginu, hefðum og viðhorfum, um
heimsmyndina og ótalmargt annað.“
Noregssaga Þormóðs
Torfasonar á norsku
Verk þessa „föður norskrar sagnfræði“ kom fyrst út 1711
Þormóður Torfason Gísli Sigurðsson
ÞAÐ er allt á ferð
og flugi hvað varð-
ar verðlag,“ segir
Jóhannes Gunn-
arsson, formaður
Neytendasamtak-
anna. Þangað hafa
borist jafnt og
þétt ábendingar
vegna verðhækk-
ana. Samtökin
fylgjast einnig vel
með verðbreytingum hjá birgjum.
Kvartanirnar sem berast varða
flestar vörur, svo sem fatnað og raf-
tæki en ekki síst matvörur. Jóhannes
sagði ofan á hækkun matvara í út-
löndum komi gengisbreyting krón-
unnar. Grófasta dæmið sem hann
hafði heyrt nýverið var hækkun á til-
tekinni kornvöru um 50-60%.
Jóhannes sagði Neytendasamtökin
hafa m.a. bent á að stjórnvöld geti af-
numið vörugjöld með öllu til að draga
úr þessum miklu hækkunum.
Mikið
kvartað
Jóhannes
Gunnarsson