Morgunblaðið - 08.04.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 9
FRÉTTIR
ÁRNI M. Mathie-
sen fjármála-
ráðherra sendi í
gær frá sér eft-
irfarandi yfirlýs-
ingu vegna um-
ræðu um
þjóðlendukröfur
ríkisins á Norður-
landi.
„Í tilefni af um-
fjöllun um þjóð-
lendukröfur ríkisins á sunnanverðu
Mið-Norðurlandi vill fjármálaráð-
herra koma eftirfarandi á framfæri:
Fullyrðingar í fjölmiðlum undanfarna
daga, um að kröfulýsingarnar nú
samræmist ekki áðurframkomnum
yfirlýsingum ráðherra um kröfugerð
í þjóðlendumálum eru rangar.
Við kröfugerð á svæði því sem nú
er tekið til meðferðar hefur fjár-
málaráðherra tekið mið af nið-
urstöðum óbyggðanefndar og dóm-
stóla í málum sem gengið hafa á
undanförnum misserum.
Kröfugerðin er í samræmi við þá
afstöðu sem ríkið tók með ákvörð-
unum sínum um síðustu áramót, um
að falla frá málshöfðun vegna mála á
Norðausturlandi, t.d. vegna svokall-
aðra Smjörfjalla, svo og í Esjumálum.
Að mati fjármálaráðherra felur það í
sér að kröfugerð á núverandi svæði
er mun afmarkaðri en áður hefur ver-
ið talin þörf á.
Meginstefna ríkisins við kröfulýs-
ingar er að fylgja merkjalýsingum
jarða við ákvörðun marka milli eign-
arlanda og þjóðlendna, en merkjum
flestra jarða á svæðinu er lýst í landa-
merkjabréfum þeirra.
Svæðið sem nú er til meðferðar
nær til stórs hluta hálendis Íslands á
sunnanverðu Norðurlandi, þ.e. tekur
til afréttarsvæða sem nefnd eru
Nýjabæjarafréttur, Hofsafréttur og
Eyvindarstaðaheiði. Hæstiréttur Ís-
lands hefur í dómum sínum þegar
fjallað um tvö af þessum afrétt-
arsvæðum og hefur hafnað því að
svæðin teljist til eignarlanda tiltek-
inna jarða. Kröfugerð ríkisins nú tek-
ur mið af þeim sjónarmiðum sem á er
byggt í þessum dómum Hæstaréttar.
Í því felst að ekki er fallist á að slík
svæði falli undir beinan eignarrétt.
Afréttareign jarða eða sveitarfélaga á
umræddum svæðum er hins vegar lítt
eða ekki umdeild og kröfugerð rík-
isins breytir engu um þau réttindi
sem jörðum hafa tilheyrt að þessu
leyti á svæðinu.
Fjármálaráðherra gerði á síðasta
ári tillögur um breytingar á verklagi
við kröfulýsingar af hálfu ríkisins og
hafa sumar af þeim þegar komist í
framkvæmd. Kröfugerð nú tekur
þannig til mun afmarkaðra svæðis en
upphaflega var ráðgert og því er farið
hægar í sakirnar en ella hefði orðið.
Af því leiðir jafnframt að unnt er við
kröfugerð að taka mið af niðurstöðu
mála á öðrum svæðum og nið-
urstöðum dómstóla sem máli skipta.
Rétt er að halda því til haga að við
kröfugerð nú var, að mati ríkisins, í
öllum tilfellum stuðst við þinglýst
landamerki, nema þar sem þinglýs-
ingar ná upp til jökla eða almenninga,
enda hefur Hæstiréttur ekki fallist á
slíkar kröfur fram til þessa.
Kröfugerðin nú tekur fullt tillit til
athugasemda sem gerðar voru við
meðferð þjóðlendumála af hálfu rík-
isins og til samræmis við yfirlýsingar
ráðherra að þessu leyti. Eðli þjóð-
lendumála er hins vegar þannig að
ágreiningur getur verið um tiltekin
svæði eða afmörkun þjóðlendna í ein-
staka tilvikum.
Slíkt liggur í hlutarins eðli og hefur
fjármálaráðherra hvergi sagt að aldr-
ei kæmu upp álitamál í þessum efn-
um. Þeirri málsmeðferð sem hefst
með kröfulýsingum ríkisins er hins-
vegar ætlað að greiða úr þeim ágrein-
ingi, í samræmi við lög um þjóð-
lendur.“
Tekur mið af dóm-
um Hæstaréttar
Árni M.
Mathiesen
Fjármálaráðherra segir kröfur í þjóð-
lendumálum í takt við yfirlýsingar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MEÐ frumvarpi sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra um breytingar
á matvælalöggjöfinni verður innleidd
matvælalöggjöf Evrópusambandsins.
Eins og fram hefur komið verður þá
m.a. heimill innflutningur á hráu
kjöti. Ísland verður hluti af innri
markaði ESB hvað matvæli varðar og
settar verða upp landamærastöðvar
vegna kjöt- og mjólkurvara eins og
gert hefur verið með fisk.
Þessar breytingar hafa engin áhrif
á fyrirkomulag tolla á innfluttar land-
búnaðarvörur. Íslensk yfirvöld hafa
frest til 27. október 2009 til þess að
innleiða þær ákvarðanir sameigin-
legu EES-nefndarinnar, sem gilda
um búfjárafurðir, kjöt, mjólk og egg.
Þennan tíma þarf að nota til að laga
ýmis stjórnvaldsfyrirmæli að löggjöf
EBS og breyta lagaframkvæmd.
Unnið er að því að fá svokallaðar „við-
bótartryggingar“ vegna salmonellu
sem þýðir að ESB tekur tillit til þess
hve salmonellusýkingar eru fátíðar á
Íslandi. Slíkar viðbótartryggingar
þýða að takmarka má tiltekinn inn-
flutning til að fyrirbyggja útbreiðslu
sjúkdóms.
Gjaldskrár fyrir eftirlitið
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra setji gjaldskrá fyrir eftirlitið
sem kveðið er á um sem byggist á
raunkostnaði við það. Þá munu sveit-
arfélögin setja gjaldskrár fyrir mat-
vælaeftirlit viðkomandi heilbrigðis-
nefnda. Fleiri breytingar fylgja
væntanlegri löggjöf. Aðskilin verður
eftirlitstarfsemi héraðsdýralækna frá
almennri dýralæknaþjónustu og stór-
aukið eftirlitshlutverk falið Matvæla-
stofnun.
Í dag eru nautgripa-, svína- og ali-
fuglarækt starfsleyfisskyldar greinar
en sauðfjár- og hrossarækt ekki. Það
er ekki talin viðunandi staða og er
lagt til að þeir aðilar sem stunda
sauðfjár- og hrossarækt í atvinnu-
skyni til matvælaframleiðslu skuli
vera starfsleyfisskyldir.
Áætlaður kostnaður Matvæla-
stofnunar vegna breytinganna er 42,1
milljón kr. árið 2008, 71,5 millj. 2009
og 83,7 millj. árið 2010. Þar af er tíma-
bundinn stofnkostnaður 8,8 millj. árið
2008 og 3 millj. árið 2009 eða samtals
11,8 m.kr. Frá og með árinu 2010 er
þannig gert ráð fyrir að útgjöld stofn-
unarinnar aukist varanlega um 83,7
millj. kr. Við þá fjárhæð bætist svo 70
millj. fjárveiting sem veitt var í fjár-
lögum 2007 vegna kostnaðar við upp-
töku Íslands á tilteknum gerðum í
viðauka við EES-samninginn, um við-
skipti með dýraafurðir. Heildar-
kostnaður ríkissjóðs vegna frum-
varpsins er áætlaður 57,1 milljón árið
2008, 91,5 milljónir á næsta ári og og
103,7 milljónir árið 2010 til viðbótar
við 70 millj. framlag til þessara verk-
efna sem veitt var í fjárlögum 2007.
Tryggja ber gæði matvælanna
„Við flytjum út mikið af matvælum
til Evrópu og það er ekki óeðlilegt að
matvælalöggjöf hér sé samræmd því
sem hún er í nágrannalöndum okk-
ar,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna. „Ég
minni hins vegar á að Danir hafa
reynt að tryggja að innflutt matvæli
til þeirra séu í hæsta gæðaflokki, t.d.
hvað varðar gerla á borð við kamfýló-
bakter. Við göngum út frá því að
stjórnvöld hér á landi tryggi að gæði
innfluttra matvæla séu með sama
hætti og gerðar eru kröfur um til inn-
lendra matvæla,“ segir hann.
Jóhannes minnir á að Neytenda-
samtökin hafi talað fyrir frjálsari við-
skiptum með matvæli þ.á m. landbún-
aðarvörur með þeim fyrirvara að
gæðin séu tryggð og eftirlitið öflugt
bæði með innlendri framleiðslu og
innfluttum vörum. ,,Við leggjum líka
mjög mikla áherslu á að upprunaland
matvæla komi fram í öllum tilvikum
þannig að neytandinn geti valið á
upplýstan hátt í verslunum,“ segir
hann.
„Þetta galopnar á innflutning á
hráu kjöti frá öllum löndum Evrópu-
sambandsins,“ segir Ingvi Stefáns-
son
formaður Svínaræktarfélags Ís-
lands, um fyrirhugaðar breytingar á
matvælalöggjöfinni. Ingvi segir mikl-
ar kröfur gerðar til framleiðenda hér
á landi um gæði og heilbrigði mat-
væla. Náðst hafi gríðarlega góður ár-
angur. Í svínaræktinni snúi eftirlitið
fyrst og fremst að því að verjast salm-
onellu og ástand þeirra mála sé mjög-
gott hér á landi. „Ég efast um að-
nokkurs staðar í veröldinni sé aðfinna
jafn öflugt eftirlit til að koma íveg fyr-
ir salmonellu í afurðum einsog á Ís-
landi. Okkur finnst eðlilegt að gerð
verði sams konar krafa til innfluttra
matvæla eins og gerð er til innlendu
framleiðslunnar en því verður ekki að
heilsa,“ segir hann.
Ingvi tekur fram að eðlilegt sé að
neytendur hafi val um hvort kaupa
eigi innflutt kjöt eða innlent, „það
mun hins vegar reyna á innflutnings-
aðila að tryggja gæði innflutts kjöts,“
segir hann. Bendir Ingvi máli sínu til-
stuðnings á að fyrir rúmu ári þegar
Danir mældu salmonellu ogkamfýló-
bakter í matvælum og tóku 90 sýni,
kom í ljós að í 33 þeirramældist of
hátt gildi salmonellu og kamfýlóbak-
ter. Voru 32 þeirra í innfluttum mat-
vælum. „Ég hygg að þetta sé ekki síð-
ur alvarlegt í kjúklingunum, því víða
eru dæmi um lönd innan ESB þar
sem tíðni kampfýlobakter er 50-70% í
ferskum kjúklingum. Hér á landi eru
menn búnir að ná árangri á heimsvísu
og honum má ekki fórna,“ segir Ingvi.
Spurður hvernig svínabændur eru í
stakk búnir til að mæta auknum kjöt-
innflutningi í kjölfar væntanlegrar
lagasetningar segir Ingvi að kostnað-
ur við framleiðsluna hér á landi sé
mun meiri en Evrópulöndunum.
,,Þetta mun klárlega auka þá sam-
keppni sem nú þegar er til staðar.
Við svínabændur höfum um nokk-
urt skeið leitað leiða til að flytja inn
erfðaefni til landsins með hagkvæm-
um hætti. Það mál hefur stoppað á
borði yfirdýralæknis. Það vantar því
upp á að stjórnvöld komi til móts við
okkur til að geta mætt aukinni sam-
keppni erlendis frá.“
Búa sig undir
frelsi í innflutningi
„Höfum náð árangri á heimsvísu sem má ekki fórna“
„Upprunaland matvæla komi skýrt fram í öllum tilvikum“
Meira úrval Frelsi til innflutnings búfjárafurða mun aukast en viðmæl-
endur leggja áherslu á að tryggja verði gæði innflutta kjötsins.
HARALDUR Benediktsson, for-
maður Bændasamtakanna, segir að
með væntanlegum breytingum á
matvælalöggjöfinni, innleiðingu
gerðar ESB, sem heimilar innflutn-
ing á hráu kjöti, sé verið að leika
sér að eldinum.
„Það er mjög gott heilbrigðis-
ástand hér á landi svo sem í kjúk-
linga-, svína- og nautgriparæktinni
en varnirnar verða veikari til að
verjast því að hingað berist vörur
sem eru ekki jafn heilnæmar og við
framleiðum hér á landi,“ segir Har-
aldur.
Hann segir að innleiðing Evr-
ópureglnanna um matvæli og fram-
kvæmd þeirra verði bæði óhemju
dýr og flókin og kostnaðurinn geti
lent bæði á neytendum og framleið-
endum. Bendir hann á að Mat-
vælastofnun sé falið í hendur risa-
vaxið verkefni sem hún þurfi
verulega fjármuni til að geta vald-
ið. „Við óttumst að þessu verði
skellt á neytendur og bændur,“ seg-
ir hann.
Haraldur segir að breytingarnar
geti líka falið í sér tækifæri fyrir
bændur til út-
flutnings. Einn af
ókostum breyt-
inganna sé hins
vegar sá að skilja
þurfi að héraðs-
dýralæknaþjón-
ustuna og dýra-
læknaþjónustu
úti í héruðunum.
Reynslan hafi
sýnt að ekki hafi
gengið vel að manna dýralækna-
stöður á sumum landsvæðum og
bændur hafi miklar áhyggjur af
þessari breytingu.
Haraldur á von á að lagasetn-
ingin muni hafa í för með sér meiri
fjölbreytni í framboði á kjöti.
Breytingarnar varði hins vegar
ekki innflutningstolla og ekkert sé
hægt að fullyrða um hver áhrifin
verða á verð á matvælum en hættan
sé hins vegar sú að menn freistist til
þess í harðri verðsamkeppni að
flytja inn vafasamari vöru.
„Umræðan um heilnæmi matvæl-
anna er því mjög brýn,“ segir Har-
aldur.
Dýrt og flókið og veldur
áhyggjum af heilnæmi
Haraldur
Benediktsson
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Flottir
bolir
Str. 36-56
Mikið úrval
af samfellum
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
Stuttermabolir
str. 36 - 56