Morgunblaðið - 08.04.2008, Side 12

Morgunblaðið - 08.04.2008, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI                                                                                   !                                                    !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! " # $# %& '      (& )& #   + ,(   ( (   -. !      !   (& )& # /  + ,(   ( (   -. !   !  !  !  !  !  ! %& ' " # "*0   & 1 &       2 ! )& 3  ! "#$ %&& %'( "%" )"* ""$ $# " # 4 !    %+' %&# %%" 2 ! )& 3  !  "  "    "   #" RANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæ- mundsson er nú við rannsóknir í Ís- landsdjúpi. Rannsóknirnar eru sam- vinnuverkefni vísindamanna við Applied Physics Laboratory-stofn- unina í Seattle og háskólans í Main- ríki í Bandaríkjunum en þeir leigja skipið. Verkefnið er styrkt af Nat- ional Science Foundation (NSF). Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar taka jafnframt þátt í þessum rann- sóknum. Verkefnið gengur undir nafninu North Atlantic Blooming Experi- ment (NABE) og byggist á því að fylgjast náið með blóma þörunga, straumum og ástandi sjávar á af- mörkuðu svæði langt suður af land- inu í þrjá mánuði. Mælingar fara fram á skipum, með sjálfvirkum tækjabúnaði sem svífur um sjóinn og einnig með fjarkönnun með gervitunglum. Í þessum leiðangri verða sjósett mælitæki sem sökkva niður í sjóinn og stíga síðan aftur upp til yfirborðs og senda mælingar um gervitungl í landstöðvar. Þessi tæki eru annars vegar flot sem reka með straumi en eru jafnframt að sökkva niður fyrir 300 metra dýpi og stíga til yfirborðs á víxl og hins vegar svifför sem svífa í sjónum milli yfirborðs og 1.000 metra dýpis. Á þessum tækjum eru nemar sem mæla ýmsa þætti, s.s. þrýsting, hita, seltu, súrefni, þörunga og svif- agnir. Það hefur ekki áður verið fylgst með framvindu gróðurs jafn nákvæmlega á þessum slóðum. Svæðið suður af landinu er þekkt fyrir að vera sá staður í heiminum þar sem vöxtur kalkþörunga er hvað mestur. Þessi kalkútfelling er mjög mikilvægur þáttur í kolefn- isbúskap jarðar. Rannsaka kalkþörunga ÚR VERINU Grímsey | Þeir hófu grásleppuveið- arnar 15. mars sl. áhöfnin á Konráð EA. „Það væri örugglega hægt að fiska ef veður gæfi,“ sagði Svafar Gylfason skipstjóri. „Við komumst ekki nógu grunnt eins og veðráttan hefur látið undanfarið. Við erum að fá þetta 50 grásleppur, jafnvel 5-6 nátta. Annars er lítið að marka enn,“ sagði skipstjórinn ungi að lokum. Með Svaf- ari um borð eru þeir, Sæmundur Óla- son og Rúnar Helgi Kristinsson. Einn á grásleppu Morgunblaðið/Helga Mattína VORIÐ nálgast og þar með þinglok. Fjölda þingmála hefur verið dreift undanfarið enda var síðasti dagur til að skila þeim inn 1. apríl sl. Ný þingskapalög gera ráð fyrir lengri starfstíma Alþingis, þ.e. út maí, en þing- fundadagar eru þó ekki fleiri en áður. Nefndir þingsins hafa hins vegar rýmri tíma til að sinna sínum málum og veitir eflaust ekki af, enda hafa þær nú á annað hundr- að þingmála til meðferðar. Þar af eru 44 stjórn- arfrumvörp og 56 þingmannafrumvörp. Mikið mæðir á menntamálanefnd, sem hefur t.d. stór frumvörp um öll skólastigin til meðhöndlunar, og allsherjarnefnd, sem hefur viðamikil frumvörp dómsmálaráðherra um al- menn hegningarlög, almannavarnir og meðferð saka- mála á sínu borði. Morgunblaðið/Kristinn Í nógu að snúast á Alþingi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÁSAKANIR um flottræfilshátt og lágkúru gengu á víxl á Alþingi í gær þegar Ögmundur Jónasson, þing- maður vinstri grænna, vildi svör frá Geir H. Haarde forsætisráðherra um það hvort ríkisstjórnin hefði nú valið sér nýjan ferðamáta, þ.e. með því að notast við einkaflug. Geir og fleiri héldu til Svíþjóðar með leiguflugi í gær en jafnframt hefur verið gagnrýnt að íslenska sendinefndin á NATO-fundinum í Búkarest skyldi ferðast þangað með leiguþotu. „Hvaða skilaboð eru þetta um umhverfisvænan ferðamáta? Hvaða skilaboð eru þetta um nauð- syn ráðdeildar og sparnaðar á mestu verðbólgutímum í hálfan annan ára- tug á Íslandi?“ spurði Ögmundur, sem notaði orðið flottræfilsháttur og sagðist ekki skilja hvers vegna rík- isstjórnin neitaði að gefa upp kostn- aðinn við flugið til Búkarest. Hann hlyti að koma fram í ríkisreikningi enda væri þetta varla svört vinna. Geir sagði að skilaboðin einfald- lega vera þau að fara vel með op- inbera fjármuni og tíma ráðamanna þjóðarinnar. Auðvitað væri matsat- riði hversu langt menn gætu teygt sig umfram kostnað við áætlunar- flug. „Ég tel að allt sé innan réttlæt- anlegra marka í báðum þessum til- vikum,“ sagði Geir og áréttaði að í tíu ára ríkisstjórnarsetu hefði hann sárasjaldan séð sig knúinn til að beita þessum aðferðum við að kom- ast leiðar sinnar. Umræða vinstri grænna væri lágkúra. Flottræfilsháttur og lágkúra Ásakanir gengu á víxl þegar rætt var um einkaflug ráðherra Enn deilt um Gjábakkaveg Álfheiður Ingadóttir, VG, vildi fá af- stöðu samgönguráðherra til lagn- ingar Gjábakkavegar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Vís- aði hún til viðvarana vatnalíffræð- inga vegna áhrifa á lífríki Þingvalla- vatns og áhyggna menntamálaráðherra sem í síðustu viku velti því upp hvort samgöngu- ráðherra og þingmenn kjördæmisins gætu sammælst um að breyta veg- arlagningunni. Kristján L. Möller áréttaði að veg- urinn ætti að liggja utan þjóð- garðsins og eftir því sem honum skildist væri það samdóma álit þingmanna kjör- dæmisins að fara þessa leið. Álfheiður var ekki sátt við svörin og sagði að breyting á vegarlagningunni myndi aðeins lengja ferðatíma um tvær mínútur. Það væri ekki leyfilegt að láta Þingvallavatn ekki njóta vaf- ans. Meingallað mál Fjármálaráðherra mælti fyrir frum- varpi um afnám stimpilgjalds af fyrstu íbúðarkaupum í gær en að mati Jóns Magnússonar, þingmanns frjálslyndra, er málið meingallað. Jón sagði að með frumvarpinu væri flóknu eftirlitskerfi komið á fót og hætta skapaðist á ákveðinni tregðu við þinglýsingar. Árni M. Mathiesen tók ekki undir það en var þó á þeirri skoðun að stimpilgjaldið væri ekki góður skattur. Hættulegur vegur Reykjanesbraut ætti að vera komin í lag 15. október nk. að því er fram kom í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur, Samfylkingu, á þingi í gær. Steinunn sagði 23 umferð- arslys, þar af þrjú alvarleg, hafa orð- ið frá áramótum á kaflanum frá af- leggjaranum að Vogum til Keflavíkur en hægagang í framkvæmdum má rekja til þess að verktakafyrirtækið sem sinnti þeim varð gjaldþrota. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag og á dagskrá er skýrsla utanrík- isráðherra auk annarra utanrík- ismála. Kristján L. Möller ÞETTA HELST … TEKIÐ verður á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi þjónustu við innflytjendur og miðl- un upplýsinga til þeirra í frumvarpi um aðlögun innflytjenda, sem fé- lagsmálaráðherra undirbýr. Þetta kemur fram í nýrri framkvæmda- áætlun í málefnum innflytjenda sem hefur verið lögð fyrir Alþingi. Í áætluninni er m.a. vakin athygli á mikilvægi íþróttahreyfingarinnar í að draga úr fordómum og fjöl- miðlar eru hvattir til að setja sér siðareglur um efnistök hvað mál- efni innflytjenda varðar. „Innflytj- endur eiga að hafa greiðan aðgang að opinberri þjónustu hvort sem er á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga,“ segir í greinargerð með þingsálykt- unartillögu um áætlunina. Betur hlúð að innflytjendum AÐSTANDENDUR útihátíða og sambærilegra mannfagnaða munu ekki þurfa að greiða löggæslu- kostnað ef frumvarp Árna Johnsen og ellefu annarra þingmanna verð- ur samþykkt. Í greinargerð kemur fram að mikillar mismununar gæti í þessum efnum um landið en skoðun flutningsmanna er að hið opinbera eigi almennt að standa straum af löggæslukostnaði. Þurfi ekki að borga löggunni EES-ríkisborg- arar sem vinna hér á landi munu geta tekið náms- lán hjá Lánasjóði íslenskra láns- manna ef nýtt frumvarp menntamála- ráðherra verður að lögum. Búsetu- skilyrði verða felld út úr lögunum í samræmi við álit eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en eins og lögin eru í dag þarf lántakandi að hafa haft fasta búsetu á Íslandi samfellt í tvö ár til að eiga rétt á námslánum. Á skólaárinu 2007-8 var 11 ís- lenskum ríkisborgurum og fjórum útlendingum synjað um námslán vegna núgildandi búsetuákvæða. EES-borgarar fá námslán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.