Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 15
MENNING
TÓNAR við hafið verða í
Versölum í Þorlákshöfn
kl. 20 í kvöld. Þar verður
leikin tónlist eftir ýmsa
tónsnillinga og af ólíkum
meiði. Flutt verður
syrpa þekktra laga Bítl-
anna og í kjölfarið flutt-
ur hluti af kvartett eftir
Beethoven, leikinn verð-
ur rólegur blús og síðan aftur boðið upp á Beetho-
ven. Þá verður líka spiluð sígaunatónlist og annað
það sem meðlimum Sardas-kvartettsins dettur í
hug. Kvartettinn skipa þeir Martin Frewer og
Kristján Matthíasson á fiðlu, Guðmundur Krist-
mundsson á víólu og Arnþór Jónsson á selló.
Tónlist
Beethoven og Bítl-
arnir tóna við hafið
Sardas kvartettinn
SKÁLDASPÍRUR hafa nú
hreiðrað um sig í Skagafirð-
inum og í kvöld verður 96.
Skáldaspírukvöld e. Kr. haldið
í Villa Nova á Sauðárkróki, í
samvinnu við söngskóla Alex-
öndru! Skáldaspírukvöldið
hefst kl. 20 og þeir sem lesa
upp að þessu sinni eru: Gísli
Þór Ólafsson sem les úr nýút-
gefinni bók: Ég bið að heilsa
þér og leikur höfundur jafn-
framt frumsamin lög á gítar.
Jón Ormar Ormsson les ljóð eftir Þorstein frá
Hamri og Sigfús Daðason. Benedikt S. Lafleur,
les úr skáldsögunni Brotlending.
Bókmenntir
Skáldaspírur í Villa
Nova á Króknum
Villa Nova Sauð-
árkróki, suður og
austurhlið
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
STJÓRN Hönnunarmiðstöðvar Ís-
lands réði nýverið Höllu Helgadótt-
ur hönnuð í stöðu framkvæmda-
stjóra miðstöðvarinnar.
Halla er einn af upphafsmönnum
og stofnendum auglýsingastofanna
Grafíts og Fíton og hefur víðtæka
reynslu úr heimi grafískrar hönn-
unar og auglýsinga en hún hefur
einnig unnið sem hönnunarstjóri,
listrænn stjórnandi, verkefnastjóri,
teiknistofustjóri, haft umsjón með
viðskiptatengslum, áætlanagerð og
viðskiptaráðgjöf. Hún hefur unnið
náið að auglýsinga- og markaðs-
málum fyrir marga viðskiptavini í
ólíkum geirum.
Halla hefur einnig kennt í hönn-
unardeild Listaháskóla Íslands
ásamt því að vera prófdómari. Hún
hefur komið fram í fjölmiðlum og
víða haldið fyrirlestra um auglýs-
inga- og markaðsmál. Einnig hefur
hún setið í mörgum stjórnum félaga
sem tengjast hagsmunamálum
hönnuða á Íslandi og erlendis.
Hönnuðir við stjórnvölinn
Starfræksla Hönnunarmiðstöðvar
er ný af nálinni og langþráður
draumur íslenskra hönnuða og
áhugafólks um hönnun. Forveri
hennar er Hönnunarvettvangur sem
var tímabundið verkefni.
Halla segir Hönnunarmiðstöðina
verða sjálfstæða stofnun og að þar
muni hönnuðir fara með stjórn-
artaumana. Til að byrja með verður
miðstöðin til húsa í Fógetahúsinu í
Aðalstræti.
„Eitt af fyrstu verkefnum okkar
er að finna miðstöðinni varanlegt
húsnæði í átt við það sem hönn-
unarmiðstöðvar erlendis búa við.
Svo er að móta og skapa Íslenska
hönnunarmiðstöð. Aðalverkefni
okkar eins og þau hafa verið skil-
greind verða að standa fyrir sýn-
ingum og fyrirlestrum og efla
ímynd íslenskrar hönnunar bæði
hérlendis og erlendis. Þá er það
ekki síst stórt verkefni að koma á
öflugu samstarfi milli hönnuða og
atvinnulífsins. Stór þáttur í starf-
seminni ætti að verða að koma á ný-
sköpun í atvinnulífinu. Það er stóra
markmiðið að slíkt samstarf verið
byggt upp og að framgangur hönn-
unar í atvinnulífinu verði tryggður.
Hönnun gæti orðið stór atvinnuveg-
ur, þótt við byrjum ekki þar á fyrsta
degi.“
Halla segir íslenskri hönnun hafi
vaxið gríðarlega ásmegin síðustu ár.
„Grasrótin í hönnuninni hér er mjög
öflug og mjög tímabært að Hönn-
unarmiðstöð verði opnuð. Það er
mikilvægt að vinna að kynningu á
íslenskri hönnun, þannig að þetta er
mjög spennandi og ögrandi starf.
Ráðuneyti tryggja rekstur
Iðnaðarráðuneytið og mennta-
málaráðuneytið hafa gert samning
til þriggja ára við Hönnunarmið-
stöðina og í honum felst að mið-
stöðin vinni ákveðin verkefni, sam-
kvæmt markmiðaskrá, en fái 20
milljónir á ári til rekstrarins. „Þetta
fjármagn á að tryggja reksturinn.
Verkefnin sem við komum til með
að vinna að verða væntanlega flest í
samstarfi við aðra og það þarf að
standa fyrir fjáröflun til þeirra,“
segir Halla Helgadóttir fram-
kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar
Íslands.
Halla Helgadóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
Hönnun gæti
orðið stór
atvinnuvegur
STOFNENDUR hönnunarmiðstöðvarinnar eru níu fagfélög hönnuða og
arkitekta; Félag vöru- og iðnhönnuða, Fatahönnunarfélag Íslands, Félag
íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Textílfélagið, Fé-
lag húsgagna- og innanhúsarkitekta, Félag íslenskra teiknara, Arkitekta-
félag Íslands og Leirlistarfélag Íslands.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Níu félög hönnuða og arkitekta
VERKEFNIÐ New Writing Vent-
ures sem hóf göngu sína hjá útgáfu-
risanum Macmillan fyrir tveimur
árum felst í því að öllum kostnaði
við útgáfuna er haldið í lágmarki.
Höfundar fá engar fyrirfram-
greiðslur en fá á móti stærri hluta af
sölutekjum og eru hvattir til þess að
útvega sjálfir ritstjórn og yfirlestur
á verkum sínum. Bóksalar hafa
heldur ekki skilarétt á óseldum bók-
um eins og hefð er fyrir. Útgáfufyr-
irtækið tekur því litla áhættu með
útgáfunni heldur eru það rithöfund-
urinn og bókaverslanirnar sem sitja
uppi með tapið ef bækurnar seljast
ekki.
Breska dagblaðið Guardian segir
þetta vera það sem koma skuli í
bókaútgáfu og líkir þessum vinnu-
brögðum við þau sem tíðkast hjá
lággjaldaflugfélögum, að allur
óþarfakostnaður sé skorinn burt.
Robert S. Collins, sem mun stýra
svipuðu verkefni hjá Harper-
Collins, segir markmiðið ekki ein-
göngu að spara heldur að gefa út
fjölbreyttari bókmenntaverk. „Vin-
sælir höfundar eru undir miklum
þrýstingi að bæta fyrri sölutölur og
óþekktir höfundar eiga sífellt erf-
iðara með að fá verk sín útgefin,“
segir Miller. Með því að minnka
áhættuna fyrir útgefendur fá rithöf-
undarnir meira svigrúm og þurfa
ekki að standa undir jafn mikilli
sölu til þess að réttlæta útgáfu.
Bókaútgáfa í
endurskoðun
Engar fyrirfram-
greiðslur, engin skil
MAXIM Vengerov, fiðlusnilling-
urinn rússneski sem heimsótti okk-
ur á Listahátíð fyrir nokkrum ár-
um, ætlar að hætta að spila á fiðlu
opinberlega í bili, að því er erlendir
miðlar greina frá.
Vengerov hefur átt við þrálát
axlarmeiðsli að stríða, og hefur
ekki komð fram á tónleikum síðan í
júní í fyrra, en nú sér fyrir endann
á þeim og öxlin orðin góð.
Vengerov, sem er 33 ára, kveðst
ætla að nota þau tímamót til að
söðla um, leggja fiðluna frá sér og
sinna hljómsveitarstjórn í meira
mæli en hann hefur áður gert. „Ég
er samt ekki hættur að spila, en ég
veit ekki hvenær að því kemur að
ég tek fiðluna aftur fram,“ sagði
hann í samtali við Times í London.
Vengerov hefur tekið að sér að
sitja í dómnefnd Yehudi Menuhin-
fiðlukeppninnar í Cardiff á föstu-
daginn, og þar mun hann jafnframt
stjórna tónleikum þar sem annar
fiðlusnillingur og Íslandsgestur,
Joshua Bell, leikur einleik.
Vengerov
hættur í bili
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HARPAN ómar með söngröddinni
á hádegistónleikum í Íslensku óp-
erunni á morgun. Fulltrúi söng-
raddarinnar er Ágúst Ólafsson
barítonsöngvari en Elísabet Waage
leikur á hörpuna. Meðal verkanna á
efnisskránni eru tvö íslensk verk
sem eiga sér sögu en hafa ekki
heyrst áður, þótt nærri tíu ár séu
frá því að þau voru samin. Þorkell
Sigurbjörnsson samdi annað þeirra
og John Speight hitt.
„Ég var þá um tíma að vinna
með hollenskum söngvara og lögin
voru hugsuð fyrir hann“, segir El-
ísabet Waage. „Maðurinn veiktist
og gekk síðan í klaustur, þannig að
aldrei varð neitt úr flutningnum.
Ég spurði svo Ágúst, sem er frá-
bær söngvari, hvort hann vildi ekki
flytja þau með mér og hann var til í
það.“
Verk Þorkels heitir Músík, að
sögn Elísabetar, og er samið við
ljóð eftir Rainer Maria Rilke. Verk
Johns Speight er hins vegar við
ljóð Göthes, Söngva hörpuleik-
arans, en fjölmörg tónskáld hafa
samið tónlist við þau. Að auki flytja
Ágúst og Elísabet önnur íslensk
sönglög, eftir Emil Thoroddsen,
Sigvalda Kaldalóns og Jórunni Við-
ar í útsetningum fyrir söngrödd og
hörpu.
Ekki bara hljómar og raul
Í dag er það sérstakt að heyra
saman söngrödd og hörpu en kær-
leikur hefur þó lengi verið með
þeim, ekki síst í keltneskri tónlist.
„Jú, í þeim löndum þar sem löng
hefð hefur verið fyrir hörpuleik og
þjóðlagasögn, þá er algengt að
hörpuleikarinn syngi sjálfur. Í Wa-
les var sérstök hefð sem var svo
flókin að það voru ekki bara spil-
aðir hljómar undir einhverju rauli,
heldur eru bæði hljóðfærið og söng-
röddin með sér línu. Í upphafi
finnst manni eins og það muni ekki
ganga saman, því strófurnar passi
ekki, en svo fellur allt saman. Jú,
auðvitað hefur harpan alltaf fylgt
söng. Hins vegar held ég að það
sem til er fyrir hörpu og rödd sé
fyrir hærri raddir. Sjálfri finnst
mér dekkri raddirnar hæfa henni
betur. Þá kemur mýktin betur í ljós
– og andstæðurnar.“
Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 en
þess má geta að Ágúst Ólafsson var
tilnefndur til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna 2007.
Söngrödd og harpa frumflytja tvö verk á hádegistónleikum í Óperunni á morgun
Harpan hefur alltaf fylgt söngröddinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hörpuljóð Elísabet Waage segir dökkar raddir ekki síður góðar með hörp-
unni en bjartar. Hér eru þau Ágúst Ólafsson á æfingu.
Í HNOTSKURN
» Halla Helgadóttir er graf-ískur hönnuður að mennt og
hefur starfað í auglýsingabrans-
anum í 20 ár.
» Hönnunarmiðstöð Íslandsmun verða staðsett til bráða-
birgða í Aðalstræti 10, þar sem
rekin er m.a. hönnunarverslunin
Kraum og Handverk og Hönnun
hefur aðsetur.
» Hönnunarmiðstöðin nýtur 20milljóna kr. styrks frá
menntamála- og iðnaðarráðu-
neytum en ber í staðinn að vinna
að ákveðnum verkefnum sam-
kvæmt markmiðaskrá.
♦♦♦
SÍÐASTI fyrirlestur Mann-
fræðifélagsins á þessu starfs-
ári verður í kvöld kl. 20 í
Reykjavíkurakademíunni. Þá
talar Helga Þórey Björnsdóttir
um efnið „Hið sanna macho:
hugmyndir um karlmennsku,
líkama og atbeina“. Efni fyr-
irlestrarins er sótt í dokt-
orsrannsókn Helgu í mann-
fræði við Háskóla Íslands.
Rannsóknin skoðar menning-
ar- og félagslegar hugmyndir um karlmennsku og
kyngervi í tengslum við Íslensku friðargæsluna.
Helga Þórey Björnsdóttir lauk MA-prófi í mann-
fræði við Háskóla Íslands árið 2004.
Fræði
Mannfræðingar
ræða karlmennið
Karlmennska, ein
tegund.