Morgunblaðið - 08.04.2008, Side 18

Morgunblaðið - 08.04.2008, Side 18
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Þegar fólk bregður sér íferðalag tekur það oftar enekki með sér myndavél tilað festa minningar á filmu, eða í stafrænt form. María Lofts- dóttir alþýðulistamaður, eins og hún kallar sig, hefur farið aðrar leiðir. Hún hefur tekið með sér pappír, vatnsliti og málarapensla og minning- arnar, hughrifin, sem hún hefur orðið fyrir á ferðum sínum, má skoða á sýn- ingunni Sjö landa sýn sem stendur yf- ir í Gerðubergi. „Það er ekki mikill tími til að mála á ferðalögunum en með myndunum er ég að túlka það sem ég sé, hug- hrifin, fallega liti, sól og fólk,“ segir María. Gott dæmi um þetta er mynd- in frá Bólivíu sem María leiðir mig að. „Þarna voru allar stúlkurnar í rauð- um þykkum ullarpilsum og með síðar fléttur. Svo ég mála pilsin og hárið …“ Hreyfingin í pilsunum á papp- írnum er mikil og við sjáum fyrir okk- ur flétturnar flaksast til er stúlkurnar ganga um léttum skrefum. Til að auð- velda sýningargestinum að skilja myndirnar lætur María stuttan texta fylgja hverri mynd og eftir að hafa lesið hann er myndefnið öllum ljóst! Langaði að mála siglfirsku fjöllin María segist eiga 40 ára sjúkraliða- afmæli um þessar mundir og síðustu 16 árin hefur hún unnið á Vogi: „Á yndislegum stað með ennþá betra fólki. Ef maður vinnur með veikt fólk alla ævi verður maður að gera eitthvað annað á milli. Listin hjálpar manni svo mikið að endurnýja orkuna.“ María hef- ur málað langalengi. Hún byrjaði norð- ur á Siglufirði þar sem hana fór allt í einu að langa til að mála fjöllin. „Lista- fólk hvatti mig til að byrja. Síðar fór ég í Myndlistaskólann í Reykjavík, hef verið í Myndlistaskóla Kópavogs og á námskeiðum alla vetur. Að auki hef ég farið á námskeið í Skotlandi, Englandi og í Kaupmannahöfn. Núna er ég í hópi sem kemur saman og málar í Réttarholtsskóla undir leið- sögn Ingimars Waage.“ Hugmyndina að því að byrja að mála á ferðalögum fékk María þegar hún sá sýningu B Bernt Koberlings sem hafði málað myndir í Loðmund- arfirði. „Af hverju geri ég þetta ekki líka, hugsaði ég. Ég hafði alltaf málað myndir þegar ég var komin heim úr ferðalögum en nú ákvað ég að mála í ferðinni sjálfri. Ég fór til Suður- Ameríku, til Perú, Bólivíu, Argentínu og Brasilíu og byrjaði að mála. Ég minnkaði fatabunkann sem ég var vön að taka með mér en tók þess í stað stóra blokk, vatnsliti og pensla og málaði í hverju landi fyrir sig, festi á pappírinn tilfinninguna sem ég fékk á staðnum. Stundum málaði ég úti og stundum inni, allt eftir því hvernig aðstæður voru.“ Sjö landa sýn í Gerðubergi Sýningin í Gerðubergi heitir Sjö landa sýn og í Suður-Ameríku málaði María í fjórum löndum. Svo heimsótti hún son sinn sem var við nám í Japan og þaðan sjáum við m.a. hughrifin frá Hiroshima og fjölförnustu gatnamót Tókýó. Einnig eru myndir frá náms- ferðinni til Skotlands. Loks má sjá eina mynd frá Íslandi, Friðarljós Yoko Ono sem María hefur reyndar flutt upp í Breiðholt. Aðspurð hvort hún gæti ekki hugs- að sér að birta ferðasögurnar í bók neitar hún því ekki og bætir við að sig langi jafnvel að sjá ljóð við hverja mynd. „Það væri skemmtilegt en ég er ekki skáld,“ segir hún og hlær við. Nú hefur hún sett stefnuna á Græn- land og Afríku og ætlar jafnvel á námskeið í málaralistinni til Marokkó í haust svo ekki er ólíklegt að við eig- um eftir að geta séð fleiri lönd með augum Maríu en þau sem birtast okk- ur í Boganum í Gerðubergi. Í Perú María upp til fjalla í Perú og voru vatnslitirnir að sjálfsögðu einnig hafðir með í þeirri ferð. Rauðu pilsin María við myndina sem á rætur sínar að rekja til Bólivíu og sýnir löngu flétturnar og rauðu pilsin sem stúlkurnar báru. Friðarljósið María færði friðarljósið upp í Breiðholt. Ferðaminningarnar öðlast nýtt líf í vatnslitamyndum Glöð í Argentínu Alls staðar þar sem María fer finnur hún efnivið í vatnslitamyndirnar sem hún málar á staðnum. Sýningin stendur fram til 20. apríl næstkomandi. Ég minnkaði fatabunkann sem ég var vön að taka með mér en tók þess í stað stóra blokk, vatnsliti og pensla og málaði í hverju landi fyrir sig. Pappír, litir og pensl- ar eru jafnan ómiss- andi hluti farangurs- ins þegar María Loftsdóttir bregður sér út fyrir landstein- ana. En hugmyndin kviknaði á sýningu B Bernt Koberlings. |þriðjudagur|8. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf það. Mætti stundum vera fljótari að hugsa, Víkverji. Þegar maðurinn sneri aftur eftir drykk- langa stund vék starfs- maður á plani sér all- tént að honum og hefur að líkindum viljað benda honum á að betra hefði verið að færa bílinn frá dælunni í ljósi þess hve mikil traffík var á staðnum. Maðurinn virti hann aftur á móti ekki við- lits, settist borgin- mannlegur inn í bílinn og ók á brott. Slétt- sama um allt og alla – nema sjálfan sig. Sannkallaður bensíndóni. x x x Víkverji hefur áhyggjur af vinisínum Denny Crane, lögspek- ingnum roskna í sjónvarpsþáttunum Boston Legal sem sýndir eru á Skjá- Einum á sunnudagskvöldum. Í síðasta þætti fór kappinn nefni- lega til læknis þar sem hann fékk þau tíðindi að 80% líkur væru á því að eftir sex ár yrði hann kominn með Alzheimers-sjúkdóminn. Að vísu bætti læknirinn við: „Ef það er einhver hughreysting þá ertu orðinn 75 ára og reykir og drekkur, þannig að það eru allar líkur á því að þú verðir kominn undir græna torfu áður!“ Makalaus spéheimur, Boston Legal. Það var handagang-ur í öskjunni þeg- ar Víkverji stakk við stafni á bensínstöð í síðustu viku enda tíma- bundinn afsláttur á eldsneyti þann daginn. Langar raðir höfðu myndast og þar sem Víkverja leiðist fátt meira en raðir var hann á báðum áttum um það hvort hann ætti að láta slag standa. Þá varð honum litið á bensínmælinn í bílnum og sá sæng sína uppreidda. Eftir að hafa beðið dágóða stund í röðinni fyrir aftan eina dæluna var um það bil komið að Víkverja. Það var einn bíll á undan. En dælan var sýnd veiði en ekki gef- in. Bílstjórinn á undan sá sér nefni- lega ekki fært að borga í sjálfsalann og þegar hann hafði lokið sér af við dæluna skildi hann bílinn eftir og gekk í hægðum sínum inn á stöðina til að standa skil á skuld sinni. Þar sá Víkverji hann hverfa inn í mann- hafið. Víkverji og tveir til þrír bílar fyrir aftan hann trúðu varla sínum eigin augum, ekki síst í ljósi þess að tíu metrum frá blöstu við auð bílastæði við stöðina. Kallast þetta ekki að bíta höfuðið af skömminni? Það flögraði að Víkverja að fara inn á eftir manninum en svo hissa varð hann á athæfinu að hann missti eiginlega af tækifærinu til að gera         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is FORELDRAR hafa ekkert að ótt- ast ef börnin þeirra sitja og tala hástöfum við sjálf sig. Bandarísk rannsókn sem Berlingske Tidende greinir frá hefur þvert á móti sýnt fram á að ung börn leysa verkefni sín betur ef þau tala við sjálf sig á meðan. Rannsóknarteymi George Ma- son-háskólans í Virginíu fylgdist með fimm ára börnum og þar kom fram að þegar þau töluðu við sjálf sig á meðan þau fengu verkefni í hendurnar leystu þau verkefnin jafn vel eða betur en þegar þau þögðu. Einu gilti hvort börnin voru hvött til að tala eða ekki. 78% barnanna leystu verkefnin vel af hendi þegar þau fengu leyfi til að tala á meðan. Segja það sem eldri hugsa Niðurstöðurnar koma dönskum sérfræðingi í uppeldisfræðum, Dorte Kousholt, ekki á óvart. Börn leiði sig í gegnum aðstæður með því að tala upphátt en í staðinn hugsi fullorðnir hið sama. Börnin hugsi bara upphátt með „ytri“ samræðum. Adam Winsler, einn af aðstand- endum rannsóknarinnar, mælir eindregið með því að uppalendur hvetji börn til að eiga í samræðum við sjálf sig, enda sé ekkert eðli- legra. „Börn sem það gera auka samskiptahæfni sína,“ segir Wins- ler. Sömu niðurstöður fengust hjá börnum með hegðunarerfiðleika og einhverfu en þær voru birtar í Journal of Autism and Develop- mental Disabilities. Börn hafa gott af því að tala við sjálf sig Reuters Í samræðum Þetta spænska barn er alls endis ófeimið við að tjá sig enda sýnir ný rannsókn að það er bæði hollt og gott að tala við sjálfan sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.