Morgunblaðið - 08.04.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 08.04.2008, Síða 40
TÓNLIST Geisladiskar Sálin hans Jóns míns - Vatnaskil 1988-2008 Þrettán plötur í tveimur forláta öskjum, og ein platan spánný, þar sem vand- fundnum lögum er safnað saman. SÁLIN hans Jóns míns hefur á tutt- ugu ára ferli áunnið sér einstakan sess í íslensku tónlistarlífi. Vinsæld- ir sveitarinnar hafa verið gífurlegar, allt frá fyrsta degi, og í dag stendur hún sem óskoraður drottnari hinnar alíslensku popptónlistar. Tónlist Sál- arinnar er nefnilega einstök, þú heyrir ekkert þessu líkt erlendis og í öllu hjali um sérkenni íslenskrar tónlistar gagnvart er- lendri væri kannski nærtækast að líta til Sálarinnar. Fjölmarg- ar hérlendar sveitir hafa fetað í fótspor Sálverja, litið til þeirra eftir innblæstri en aldrei hefur nein þeirra náð að sigla upp að fyrirmyndinni, hvort sem um vinsæld- ir er að ræða eða tónlistarlega vigt. Það sem er þó kannski merkilegast við hljómsveitina er að þrátt fyrir þessa miklu lýðhylli (Sálin á sér t.d. umsvifamikinn aðdáendaklúbb) hef- ur hún aldrei selt sig ódýrt, allur fer- illinn einkennist af miklum metnaði og markvissum tilraunum til end- urnýjunar og -sköpunar. Það er fyrst og fremst þetta sem hefur skapað Sálinni eins trausta stöðu og raun ber vitni, og jafnframt fengið þá sem alla jafna eru ekki áhuga- samir um dægurtónlist eins og Sál- arinnar til að leggja við eyru. Það er nefnilega eitthvað meira í gangi en bara miskunnarlausar slag- arasmíðar. Ekki að fyrsta platan, Syngjandi sveittir (1988), hafi gefið slíkt til kynna og eðlilegra að draga þá ályktun að menn væru að tjalda til einnar nætur. Vanir menn úr brans- anum; Jón Ólafsson, Rafn Jónsson og Haraldur Þorsteinsson voru þar að votta sálartónlistinni virðingu, en innanborðs voru tveir ungliðar, þeir Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson. Sálarsendiför þessi er í flesta staði vel lánuð og menn ná því fram sem upp var lagt með, grall- araskapurinn í hárréttu hlutfalli við þá auðheyranlegu spilagleði og virð- ingu sem sveitarmeðlimir bera fyrir viðfangsefninu. Kröftug söngrödd Stefáns setur einkennandi mark á allt saman og hér stígur smellasmið- urinn ógurlegi Guð- mundur Jónsson fram með lagið „Á tjá og tundri", hressilegur bragur sem hefur elst vel, er sígildur eins og svo mörg lög höf- undarins. Ungliðarnir tveir héldu svo leik áfram undir sama nafni ári síðar og gáfu út plötuna Hvar er draumurinn? Um gerólíka sveit var þó að ræða, nýir meðlimir gengnir til liðs við þá Guðmund og Stefán og tónlistin einslags popp- rokk, sem þó var erfitt að pinna nið- ur á einhverja áhrifavalda. Sálin eins og við þekkjum hana í dag fæddist á þessari plötu. Að einhverju leyti er platan brennd marki þeirra tíma er hún kom út (hljómborð, upptaka og slíkt) og innihaldið er nokkuð slitr- ótt. Innan um skothelda slagara sem hafa lifað góðu lífi allt síðan þeir heyrðust fyrst (titillagið, „Auður“, „Eltu mig uppi“) er nokkuð af upp- fyllingarefni. Platan stendur engu að síður sem nokkuð tilkomumikill frumburður og tveimur árum síðar, þegar önnur plata nýju Sálarinnar kom út, voru agnúar á bak og burt. Sú plata er samnefnd sveitinni en eins og svo oft er með slíkar plötur á hún sér gælunafn og er kölluð Rauða platan. Allt það sem ýjað var að á plötunni á undan sprakk út með glans á þessari næsta pottþéttu poppplötu. Sveitin var þéttari, orðin öruggari með sig og lögin betri. Rennslið fumlaust, ólíkt síðustu plötu, og allt einhvern veginn á hreinu. Ein besta plata Sálarinnar, ef ekki bara sú besta. Hljómsveitin var á miklu flugi um þessar mundir og árið 1992 safnaði hún saman lögum sem höfðu verið að birtast á hinum og þessum safn- plötum á plötunni Garg. Mér er til efs að annar eins slagarapakki hafi verið gefin út hér á landi fyrr eða síðar, smellirnir eru hér í bunkum, lög sem þú kannt afturábak og áfram - hvort sem þér líkar betur eða verr. Smáskífumarkaður hefur aldrei þrifist á Fróni en ef svo hefði verið hefði Sálin ráðið þar lögum og lofum. Sönnun fyrir mætti og megini Guðmundar Jónssonar sem laga- smiðs er að finna hér því hvort sem um er að ræða hröð og hress lög („Neistinn“, „100.000 volt") eða ball- öður („Ekki“, „Hjá þér“) er hann með allt sitt á tandurhreinu. Næsta skref Sálarinnar var óvænt en sýndi kannski glögglega að hér var engin venjuleg popphljómsveit á ferðinni. Þessi þungu högg (1993) er eins og nafnið og umslag gefur til kynna, til muna víraðra verk en aðdáendur höfðu átt að venjast fram að því. Þetta var ekki ólíkt því þegar U2 gaf The Unforgettable Fire út á eftir War eða þegar Radiohead gaf Kid A út eftir gríðarlegar vinsældir OK Computer. Listagyðjunni, frem- ur en kröfum markaðar, var sinnt fyrst og fremst. Þetta skref Sálar- innar var bæði aðdáunarvert og fífl- djarft, og platan sem slík ágæta vel heppnuð, þó að stundum verði mað- ur að taka viljann fyrir verkið. Sálin fór í leyfi eftir þetta en gaf svo út plötuna Sól um nótt árið 1995. Sú plata kom út í hálfgerðu tómarúmi, Sálaræðið (hið fyrsta) runnið sitt skeið og líklega grunaði engan að endurreisn mikil færi í hönd um ár- þúsundabil. En hvað sem veldur er Sól um nótt giska veik plata, og rennur tilþrifalítið í gegn. Fjórum árum síðar stóð sveitin fyrir allsérstæðum tónleikum í Loft- kastalanum. Voru þeir órafmagnaðir og eldri Sálarlög sett í alls kyns yf- irhalningu. Plata með tónleikunum kom út undir heitinu 12. ágúst ’99 og þeir Stefán og Guðmundur hafa lýst því yfir að þessir tónleikar hafi blás- ið þeim anda í brjóst á nýjan leik og þarna hafi raunverulega verið að ræða um „annað hvort eða“ mál. Annað hvort myndi sveitin hætta eða halda áfram eftir tónleikana. Platan er líka sannanlega vel heppn- uð, yfir framvindunni er góður andi og á honum hafa Sálverjar byggt fram á þennan dag. Tví- ef ekki þríefldir réðust með- limir nú í metnaðarfyllsta verkefni sitt til þessa, plötutvennuna Annar máni/Logandi ljós sem út kom á ár- unum 2000 og 2001. Undirritaður dæmdi ópusinn hart á sínum tíma og eftir á að hyggja var slíkt ekki rétt- lætanlegt. Fyrri platan missir að vísu dampinn undir rest en sú síðari stendur keik og klár út í gegn, frá- bær plata. Djörfungin á bakvið verk- efnið er tilfinnanleg, hér var komin sveit sem sumir voru búnir að af- skrifa með metnaðarfullar, lyklaðar poppplötur (poppverk?), áferðin margbrotin og fáguð. Lög eins og „Ekki nema von“ og „Á nýjum stað“ standa þá með því allra besta sem sveitin hefur gert. Sálverjar voru ekkert að slaka á kröfunum því næst var það plata með Sinfóníuhljómsveitinni, Vatnið (2003). En ólíkt öðrum sveitum, sem höfðu rennt í gegnum brot af sínu besta við álíka tækifæri, þá mætti sveitin með níu ný lög í farteskinu. Jens Hansson átti eitt en hinn mik- ilvirki Guðmundur átta, en hann hafði þá valið það „stærsta“ og dramatískasta úr fyrirliggjandi safni! Samsláttur sveitanna tveggja er vel lukkaður, hljóðmyndin lætur vel í eyrum þó að lagasmíðarnar sjálfar séu upp og ofan. Það var svo árið 2005 sem Sálin gaf loksins út „eðlilega“ plötu á ný. Undir þínum áhrifum treysti Sálina í sessi sem Bítla íslenska poppsins, hér eru feikisterk lög eins og „Þú færð bros“, „Höldum fast“ og tit- illagið og flæðið á plötunni er jafnt og gott út í gegn. Í hitteðfyrra var það svo þemaverkefni, þar sem Sálin tók höndum saman með Gospelkór Reykjavíkur. Platan ber heitið Lif- andi í Laugardalshöll og er feikivel heppnuð, stefnumót þessara tveggja hópa er farsælt og kór og hljómsveit græða hvert á öðru. Þrettánda plat- an í kassatvennunni er önnur safn- plata með undanvillingum og heitir hún Arg. Efnislega nær hún ekki upp í Garg, en er nauðsynleg viðbót fyrir aðdáendur. Hér er t.d. að finna hið vinsæla lag „Þú fullkomnar mig“, sem kom fyrst fram í myndinni Mað- ur eins og ég. Umgjörð kassanna og allur frá- gangur er glæsilegur og til mikillar fyrirmyndar. Kassarnir, ásamt Þursakössunum, hafa sett ný viðmið í gerð slíkra gripa hérlendis. Skrif Stefáns Hilmarssonar með hverri og einni plötu eru þá í senn upplýsandi og stórskemmtileg. Yfirreið Sálarinnar hans Jóns míns yfir íslenskar poppplendur síð- astliðin tuttugu ár hefur alla jafna verið glæst, stundum ringlandi en alltaf með einstökum gangi sem ekki á sér sinn líka í íslenskri tónlist- arsögu. Sálin stendur því fyllilega undir þessari kassayfirhalningu sem veitir gott tilefni til að fara í saum- ana á tónsögu sveitarinnar. Því þegar best lætur er þetta al- gerlega magnað stöff - og alveg org- inal. Arnar Eggert Thoroddsen Alveg orginal Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Foringjar Öxulveldi Sálarinnar, þeir Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson. „Það sem er þó kannski merkilegast við hljómsveitina er að þrátt fyrir þessa miklu lýðhylli [...] hefur hún aldrei selt sig ódýrt, allur ferillinn einkennist af miklum metnaði og markvissum tilraunum til endurnýjunar og -sköp- unar,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen í umsögn um safnkassana Vatnaskil. Þegar best lætur segir hann þetta vera „algerlega magnað stöff.“ 40 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára LÚXUS VIP STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL DOOMSDAY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára LARS AND THE REAL GIRL kl. 10:10 LEYFÐ / ÁLFABAKKA 10,000 BC kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára THE BUCKET LIST kl. 8 B.i.7 ára STEP UP 2 kl. 6 LEYFÐ UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ eeee EMPIRE eeee NEWSDAY eeee OK!- G.H.J POPPLAND eeee SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI styrkir Geðhjálp SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.