Morgunblaðið - 08.04.2008, Page 41

Morgunblaðið - 08.04.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 41 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / KRINGLUNNI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 LEYFÐ SHUTTER kl. 10:10 B.i. 10 ára - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee ,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana.“ - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee ,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..." - Snæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið eee ,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimplinum á." - Stefán Birgir Stefánsson sbs.is SÝND Í ÁLFABAKKA / SELFOSSI/ KEFLAVÍK STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára SEMI - PRO kl. 8 LEYFÐ JUNO kl. 10 LEYFÐ FOOL'S GOLD kl. 6D - 8D- 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL STÓRA PLANIÐ kl. 8:10D - 10:10D B.i. 10 ára DIGITAL HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL JUNO kl. 8 - 10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN ísl tal kl. 6 LEYFÐ FOOL'S GOLD kl. 8 - 10 B.i. 7 ára STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára / AKUREYRI SÝND Á SELFOSSI Frábær grínmynd SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee - S.U.S. X-ið 97.7 SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA l SÝND Í KRINGLUNNI Enn get ég ekki annað en grátið þaumistök að ekki skyldi gert ráð fyrirþví að Íslenska óperan hefði aðsetur í Tónlistarhúsinu sem nú rís við Höfnina. Langbestu rökin fyrir því að Óperan hefði átt að eiga þar heima, voru fram reidd í Gamla bíói á sunnudagskvöldið, þegar sem Óp- erustúdíó Íslensku óperunnar frumsýndi Cosi fan tutte eftir Mozart með ungu fólki, nýbúnu í námi, eða enn í námi, í öllum hlutverkum. Það var stórskemmtileg óperusýning, sem gaf „fullorðins“ sýningum Íslensku óp- erunnar lítið sem ekkert eftir; og var jafnvel betri en sumar þeirra. Óperustúdíó er ekki fullfleygt óperuhús. Í þessu tilfelli voru valdir úrvalsnemendur úr ýmsum tónlistarskólum eftir að þeir höfðu þreytt áheyrnarpróf í söng og hljóðfæraleik. Uppsetninguna annaðist fagfólk; Ágústa Skúladóttir var leikstjóri; Daníel Bjarnason var hljómsveitarstjóri, Guðrún Öyahals hann- aði leikmynd, Katrín Þorvaldsdóttir búninga og Páll Ragnarsson lýsingu. Það er því í góðri samvinnu við fagfólk sem krakkarnir fá að spreyta sig við að skapa „alvöru“ sýningu, á allt öðru og hærra plani en gengur og gerist með nemendasýningar.    Og þvílík ópera að glíma við í fyrstu at-rennu. Cosi fan tutte er vel valin að því leyti, að þar er ekki mikið um stórar ein- söngsaríur sem reyna í þolrifin á einstaka röddum, en þeim mun meira af dásamlegum samsöngsatriðum. Því reynir meira á sam- söng en á einsöng, þótt vissulega hafi allar söngvararnir í aðalhlutverkum sín númer. En það er ekki heldur hægt að segja að Cosi fan tutte sé léttmeti að glíma við, sama hve ljúfur og léttur Mozart kann að virðast. Samsöng- urinn er þrælerfiður og krest nákvæmrar inntónunar, nákvæmra innkoma og stöðugra tengsla við aðra á sviðinu. Og þannig er það nánast allan tímann. Aríuleysið hefur hamlað vinsældum Cosi fan tutte miðað við aðrar óp- erur Mozarts eins og Brúðkaup Fígarós og Töfraflautuna, en algjörlega að ósekju. Mér finnst hún ekki síðri, einmitt fyrir dásamleg samsöngsatriðin.    Sagan er mjög í anda Mozarts og segir frásætum systrum tveim, Fiordiligi og Dorabellu, sem eiga að unnustum vini tvo, Guglielmo og Ferrando, sem báðir eru liðs- foringjar og flottir gaurar. Þá kemur að einu af uppáhaldsplottum Mozarts, - að sýna hvað þjónustufólkið er klárt og aðallinn sauðir upp til hópa; og heimilisþjónnn systranna Don Alfonso telur ungu mönnunum trú um að þeir þurfi að láta reyna á hversu trúar systurnar eru þeim. Hann fær í lið með sér þjón- ustustúlkuna Despínu, sem er líka súperklár og kann tökin á systrunum. Það þarf ekki að segja meira um söguna, freistingarnar eru sætar, en gætu bitnað harðast á þeim sem þær leggja. Ungu söngvararnir voru fantagóðir. Jón Svavar Jósepsson sem Guglielmo er lýrískur og bjartur bariton með fallega rödd, Sveinn Dúa Hjörleifsson tenor í hlutverki Ferrandos býr yfir einstakri rödd, sem er svo hlý og un- aðsleg, að maður gæti hugsað sér að hlusta á hana endalaust. Þessi efnilegi stákur hefur sungið einsöng á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í nokkur ár, en nú er þetta leyndarmál að spyrjast út, og spurning hve lengi enn hann syngur með kórnum. Sólveig Samúelsdóttir sem Dorabella, er hár mezzó, og hennar rödd er mjög fallega skóluð, jöfn og breið á öllu raddsviðinu. Steinunn Skjens- tad sópran, í hlutverki Fiordiligi á kannski aðeins lengra í land raddlega, en stóð sig af- skaplega vel. Hún þarf að taka út meiri þroska og syngja meira, og henni verða allir vegir færir. Þorvaldur Þorvaldsson og Unnur Möller voru kostuleg og kómísk í hlutverkum möndlaranna. Þá var ekki síður gleðjandi að sjá ungan og sprækan kór á sviði Íslensku óperunnar.    Þetta var firnagóð sýning og framúrskar-andi skemmtileg, full af húmor, gleði og Mozartískum léttleika. Það var ekki síst stór- góðri hljómsveitarstjórn Daníels Bjarnasonar að þakka hve sýningin rann vel áfram. Sjálf- ur lék hann resitatívin á sembalinn, og ein- stöku sinnum mátti heyra hann bjarga söngv- urum með innkomur; það var ekki þess eðlis að það hefði ekki getað gerst á sýningu at- vinnufólks.    Framtíðin óperu á Íslandi er björt meðslíkt á leið inn á sviðið. Stóra spurningin er hvort þetta fólk fái sanngjörn tækifæri á Íslandi, eða haldi áfram eins og kynslóðin á undan þeim, að gleðja þýska óperugesti. Freistingarnar unaðslegu AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Góð Jón Svavar, Steinunn, Þorvaldur, Sólveig og Sveinn Dúa í hlutverkum sínum. » Stóra spurningin er hvortþetta fólk fái sanngjörn tækifæri á Íslandi, eða haldi áfram eins og kynslóðin á undan þeim, að gleðja þýska óperugesti. begga@mbl.is „EINLEIKARAR þurfa að kaupa sér undirleikara, leigja sal og þurfa að vera heilmikið í því að auglýsa sig upp. Þetta er mikið mál og það eru ekki alltaf þeir bestu sem verða frægir, það er fullt af góðu fólki sem er bara ekki mikið að láta bera á sér,“ segir Kristinn Örn Krist- insson píanóleikari og einn stofn- enda Félags til stuðnings ungu tón- listarfólki. Það stendur á bak við tónleikaröðina Tónsnillingar morg- undagsins sem er að hefjast til þess að gefa nýútskrifuðu fólki tækifæri til þess að kynna sig. Bragi Berg- þórsson tenór og Elfa Rún Krist- insdóttir fiðluleikari koma fram á fyrstu tónleikunum í kvöld. Kristinn segir að það vanti vett- vang fyrir fólk sem er að byrja að vinna fyrir sér sem listamenn. „Fólk kemur heim og þarf að vinna við eitthvað og fer þá oft út í kennslu. Til þess að sjá fyrir sér þarf að kenna mjög mikið og þá verður lítill tími fyrir annað. Það er líka bara þannig að þegar fólk er á þessu stigi er því nauðsynlegt að fá tækifæri og æfingu í því að koma fram,“ segir Kristinn. Félag- inu tókst að ýta verkefninu úr vör með framlagi frá Menningarsjóði Kaupþings og vonast er til að fjár- magn fáist til þess að halda því áfram. Á tónleikunum í kvöld verða flutt verk eftir Franz Schubert, Bragi syngur ljóðaflokkinn „Schwanen- gesang“ og Elfa Rún flytur Sónötu fyrir fiðlu og píanó í A-dúr, D 574. Bragi lauk námi síðastliðið sum- ar. „Þetta er frábært tækifæri og gott að fá svona smástökkpall. Það er gott að þurfa ekki að vera að harka og koma sér á framfæri,“ segir hann. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi klukkan átta og að- gangseyrir er 2.000. Tónlist- arnemar sem eru átján ára eða yngri fá ókeypis inn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónsnillingar Píanóleikarinn Kristinn Örn með þeim Elfu Rún og Braga. „Ekki alltaf þeir bestu sem verða frægir“ www.tonsnillingar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.