Morgunblaðið - 08.04.2008, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Al Gore á Íslandi
Nóbelsverðlaunahafinn og fyrr-
verandi varaforseti Bandaríkjanna
Al Gore kom til Íslands í gær og hitti
forseta Íslands að máli og íslenska
vísindamenn. Gore er einn þekktasti
talsmaður þess að gripið verði til að-
gerða til að sporna gegn áhrifum
loftslagsbreytinga. » Miðopna
Frá hafi og haga til maga
Lögð er áhersla á að samræma
löggjöf og eftirlit með matvælum á
öllu Evrópska efnahagssvæðinu,
„frá hafi og haga til maga“ og
bann við innflutningi á hráu kjöti
skv. frumvarpi til nýrra mat-
vælalaga. » Forsíða
Hrossum bjargað úr eldi
Átta hrossum var bjargað úr hest-
húsahverfi Sörla í Hafnarfirði þegar
eldur kviknaði í kaffistofu og
hnakkageymslu þar við hlið í gær.
Nokkrir hestar fengu þó snert af
reykeitrun. » 2
Ólympíueldurinn slökktur
Ólympíueldurinn var slökktur
nokkrum sinnum í París í gær vegna
mótmæla þegar hlaupið var með
hann um borgina. Kínverskir skipu-
leggjendur hlaupsins gáfust á end-
anum upp þegar kyndillinn hafði
verið borinn um helming leiðarinnar
sem átti að hlaupa. » Miðopna
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Hljóðneminn kominn til
sögunnar
Staksteinar: Ráðherrar og einkaþot-
ur
Forystugreinar: Stóriðjustefna í
uppnámi | Rýmum til fyrir gangandi
fólki
UMRÆÐAN»
Hrósum fyrir gott samstarf
Bolla svarað
Hervæðing Íslands
Krossgötur
#* * * *% %*%#%
#* 5
)6+
1 .
)
7
3
%%
*#%
#* * *#
*#%
*#
%* #* 0 8 3 +
#* * * * %* #* 9:;;<=>
+?@=;>A7+BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA+88=EA<
A:=+88=EA<
+FA+88=EA<
+4>++AG=<A8>
H<B<A+8?H@A
+9=
@4=<
7@A7>+4.+>?<;<
Heitast 0° C | Kaldast -7° C
Norðaustan og aust-
an 5-10 m/s og stöku él
en léttskýjað að mestu
suðvestanlands og
skúrir á Suðurlandi. » 10
Páll Óskar hefur
kynnt sér framlag
annarra þjóða til
Evróvisjón og segir
að róðurinn verði
þungur. » 36
TÓNLIST»
Í góðum
höndum
LEIKLIST»
Maðurinn sem uppgötvar
að hann er ljótur. » 43
Einn er risastórt
barn, hinn hógvær;
ein frek, hin vill fara.
Martin S. Regal
skrifar um Gítarleik-
arana. » 39
LEIKLIST»
Perlum
hent inn
TÓNLIST»
Freistingarnar unaðs-
legar og sætar. » 41
MYNDLIST»
Leyfum upplifuninni að
hellast yfir okkur. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Feðgin eiga barn saman
2. Skotið á flutningabíl?
3. Andlát: Geir Gunnarsson
4. „Fimm loftsteinar ekki tilviljun“
Íslenska krónan styrktist um 2,3%
SEXTÁN ára gömul íslensk
stúlka, Kristín Krisúla Tsoukala,
er komin í gríska landsliðið í
sundknattleik.
„Það er auðvitað
bara æði að vera
komin í lands-
liðið,“ sagði
Kristín í samtali
við Morgun-
blaðið. Gríska
kvennalandsliðið
er þegar búið að
tryggja sér rétt
til keppni á
Ólympíuleik-
unum í Peking í sumar og stefnir
Kristín að því að keppa þar, en
gríska landsliðið hreppti silf-
urverðlaun í sundknattleik á síð-
ustu Ólympíuleikum.
Kristín á íslenska móður og
grískan föður og er fædd og uppal-
in í Grikklandi en segist elska að
koma til Íslands og ætlar að setj-
ast hér að þegar hún verður orðin
aðeins eldri. | Íþróttir
Í grísku
landsliði
Kristín Krisúla
Tsoukala
HRÓÐUR frístundakorts ÍTR hefur
borist út fyrir landsteinana og hugs-
anlega verður það tekið upp að ís-
lenskri fyrirmynd í öðrum Evrópu-
löndum.
Í það minnsta vantaði ekki hrifn-
ingu þingmanna Evrópuþingsins er
þeir fengu kynningu á kortinu ný-
verið og eru þingmenn að kanna
möguleika á upptöku kortsins. | 4
Frístunda-
kort í útrás
Morgunblaðið/ÞÖK
HÚN hafði verið skilin eftir í bíl í marga daga og var
illa hirt þegar hún loks komst í athvarf katta í Kattholti
í gær. Það var starfsfólk Kynnisferða sem kom læðunni
til bjargar og í Kattholti fékk hún fyrsta flokks með-
ferð, m.a. skoðun hjá dýralæknum sem segja hana á
batavegi. Til að kanna hvort kisa væri örmerkt og
hægt væri að hafa uppi á eigandanum, var hún skönn-
uð í bak og fyrir og lét sér örugg handtök dýralækn-
anna vel lynda. Hún reyndist ómerkt og eigandinn enn
óþekktur. | 6
Flókin kisa fékk fyrstu hjálp
Læða fannst í bíl fyrir utan BSÍ illa á sig komin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
KRISTJÁN Bóasson vélsleðamað-
ur, sem slasaðist í snjóflóði undir
Kollaleirutindi í Reyðarfirði á
sunnudag, er á batavegi og útskrif-
aðist af sjúkrahúsi í gær. Hann slapp
við beinbrot en hlaut heilahristing og
marðist nokkuð. Kristján hefur um
langt árabil stundað vélsleðaakstur
án þess að lenda í óhappi og var mjög
vel útbúinn til aksturs þegar slysið
varð. Hann var á sleða af gerðinni
Polaris 800 RMK og með honum
voru félagar hans á öðrum sleðum.
Lá leiðin undir Kollaleirutind og tók
Kristján stefnuna upp í hlíð fjallsins
til að taka u-beygju eins og vélsleða-
menn gera gjarnan sér til gamans.
„Það var bjart og fallegt veður
þegar við vorum að leika okkur,“
segir hann. „Ég tók fallega u-beygju
í fjallshlíðinni sem þó var ekki brött
miðað við aðrar brekkur sem ég hef
ekið upp. Þegar ég byrjaði að snúa
sleðanum undan halla tók ég eftir því
að sprunga hafði myndast í snjónum
fyrir neðan. Þetta olli því að það
myndaðist um 150 cm hár kantur
sem ég ók fram af á niðurleiðinni. Ég
átti enga möguleika á að beygja frá
sprungunni.“
Sleði Kristjáns lenti því á harð-
fenni sem var undir snjóflekanum
sem rann niður brekkuna en sjálfur
lenti Kristján ekki undir flóðinu
heldur féll af sleðanum og kútveltist
niður harðfennið.
„Þetta gerðist gífurlega hratt, lík-
lega á sekúndubroti. Ég hef verið á
vélsleðum í mörg ár en þetta er í
fyrsta sinn sem ég slasa mig. Ég tel
mig allajafna fara gætilega en maður
veit þó aldrei hvenær slys geta orð-
ið.“
Kristján var í sérstakri brynju
fyrir vélsleðamenn sem ver þá gegn
höggum og auk þess var hann með
olnboga- og hnjáhlífar auk hlífðar-
hjálms. Segir hann brynjuna hafa
mikið notagildi.
Kristján hlaut sár á vör og blóð-
nasir sem hann telur hafa komið
þegar hjálmurinn slóst til í byltunni
en í fyrstu var talið að aðskotahlutur
hefði þrengt sér inn í hjálminn og
sært Kristján. Segir hann skipta
miklu máli að búa sig rétt þegar farið
er í vélsleðaferðir.
Kristján vill koma á framfæri
þökkum til allra þeirra sem komu að
björgun og umönnun eftir slysið.
„Gerðist gífurlega hratt“
Kristján Bóasson vélsleðamaður sem ók ofan í sprungu eftir
flekahlaup í Kollaleirutindi á Reyðarfirði er á batavegi
Morgunblaðið/Ómar
Vélsleðaakstur Vinsæl útivist en
ekki hættulaus með öllu.
♦♦♦
MIKILL bati hefur orðið í atvinnu-
lífinu á Austurlandi í kjölfar virkj-
unar- og stóriðjuframkvæmda. At-
vinnuleysi hefur þó aukist frá því í
október sl. en hafði þá verið í lág-
marki í rúm fjögur ár. Vaxandi vönt-
un er á fólki í leik- og grunnskóla, fé-
lagsþjónustu og til starfa á sjúkra-
húsum. | 16
Vantar fólk
í skólana