Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR Útsala Útsala Útsala Útsasala ala Útsala Útsala Útsala Mjódd, sími 557 5900 m bl 1 00 07 41 Verið velkomnar Vordagar í Mjódd Rúskinnsjakkar verð kr. 9.990.- Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Skyrtur og blússur GUNNAR Dal rithöfundur hefur verið útnefndur heiðursfélagi mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. Gunnar hefur starfað mikið í þágu mannúðar og mannræktar. Hann hefur með marg- víslegum hætti, meðal annars með stórri bókargjöf, sýnt mikla velvild í garð Handarinnar, að sögn Eyj- ólfs Magnússonar Scheving, stjórnarformanns Hand- arinnar, og vill Höndin þakka honum áhuga á mál- efnum sínum með þessum hætti. Höndin hefur það að markmiði að hjálpa fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátt- töku. Morgunblaðið/Eggert Höndin heiðrar Gunnar Dal gagnrýnd m.a. af Landvernd og Pétri Óskarssyni vatnalíffræðingi. Bergur segir að úrbætur á núver- andi vegi, sem fela m.a. í sér að lyfta honum upp úr nokkrum dældum og giljum, ættu að fullnægja ferðaþjón- ustunni að miklu leyti. Með því móti sé gerlega að halda veginum færum „velflesta daga“. Engin ný sjónarmið í kynningum Fram hefur komið gagnrýni á net- kosninguna, m.a. í aðsendri grein Jó- hannesar Sveinbjörnssonar í Morg- unblaðinu, þess efnis að jafnvægis hafi ekki verið gætt í kynningu val- kosta. Bergur telur gagnrýnina ekki KOSNING um legu Gjábakkavegar mun standa til miðnættis í kvöld, mánudag, en hún hefur farið fram á vef Landverndar síðan á mánudag- inn í síðustu viku. Einnig hefur verið tengill á kosningavefinn á fréttavef Morgunblaðsins. Bergur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landverndar, sagði að á annað þúsund manns hefði tekið þátt í kjör- inu þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gær. Staða atkvæða lægi þó ekki fyrir fyrr en að kosn- ingu lokinni enda er ekki um hefð- bundna kosningaaðferð að ræða heldur svonefnt raðval. Raðval er höfundarverk Björns S. Stefánsson- ar, og er notað þegar velja þarf milli fleiri en tveggja kosta. Í kjöri Land- verndar standa fimm valmöguleikar um vegarstæði til boða. Lengi hefur verið kallað eftir úr- bótum á Gjábakkavegi, meðal ann- ars frá aðilum ferðaþjónustunnar og landeigendum á svæðinu, vegna dap- urlegs ástands vegarins og ófærðar á vetrum. Vegagerðin hefur lagt til nýtt veg- arstæði milli Bláskógabyggðar og Laugarvatns, sunnar en núverandi vegur liggur. Tilfærslan hefur verið réttmæta, því í kynningunum, sem eru á kosningavefnum, komi ekkert nýtt fram. Þar séu sjónarmið sem hafi ítrekað verið sett fram. Gagn- rýnin ætti hins vegar að hvetja þá sem eru hlynntir hugmynd Vega- gerðarinnar til að kjósa. Ennfremur hafi með henni myndast ágætis jafn- vægi í kynningu á hliðum málsins. Á aðalfundi Landverndar hinn 3. maí síðastliðinn var samþykkt álykt- un þar sem hvatt er til að „öll áform Vegagerðarinnar um Gjábakkaveg verði tekin til endurskoðunar“. Þá tók aðalfundurinn undir áhyggjur menntamálaráðherra, sem fram komu 3. apríl sl., og hvatti þingmenn Suðurlands til að taka málið upp. Kosningu um Gjábakka- veg lýkur á miðnætti Á annað þúsund manns hefur kosið um veginn á netinu Morgunblaðið/Ómar Kosning Í kjöri Landverndar standa fimm valmöguleikar um vegarstæði til boða. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.