Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Albert Jóns-son fæddist á Ísafirði 21. sept- ember 1936. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 27. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Kristjánsson trésmíðameistari, f. í Neðri Miðvík í Að- alvík 22. september 1890, og Þorbjörg Valdimarsdóttir húsmóðir, f. í Heimabæ, Hnífsdal, 18. apríl 1894. Jón Albert var yngstur fimm systkina. Hin eru: Þorvarður Björn, rafmagns- verkfr., f. 16. október 1928, Borg- hildur Guðrún, fv. framhaldsskóla- kennari, f. 4. mars 1931, Kristján Sigurður, f. 5. maí 1932, d. 28. ágúst 1934 og Valdimar Kristján, prófessor emeritus. f. 20. ágúst 1934. Jón Albert kvæntist 21. maí 1960 Maríu Óskarsdóttur, f. í Reykjavík 31. október 1935. Foreldrar henn- f. 1971, er Dúna, f. 26. nóvember 2004. Jón Albert kvæntist 1. nóv- ember 1997 Duan Buakrathok, f. 29. október 1977 í Thaílandi. Þau skildu 2000. Barn þeirra er Auð- unn Franz, f. 11. október 1994. Jón Albert kvæntist 10. júlí 2006, Art- hitu Uppapong, f. 11. desember 1977 í Thaílandi. Barn þeirra er Jón Urat, f. 14. apríl 2007. Jón Albert vann með föður sín- um ásamt eldri bræðrum við hús- byggingar og húsaviðhald frá 12 ára aldri. Um tvítugt lærði hann matseld í Stýrimannaskólanum og starfaði síðan sem kokkur á fiski- bátum í um 20 ár. Hann var kokk- ur á nokkrum af bestu aflaskipum þjóðarinnar, m.a. Ásbergi frá Reykjavík, Halldóri Jónssyni frá Ólafsvík, Helgu 2. frá Reykjavík og Ljósfara frá Reykjavík. Þegar Jón Albert hætti á sjónum jók hann við sig ökuréttindi, keypti rútubíla og fór að keyra hjá Hópferða- miðstöðinni. Síðar skipti hann yfir í stóra sendiferðabíla og vann við flutninga til dauðadags. Hann var eftirsóttur vegna samviskusemi og dugnaðar í starfi. Jón Albert verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11. ar voru Óskar Guð- jónsson bóksali, f. í Reykjavík 8. júlí 1910, d. 12. júní 1993, og Sigríður Lilja Ei- ríksdóttir, f. í Kraga á Rangárvöllum, 6. nóvember 1910, d. 18. júní 2001. Foreldrar Maríu skildu og 1952 giftist móðir hennar stjúpföður Maríu, Ingvari Jónssyni póstvarðstjóra. Jón Albert og María skildu 1984. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ingvar Albert, f. 9. desember 1959, 2) Auðunn Frans, f. 8. febrúar 1962, d. 10. jan- úar 1968. 3) Auður Dagný, f. 27. janúar 1972, í sambúð með Brjáni Franssyni sálfræðingi, f. 19. des- ember 1968. Börn þeirra eru Arn- ór Frans, f. 22. janúar 1994, og Sig- urður Bjarki, f. 16. júní 1995. 4) Erna Signý, f. 26. febrúar 1975. Barn með Ívari Má Kjartanssyni, f. 1967, er María Ösp, f. 15. apríl 1996. Barn með Páli Garðarssyni, Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá okkur, miklu fyrr heldur en við áttum von á, og við söknum þín mikið. Ég á margar yndislegar minning- ar um þig og mig langar að minnast á nokkrar af þeim. Þú varst okkur börnunum alltaf svo góður og vildir allt fyrir okkur gera. Ein af eftirminnilegustu æsku- minningunum er þegar þú fórst með okkur upp í sveit þangað sem þú sótt- ir hey og fylltir sendibílinn af hey- böggum hátt og lágt og fórst svo í bæinn og seldir hestamönnum. Mér leið alltaf svo vel með þér í bílnum og fannst ég vera svo örugg með þér. Þú varst alltaf svo ráðagóður og sniðug- ur í viðskiptum. Mér er það svo minnisstætt, þegar við fórum einu sinni í árlegt jólaboð til Boggu systur þinnar, þegar við gengum yfir Fossvogsdalinn upp í Kópavoginn, þar sem hún bjó þá. Þú dróst mig á sleða alla leiðina. Mér fannst þú alltaf svo traustur og sterk- ur. Það var alltaf svo gaman þegar þú mallaðir morgunmatinn, þegar við áttum heima í Fossvoginum, því hann var svo góður og ég borðaði mig alltaf pakksadda. Ég vaknaði þá eld- snemma til að setja kaffivélina í sam- band, sem mamma hafði undirbúið kvöldið áður, til búa til kaffi handa þér. Þegar mamma og pabbi skildu 1984 var ég 9 ára gömul og pabbi flutti skammt burtu þannig að það var stutt fyrir mig að fara til hans. Ég kíkti alltaf til hans þegar ég sá að sendiferðabíllinn var á bílastæðinu fyrir framan blokkina. Ég minnist jólanna þar sem pabbi var með okkur á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld fyrstu árin eftir skilnað þeirra. Um helgar var hann duglegur að fara með okkur systurn- ar í sund, út að borða með okkur, leigði spólu með okkur og poppaði handa okkur. Þegar ég var nýorðin 12 ára fórum við systkinin saman með honum til Búlgaríu og vorum í 3 vikur á stað sem hét Elenite, sem var mikill ferðamannastaður með mörgum sumarhúsum við ströndina. Á hverj- um degi fórum við saman í gönguferð um ströndina og nutum góða veðurs- ins og fengum okkur ís með pabba. Í þessari sömu ferð fórum við einnig til Istanbúl í Tyrklandi og þar gistum við á engu lúxushóteli en það skipti ekki máli þar sem við vorum með pabba og hann vanur öllum aðstæð- um enda vanur að ferðast erlendis. Margt er hægt að segja um Jón Al- bert. Hann var sjóari, kokkur, húm- oristi, sterkur og flottur eins og Auð- unn Franz bróðir minn komst að orði við dánarbeð hans. Elsku pabbi minn. Ég og börnin mín elska þig og sakna þín mjög mik- ið. Við munum minnast allra góðu stundanna okkar í hjarta okkar. Þín dóttir Erna Signý Jónsdóttir og dæturnar María og Dúna. Mér brá mikið þegar ég frétti að Jón Albert, bróðir minn, hefði fengið blóðtappa í litla heilann, en tveimur sólarhringum síðar lést hann. Hann var yngstur okkar systkinanna, 8 ár- um yngri en ég. Fyrsta sumarið sem Jón Albert vann með pabba og okkur bræðrunum í byggingavinnu var árið 1949, en þá var hann 12 ára. Þetta sumar byggði pabbi útihús fyrir Heimabæ í Hnífsdal og lagfærði barnaskóla staðarins. Hann byggði nýtt stórt anddyri með kjallara við skólann. Skömmu seinna fauk skóla- húsið í heilu lagi meðan verið var að kenna í því, en anddyrið stóð heilt eftir. Um vorið 1940 auglýsti Jón bóndi á Hóli í Önundarfirði eftir fermingarstrák í sumarvinnu. Ég var ráðinn þótt ég væri aðeins 11 ára, en stór eftir aldri og hafði flutt mjólk fyrir afa minn milli Hnífsdals og Ísa- fjarðar í tvö sumur. Ég var á Hóli í tvö sumur, Valdimar bróðir einnig í tvö sumur og að lokum Jón Albert í tvö sumur. Jón á Hóli hafði einstakt lag á börnum og tel ég að Jón Albert hafi haft mikið gagn af því að vinna undir hans handleiðslu. Samskipti mín við Jón Albert urðu strjálli eftir að ég fór í háskólanám, utan þess að sumarið 1955 heimsótti hann okkur hjónin í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði. Legsteinn afa okkar og ömmu, Kristjáns og Kristínar í Neðri Miðvík hafði fyrir allmörgum árum fallið af stalli sínum í kirkjugarðinum á Stað í Aðalvík. Ég fór þess á leit við Jón Al- bert að við færum saman til Aðalvík- ur til þess að kippa þessu í lag. Hann var strax til í það en sagðist vilja taka son sinn, Auðun Franz, og dótturson sinn, Arnór Frans Brjánsson, með í ferðina, en þá voru þeir 10 og 11 ára. Ég fékk Nonnahús á Látrum lánað síðustu vikuna í júlí 2005. Jón Albert, alvanur kokkur, stjórnaði matarinn- kaupunum í Bónus á Ísafirði og sá síðan um alla matargerð, en hann gaf sér líka mikinn tíma til að hugsa um strákana. Daginn sem við fórum að laga legsteininn var strákunum kom- ið í fóstur hjá hjónum í næsta sum- arbústað, en þau voru með tvo stráka á svipuðu reki sem léku sér mikið með Auðunni og Arnóri. Áætlunar- báturinn ferjaði okkur þvert yfir Að- alvíkina frá Látrum til Sæbóls, en þaðan er um klukkutíma gangur að Stað. Þá var langt liðið dags og tölu- verðan tíma tók að lagfæra legstein- inn. Þegar við komum aftur til Sæ- bóls var farið að dimma og við kviðum því að ganga til Látra. Þá vorum við það heppnir að hraðbátur á vegum Sveins Guðmundssonar í Þverdal var nýkominn til Sæbóls og fengum við far með honum til Látra. Þá galdraði Jón Albert fram dýrindis kvöldmat fyrir okkur og strákana. Réttri viku áður en Jón Albert lést voru Auðunn og Arnór fermdir í Grafarvogskirkju og er það mikils virði fyrir þá að Jón Albert, faðir og afi þeirra, skyldi lifa þann atburð. Í fermingarveislunni kom Jón Albert til mín og spurði hvort möguleikar væru á því að fá aftur lánaðan sum- arbústað á Látrum því strákarnir væru ólmir í að fara þangað aftur. Ég votta eiginkonu Jóns Alberts, börnum og barnabörnum samúð mína. Þorvarður Jónsson. „Örlögin geta verið grimm …“ þessi orð hafa flögrað um hugann síð- an Jón tengdapabbi andaðist, ég held það sé vegna þess að fyrir nákvæm- lega tveim árum missti ég pabba minn, og þá fengum við senda minn- Jón Albert Jónsson ✝ ErlendurHauksson fædd- ist 25. apríl 1947 í Reykjavík. Hann lést 24. apríl síðast- liðinn á Landspít- alanum við Hring- braut, deild 11 G. Foreldrar hans voru Haukur Er- lendsson loft- skeytamaður, f. 24.12. 1915, d. 14.7. 1981 og Ágústa María Ahrens f. 20.11. 1917, d. 18.2. 2006. Bræður Erlendar: Ingi Hrafn, f. 30.12. 1941, d. 11.8. 1983. Georg Ahrens, f. 10.11. 1945, maki Ingibjörg Sveina Þór- isdóttir. Erlendur kvæntist 4.10. 1968, Kristínu Helgadóttur, f. 25.2. 1943. Foreldrar Kristínar voru Karl Helgi Jónsson, f. 13.2., 1904, d. 28.6. 1969 og Þóra Stef- ánsdóttir, f. 12.5. 1920, d. 19.10. 2005. Þau bjuggu í Keldunesi í Keldu- hverfi. Systkini Krist- ínar eru, Logi O. Stefanía, Bryndís, Jón Tryggvi og Helgi Þór. Erlend- ur og Kristín voru barnlaus. Erlendur bjó á æskuárum sínum í Skólastræti 5 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Matsveina- og veitingaþjóna- skólanum árið 1970 sem mat- reiðslumaður og vann lengst af sem slíkur á skipum Eimskipa- félagsins. Útför Erlendar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13. Mér vefst tunga um tönn þegar ég vil lýsa Ella mági mínum, sem var mér svo miklu meira en það. Fyrstu orðin sem koma upp í hugann eru „félagi og vinur“ og lýsa honum lík- lega best. Kynni okkar Ella hófust þegar Stína systir kom með hann norður í sveitina til að kynna tilvon- andi eiginmann. Víst þótti okkur sveitadrengjunum hann vera heldur kaupstaðarlegur og ekki þekkja mik- ið til sveitastarfa til að byrja með og gerðum óspart grín að honum fyrir það. Með glaðværð sinni og hjálp- semi var Elli fljótur að vinna hug og hjörtu okkar allra sem kynntust hon- um og fljótlega hafði hann bundist sveitinni traustum böndum sem héldu alla tíð. Alltaf skyldi hann koma færandi hendi þegar hann kom í heimsókn og lagði sig fram um að kynna fyrir okkur mat sem þótti ný- stárlegur á þeim tíma í afskekktri sveit. Oft hlógum við Elli að því síð- ar, þegar við rifjuðum upp eitt sinn þegar hann kom færandi hendi með undarlegan mat og fávís sveita- drengurinn spurði hvaða ræmur þetta væru. Var þá komið að honum að gera grín en í þá daga var ekki beikon á borðum í sveitinni. Þegar ég kom ungur maður til náms í Reykjavík kom ekkert til greina annað hjá Ella og Stínu syst- ur en að ég dveldi hjá þeim og var þar ekki í kot vísað. Betri vin og fé- laga var ekki hægt að hugsa sér og aldrei fundum við fyrir neinum ald- ursmun þótt nokkur ár skildu okkur að. Léttleiki og glaðværð Ella gerði það að verkum að hann féll vel inn í kunningjahópinn og voru mínir fé- lagar boðnir velkomnir inn á heimilið og alltaf vel tekið. Höfðum við báðir mikinn áhuga á bíómyndum og sótt- um bíóhús borgarinnar stíft saman á þessum árum og stundum jafnvel öldurhús. Ætíð var Elli hrókur alls fagnaðar. Hjálpsemi og gjafmildi Ella var við brugðið. Ef hann gat hjálpað eða gefið einhverjum eitt- hvað, þá leið honum vel og höfum við öll stórfjölskyldan notið þessara mannkosta Ella alla tíð og áreiðan- lega er mörgum þakklæti í huga, núna þegar við kveðjum hann. Enn sýndi Elli á sér nýja hlið þeg- ar hann þurfti að horfast í augu við illvígan sjúkdóm og gerði hann það ekki einungis af æðruleysi, heldur jafnvel með einhverjum ótrúlegum krafti sem ég á ekki orð til að lýsa. Hafði hann óbilandi áhuga á fótbolta og setti hlutina gjarnan í slíkt sam- hengi. Þegar hann fékk dóminn um að ekki væri nokkur von um bata, talaði hann um að sér hefði verið vís- að út af. Þegar svo örlítil von kvikn- aði óvænt, sagði hann að sér hefði verið hleypt á varamannabekkinn aftur. Svona var Elli, ótrúlegur maður með svo stórt hjarta að vermdi alla í kring um hann. Stórt tómrúm er hjá Stínu systur nú þegar hún hefur á of skömmum tíma séð á eftir móður, tengdamóður og eiginmanni. Hefur stór hluti af hennar tíma farið í að hjúkra og þjóna þessum ástvinum eins og henni er einni lagið og öll fjölskyldan þekkir svo vel. Nú er komið að því að huga að eigin heill og hamingju. Biðjum við Hrönn og fjölskyldan öll þess að hún fái styrk til að takast á við missinn og breytta tíma. Einnig sendum við Georg bróður Ella og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Jón Tryggvi. Elli mágur minn og vinur er látinn fyrir aldur fram eftir hetjulega bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var sjö ára polli í Keldunesi og Stína systir mín kom fyrst heim með kærastann en þau voru þá bæði í siglingum hjá Eim- skipafélagi Íslands. Leist flestum strax ágætlega á gripinn þó að um hreinræktaðan Reykvíking væri að ræða. Það var síðan um tveim árum síðar að faðir minn lést fyrir aldur fram. Á þessum erfiða tíma og ætíð síðan hefur Elli reynst mér og minni fjölskyldu sérstaklega vel. Hann var einstaklega umhyggju- samur og gjafmildur maður og voru hann og Stína systir alltaf að færa mér eitthvað eða senda í sveitina. Ég þeysti t.d. um á því flottasta reiðhjóli sem sést hafði í Þingeyjarsýslum og þegar ég kom í bæinn á næstu árum var oft farið með pollann og keypt á hann spariföt en Elli var mikill smekkmaður á föt. Oft var farið í ís- búðir bæjarins og „shake“ kynntur fyrir sveitadrengnum svo ekki sé tal- að um allar bíóferðirnar en Elli var mikill bíómaður. Einnig fórum við á völlinn en Elli var óforbetranlegur áhugamaður um fótbolta og mikill KR-ingur. Það eru margar góðar minningar sem ég á um Ella frá þessum heimsóknum í borgina á bernskuárum mínum. Á háskólaár- unum í Reykjavík bjó ég hjá honum og Stínu systur í Tungubakkanum og naut þar enn umhyggju og ein- stakrar rausnar þeirra. Elli var ætíð góður félagi og vinur og var ýmislegt dundað saman þegar tækifæri gafst frá námi og starfi, kíkt í bíó, horft á leik og jafnvel dreypt á „sjeniver“. Þegar ég og Soffía hófum síðar bú- skap var Elli ekki langt undan að redda húsgögnum í íbúðina og síðan stóð hann fyrir útskriftarveislu okk- ar úr háskólanum. Síðar þegar börn- in komu fylgdist hann af áhuga með hvernig gengi hjá þeim í því sem þau tóku sér fyrir hendur og var umhug- að um framtíð þeirra. Elli hefur þannig verið mér mikill og traustur vinur, stoð og stytta allt frá barnsaldri og alltaf tilbúinn til hjálpar og stuðnings og oft búinn að hugsa einum leik lengra en maður sjálfur í leik lífsins. Eitt lærði ég snemma en það var að vera ekki með neinar mótbárur þegar Elli hafði ákveðið að gera eitthvað fyrir mann. Þegar hann hafði ákveðið slíkt var það nánast móðgun að vera með ein- hverjar mótbárur eða fullyrðingar um að „þetta væri nú alger óþarfi af honum“. Elli var þannig gegnheill í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur, ákaflega traustur vinur vina sinna og fór í „hvern leik“ til að vinna hann. Það var með þessu hugarfari sem hann fór í baráttuna við hvít- blæðið, staðráðinn í að sigrast á því en þar hitti hann fyrir ofjarl sinn. Elsku Stína systir, Georg og fjöl- skylda, hugur okkar Soffíu og barn- anna er hjá ykkur. Látum minningu um góðan dreng hjálpa okkur í gegn- um sorgina. Helgi Þór. Góður drengur er fallinn frá, langt um aldur fram. Elli lést daginn fyrir 61 árs afmælið sitt. Hann var einum mánuði eldri en ég, fæddur 25. apríl 1947 en ég 25. maí. Í mörg ár sendi hann mér skeyti á afmæli mínu. Það þótti mér vænt um og var alltaf jafn spennt að sjá hvar í heiminum hann var staddur þá stundina. Elli lærði til matreiðslumanns og vann sem slíkur og sem bryti á millilandaskipum Eimskips lengst af. Við Elli vorum leiksystkin í bernsku og ólumst upp í Skólastræti, lítilli götu milli Banka- strætis og Amtmannsstígs. Strætið okkar iðaði af lífi frá morgni til kvölds af börnum að leik. Það er bjart yfir þessum bernsku- minningum og Elli er þar ævinlega með, léttur og kátur, vinur allra. Strákar og stelpur léku sér saman í boltaleikjum, kíló og brennó, í fallin spýtan og í parís. Það var klifrað upp ljósastaura og veggi, alla leið upp á húsþök, mæðrum og ömmum til mik- illar armæðu. Krakkar á þessum ár- um þekktu ekki sjónvarp og tölvur. Við vorum upptekin við að leika okk- ur, fastagestir í Sundhöllinni og laugunum í Laugardal; renndum okkur á sleða og skíðum á Arnar- hólstúni og skautuðum á Tjörninni á vetrum. Við Elli tengdumst enn frekar af því að mæður okkar, Birna og Sös- ter, voru bestu vinkonur og vorum við heimagangar hvort hjá öðru. Ella var boðið í pulsur til okkar því hann var mikill pulsumaður á þessum ár- um. Pabbi hafði gaman af því að Erlendur Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.