Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 39
Morgunblaðið/hag MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 39 PÁLL Óskar Hjálmtýsson kom, sá og sigraði á hátíð FM957 í Háskólabíói á laug- ardagskvöldið, þar sem Hlustendaverðlaun útvarps- stöðvarinnar voru afhent. Páll Óskar var útnefndur til fimm verðlauna og hreppti þau öll. Hann fékk verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna, bestu plötuna – Allt fyrir ást- ina, hann var valinn besti söngvarinn, besti „sóló“ flytj- andinn og fékk einnig verð- laun fyrir besta lagið, Allt fyr- ir ástina. Regína Ósk var valin söng- kona ársins, Sprengjuhöllin var valin hljómsveit ársins og Dalton voru nýliðar ársins. Þá hlaut Nýdönsk sérstök heið- ursverðlaun. Þakklátur og auðmjúkur „Var þetta ekki fullt hús? sagði Páll Óskar lukkulegur í gær, þegar blaðamaður hringdi og spurði hvort hann væri ekki ánægður með ár- angurinn. Hann kvaðst samt ekki hafa mætt á athöfnina með það í huga að hirða öll verðlaunin. „Það var ekki planið. Ég kom til að skemmta mér, sýna mig og sjá aðra. Ég er ennþá að jafna mig á þessu. Þetta var svo mikið. Tilfinningar mínar eru blanda af þakklæti, auðmýkt og sátt.“ – Er ekki að hlaðast aukin pressa á þig fyrir næsta disk? „Ég lít alls ekki þannig á það. Hver er besta leiðin til að þakka fyrir svona heiður? Það besta sem ég get gert er að fara aftur inn í stúdíó og halda áfram að njóta þess að skapa list, burtséð frá því hvernig viðbrögðin verða. Listamaðurinn ræður alltaf hvernig listaverkið verður en hann hefur ekkert um það að segja hver viðbrögðin verða. Þegar maður fær svona rosa- lega sterk og einlæg viðbrögð er eina leiðin að halda áfram að skapa list.“ Heiðraðir Nýdönsk hlaut sérstök heiðursverðlaun og flutti gamla slagarann Hjálpaðu mér upp. Heiðarlegir „Við bjuggumst alveg við því að fá þessi verðlaun, við bara bjuggumst ekki við því að fá þau heiðarlega!“ sögðu liðsmenn Dalton sem voru valdir efnilegasti flytjandinn. Fjör Lífleg stemning var í Háskólabíói og tóku gestir lifandi þátt í tónlistarflutningi. Aðalsveitin Sprengjuhöllin var valin hljómsveit ársins í vin- sældarkosningunni. Vinsæll Páll Óskar Hjálmtýsson hlaðinn verðlaunagripum. Hlustendaverðlaun FM957 Páll Óskar var tilnefndur til 5 verðlauna og hlaut þau öll Lagaruna Páll Óskar skeytti í einu flæði sam- an brotum úr mörgum sinna vinsælustu laga. Massaðir Piltarnir í Mercedes Club dilluðu sér við tónlistina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.