Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eitt af því sem einkennirvorið góða eru fram-haldsskólanemar semsetja upp húfur á út- skriftardegi þegar þeir ljúka fram- haldsskólanámi. Þessar húfur geta verið í hinum ýmsu litum, eftir því hvaða námi fólk er að ljúka. Í tilefni tímamótanna býður fjölskyldan gjarnan til veislu til að fagna. Þó er það ekki alltaf svo, sumir kjósa að halda alls enga veislu, en fara kannski í staðinn út að borða með sínum nánustu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. En hvað kostar að útskrifa af- kvæmið úr framhaldsskóla? Daglegt líf gerði lauslega könnun á því. Ýmsir kostnaðarliðir tínast til þó það sé auðvitað mjög misjafnt hversu mikið í er lagt. Sumir kaupa útskriftarföt og nýja skó meðan aðr- ir nota flíkur sem þeir eiga inni í skáp. Sumar stúlkurnar fá sér gervineglur, fara í ljós eða brúnku- meðferð og fína hárgreiðslu, allt saman upp á mörg þúsund, á meðan aðrar sleppa því. Sumir fara í sér- staka myndatöku hjá ljósmyndara en aðrir ekki. Það er því augljóslega æði misjafnt hvað útskriftin kemur mikið við buddu fjölskyldunnar. Ef ungmennið kýs til dæmis að setja upp húfu kostar hún hjá P. Eyfeld 6.900 krónur, en þar er hún saumuð eftir máli hvers og eins. Þrír ungir menn hjá fyrirtækinu SÞ stúdentshúfum, flytja húfur inn frá Kína og selja stykkið á 4.000 krón- ur, en þær fást ekki eftir máli, held- ur koma í fjórum stöðluðum stærð- um. Svo eru alltaf einhverjir sem velja þann kost að vera alls ekki með húfu og spara þá krónurnar. Standandi veisla eða dúkuð borð og heitur matur Þegar kemur að veisluhöldunum eru margar leiðir í boði. Sumir halda veisluna í heimahúsi og fjöl- skyldan sér um að matreiða og út- búa allar kræsingar. Jafnvel er hægt að deila niður verkefnum á hin ýmsu skyldmenni. Amma getur til dæmis tekið að sér að gera pönnu- kökur, einhver frændinn hrærir í nokkrar marengskökur og flinkar frænkur taka að sér heita rétti eða exótíska smárétti. Þeir sem ekki hafa pláss heima fyrir geta leigt sal, þó þeir útbúi matinn sjálfir. Enn aðrir leigja sal og kaupa einnig allan mat tilbúinn frá veisluþjónustu eða öðrum fagmönnum. Og sumir kaupa sér fólk til að þjóna til borðs. Verð er því æði misjafnt og fer líka eftir því hverslags góðgæti er boðið upp á. Hvort veislan er kaffiboð með kökum eða allsherjar matarboð. Einn kostur enn er að bjóða til svo- kallaðrar standandi veislu með pinnamat og snittum sem fólk gæðir sér á standandi en ekki sitjandi við dúkuð borð. Eins skiptir máli í veisluútgjöldunum hvort boðið er upp á vín eða ekki. Ýmist er boðið upp á freyðivín eða kampavín, en úr hverri flösku er hægt að fylla um það bil sex freyðivínsglös. Hjá áfengisversluninni er hægt að kaupa freyðivín þar sem hver flaska kostar frá rúmum 700 krónum upp í nokkur þúsund, eftir gæðum og öðru. Kampavínið er að sjálfsögðu aðeins dýrara. Úti í náttúrunni eða í glerhýsi Fyrir þá sem vilja sveitarómantík og náttúrufegurð í útskriftarveisl- unni, er til dæmis hægt að leigja gamla hlaðna salinn í Elliða- vatnsbæ, á 40.000 krónur, en hann tekur 60-70 manns í sitjandi borð- hald, en 150 manns ef boðið er standandi. Innifalið í verði er að- stoðarkona sem hjálpar til við alla uppsetningu og frágang að veislu lokinni. Þar er ekki eldhús eða borð- búnaður. Þetta er sögulegur salur sem Benedikt Sveinsson faðir Ein- ars Ben byggði árið 1860 og gróð- ursæld er mikil umhverfis vatnið. Þeir sem vilja aftur á móti halda veislu á tuttugustu hæð í splunku- nýju glerhýsi og njóta útsýnis það- an, og vilja auk þess losna við alla vinnu og kaupa allt í einum pakka, bæði mat og sal, geta haldið veisl- una í Turninum við Smáratorg. Þar er stór matseðill og fólk getur valið hvað það vill bjóða gestum sínum upp á. Pinnaveislu er hægt að fá frá 1.650 krónum á mann, upp í rúm- lega 3.000 krónur fyrir hvern mann. Svokallað Brönshlaðborð kostar þar frá 3.380 krónum á mann, en kvöld- verðarhlaðborð kostar 6.500 krónur á mann. Leiga á leirtaui eða plastdiskar Þeir sem halda fjölmenna veislu í heimahúsi eiga tæplega leirtau fyrir 50-100 manns. Þá er annaðhvort að kaupa plastglös og diska hjá t.d. Rekstrarvörum eða leigja leirtau. Hægt að leigja hjá ýmsum fyr- irtækjum, meðal annars hjá Borð- búnaðarleigunni. Þar kostar leiga á hverjum kaffibolla og undirskál 40 krónur en kökudiskurinn er á 35 krónur. Leiga á matardisk er 40 krónur og á hnífapörum 40 krónur. Einnig kostar 40 krónur að leigja kampavínsglas, hvítvínsglas eða rauðvínsglas. Ekki er lífsnauðsynlegt að hafa leirtau, því hægt er að kaupa alveg prýðilega plastdiska og plastglös, sem þar að auki spara fólki upp- vaskið. Hjá Rekstrarvörum er hægt að kaupa plastdiska (í köku- diskastærð) sem henta fyrir pinna- mat, en 20 stykki í pakka kosta frá 398 krónum til 478, eftir því hversu vandaðir þeir eru. Pakki með 12 plast-freyðivínsglösum (10-12 cl), kostar 433 krónur, en pakki með 8 glösum (15 cl), kostar 977 kr. Í pinnamatarveislum er líka hægt að sleppa því alveg að vera með diska en vera í staðinn með servíett- ur. khk@mbl.is Útgjöldin fyrir útskriftarveisluna ærið misjöfn eftir umgjörðinni Það er stór stund í lífi bæði foreldra og barna þegar útskrift úr fram- haldsskóla stendur fyrir dyrum. Margir efna til veislu en það er misjafnt hversu mikið er í lagt. Kristín Heiða Krist- insdóttir velti fyrir sér veisluútgjöldunum. Morgunblaðið/EyþórSyngjandi gleði Útskriftarárgangur MR 2006 á vorsins tímamótum. Þrír ungir menn hjá fyr- irtækinu SÞ stúdents- húfum flytja húfur inn frá Kína og selja stykkið á 4.000 krónur, en þær fást ekki eftir máli, heldur koma í fjórum stöðluðum stærðum. ÞEIR sem brenna út í starfi lenda ekki bara í andlegum erfiðleikum. Ný doktorsrannsókn bendir til þess að þeir þjáist einnig líkamlega. Forskning.no greinir frá rann- sókn hinnar norsku Ellen Melbye Langballe sem bendir á að hingað til hafi verið litið á starfskulnun sem sálrænt vandamál. Nið- urstöður hennar benda hins vegar til þess að kulnun feli einnig í sér líkamlegan sársauka. Niðurstöður hennar sýna einnig að þrennt kemur til þar sem kulnun er annars vegar; starfsþreyta, að fjarlægjast vinnuna og minni afköst en áður. Upplýsingagrunnurinn fyrir rannsóknina var könnun á starfs- kulnun sem gerð var árið 2003 sem yfir 3000 manns tóku þátt í, m.a. lögfræðingar, læknar, hjúkr- unarfræðingar, kennarar, prestar, tölvunarfræðingar og strætis- vagnabílstjórar. Árið 2005 var könnuninni fylgt eftir. Meiri munur milli starfsstétta en kynja Fylgni reyndist vera milli þess að brenna út í starfi og verkja í vöðv- um og stoðkerfi, þ.e. í höfði, hnakka, herðum og baki. Fylgnin var til staðar bæði hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum. Sterkust var fylgnin hjá stræt- isvagnabílstjórunum. Þrátt fyrir að konur greini oftar frá vöðva- og stoðkerfisvanda komst Langballe að þeirri nið- urstöðu að slíkir verkir tengdust frekar lífsaðstæðum og starfi við- komandi en kyni. Ef litið sé til kvenkyns og karlkyns stræt- isvagnabílstjóra annars vegar og kvenkyns og karlkyns lækna hins vegar sé munurinn meiri milli starfsgreina en milli kynja. Í flestum starfsgreinum jukust veikindafjarvistir viðkomandi eftir því sem hann kulnaði meira í starfi. Markmið Langballe með rann- sókninni var að auka þekkingu á starfskulnun og rannsaka tengsl hennar við tvö stór heilsufarsleg og samfélagsleg vandamál, þ.e. vöðva– og stoðkerfisvanda og fjarvistir frá vinnu vegna veikinda. Hún bendir á að kulnun sé ekki formleg sjúk- dómsgreining í Noregi og ekki séu til skýr viðmið um það hvernig greina skuli kulnun. Tengsl milli kulnunar og verkja Reuters Þreyta Sennilega er hættara við kulnun þegar álagið er yfirþyrmandi. birtist starfskona sund- laugarinnar, arkaði að manninum og sagði honum að þetta mætti ekki í sundlauginni. „Þetta er of mikið,“ sagði hún. Maðurinn var aug- ljóslega hissa á þessari afskiptasemi, varð svo- lítið kindarlegur í fram- an og svaraði engu. Starfskonan gekk síðan í burtu en Víkverji sá hana seinna fylgjast með ástfangna parinu úr fjarlægð. x x x Víkverji undrastþessa afskiptasemi starfskonunnar því hegðun mannsins gat engan veginn talist lostafull og gróf eða líkleg til að særa blygð- unarkennd sundlaugargesta. Víkverji er ekki hrifinn af kláminu, sem tröllríður þjóðfélaginu, en telur að andsvar sumra við ósómanum – tepruskapurinn og kynlífshræðslan – sé farið að keyra um þverbak. Erum við virkilega orðin svo mikl- ar pempíur – eða klámhundar – að við erum hætt að gera greinarmun á lostafullum kynlífsathöfnum og sak- leysislegum blíðuhótum? Vonandi göngum við ekki svo langt í teprulegri siðavendni að banna blíðuhót. Víkverji dagsins fór ísundlaug á dög- unum og varð vitni að undarlegu atviki. Það var glaða sólskin, vor í lofti og Víkverji naut þess að sitja í mak- indum í heitum potti. Fljótlega tók hann eftir sérlega álitlegri konu sem sat andspænis hon- um og lét þreytuna líða úr sér. Hún virtist vera um fertugt, kannski ör- lítið yngri, og með henni var búlduleitur og engilbjartur karl- maður, líklega um fimmtugt. x x x Víkverji tók eftir því að maðurinnvar ástfanginn upp fyrir haus og horfði sem dáleiddur á þessa gull- fallegu konu. Hann virtist vera feim- inn í fyrstu en færði sig smám saman upp á skaftið. Hann kyssti konuna blíðlega á kinnina, ennið og öxlina. Konan brosti og hjúfraði sig að hon- um. Þetta var falleg sýn og Víkverji verður að viðurkenna að hann gat ekki annað en öfundað þennan lukk- unnar pamfíl af því að eiga svona glæsilega konu og vera svona bál- skotinn í henni eins og unglingur. En Adam var ekki lengi í paradís fremur en fyrri daginn. Allt í einu     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.