Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
YFIR 18.000
ÁHORFENDUR
- Páll Baldvin Baldvinnsson
Fréttablaðið
eee
- Sigurjón M. Egilsson
Mannlíf
eeee
Stefán Birgir Stefánsson
sbs.is
- S. V.
Morgunblaðið
eee
Sýnd í kringlunni
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Sýnd í álfabakka,kringlunni, keflavík, akureyri og SelfoSSi
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
IRON MAN kl. 6D - 9PD - 10D B.i. 12 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 9PD B.i. 12 ára POWERDIGITAL
OVER HER DEAD BODY kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára
P2 kl.10:10 B.i. 16 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D B.i. 10 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL
IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D LÚXUS VIP
MADE OF HONOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
DRILLBIT TAYLOR kl. 5:40 B.i. 10 ára
IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára
FORGETTING SARAH M. kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:40 LEYFÐ
FOOL´S GOLD kl. 5:40 B.i.7 ára
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 5:40 LEYFÐ
Sýnd í álfabakka
eeee
- H.J., MBL BÍÓTAL
KVIKMYNDIR.IS
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
„atH SérStakt leyniatriði er að mynd lokinni (eftir leikara/credit liStanum)“
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
Í SÍÐUSTU viku kom út leikurinn sem lang-
flestir leikjaáhugamenn hafa beðið spenntir eft-
ir, eftir sex mánaða seinkun sem mátti rekja til
vandræða með Playstation 3-kerfið. Grand
Theft Auto 4: Liberty City er nýjasta afurðin í
þessari seríu sem
er ein sú vinsælasta
í heimi en jafnframt
ein sú umdeildasta.
Leikja-
áhugamenn hafa al-
veg misst sig yfir
þessum leik og
strax er hann orð-
inn einn af þeim
sem fengið hafa
hæstu einkunn
gagnrýnenda.
Langar raðir
mynduðust fyrir utan verslanir og menn hafa
lokað sig inni dögum saman til þess að spila æv-
intýri innflytjandans Niko Bellic í Liberty City.
Nico er ólöglegur innflytjandi sem kemur frá
Serbíu til þess að upplifa ameríska drauminn,
sem frændi hans Roman hefur logið að honum.
En í staðinn fyrir risavillur, konur og peninga á
Roman lítið leigubílafyrirtæki sem er stórskuld-
ugt og Nico flækist inn í vef glæpagengja sem
berjast innbyrðist, með tilheyrandi blóðbaði.
Nico er óhræddur að framfylgja þeim verk-
efnum sem honum eru lögð fyrir og myrðir and-
stæðinga sína án þess að blikna, svo framarlega
sem honum er borgað fyrir verknaðinn.
Grunnsagan fjallar um fortíð Nicos í Serbíu
og svik rússnesku mafíunnar en megnið af
leiknum snýst um að ná fótfestu í stæstu glæpa-
klíkunum í borginni og forðast laganna verði.
En á milli þess að framfylgja erindagjörðum
glæpamanna getur maður einnig ferðast um
borgina að vild, upp að vissu marki það er að
segja, og dúllað sér við að rannsaka hvern krók
og kima þessa gífurlega stóra heims. Liberty
City er byggð að stórum hluta á hverfum New
York-borgar og nágrannahverfum í New Jersey
og það er alveg ótrúlegt hvað framleiðendum
hefur tekist að troða inn í þennan heim.
Borginni er skipt niður í hverfi þar sem ýmsir
þjóðarflokkar halda sig frekar en annars staðar;
þarna er rússneskt hverfi, ítalskt, Kínahverfi,
Jamaica-hverfi, viðskiptahverfi og fólkið sem
gengur á götunum breytist eftir því.
Það er virkt lestarkerfi í borginni og einnig
getur maður tekið þyrlu eða kláf yfir á næstu
eyjar ef svo liggur á manni. Það er flott að með
leiknum fylgir lestarkort og kort yfir borgina
þannig að maður getur skoðað hverja götu fyrir
sig og hver þeirra hefur nafn.
Hægt að hlusta á 18 útvarpsstöðvar
Talað hefur verið um að það taki mann allt að
100 klst. að klára leikinn, sem er gífurlega lang-
ur tími ef miðað er við að venjulegan tölvuleik
tekur oftar en ekki u.þ.b. 8 til 9 klst. að klára.
Opna leikjakerfið í leiknum gerir kleift að spila
hann eins og manni sýnist. Sagan fylgir ekki
ákveðinni línu og maður getur kosið fyrir hverja
maður vinnur og hvaða verkefni maður tekur að
sér. Það er samt þessi grunnsaga sem birtist á
ákveðnum tímapunktum sem leiðir þann sem
leikur að enda sögunnar en á milli getur hann
gert nánast hvað sem er.
Það er ekki skrítið að leikurinn skuli vera tal-
inn sá dýrasti sem gerður hefur verið, því vinn-
an sem lögð hefur verið í heim GTA er gífurleg.
Í Liberty City er hægt að hlusta á 18 útvarps-
stöðvar á meðan ekið er um en yfir 200 lög eru
notuð í leiknum, allt frá hipp hoppi yfir í kántrí
og nýaldartónlist. Glöggir spilendur taka vafa-
laust eftir því að Íslandsvinurinn og Evróvisjón-
sigurvegarinn Ruslana kemur fyrir í leiknum,
bæði sem tónlistarmaður og útvarpsþulur.
Einnig er hægt að horfa á sjónvarp tímunum
saman ef manni leiðist, sjónvarpsþætti og
fréttatíma sem allir eru í þessum ofur ýkta stíl
sem leikirnir eru þekktir fyrir.
Einnig er hægt að spila pool, keilu og fara í
pílukast. Smáatriðin eru ótrúleg og flest af þeim
fara vafalaust framhjá leikendum því að oftar
en ekki eru þeir að einbeita sér að akstri, að því
að forða sér frá löggunni eða eltast við þrjóta.
En ef maður tekur sér tíma í það að staldra við
og njóta umhverfisins sést hversu rosaleg vinna
hefur verið lögð í smáatriðin.
Verður þreytandi
Ég hef aðeins einu sinni spilað GTA leik áður,
GTA 3 minnir mig og missti ég áhugann frekar
snemma á honum. Eftir allt umtalið og hrósið
sem GTA 4 hefur fengið er maður vitaskuld
spenntur að fá að spila hann og upplifa þessa
„snilld“ sem allir eru að tala um. En ég verð að
segja að leikurinn er talsvert ofmetinn. Jú, um-
gjörðin er stórkostleg, grafík, hljóðvinnsla og
allt það, en leikurinn sjálfur verður þreytandi
eftir smástund, því að í raun er maður að gera
það sama aftur og aftur. Svarar símhringingu,
ekur á fund, fær verkefni, ekur á staðinn þar
sem á að framkvæma verkefnið; annaðhvort
drepur maður einhvern eða á að elta einhvern
og svo drepa. Svona gengur þetta aftur og aftur
og það verður að segjast eins og er að þetta
missir ákveðinn ljóma eftir 10-15 skipti. Það er
eins og framleiðendur hafi lagt meira í heiminn
en leikinn sjálfan og stóli á að spilendur finni sér
eitthvað að gera á milli verkefna. Það að aka um
borgina, borða hamborgara eða pylsu og fara á
strípiklúbb er ekkert sérlega spennandi í mín-
um augum. En ef þátttakendur geta lifað sig inn
í hann er leikurinn væntanlega algjör snilld – en
það á ekki við mig.
Bardagakerfið í leiknum er ágætt en samt
ekki nógu gott. Núna geta spilarar falið sig á
bak við hluti til þess að forðast það að verða
skotnir en það er samt klaufalegt og erfitt að
komast hjá því að verða fyrir skoti og oftar en
ekki skemmir myndavélin fyrir með því að fara
of nálægt. Miðunarkerfið er slappt því ekki er
hægt að miða þangað sem maður vill heldur
læsist miðið á næstu manneskju.
Að aka bíl getur verið algjör martröð þegar
verið er að eltast við einhvern eða þegar maður
er að forðast lögregluna. Bílarnir eru of mjúkir
á veginum og kastast til og frá við minnstu
hreyfingu; að nota handbremsuna til þess að
beygja fyrir horn verður oftar en ekki til þess að
maður snýst í fullan hring eða endar uppi á
gangstétt. Ég mæli ekki með því að fá sér mót-
orhjól því að það er nánast ómögulegt að aka
því. Ef til vill er maður of vanur stjórnuninni í
Burnout-leikjunum, sem hafa nánast full-
komnað bílastjórnun. Hver bíll hefur sína eig-
inleika og gott að geta stolið hvaða farartæki
sem er en maður verður að læra á eiginleika
hvers farartækis til þess að geta komið sér út úr
vandræðum án þess að mauka hundruð vegfar-
enda og valda gífurlegu tjóni, sem eykur hætt-
una á því að lögreglan nái manni.
Þar sem leikurinn er svo stór og mikið að ger-
ast í bakgrunninum er grafíkin dregin aðeins
niður til þess að auðvelda fyrir mjúkum hreyf-
ingum og koma í veg fyrir hikst í rennslinu.
Þrátt fyrir það er hún alveg stórgóð í leiknum
sjálfum en svolítið kjánaleg í atriðum á milli
verkefna. En það er skiljanlegt og varla hægt að
væla yfir því. Grafíkin nær að framkalla gott
andrúmsloft og leikurinn breytir einnig um veð-
urfar, frá sól og sumaryl yfir í þoku, rigningu og
þrumuveður. Allt verður þetta til þess að heim-
urinn virðist meira lifandi og náttúrulegri. Út-
varpsstöðvarnar og sjónvarpstöðvarnar hjálpa
einnig við það að vekja heiminn til lífsins. Og
það er ekkert verið að spara neitt við gerð þessa
efnis. Leikararnir eru frábærir og mjög sann-
færandi og öll vinnslan er látin líkjast alvöru út-
varpsefni eins vel og þeir geta.
Mun vekja umtal fyrir ofbeldið
Það er hægt að spila leikinn í gegnum netið
þar sem hópur spilara getur unnið saman eða
farið í feluleik með byssur og sprengiefni. Þá
opnast borgin alveg upp á gátt. Eftir nokkra
mánuði mun Microsoft bjóða netspilurum sín-
um upp á aukaborð, sem aðeins verður boðið
Xbox 360-eigendum, og er sagt að þau borð
verði nánast jafn löng og grunnleikurinn sjálfur
þannig að eldheitir Xbox-eigendur ættu ekki að
sjá til sólar í nokkrar vikur í viðbót.
Miðað við um neikvæða umræðu um útlend-
inga hér á landi undanfarna mánuði þá á þessi
leikur ekki eftir að hjálpa mikið til, því að sagan
leikur sér með staðalímyndir sem sést hafa í
kvikmyndum og öðrum miðlum. GTA-leikirnir
hafa nánast alltaf vakið upp umræðuna um áhrif
tölvuleikja á ungmenni og þessi á örugglega eft-
ir að vekja upp hina árlegu tölvuleikja-ofbeldis-
umfjöllun fjölmiðla. Þessi leikjasería á metið í
lögsóknum og sölubannsáróðri því að leikurinn
sýnir heim þar sem menn geta komist upp með
allan fjandann. Leikurinn gerir spilurum kleift
að framkvæma hryllileg ofbeldisverk, sem fara
eflaust fyrir brjóstið á mörgum. Leikurinn
gengur samt ekki út á það og það er algerlega á
valdi spilandans að komast hjá því að fremja
glæpi utan verkefnanna. Það er bara meira
spennandi að krydda aðeins tilveruna sem getur
verið alveg skelfilega leiðinleg á milli verkefna.
Það er ekkert skrítið að þessir leikir veki
svona mikið umtal. Auðveldlega mætti segja að
GTA 4 sé rasískur, siðlaus, hómófóbískur og
með kvenfyrirlitningu á háu stigi en hann er
einnig settur fram sem ádeila á bandarískt þjóð-
félag. Á sama tíma getur maður spurt sig hvort
að þetta sé rétta leiðin til þess. Flestir sem spila
þennan leik hugsa ekki um ádeilur eða skot á
hina og þessa, heldur velta sér upp úr ofbeldi,
fordómum og siðleysi vegna þess að það er töff.
Það er samt svolítið fyndið að framleiðendur
leiksins ákváðu að þessi kaldrifjaði morðingi,
Nico Bellic, skyldi ekki drekka áfengi eða neyta
eiturlyfja. Maður verður víst að draga línuna
einhvers staðar.
Þessi leikur á mikið hrós skilið þegar kemur
að sjálfri umgjörðinni. Allt er í toppstandi hvað
grafík og hljóð varðar en þegar kemur að spil-
uninni og leiknum sjálfum er hann algerlega of-
metinn. Endurtekningin er of mikil og að stóla á
það að spilendur finni sér eitthvað að gera svo
þeim leiðist ekki verður fljótlega þreytandi. Ég
met leiki meira út frá skemmtun en útlit og
hversu mikið er blótað í honum. Þess vegna
mun þessi leikur sennilega falla í gleymsku
frekar fljótt hjá mér, nema að maður taki aftur
upp þráðinn þegar aukaefnið frá Microsoft
kemur á markaðinn.
Borg óttans
Grafík bbbbb
Hljóð bbbbb
Spilun bbbnn
Ekki fullkominn Grand Theft Auto IV fjallar um ævintýri innflytjandans Niko Bellic.
TÖLVULEIKIR
PS3 og Xbox 360.
bbbnn
Grand Theft Auto IV: Liberty City
Ómar Örn Hauksson