Morgunblaðið - 13.05.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.05.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF P IPA R • S ÍA • 810 0 0 Leitar hugurinn til Rússlands? Viðskiptafulltrúi Íslands verður með viðtalstíma fyrir þig þann 14. maí. Yury Korolev viðskiptafulltrúi verður með viðtalstíma fyrir þá sem leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins og óska aðstoðar sendiráðanna í viðskiptamálum erlendis. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs að Borgartúni 35. Þeir sem hafa hug á að hitta Yury eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í síma 511 4000 eða utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is. Upplýsingar um sendiráðin og umdæmislönd þeirra eru á vef Útflutningsráðs, www.utflutningsrad.is. Rússland www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Georgía P IPA R • S ÍA • 8 0 9 9 9 Viðskiptatækifæri í austri Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. maí. Í tengslum við fyrirhugaðan könnunarleiðangur til landanna Georgíu og Aserbaídsjan í júní og för viðskiptasendinefndar til Kasakstan í september verður haldinn kynningarfundur á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35. Fundurinn er ætlaður öllum sem hafa hug á að stunda viðskipti á þessum nýju mörkuðum og vilja fræðast nánar um bæði markaði og fyrirkomulag ferða. Dagskrá: Kl. 08:15 Morgunverður Viðskiptatækifæri í Georgíu, Aserbaídsjan og Kasakstan Yury Korolev, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Rússlandi. Borat blekkir - Áhugaverðar staðreyndir um Kasakstan Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar, Línuhönnun hf. Fyrirkomulag vegna ferðanna Guðjón Svansson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði Íslands. Kl. 09:30 Fundarlok Skráning fer í gegnum netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is en allar nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is, eða í síma 511 4000. Aserbaídsjan Kasakstan www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is ÞETTA HELST ... ● ÞÓ að lokað hafi verið í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi í gær var opið fyrir viðskipti með verðbréf í flestum öðrum kauphöllum heims. Og víðast var hækkun, sem byrjaði í Asíu og breiddist út um Evrópu og vestur um haf. Hækkanir voru oftast ekki mikl- ar, eða t.d. 0,25% á FTSE-vísitölunni, DAX hækkaði um 0,46% og CAC í París um 0,3%. Mestar urðu hækk- anir í Bandaríkjunum, m.a. vegna betri afkomu HSBC-bankans en spáð var. Dow Jones hækkaði um 1%, Nasdaq um 1,76% og S&P- vísitalan um 1,1%. Hækkanir í flestum kauphöllum heims ● KLAUS Kleinfeld, fv. forstjóri Siemens, hefur verið skipaður forstjóri Alcoa, móð- urfélags Alcoa- Fjarðaáls, og tekur hann við af Alain Belda, sem verður áfram stjórnarformaður fyrirtæk- isins. Kleinfeld er fimmtugur að aldri. Hann tók við stöðu aðalfram- kvæmdastjóra Alcoa Corp. í ágúst á síðasta ári og hefur setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2003. Áður var hann forstjóri Siemens og starf- aði hjá því fyrirtæki í um 20 ár. Klein- feld situr í stjórn Bayer AG og fleiri alþjóðlegra fyrirtækja, er með dokt- orsgráðu í stjórnun frá háskólanum í Wuersburg í Þýskalandi og lauk meistaranámi í viðskiptastjórnun og hagfræði við háskólann í Goettingen í Þýskalandi árið 1982. Nýr forstjóri Alcoa ● DANSKE Bank hefur tapað um 413 milljónum danskra króna, jafn- gildi um 6,8 milljarða íslenskra króna, á dönskum húsbréfum. Mark- aðsviðskiptasvið bankans veðjaði á að verð bréfanna myndi hækka gagn- vart þýskum ríkisskuldabréfum. Raunin varð hins vegar sú að verð húsbréfanna lækkaði og því varð tap- ið að veruleika að sögn Børsen. Til samanburðar má geta þess að Danske hagnaðist um 3,4 milljarða danska króna á fyrsta ársfjórðungi. Kom vel á „vondan“ ● HEWLETT-Packard-tölvurisinn er sagður langt kominn með yfirtöku- tilboð í tölvuþjónustufyrirtækið Electronic Data Systems, EDS. Sam- kvæmt frétt Financial Times hljóðar tilboðið upp á 13 milljarða dollara, jafnvirði um 1.020 milljarða króna. Ef kaupin ganga í gegn verður þetta stærsta yfirtaka hjá Hewlett- Packard síðan Compaq var keypt með húð og hári árið 2002. Við þessi tíðindi í gær hækkuðu bréf EDS í kauphöllinni í New York um 28%, á sama tíma og bréf HP lækk- uðu um 5%. Reiknað er með áfram- haldandi viðræðum um kaupin í dag. Hewlett Packard með yfirtökutilboð í EDS ÍSLENSKU bankarnir koma inn úr kuldanum, segir í fyrirsögn á frétt Financial Times um helgina, þar sem blaðamaðurinn David Ibison fjallar um uppgjör Kaupþings, Landsbankans, Glitnis og Straums eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þar segir að bankarnir hafi á fyrstu mánuðum ársins ekki farið varhluta af óróanum á al- þjóðamörkuðum. Þrátt fyrir orð- róm um áhlaup á bankana og meintar árásir vogunarsjóða hafi þeim með uppgjörum sínum tekist að sýna gagnrýnendum að allt tal um hrun í bankakerfinu hafi ekki átt við rök að styðjast. Uppgjörin á síðustu vikum hafi verið það góð að sennilega sé mesti „bankastorm- urinn“ að baki. Miðað við al- þjóðlega viðmiðun hafi íslensku bankarnir sýnt með uppgjörum sínum trausta stöðu og þeir séu vel fjármagnaðir. Rekstur þeirra sé mun hefðbundnari en orðspor þeirra gefi til kynna. Í frétt Financial Times er greint frá helstu niðurstöðum í uppgjör- anna bankanna, auk þess sem vitn- að er í nýlega skýrslu Seðlabank- ans um fjármálastöðugleika á Íslandi. Einnig er greint frá falli krónunnar og jákvæðum áhrifum hennar á fjárhag bankanna. Rætt er við sérfræðinga hjá matsfyr- irtækjunum Fitch Ratings og Standard & Poor’s, sem bæði benda á jákvæð uppgjör bankanna og um leið hve háðir þeir séu er- lendri fjármögnun. Þá er vitnað í sérfræðing á greiningardeild UBS, Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, og Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóra Landsbank- ans. Bankarnir inn úr kuldanum Morgunblaðið/ÞÖK Hlýja Íslensku bankarnir komnir úr kuldanum, segir Financial Times. Enn eykur Mur- doch hagnaðinn HAGNAÐUR fjölmiðlafyrirtækis Ruperts Murdochs, News Corp, á fyrsta fjórðungi þessa árs þrefald- aðist frá sama tímabili á síðasta ári. Nam hagnaðurinn um 2,7 milljörð- um dollara í ár, eða liðlega 200 millj- örðum íslenskra króna. Mest munaði um auknar auglýsingatekjur hjá Fox sjónvarpsstöðinni. Þá hafði einnig áhrif sala á hlut News Corp í sjón- varpsstöðinni DirecTV. Fram kemur á fréttavef BBC- fréttastofunnar að tekjur af dag- blaðahluta News Corp hafi aukist um 38% á milli ára í kjölfar kaup- anna á Dow Jones-fréttaveitunni, móðurfélagi bandaríska viðskipta- blaðsins Wall Street Journal, í des- ember síðastliðnum. Meðal annarra fyrirtækja í eigu News Corp má nefna MySpace og Twentieth Cent- ury Fox. Þá spurðist það út um helgina að News Corp. hefði óvænt hætt við yf- irtökutilboð í dagblaðið Newsday sem er gefið út á Long Island í New York ríki í Bandaríkjunum. News Corp. bauð um 580 milljónir dollara í Newsday, sem er eitt stærsta dag- blað Bandaríkjanna. Auk Wall Street Journal gefur Murdoch einn- ig út New York Post í samnefndri borg. Eigandi Cablevision Systems er sagður hreppa hnossið hjá Newsday með um 650 milljón dollara tilboði í blaðið síðan í gær. ekki ráð fyrir því að heimsmark- aðsverð á hveiti lækki til muna vegna slakrar maísuppskeru í Bandaríkjunum á tímabilinu. Er í spánni jafnvel gert ráð fyrir því að maísuppskeran verði helmingi minni en í fyrra og vegna þessa muni bændur nota hveiti í auknum mæli sem gripafóður og það muni setja ákveðið gólf á hveitiverð. Þá er í spánni gert ráð fyrir aukinni hrísgrjónaframleiðslu í heiminum, sem ætti að leiða til lækkandi hrísgrjónaverðs. ÚTLIT er fyrir að hveitifram- leiðsla í heiminum muni aukast til muna á þessu og næsta ári, sam- kvæmt spá bandaríska landbún- aðarráðuneytisins. Er í henni gert ráð fyrir því að hveitiframleiðsla aukist um 8% í Bandaríkjunum, um 25% í Kanada og nær tvöfaldist í Ástralíu, en hafa verður í huga að upp- skerubrestur varð þar í landi í fyrra. Þrátt fyrir þessa ætluðu fram- leiðsluaukningu gerir ráðuneytið Spá góðri kornupp- skeru í heiminum Reuters ● ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta framkvæmdum Toyota við nýja sam- setningarverksmiðju japanska bíla- risans í Blue Springs í Mississippi- ríki í Bandaríkjunum. Ástæðan er sögð efnahagslægðin þar í landi sem og horfur á lélegri sölu á Toyota bílum í Bandaríkjunum en áður. Að sögn Mitsuo Kinoshita, að- stoðarforstjóra Toyota, átti verk- smiðjan að taka til starfa í lok næsta árs eða í byrjun árs 2010. Nú er útlit fyrir frestun upp á tæpt ár, eins og staðan er í dag hjá Toyota. Toyota frestar fram- kvæmdum í vestrinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.