Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ALLS skrifuðu 249 manns undir at- hugasemd við deiliskipulagsstillögu vegna reitsins við Undirhlíð-Miðholt sem afhent var bæjaryfirvöldum fyr- ir helgi. Um 250 skrifuðu undir aðra athugasemd á netinu, þar sem fyr- irhugaðri byggingu háhýsa á svæð- inu er mótmælt. Forráðamenn samtakanna Öll lífs- ins gæði?, sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni, eru ekki á móti því að byggt verði á umræddu svæði en afar ósáttir við að þar rísi háhýsi. „Deiliskipulag hverfa hefur varanleg og sýnileg áhrif á heildarásýnd Ak- ureyrarbæjar. Það gildir bæði um deiliskipulag nýrra hverfa og deili- skipulag sem snýr að þéttingu byggðar í grónum hverfum. Það varðar því alla Akureyringa hvernig til tekst með deiliskipulag óbyggðra reita á Akureyri,“ segir m.a. í text- anum sem mótmælendur skrifuðu undir. Þar er lagst gegn því atriði í deiliskipulagstillögunni fyrir Undir- hlíð-Miðholt sem gerir ráð fyrir að byggð verði tvö sjö hæða fjölbýlishús á svæðinu. Tekið er fram að í aðalskipulagi sé gert ráð reitnum sem byggingar- svæði og bent á marga aðra mögu- leika við þéttingu byggðar á svæðinu sem falla vel að umhverfi og götu- mynd, s.s. raðhús, smærri fjölbýli í samsvarandi hæð og byggingar í kring, einbýlishús og parhús. „Ef ekki er talið mögulegt að byggja slík hús á reitnum af tæknilegum og/eða hagkvæmnisástæðum réttlætir slíkt ekki að reist verði í staðinn háhýsi, þau falla einfaldlega ekki inn í um- hverfið og götumyndina.“ Fimm hundruð mótmæla háhýsum við Undirhlíð Í HNOTSKURN »Í nágrenni svæðisins þar semháhýsin rísa ef til vill er lág- reist byggð og segja mótmæl- endur að háhýsi stríði gegn markmiðum í gildandi að- alskipulagi þar sem segir um hönnun nýbygginga: „Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt um- hverfi, verndi landslagið og taki tillit til þess og falli vel inn í um- hverfi og götumynd.“ SÝNING á verkum nokkurra fatl- aðra listamanna á Akureyri hefur verið opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri og er hluti af hátíðinni List án landamæra. Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennari segir þetta litríkan hóp fólks með einstaka hæfileika þrátt fyrir fötl- un. „Myndlistarstofan er okkar til- raunastofa,“ segir hún meðal ann- ars. „List án landamæra minnir okkur á að meðal fatlaðra eru líka listamenn sem hingað til hafa ekki átt greiðan aðgang að við- urkenndum sýningarsölum. En okkur langar að breyta viðhorfinu, fá ólíka hópa fólks til að vinna sam- an; unga, gamla, halta, blinda, svarta og hvíta. Við viljum að fatl- aðir verði sýnilegri í okkar sam- félagi og njóti þeirrar virðingar sem þeir eiga sannarlega skilið. Við megum ekki gleyma því að list fatl- aðra er jafn merkileg og önnur list og þar af leiðandi ríkur þáttur í menningu okkar.“ Við viljum breyta viðhorfinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skemmtilegt Ungur áhorfandi skoðar verk við opnun sýningarinnar í Amtsbókasafninu ásamt móður sinni. Fornminjar og frumbyggjalist á sýningu fatlaðra í Amtsbókasafninu AKUREYRSKUM ungmennum bjóðast ýmis skemmtileg tækifæri og nú í sumar geta þau til að mynda farið á dönskunámskeið til Danmerkur eða vinabæjarmót ung- menna í Svíþjóð. Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, í samstarfi við Skóladeild Akureyrarbæjar og Europahøjskol- en í Danmörku, hafa staðið fyrir vel lukkuðum tungumálanámskeiðum fyrir íslenska grunnskólanema (7.- 10. bekk) undanfarin fjögur ár, það er haldið í júní – farið frá Íslandi 8. júní og komið heim 22. júní. Fram kemur á heimasíðu Akur- eyrarbæjar að í boði eru 18 pláss fyrir nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla. „Kennsla fer fram í skólastofu í fjórar kennslustundir fyrir hádegi og eftir hádegi er kennt að mestu leyti utandyra í stórbrotnu umhverfi skólans og verður boðið upp á eitt og annað spennandi fyrir unga fólkið. 117 ís- lenskir nemendur hafa tekið þátt í þessum námskeiðum og hefur al- menn ánægja verið með námsdvöl- ina. Heimasíður námskeiðanna 2006 og 2007 eru aðgengilegar á heima- síðu Norrænu upplýsingaskrifstof- unnar www.akmennt.is/nu.“ Skráning er hafin á næsta nám- skeið sem haldið verður 8.-22. júní og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband sem allra fyrst með tölvupósti til mariajons@akureyri.is eða í síma 462 7000. Dagana 4. til 9. ágúst verður haldið vinabæjamót í Västerås í Svíþjóð. Aðrir norrænir vinabæir Akureyrar eru Álasund í Noregi, Randers í Danmörku og Lahti í Finnlandi. Til mótsins er boðið ungu fólki á aldrinum 16-20 ára, 16 fulltrúum frá hverju landi. Sérstak- lega er leitað að fólki sem hefur tekið þátt í skapandi verkefnum og tómstundastarfi af einhverju tagi. Unnið verður í fjórum smiðjum: Frásagnarlist, sirkussmiðju, tónlist- arsmiðju og dans- og hreyfismiðju. Engin krafa um sérstaka kunnáttu, allir geta verið með. Ungmenni til Dan- merkur og Svíþjóðar Eftir Atla Vigfússon Tjörnes | „Ég myndi vilja minnast landnámsmannsins Mána með ein- hverjum hætti en ég veit ekki al- veg ennþá hvernig ég ætla að gera það“. Þetta segir Aðalgeir Egilsson sem hefur lagt mikla vinnu í að stækka Minjasafnið á Mánárbakka og hefur verið að undirbúa sumaropnunina að und- anförnu en safnið opnar 1. júní nk. Verið er að byggja þriðju burst- ina á annað safnhúsið og eykst við það sýningarplássið á staðnum og verður nýi hlutinn kallaður Mánastofa. Aðalgeir hefur verið mikið í því sjálfur að fást við smíðarnar og hefur haft af því mikla ánægju. Minjasafnið á Mánárbakka á sér þegar nokkra sögu og liðið er á annan áratug síðan það var opn- að. Þar er heilt heimili frá fyrri tíð sem margir hafa gaman af að skoða og hafa húsráðendur verið óþreytandi að fræða fólk um liðna tíð. Dýrmæt perla í safninu Það er fátt sem ekki finnst í Minjasafninu á Mánárbakka en Aðalgeir og kona hans, Elísabet Anna Bjarnadóttir, hófu snemma að safna gömlum munum sem til- heyrðu daglegu lífi fólks, bæði hvað varðar búskap og heim- ilishald. Þar gefur að líta nokkur smáhlutasöfn sem athyglisvert er að skoða og varpa ljósi á gamla daga. Meðal mjög merkilegra muna í safninu er sörvisperlan sem fannst þegar Aðalgeir og Elísabet stækkuðu íbúðarhúsið og er hún talin vera frá víkingatímanum. „Hver veit nema að kona Mána landnámsmanns hafi átt þessa perlu,“ segir Aðalgeir og brosir en mannvistarleifar frá upphafi byggðar hafa fundist þarna í jörðu og talið er að Máni og kona hans hafi búið á þessum stað. Perlur sem þessar hafa víða fundist, bæði hér á landi og í Nor- egi. Sumir perlusérfræðingar vilja halda því fram að þær hafi verið innfluttar allt austan frá Túrkest- an, verið eftirsóttar sem skart- gripir og líklega framleiddar á ní- undu öld. Póstkortin í uppáhaldi Auk þess að safna venjulegum munum hefur Aðalgeir safnað Minjasafnið á Mánárbakka stækkar við sig Morgunblaðið/Atli Mánadís Aðalgeir Egilsson fæst við útskurð og er hér hjá Mánadísi sem hann skar út í rekaviðartré. Í HNOTSKURN »Árið 1994 var gamalt hús,Þórshamar, flutt frá Húsavík til Mánárbakka og hýsti það allt safnið fyrst um sinn. » Í júní 2004 opnuðu þau Að-algeir og Elísabet annað hús sem nefnt hefur verið Lækjar- bakki sem er nú með þremur burstum eftir stækkun. Nýjasti hlutinn í Lækjarbakka verður nefndur Mánastofa. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.