Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Run-ólfsson fæddist á Hömrum í Hraun- hreppi 19. ágúst 1914. Hann lést 3. maí 2008 á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Foreldrar hans voru Runólfur Jónsson bóndi, f. 17. apríl 1881, d. 30. apríl 1969, og Karítas Sigurðardóttir, f. 20. nóvember 1878, d. 13. október 1970. Sigurður var einbirni. Hann hóf nám í mjólkurfræði árið 1935. Lærði á Dalum landbrugs– og Mej- eriskole, Danmörku og lauk námi 1939. Hann vann við mjólkuriðnað og mjólkurfræðistörf ásamt því að vera einn af stofnfélögum MFFÍ. Hann var fyrsti formaður félags- ins sem var stofnað 4. febrúar 1946. Hann sat í stjórn nær óslitið í 35 ár og var oftast formaður. Hann var gerður að heiðursfélaga á 40 ára afmælisfagnaði félagsins 1. mars 1986. Hann lauk starfsferli sínum í desember 1984, þá 70 að aldri. Sigurður kvæntist 19. febr- 1992. Börn Benedikts frá fyrra hjónabandi: (a) Ágúst Már Grön- dal, f. 18. október 1985, unnusta Sigrún Kristjánsdóttir, f. 1. júlí 1985, barn þeirra er Bjarni, f. 11. apríl 2007, (b) Anna Guðný Grön- dal, f. 24. nóvember 1988. B) Sif Ellen Halldórsdóttir Bohne, f. 6. apríl 1965, gift Daniel S. Bohne flugvirkja, f. 8. ágúst 1963, börn þeirra eru a) Daniel Bohne, f. 6. desember 1989 b) Tyler Brandon Bohne, f. 29. júní 1992, c) Corteney Morgan Bohne, f. 16. ágúst 1995 . Sigurður bjó fyrstu árin í vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjöl- skyldu sinni við Ránargötu 50. Fjölskyldan flutti í Hátún 31, Reykjavík, 1947 og bjó hann þar í 60 ár eða til 27. nóvember 2007 þegar hann flytur á hjúkr- unarheimilið Skjól í Reykjavík. Á árunum 1931–1939 æfði hann sund með KR og var formaður sund- nefndar 1934–1935. Hann á tvö Ís- landsmet í sjósundi skráð hjá ÍSÍ, fyrsta árið 1932 sem var 1000 m frjáls aðferð og árið 1933 sem var 1500m bringusund auk þess sem hann synti m.a til Viðeyjar. Sig- urður var hraustur fram á tíræð- isaldur og stundaði sund í Laug- ardalnum lengi framan af. Útför Sigurðar verður gerð frá Áskirkju í dag. kl. 13. úar 1939 Else Margr- ethe Rasmussen, f. 25.1. 1921, d. 11.6. 2002. Foreldrar hennar voru Nils og Marie Rassmussen. Börn þeirra eru 1) Runólfur, flug- vélstjóri, f. 7. maí 1939, kvæntur Þór- unni S. Skaptadóttur, f. 17. nóvember 1943, synir þeirra a) Skapti Þór, kennari, f. 8. júní 1970, b) Sig- urður Arnar, flug- maður, f. 6. júlí 1973, c) Frosti Jón, f. 27. janúar 1981. 2) Þórdís Marie, f. 2. maí 1942, gift Halldóri Hjalta- syni flugvirkja, f. 12. mars 1938, dætur þeirra eru A) Hrafnhildur hjúkrunarfræðingur, f. 16. janúar 1962, sambýlismaður Benedikt Gröndal tæknifræðingur, f. 2. október 1963, sonur þeirra er Sig- urður Andri Gröndal, f. 3. október 2007. Börn Hrafnhildar frá fyrra hjónabandi: a) Ragnar Þór Hilm- arsson rafvirki, f. 8. september 1986, b) Brynjar Hilmarsson raf- virki, f. 6. september 1988, c) Elsa Margrét Hilmarsdóttir, f. 15. júlí Elsku pabbi. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Með þökk fyrir allar ánægju- stundir sem við höfum átt í gegnum öll árin. Þín dóttir, Þórdís Sigurðardóttir. Nokkur fátækleg kveðjuorð til tengdaföður míns, Sigurðar Runólfs- sonar. Ég þekkti hann ekki vel, því miður. Hann var einn af þeim sem halda sínu fyrir sig, en alltaf traust- ur. Ungur flutti hann konu sína heim frá Danmörku til Íslands. Hann hafði verið í námi þar en hún átti þá von á þeirra fyrsta barni. Þetta var árið 1939 og heimsstyrj- öldin að bresta á í Evrópu. Honum hefur því þótt henni best borgið hér heima. Það hefur eflaust verið erfitt fyrir unga konu, 18 ára, að koma úr laufguðum skógum Langalands til Íslands eins og það var þá, en Sig- urður varð að verða eftir og koma síðar. Hann lagði allt í sölurnar til þess að konu hans og barni liði sem best. Hann hafði verið afburðamaður í íþróttum; Íslandsmeistari í sundi, en þetta lagði hann allt af til þess að sinna fjölskyldu sinni. Hann var ekki einn af þeim sem sinna boltanum og golfinu og láta allt annað lönd og leið. Sigurður barðist af hörku fyrir stétt- arfélag sitt, Mjólkurfræðingafélagið, og náði miklum árangri með baráttu sinni sem öðrum hefði ekki tekist. Ég hefði viljað kynnast honum betur en hann bar hvorki á torg sorgir sínar né gleði. Hins vegar veit ég að hvað svo sem af erfiðleikum ég og mín fjölskylda hefðum lent í hefð- um við fengið styrk frá honum. Hann var minn Bjartur í Sumarhúsum. Þórunn Skaptadóttir. Elsku besti afi minn, þá er loksins komið að kveðjustund. Mig langar í fáum orðum til að minnast þín um leið og ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Ég horfði á þig sem klett því það var svo mikil festa í kringum þig. Ef eitthvað bjátaði á hjá mér gat ég alltaf leitað til þín. Þú varst duglegur og ósérhlíf- inn en mest af öllu góð sál sem vildi alltaf gefa okkur eitthvað, smá nesti með heim, ávexti, súkkulaði eða nokkrar krónur til að kaupa ís, það var erfitt að fara frá þér tómhent. Það sem þú gafst umfram veraldleg- ar gjafir var þín notalega nærvera, gleði og jafnaðargeð. Ég gleymi aldrei þegar þú spilaðir fyrir okkur á munnhörpuna, þar kom gjarnan fram þinn glaðlegi karakter. Auðvit- að varstu með skoðanir á lífinu og til- verunni, við áttum margar slíkar umræður yfir kaffibolla í Hátúni. Þú varst soltið sérvitur og vildir gera hlutina eftir þínu höfði. Þrátt fyrir háan aldur varstu ern langt fram yfir 91 árs aldur og komst keyrandi til Hafnarfjarðar í bílnum þínum til að heimsækja okkur. Frá náttúrunnar hendi varstu hraustur og man ég ekki eftir að hafa séð þig veikan nema alveg undir það síðasta. Þú varst gjarnan með okkur um helgar og stóru stundirnar í lífi okkar hefðu orðið fátæklegri án þín, þú varst svo stór hluti af okkur. Það verður aldrei sagt annað en að þú hjúkraðir ömmu í hennar löngu veikindum hetjulega. Síðustu árin þín þegar þú þurftir á hjálp að halda var erfitt að fá að veita hana þar sem þú vildir ekki trufla aðra eða valda óþægindum. Þú varst sjálfstæður og kunnir ekki við að þiggja, oft eru okkar stærstu kostir okkar mestu gallar um leið. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt, þín verður sárt saknað. Megir þú hvíla í friði. Þín Hrafnhildur. Það er margt fólk sem reynist manni vel um ævina. En sumir reyn- ast manni afar vel og hafa afgerandi jákvæð áhrif á lífið. Heiðurshjónin Else og Sigurður Runólfsson tengdaforeldrar mínir eru í þeim góða hópi. Í dag kveð ég ástkæran tengdaföður minn, er lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli laugardaginn 3. maí. Mig langar að kveðja hann með þessu fallega ljóði sem best segir hug minn til þessa ágæta manns sem hefur reynzt mér svo vel um ævina. Fegurðin er frá barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Halldór Hjaltason. Kveðja frá Mjólkurfræðinga- félagi Íslands Látinn er í Reykjavík í hárri elli Sigurður Runólfsson mjólkurfræð- ingur. Sigurður var frumkvöðull að stofnun Mjólkurfræðingafélags Ís- lands og fyrsti formaður þess. Sigurður fæddist að Hömrum í Hraunhreppi, en foreldrar hans stunduðu búskap á jörðinni. Þegar hann var 6 ára gamall flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur og þar bjó Sigurður alla sína ævi, fyrir utan þrjú ár sem hann stundaði nám í Danmörku. Þegar Sigurður fer að vinna fyrir sér sem ungur maður á fjórða áratug síðustu aldar er krepp- an mikla í algleymingi og fátt um góð atvinnutækifæri. Hann sagði mér frá því þegar hann kornungur og vinnu- fús kom niður á hafnarbakkann í Reykjavík til þess að fá vinnu. Það var von á saltskipi með fullan farm og mikil vinna í 10 til 12 daga. Um 200 manns voru samankomnir á bryggjunni í rauðabíti. Verkstjór- arnir gengu milli manna og völdu úr þessum föngulega hópi. En Sigurður Sigurður Runólfsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI VÍÐIR HÁLFDÁNARSON, Álfaskeiði 104, Hafnarfirði, áður til heimilis á Eskifirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 14. mai kl 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Ágústa Garðarsdóttir, Jón Garðar Helgason, Elise Mathisen, Edda Dóra Helgadóttir, Ingvar Ingvarsson, Hálfdán Helgi Helgason, Elínborg Pálsdóttir og barnabörn. SENDUM MYNDALISTA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB CECIL JÚLÍUSSON, Löngufit 12, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 15.00. Guðný Sigurjónsdóttir, Sigmundur H. Jakobsson, Þórhildur Karlsdóttir, Jóhanna Jakobsdóttir, E. Jóhannes Einarsson, Dagbjört I. Jakobsdóttir, Pálmi Stefánsson, Áslaug Jakobsdóttir, Hafsteinn Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, ÓLAFUR BEINTEINSSON, síðast til heimilis í Hvassaleiti 58, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 2. maí. Útförin fer fram mánudaginn 19. maí í Fossvogskapellu kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindravinafélag Íslands. Sigurveig Hjaltested, Lárus H. Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, Ólafur B. Ólafsson, Dagný Elíasdóttir, Emilía Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, dóttir og systir, KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Stofnaður hefur verið reikningur fyrir syni hennar Ásgeir Arnar og Magnús Inga. Kt. 100879-5229, banki 1145-05-250053. Páll Ingi Stefánsson, Magnús Ingi Pálsson, Ásgeir Arnar Sigurðarson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Magnús P. Magnússon, Magnús E. Magnússon, Ásta Magnúsdóttir, Freyr Björgvinsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.