Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 01.06.2008, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Dönskukennari óskast Vegna orlofs er laust 75-100% starf við dönskukennslu næsta vetur. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanum að Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Ráðningartíminn er frá 1. ágúst nk. Launakjör eru skv. stofnanasamningi skólans og KÍ. Skólameistari eða aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 580 7600. Skólameistari. Á NÝAFSTÖÐNUM ársfundi Alþjóða ál- stofnunarinnar (International Aluminium Institute) í Suður-Afríku, hlaut Alcoa, móð- urfélag Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði, viður- kenningu fyrir besta frammistöðu álfyrir- tækja í öryggismálum árið 2006, að því er kemur fram á vefsíðu Alcoa Fjarðaráls. Fá slys – mikið öryggi Alþjóða álstofnunin er félagsskapur 25 ál- framleiðenda sem samtals framleiða yfir 80% þess áls sem framleitt er í heiminum. Stofn- unin fór yfir gögn um árangur álfyrirtækja í öryggismálum frá 18 námum, 35 súrálsverk- smiðjum og 102 álverum um allan heim. Viðurkenningar voru veittar á grunni upplýs- inga um heildarfjölda slysa, fjölda vinnu- stunda sem töpuðust vegna slysa, alvarleika slysa og hversu miklar framfarir urðu í öryggismálum frá árinu 2005. Þær verk- smiðjur sem best komu út úr því mati fóru í gegn um staðlað öryggismat og í framhaldinu sóttu fulltrúar stofnunarinnar þær heim til frekari úttektar. Auk þess að hljóta viður- kenningu fyrir besta frammistöðu í öryggis- málum innan iðnaðarins almennt, hlaut báxít- náma Alcoa í Pocos de Caldas í Brasilíu viðurkenningu fyrir besta frammistöðu í ör- yggismálum báxít-námu. Álver fyrirtækisins á sama stað hlaut viðurkenningu fyrir frammistöðuna í flokki álvera þar sem unnar hafa verið meira en 1,3 milljónir vinnu- stunda. Súrálsverksmiðja Alcoa í San Ciprian á Spáni hlaut einnig viðurkenningu í flokki verksmiðja þar sem unnar hafa verið meira en tvær milljónir vinnustunda. Öryggismál hafa ávallt forgang hjá Alcoa Fjarðaáli og allir starfsmenn fá ítarlega fræðslu í þeim efnum. Jafnframt er gætt að almennri heilsu starfsmanna. Þeir eiga meðal annars kost á velferðarþjónustu sem felur í sér ráðgjöf og aðstoð lækna, hjúkrunarfræð- inga, sálfræðinga og annarra sérfræðinga. Einnig er unnið að öflugum forvörnum innan fyrirtækisins. Alcoa Fjarðaál fékk viður- kenningu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Öryggi Öryggismál hafa ávallt haft forgang hjá Alcoa Fjarðaáli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.