Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 B 7 Íslenskukennsla í Winnipeg Vakin er athygli á að auglýst hefur verið laus til umsóknar staða kennara í íslensku við Manitobaháskóla í Kanada. Sjá auglýsingu á ensku: http://www.arnastofnun.is/english Ráðið verður í stöðuna til eins árs frá 1. ágúst eða 1. september nk. Kennaranum er ætlað að kenna íslenskt nútímamál. Kennsluskyldan er 18 tímar á viku. Umsækjendur skulu a.m.k. hafa lokið M.A.-prófi í íslensku eða sambærilegu prófi og hafa reynslu af kennslu á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk. Umsóknir með ferilskrá og fylgigögnum sendist til: Dr. Mark Joyal, Department of Classics, University of Manitoba, Winnipeg, MB, Canada, R3T 2M8. Dr. Mark Joyal veitir einnig frekari upplýsingar um starfið. Tölvufang hans er: m_joyal@umanitoba.ca Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Forstöðumaður kennslu og vísinda við Sjúkrahúsið á Akureyri Staða forstöðumanns deildar kennslu og vísinda er laus til umsóknar. Um er að ræða 75% starf sem heyrir undir framkvæmdastjóra lækninga næstu 4 árin. Staðan veitist frá 1. september 2008 eða eftir samkomulagi. Deild kennslu og vísinda er ætlað að sjá um skipulag, umsjón og eftirlit með öllu því sem lýtur að faglegum þáttum í móttöku nema, handleiðslu kandídata og framhaldsnema, símenntun, rannsóknum og þróun kennslu- og vísindastarfsemi. Auk þess að vista erlend samstarfsverkefni og sjá um samskipti við háskóla innlenda sem erlenda. Forstöðumanni deildarinnar er ætlað að samhæfa kennslu og þróa FSA sem kennslu- og háskólasjúkrahús. Krafist er prófs í heilbrigðisvísindum og reynslu af stjórnun og kennslu, æskilegt er að umsækjendur hafi framhaldsnám sem nýtist í starfi. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Ingvarsson framkvæmdastjóri lækninga í síma 463 0100. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2008. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar , á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sjúkrahússins eða http://www.fsa.is/, til starfs- mannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri eða á netfang starf@fsa.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við FSA er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. Vatnamælingar leita að sérfræðingi á sviði straumfræði til starfa við rannsóknir og gagnaúrvinnslu. Viðkomandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf þar sem unnið er að rannsóknum og mælingum á vatnafari. Starfið felst m.a. í: • Umsjón með gerð straumfræðilegra líkana til notkunar m.a. við gerð rennslislykla og mat á áhrifum íss á vatnshæðar- og rennslisgögn. • Gerð og gæðaeftirliti rennslislykla, m.a. vegna flóðaathugana og athugana á þurrðum, svo og við túlkun ístruflana. • Vatnafræðilegri líkangerð. • Úrvinnslu mæligagna og skýrslugerð. Sérfræðingnum er ætlað að taka þátt í að móta stefnu í rannsóknum og mælingum og vinna með sérfræðingum frá ýmsum sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfið krefst útivinnu við mælingar og mælikerfisrekstur. Hæfniskröfur: • Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun. • Fagleg vinnubrögð, áhugi og metnaður. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi. Vatnamælingar leita að sérfræðingi á sviði aurburðarrannsókna til starfa við rannsóknir og gagnaúrvinnslu. Viðkomandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf þar sem unnið er að rannsóknum og mælingum á aurburði í ám. Starfið felst m.a. í: • Mælingum á aurburði í íslenskum ám og úrvinnslu mæligagna. • Skýrslugerð um mælingar. • Umsjón með rannsóknum á aurburði. • Umsjón með gagnagrunnum um aurburð. Sérfræðingnum er ætlað að taka þátt í að móta stefnu í aurburðarmælingum og vinna með sérfræðingum frá ýmsum sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfið krefst útivinnu við mælingar. Hæfniskröfur: • Jarðfræðingur með framhaldsgráðu eða sambærileg menntun. • Fagleg vinnubrögð, áhugi og metnaður. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi. Vatnamælingar leita að sérfræðingi á sviði reksturs vatnafarsmælikerfa. Viðkomandi getur hafið störf strax. Í boði er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf þar sem unnið er að mælingum á vatnafari með nýjustu tækni. Viðkomandi mun taka þátt í að móta stefnu í mælingum og vinna með sérfræðingum frá ýmsum sviðum, bæði sjálfstætt og í hópum. Starfinu fylgir útivinna við mælingar og mælikerfisrekstur. Starfið felst m.a í: • Umsjón með rekstri, viðhaldi og uppbyggingu vatnshæðarmæla og mælikláfa. • Umsjón með mælingavinnu. • Umsjón með úrvinnslu og endurskoðun gagna, rennslislyklagerð og mati á áreiðanleika gagna, stuðla að faglegum vinnubrögðum. • Uppfærsla yfirlits um nauðsynlegar endurbætur á mælakerfinu á hverjum tíma og tillögugerð um nýjar mælingar eða mæliaðferðir, sem stuðla að auknu rekstraröryggi, öryggi starfsmanna og aukinni hagræðingu í rekstri kerfisins. • Fjareftirlit með vatnafari og tengdum umhverfisþáttum. • Eftirlit með innsetningu og meðhöndlun mæligagna. • Samstarf um aðrar mælingar á vatnafari og tengdum umhverfisþáttum. Hæfniskröfur: • Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun. • Fagleg vinnubrögð, áhugi og metnaður. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi. Við val á umsækjendum verður reynsla af rekstri mælikerfa talinn kostur. Hlutverk Vatnamælinga er að veita almenningi, fyrirtækjum og hinu opinbera áreiðanlegar upplýsingar um vatnafar og vatnsbúskap. Orkustofnun stefnir að því að auka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veita starfsmannastjóri Orkustofnunar, forstöðumaður Vatnamælinga og sviðsstjórar Vatnamælinga. Sími Orkustofnunar er 569 6000. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil berist starfsmannastjóra Orkustofnunar, netfang gd@os.is, eigi síðar en 9. júní 2008. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri Sérfræðingur á sviði aurburðarrannsókna Sérfræðingur á sviði straumfræði Sérfræðingur á sviði vatnamælinga 2 au pair í Edinborg Tvær fjölskyldur í Edinborg vantar au pair stúlkur í haust til barnagæslu og léttra heimilis- starfa til eins árs. Umsækjendur þurfa að vera ábyrgðarfullar, samviskusamar og umfram allt barngóðar, 18 ára eða eldri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir vinkonur að fara saman til Skot- lands. Hafið samband við Hrafnhildi í síma 0044 787 661 7201 eða með tölvupósti til habbypals@blueyonder.co.uk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.