Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 8

Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ F ó l k m e ð f ó l k i Okkur á Svæðiskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjvík vantar fólk til afleysinga í sumar. Hér gefast tækifæri til fjölbreyttra og innihaldsríkra starfa, sem felast í samstarfi og aðstoð við einstaklinga með fötlun, í daglegu lífi þeirra og störfum. Við leggjum áherslu á fagmennsku, góðan vinnuanda og sveigjanleika. Störf með fötluðu fólki geta breytt hugsanlega heimsynd þinni og lífssýn. Við leitum að fólki sem m.a. hefur: góða samskiptahæfni þjónustulund jákvæð viðhorf góða, almenna menntun Hjá SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun Nánari upplýsingar veita Guðný Anna Arnþórsdóttir, sími 533-1388, gudnya@ssr.is og Guðjón Jóhannsson, sími 533-1388, gudjonj@ssr.is Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni og á netinu, www.ssr.is Umsóknir berist á SSR, Síðumúla 39, merktar „sumarafleysing“ fyrir 10. júní 2008 Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár Verkefnisstjóri Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða verk- efnisstjóra til starfa vegna móttöku flóttafólks á Akranesi. Um er að ræða 100% stöðu til eins árs. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við það skemmtilega en jafnframt krefjandi verkefni að undirbúa og sinna móttöku flóttamanna sem væntanlegir eru á Akranes í haust. Um er að ræða 25-30 manna hóp kvenna og barna frá Palestínu. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun sem nýtist í starfi.  Þekking eða reynsla af málefnum flóttamanna æskileg.  Góð tungumálakunnátta.  Góð samstarfs- og samskiptahæfni.  Reynsla af fjármálastjórnun.  Sjálfstæð vinnubrögð.  Búseta á Akranesi æskileg. Umsóknir óskast sendar á Bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholt 16-18, 300 Akranes. Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Upplýsingar veitir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar í síma 433 1000. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Dómhildur Árnadóttir í síma 4215400 eða á netfangið domhildur@samkaup.is. Umsóknarfrestur er til 9. júní og umsóknir berist á sama netfang. Verslunarstjóri Starfssvið: Ábyrgð á rekstri verslunarinnar Dagleg stjórnun og starfsmannahald Samskipti við viðskiptavini Birgðahald og önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum skilyrði Frumkvæði og metnaður í starfi Góð framkoma og rík þjónustulund Reynsla af stjórnun og rekstri. Nettó opnar nýja og glæsilega verslun í Hverafold Nettó óskar eftir að ráða verslunarstjóra til að stýra nýrri verslun á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 SPÁ hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir harðri lendingu en reiknar þó með því að í ár verði áfram ágætis hag- vöxtur, að því er kemur fram á vef- síðu samtakanna. Í fréttatilkynningu samtakanna segir að hagkerfið muni síðan leita nýs jafnvægis þar sem krónan er veik, vaxtastig hátt og verðbólga mikil. „Verðbólgan mældist tæp 12% í apríl og horfur eru á að hún aukist ennfrekar þegar líður á árið. Hún hjaðnar nokkuð undir lok ársins en verður þó mikil út spátímabilið. Eftir mjög gott atvinnuástand síð- astliðin ár eru nú blikur á lofti og má búast við að atvinnuleysi vaxi hratt með haustinu.“ Helstu niðurstöður hagspár Snörp aðlögun hagkerfisins er framundan og tveggja ára sam- dráttur hefur verið í landsfram- leiðslu, segir í tilkynningunni. „Heimilin munu draga úr neyslu á næstu þremur árum. Ástæður eru minnkandi kaupmáttur, vax- andi greiðslubyrði lána og versn- andi aðgengi að lánsfé. Fjárfestingar dragast saman á næstu árum. Mestur verður sam- drátturinn í fjárfestingum atvinnu- veganna en einnig dregur verulega úr fjárfestingum í íbúðarhúsnæði. Fjárfestingar á vegum hins opin- bera aukast hins vegar, einkum á yfirstandandi ári.“ Þá telur ASÍ að innflutningur muni dragast saman á spátímanum samhliða minnkandi einkaneyslu og fjárfestingum. Útflutningur muni aftur á móti aukast á tíma- bilinu, vegna aukins álútflutnings. Á tímanum minnki viðskiptahallinn heldur en verði þó áfram mikill. Eftir mjög gott atvinnuástand síðastliðin ár eru nú blikur á lofti og má búast við að atvinnuleysi vaxi hratt með haustinu, segir í spá hagdeildar ASÍ. „Dregið hefur úr fjölgun starfa og víða hefur verið tilkynnt um uppsagnir. Enn eru ekki komin fram nein skýr merki um að er- lendum starfsmönnum muni fækka. Útlit er fyrir að forsendur ný- gerðra kjarasamninga muni bresta þegar kemur að endurskoðun í febrúar á næsta ári. Líkur eru á að kaupmáttur launa og ráðstöfunar- tekna dragist saman á næstu ár- um.“ „Þrátt fyrir mikið peningalegt aðhald síðustu misserin eru stýri- vextir Seðlabankans nú fyrst farnir að bíta. Ástæðan er þrengra að- gengi að erlendu lánsfé. Gera má ráð fyrir að stýrivextir verði áfram háir,“ segir m.a. í spá hagdeildar ASÍ. ASÍ spáir harðri lendingu Morgunblaðið/Frikki Ill spá Spá hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir harðri lendingu hagkerfisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.