Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ DEILDARSTJÓRI SÝNINGADEILDAR Laus er til umsóknar staða deildarstjóra sýningadeildar Listasafns Íslands. Um er að ræða fullt stöðugildi og eru launakjör skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Sýningadeild ber ábyrgð á framkvæmd allra sýninga á vegum safnsins, innan þess sem utan. Deildarstjóri sýningadeildar annast stjórn verkefna og hefur umsjón með verkferlum er lúta að sýningum, þ.á.m. kostnaðaráætlun. Starf deildarstjóra kallar á frumkvæði, sjálfstæði í starfi og stjórnunarhæfileika, lipurð í mannlegum samskiptum auk kunnáttu til að skipuleggja og skapa stórar og smáar sýningar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í listfræði og reynslu af skipulagningu og uppsetningu sýninga. Skriflegar umsóknir, ásamt lýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Listasafni Íslands til og með 20. júní 2008, merktar Deildarstjóri sýningadeildar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með 1. sept. næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri í síma 515 9600 eða halldorbjorn@listasafn.is. Blönduósbær Grunnskólakennarar Kennara vantar til starfa við Grunnskólann á Blönduósi næsta haust. Um er að ræða u.þ.b. 50% stöður bæði í heimilisfræði og tónmennt. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að þróa samkennslu ólíkra aldurshópa í list- og verkgreinum. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til að kenna í grunnskóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í skóla með einstaklingsmiðaðar áherslur. Góðir skipulags-, samskipta- og samvinnu- hæfileikar eru skilyrði. Frekari upplýsingar má finna á vef skólans http://www.blonduskoli.is og hjá Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra thorhalla@blonduskoli.is eða Sigríði Bjarney Aadnegard aðstoðarskóla- stjóri, sigridurb@blonduskoli.is, í síma 452 4147. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. og skal umsóknum skilað með ferilskrá til skólastjóra. Nánari upplýsingar eru á www.norden.org Umsóknarfrestur er til 9. júní 2008 Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar auglýsir eftir launafulltrúa í starfsmanna-, fjármála-, upplýsinga- og þjónustudeild Store Strandstræde 18, DK-1255 København K sími:+ 45 33 96 02 49 Auglýsingastjórn/ vefumsjón Læknablaðið óskar eftir aðila í 50% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 15. júní. Vinnan felst í auglýsingaöflun, vefumsjón og almennum verkefnum ritara. Vinsamlegast sendið umsóknir um starfið til blaðsins ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 5. júní nk. vedis@lis.is Læknablaðið, v/ starfsumsóknar, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. www.kaffitar.is Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Megin áhersla Kaffitárs er að gera vel við bændur sem og viðskiptavini sína – og gera alltaf betur. Grundvöllur þess er vitanlega ástríða okkar að finna og framleiða hið allra besta úrvalskaffi og leyfa öðrum að njóta þess. Verslunarstjóri: Óskum eftir að ráða til starfa verslunarstjóra á kaffihús okkar í Þjóðminjasafni Íslands. Starfið felst í ábyrgð og umsjón með daglegum rekstri. Sölu og framreiðslu á kaffidrykkjum og meðlæti. Sölu á úrvalskaffi, kaffivörum og öðru vöruframboði. Innkaup á vörum fyrir staðinn og umsjón með starfsmannahaldi. Hæfniskröfur: Við leitum að áreiðanlegum, skipulögðum og jákvæðum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Metnaður, áhugi og þjónustulund eru skilyrði. Umsóknum má skila með tölvupósti á marta@kaffitar.is. Frekari upplýsingar í síma 696-8832. -leggur heiminn að vörum þér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.