Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 B 11 Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýs- ingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í. Laus er til umsóknar staða iðjuþjálfa hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Helstu áherslur í starfi eru einstaklingsmiðuð þjónusta, þverfaglegt samstarf og aðstoð inn á heimilum í Vestur- bæ. Lögð er áhersla á hugmyndafræði valdeflingar og þátttöku íbúa. Helstu verkefni: • Efla og viðhalda færni einstaklingsins. • Að stuðla að jafnvægi í daglegu lífi, þannig að einstaklingurinn geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og verið ábyrgur og virkur í þjóðfélaginu. • Tengja einstaklinginn umhverfi sínu. • Almenn ráðgjöf til einstaklinga og samvinna við fjölskyldur. • Þátttaka í skapandi forvarnarstarfi í hverfinu. • Endurmat um heimaþjónustu. • Ráðgjöf og handleiðsla til samstarfsmanna. • Þróunarvinna í stuðnings- og heimaþjónustu (Ráðgjöfin heim t.d.). • Þverfaglegt starf á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Hæfniskröfur: • Iðjuþjálfamenntun áskilin. • Þekking og reynsla í vinnslu með einstaklinga æskileg. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfileikar. • Áhugi á þróun þverfaglegs starfs innan þjónustumiðstöðvarinnar. • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi. • Almenn tölvukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar býður upp á: • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki. • Handleiðslu. • Sveigjanlegan vinnutíma. Um er að ræða 100% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands. Nánari upplýsingar veitir Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar í síma 411 1700, netfang: oskar.dyrmundur.olafsson@reykjavik.is og Sigþrúður E. Arnardóttir, deildarstjóri Vesturgarðs hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar í síma 411 1700, netfang: sigthrudur.erla.arnardottir@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf fyrir 14. júní nk. Velferðarsvið Iðjuþjálfi Sölumaður Bender ehf leitar að sjálfstæðum og skipu- lögðum sölumanni í fjölbreytt og krefjandi sölustarf. Hæfniskröfur og starfssvið:  Reynsla af sölustarfi  Frumkvæði, þjónustulund og góð mannleg samskipti  Góð tungumálakunnátta  Góð tölvukunnátta  Samskipti og eftirfylgni við viðskiptavini Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælum sendist á: box@mbl.is merktar: ,,Bender ehf - sölumaður” fyrir 6. júní. Háskóli Íslands leitar eftir lektorum við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Starf lektors á sviði rafeindatækni Við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf lektors á sviði rafeindatækni. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir á fagsviðinu. Það krefst frumkvæðis í áframhaldandi uppbyggingu meistara- og doktorsnáms í tengslum við rannsóknir, sem stenst samanburð við það besta sem völ er á. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í rafmagns- og/eða tölvuverkfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi stundað rannsóknir og hönnun á rafeindarásum. Auk þess er krafist góðrar samstarfshæfni. Starf lektors á sviði merkjafræði Við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf lektors á sviði hagnýtrar merkjafræði með áherslu á lífverkfræði. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir á fagsviðinu. Það krefst frumkvæðis í áframhaldandi uppbyggingu meistara- og doktorsnáms í tengslum við rannsóknir, sem stenst samanburð við það besta sem völ er á. Krafist er doktorsprófs í rafmagns- og/eða tölvuverkfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af rannsóknum á sviði hagnýtrar merkjafræði með áherslu á lífverkfræði. Auk þess er krafist góðrar samstarfshæfni. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglna um Háskóla Íslands nr. 458/2000. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst nk. Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is/ Fræðslustjóri Laus er til umsóknar staða fræðslustjóra í Skagafirði til eins árs vegna námsleyfis. Tilvalið starf fyrir aðila sem hefur sérfræði- þekkingu á þessu sviði og langar til að prófa að búa og starfa utan stórhöfuðborgarsvæð- isins án þess að binda sig í langan tíma. Í Skagafirði býr gott fólk og hér er mikil gróska um þessar mundir. Okkur vantar fleira gott fólk til að taka þátt í uppbygging- unni með okkur. Mikil áhersla er m.a. lögð á eflingu fræðslustarfs. Helstu verkefni og ábyrgð fræðslustjóra:  Fræðslustjóri er einn af yfirstjórnendum Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga og situr í stjórnunarteymi hennar.  Fræðslustjóri situr fundi fræðslunefndar og sér um að ákvarðanir nefndarinnar komist til framkvæmda.  Fræðslustjóri kemur að undirbúningi stefnumótunar og almennrar áætlana- gerðar í fræðslumálum.  Fræðslustjóri hefur með höndum daglega stjórnun þeirra verkefna sem undir hans starfssvið heyra.  Fræðslustjóri hefur eftirlit með að fram- fylgt sé lögum sem gilda um grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.  Fræðslustjóri vinnur að gerð fjárhags- áætlana fyrir sviðið í samráði við fjármálastjóra og skólastjórnendur. Fræðslustjóri hefur eftirlit með rekstri grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla og stofnunum þeim tengdum.  Fræðslustjóri mun, auk ofangreindra verk- efna, verða tengiliður sveitarfélagsins við alla fræðslustarfsemi á starfsvæðinu og sinna, í umboði fræðslunefndar, aðkomu sveitarfélagsins að þróun og uppbygg- ingu í þeim málaflokki á öllum skólastigum. Menntun og hæfniskröfur:  Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Nám/viðbótarnám á sviði stjórnunar æskilegt.  Skipulags- og stjórnunarhæfileikar. Stjórnunarreynsla æskileg.  Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.  Lipurð í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri í síma 455-6000. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasam- bands Íslands. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sveitar- félagsins Skagafjarðar í Ráðhúsinu, 550 Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.