Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 B 13 Sérfræðingur á deild náttúruverndar Meginstarfssvið sérfræðingsins eru umsagnir vegna skipulagsáætlana, mats á umhverfisáhrifum, umhverfismats áætlana auk annarra umsagna sem tengjast lögbundnu hlutverki stofnunarinnar. Sérfræðingurinn mun starfa í verkefnateymi Umhverfisstofnunar um framangreinda starfsþætti. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: Háskólamenntun á sviði náttúruvísinda, t.d. líffræði, landfræði, jarðfræði eða umhverfisfræði Þekking og/eða reynsla á starfssviðinu Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri náttúruverndar. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðríður Þorvarðar- dóttir deildarstjóri og Hjalti J. Guðmundsson sviðsstjóri, sími 591 2000. Sérfræðingur á deild hollustuverndar Sérfræðingurinn mun vinna að verkefnum er varða förgun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og eru á verksviði Umhverfisstofnunar. Í þeim felst m.a. vinna við stefnumótun og áætlanagerð, öflun og úrvinnsla gagna, gerð fræðslu- efnis, starfsleyfa og eftirlit. Sérfræðingurinn mun starfa í verkefnateymi stofnunarinnar um framangreinda starfsþætti. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða raunvísinda. Framhaldsmenntun æskileg Þekking og/eða reynsla af umhverfismálum og opinberri stjórnsýslu Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri hollustuverndar. Nánari upplýsingar um starfið veita Elín G. Guðmundsdóttir deildarstjóri og Gunnlaug Einarsdóttir sviðsstjóri, sími 591 2000. Lögfræðingur á sviði laga- og stjórnsýslu Meginstarfssvið lögfræðingsins verður undirbúningur stjórnvaldsákvarðana, gerð tillagna tengdum löggjöf Evrópusambandsins, undirbúningur reglugerða, umsagnir um þingmál, umsagnir um stjórnsýslukærur auk leiðbein- inga og ráðgjafar um önnur lögfræðileg málefni á verkefna- sviði stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir nánu samstarfi við önnur svið stofnunarinnar en starfið felur einnig í sér samskipti við ráðuneyti, hliðsett stjórnvöld, stjórnvöld á sveitarstjórnarstigi og eftir atvikum alþjóðastofnanir. Sviðið ber ábyrgð á eftirliti með lögfræði- og stjórnsýsluþáttum innan stofnunarinnar. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: Kandídatspróf eða meistarapróf í lögfræði Þekking á stjórnsýslurétti, umhverfisrétti og Evrópurétti Reynsla af opinberri stjórnsýslu Þverfagleg þekking á umhverfismálum Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls Næsti yfirmaður sérfræðingsins er sviðsstjóri sviðs laga og stjórnsýslu. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigrún Valgarðsdóttir starfsmannastjóri og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri, sími 591 9100. Við val á umsækjendum um ofangreind störf verða eftirfarandi kröfur um hæfni hafðar til viðmiðunar: Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi Er skipulagður og með ríka þjónustulund Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir um störfin skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 9. júní 2008. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.ust.is Umhverfisstofnun auglýsir starf lögfræðings og störf tveggja sérfræðinga laus til umsóknar. Í boði eru störf með margvíslegum þróunarmöguleikum hjá nýlega endurskipulagðri stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími: 591-2000 Fax: 591-2020 Veffang: www.ust.is Netfang: ust@ust.is Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman. Hjúkrunarforstjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekka óskar að ráða hjúkrunarforstjóra frá og með 1. ágúst 2008. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilskrá, afriti af prófskírteinum og leyfisbréfum berist til: Hornbrekku, Ólafsfirði, b.t. forstöðumanns, v/ Ólafsfjarðarveg, 625 Fjallabyggð. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2008. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Guðlaugsson, forstöðumaður í síma 466-4050 eða runar@hgolafsfjardar.is Hjúkrunardeildarstjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra á barnadeild. Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu. Staðan er laus frá 1. sept- ember 2008 eða eftir nánara samkomulagi. Hjúkrunardeildarstjóri ber fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun á deildinni. Hæfniskröfur eru próf frá viðurkenndri stofnun hjúkrunarmenntunar. Æskileg er reynsla í stjórnun og rekstri og/eða nám í stjórnun og rekstri. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- ráðherra. Nánari upplýsingar gefur Ólína Torfadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 463 0271 eða netfang: olina@fsa.is og Elma Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í síma 463 0163 eða netfang elmari@fsa.is Umsóknarfrestur um ofannefnda stöðu er til og með 16. júní nk. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sjúkrahússins eða http://www.fsa.is/, til starfs- mannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri eða á netfang starf@fsa.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við FSA er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. Vilt þú vera búinn að vinna klukkan þrjú? Heitt og Kalt leitar að starfsfólki í eldhús Vinnutími frá 8 til 3 á daginn. Starfið felur með- al annars í sér létta matreiðslu og almenn störf í eldhúsi. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Upplýsingar gefur Guðmundur Fannar í síma 695 7960. Ung pige søges til livlig familie i Danmark start d. 1. august. Send venligst en email til akh@herlufsholm.dk, for at høre mere om jobbet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.