Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.2008, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ          V I L T U S T U Ð L A A Ð F R A M F Ö R U M Á Í S L A N D I ? Samtök atvinnulífsins (SA) leita að ungu fólki í námi sem vill leggja sitt af mörkum við að auka samkeppnishæfni lands og þjóðar. Ef þú býrð yfir hugmynd sem getur bætt hag Íslendinga eða vilt greina sóknarfæri á sviði atvinnumála, efnahagsmála, vinnumarkaðsmála eða velferðarmála, þá viljum við heyra í þér. Fyrir réttu verkefnin eru í boði styrkir og hugsanlega vinnu- aðstaða í Húsi atvinnulífsins ásamt samstarfi við starfsmenn SA. Framsýnir og áhugasamir skili inn hugmynd ásamt nánari upplýsingum á einu A4 blaði til SA fyrir 7. júní næstkomandi. Samtök atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík – www.sa.is Nánari upplýsingar veitir Hörður Vilberg hjá SA í síma 591-0005. Gerðaskóli Garðbraut 90, 250 Garði www.gerdaskoli.is, gerdaskoli@gerdaskoli.is Starfsmenn Eftirfarandi starfsmenn vantar til starfa skólaárið 2008-2009.  Deildarstjóra, stjórnunarhlutfall 50%  Kennara til stærðfræðikennslu, almennrar kennslu og umsjónar á eldra stigi  Tónmenntakennara 70% staða  Þroskaþjálfa 50% staða  Stuðningsfulltrúa 50% staða Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 422 7020. Gerðaskóli er annar elsti grunnskóli landsins og byggir á gömlum grunni en horfir þó stöðugt til framtíðar. Mikil fjölgun nemenda hefur orðið á undanförnum árum og búist er við enn frekari fjölgun á kom- andi árum. Sveitarfélagið Garður hefur gefið út metnaðarfulla skólastefnu sem gerð var í samráði við íbúana og í undirbúningi er stækkun skólans. Í Garðinum njóta íbúarnir þess að búa í dreifbýli en jafnframt kosta þéttbýlisins vegna nálægðarinnar við höfuðborgarsvæðið. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýs- ingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í. • Langar þig að leita nýrra leiða í skólastarfi? • Hefur þú áhuga á lausnamiðaðri nemendavernd? Við leitum að metnaðarfullum kennara í 100% stöðu sem er tilbúinn til að þróa og móta nýtt verkefni. Skólaselið í Keilufelli hóf starfsemi sína í byrjun febrúar 2008 og er samstarfsverkefni Menntasviðs, Velferðarsviðs og ÍTR. Skólaselið er tímabundið úrræði fyrir nemendur utan heimaskóla og starfar í tengslum við grunnskólana í Árbæ og Breiðholti. Menntunar og Hæfniskröfur: • Kennsluréttindi • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og samstarfsvilji • Góðir skipulagshæfileikar Frekari upplýsingar um starfið Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 22. júní nk. Umsækjandi getur skilað inn umsókn á Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, 109 - Reykjavík, rafrænt á netfang Margrétar eða sótt um á heimasíðu Reykjavíkurborgar http://www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar um starfið veitir: Margrét Sæberg deildarstjóri Skólaselsins í síma 661 8220 eða með því að senda fyrirspurn á margret.s.sigurdardottir@reykjavik.is Þjónustumiðstöð Breiðholts Skólaselið Keilufelli - Kennarastaða Okkur vantar bílstjóra með meirapróf nú þegar Hagvagnar hf. bjóða upp á gefandi starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á góða starfsaðstöðu og vinnu-stað sem hentar báðum kynjum. Þar starfa um 80 manns og hefur fyrirtækið yfir að ráða 35 strætisvögnum sem ekið er á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið starfar eftir vottuðu alþjóðlegu gæðakerfi ISO14001 og leggur ríka áherslu á að starfsmenn taki virkan þátt í að framfylgja verklagi kerfisins. Uplýsingar veita Guðrún og Hrafn í síma 599 6050 Norðurþing Menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþing auglýsir lausa til umsóknar stöðu menningar- og fræðslufulltrúa. Menningar- og fræðslufulltrúi er yfirmaður menningar- og fræðslumála í sveitarfélaginu og starfar með menningar- og fræðslunefnd. Um er að ræða fjölbreytt, spennandi og krefjandi starf. Menningar- og fræðslufulltrúi veitir forstöðu skólaþjónustu Norðurþings sem sinnir skólum í Þingeyjarsýslu allri. Aðsetur er á Húsavík. Gerð er krafa um háskólapróf á sviði rekstrar eða skóla – og menningarmála. Reynsla af stjórnun eða störfum að skóla- og menningarmálum og rekstri er æskileg. Við leitum að sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingi með haldgóða þekkingu á skóla- og menningarmálum. Ráðningarkjör eru í samræmi við samninga Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veita Erla Sigurðardóttir menningar- og fræðslufulltrúi í síma 464 6100, erla@nordurthing.is og Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra 464 6100, gudbjartur@nordurthing.is Umsóknum skal skila á skrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7, 640 Húsavík fyrir 15. júní 2008. Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.