Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 2
Góð heilsa er gulli betri“ segir íslenskt máltæki og víst eru það orð aðsönnu. En hvernig á að tryggja góða heilsu – það hefur vafist fyrir fólkifrá ómunatíð. Eitt af því sem hægt er að gera er að fara vel með líkama sinn, ofbjóða
honum ekki og leita allra leiða til að láta hann endast vel og lengi. Heilsurækt er rétt
að iðka, ekki síst göngur og aðra hreyfingu utanhúss þegar fært er. Mikið framboð
er nú af hvers kyns hreyfingu og er það vel. En fólk þarf að fara varlega því sumir
verða fyrir íþróttameiðslum, beinbrot eru slæm; betra er heilt en vel gróið.
Það er ekki síst mikilvægt þegar fólk er ungt að muna að það á vonandi eftir að
verða eldra og þess vegna er gáfulegt að misbjóða sér ekki á
neinn hátt. Allt of margir fara illa með bakið á sér í bjartsýni
æskunnar eða þá að óvandaðir vinnuveitendur taka ekki tillit til
þess að unglingar hafa viðkvæmt bak og huga ekki nægilega að
því að ekki sé of mikið á þá lagt. Bakveiki af ýmsu tagi er ótrú-
lega algeng og ástæða margvíslegra vandræða og vinnutaps.
Hvernig fólk venur sig á að sitja er líka mikilvægt, fólk þarf að
koma sér vel fyrir og huga að vellíðan í sæti og einnig í rúmi.
„Þú skalt ekki standa ef þú getur setið og ekki sitja ef þú get-
ur legið,“ var haft eftir sjúkraþjálfara einum. Og þetta er ágætt
ráð.
Fætur eru líka viðkvæmir og það borgar sig að fara vel með
fæturna og ganga í þægilegum skóm.
Mataræði skiptir líka miklu máli. Vitað er að vel samsett fæða
eykur þrótt og heilbrigði líkamans.
Það er ekkert sem bendir til þess að menn eigi að þyngjast
með aldrinum. Það er ástæðulaust að þenja magann út með of
miklum mat og drykk. Eina rétta leiðin til að varðveita æsku-
fegurð líkama okkar fram á efri ár er náttúrulegt mataræði, fersk, lifandi fæða og
náttúrulegt líferni í hvívetna.
Góður nætursvefn er líka nauðsynlegt skilyrði fyrir vellíðan og starfshæfni. Það er
gamalt og gott ráð að fara frekar snemma að sofa og vakna árla dags. Ef fólk fer að
staðaldri seint að sofa er heilsu og vinnuþreki hætta búin. Þá eru líka sköpuð skil-
yrði fyrir streitu og andlegri þreytu sem þjá svo margan nútímamanninn.
Loks er svo nauðsynlegt að hafa hin svokölluðu nautnalyf í miklu hófi. Reykingar
hafa sem betur fer mikið látið undan síga en betur má ef duga skal. Tóbak er mikill
skaðvaldur heilsu fólks. Áfengi hefur líka mjög slæm áhrif á heilsuna og eykur líkur
á fósturskaða ef þess er neytt á meðgöngu. Þessi löglegu nautna- og vímuefni eru
því í meira lagi vafasöm til neyslu. Ólögleg vímuefni eru einnig bölvaldur mikill í
samfélagi okkar og stendur yfir mikil barátta gegn þeim sem miklu fé og fyrirhöfn
er varið til. Almennt er skynsamlegt að ganga götuna til góðs og gá vel að sér í hví-
vetna.
Morgunblaðið/Þorkell
Snæfellsjökull Þessi margfrægi jökull hefur þótt gefa fólki í umhverfinu orku og jafnvel heilsubót. Efst á jöklinum er djúp gígskál enda er þetta eldfjall þótt ekki hafi gosið í Snæfellsjökli eftir
landnám. Margar þjóðsögur hafa spunnist um jöklinn. Egger Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu fyrstir manna á Snæfellsjökul árið 1754.
Betra er heilt
en vel gróið
2|Morgunblaðið
Útgefandi: Árvakur hf. | Umsjón: Guðrún Guðlaugsdóttir | gudrung@mbl.is | Ljósmynd forsíðu: Golli | Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir | kata@mbl.is | Prentun: Landsprent