Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 8
Fólk glímir við andstreymiaf mörgum toga. Fæstirkomast í gegnum lífið ánþess að kynnast heilsu-
farsvanda í einhverri mynd og
þeim áhrifum sem hann getur haft
á andlega líðan. Þá eru býsna
margir sem
finna til
óánægju og efa-
semda í eigin
garð án þess að
það teljist til
einhverrar
ákveðinnar rösk-
unar. Svo kann
að virðast að við
þessu sé lítið að
gera, við verðum
einfaldlega að
þola þetta með öllu því sem þessu
fylgir. Hörður Þorgilsson sálfræð-
ingur telur hins vegar að hægt sé
að gera margt til þess að létta
þeim lífið sem verða veikir eða eru
ósáttir við sjálfa sig og hefur kom-
ið saman námskeiðum þar sem
hann býður fram aðstoð sína í
þessum efnum.
Betri líðan – betri heilsa
„Það er flestum ef ekki öllum
mikið áfall að veikjast. Vanlíðan í
formi kvíða eða þunglyndis er
mjög algeng. Þetta gerir alla að-
lögun og breytingar erfiðari. Þrátt
fyrir íþyngjandi einkenni er það
fæstum auðvelt að breyta venjum
eða ná tökum á streitu. Þá verður
oft grundvallarbreyting á högum
þeirra sem veikjast og kallar á
endurskoðun á t.d. forgangsröðun
og gildum,“ segir Hörður. „Það
eru því fjölmörg verkefni sem
kalla á sálfræðilega nálgun. Fyrra
námskeiðinu er ætlað að taka á
mörgu því sem fer úrskeiðis við
veikindi og finna leiðir til þess að
færa það til betri vegar. Á nám-
skeiðinu er blandað saman fræðslu
og umræðum. Lögð er áhersla á
reynslu þátttakenda af veikindum,
meðferð og öllu því sem veikindin
hafa í för með sér. Þátttakendur
fá tækifæri til að rekja eigin sögu,
setja sér markmið, minnka streitu,
tileinka sér slökun og takast á við
tilfinningar sínar og viðhorf. Þá fá
þeir stuðning og leiðsögn við að
aðlagast breyttri stöðu og öðlast
sátt.
Skilningur og samhengi
Yfirskrift fyrsta tíma er „Skiln-
ingur og samhengi“. Þátttakendur
segja sögu sína, hvers konar veik-
indi þeir glíma við og fá tækifæri
til þess að rekja þær breytingar
sem hafa orðið í kjölfar veikinda.
Reynt verður að draga upp sem
skýrasta mynd af stöðu hvers og
eins og stuðst við sálfræðileg
mælitæki í þeim tilgangi. Við-
fangsefni næsta tíma ber heitið
„Stefna-stjórn-markmið“. Í ljósi
stöðu hvers og eins verður fjallað
um hvert beri að stefna og hverju
sé hægt að stjórna og hverju ekki.
Auk þess verður fjallað um mik-
ilvægi markmiða og hvernig beri
að setja þau. Jafnframt verður
fjallað um hvaða leiðir hafa reynst
vel til þess að ná settum mark-
miðum um bætta líðan. Þriðji tím-
inn ber heitið „Streita, lífsstíll og
slökun“. Mikil streita er í bak-
grunni flestra veikinda og það
skiptir miklu varðandi bata og
betri líðan að ná góðum tökum á
streitunni. Lífsstíll á bæði þátt í
tilurð sjúkdóma og í kjölfar þeirra
er oft á tíðum afar mikilvægt að
breyta lífsstílnum. Mörgum reyn-
ist þetta erfitt. Hér kemur slökun
til aðstoðar og þátttakendum verð-
ur leiðbeint hvernig þeir eiga að
tileinka sér slökun og nýta hana
til góðs. Í fjórða tímanum er
„Samspil tilfinninga og hugsana“ í
brennidepli. Þar verður skoðað
hvað einkennir líðanina. Er hlutur
depurðar eða kvíða áberandi og
hvaða áhrif hafa veikindin haft á
sjálfstraustið? Fjallað verður um
samspil tilfinninga við hugsanir og
hegðun og hvaða leiðir hafa reynst
best til þess að bæta líðan sína.
„Aðlögun og sátt“ verður síðan
stef fimmta og síðasta tímans. Þar
verður fjallað um þau fjölmörgu
aðlögunarverkefni sem veikindi
krefjast og nauðsyn þess að til-
einka sér gagnleg og jákvæð við-
horf og mikilvægi þess að laga sig
að breyttri stöðu og ná sátt. Að
lokum verður efnið tekið saman og
gagnsemi metin.
Betri líðan – betri sátt
En hvað um námskeiðið fyrir þá
sem eru ekki ánægðir með sjálfa
sig án þess þó að vera í sál-
arháska?
„Flestir kannast við að vera
óánægðir með sjálfa sig, efast um
að vera á réttri leið, finna sig ekki
í daglegum viðfangsefnum sínum
eða telja sig hafa lagt rangar
áherslur í lífinu – með öðrum orð-
um að líða ekki nógu vel. Hjá
flestum nær þessi líðan því sjaldn-
ast að vera tilefni til formlegrar
greiningar og viðeigandi með-
ferðar. Þrátt fyrir það gefur hún
fullt tilefni til þess að hún sé skoð-
uð og að því spurt hvort ekki sé
ástæða til þess að líða betur“ svar-
ar Hörður.
„Markmiðið með því sem kynnt
er á seinna námskeiðinu er að ná
betri líðan. Aðferðina má kalla
hópmeðferð. Leitast er við að öðl-
ast betri skilning á okkur sjálfum
og fortíð okkar, skoða afstöðu í
eigin garð, efla umburðarlyndi,
átta okkur á möguleikanum til
þess að skapa okkur betra líf og
ná sátt við eigin tilveru. Hver tími
samanstendur af innleggi frá
stjórnanda og verkefnum en fyrst
og fremst umræðum þátttakenda
undir minni leiðsögn. Vegferðinni
má lýsa með eftirfarandi áfanga-
stöðum.
Myndin af mér
Fyrst er það „Myndin af mér“.
Hér verður fjallað um ýmis sjón-
arhorn á okkur sjálf, s.s. sjálfs-
mynd, sjálfsþekkingu, sjálfsálit,
sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi.
Raunhæf og jákvæð sjálfsmynd er
grunnur að góðri líðan og í raun
forsenda þeirrar sáttar sem stefnt
er að í þessum hópi. Þá tekur við
„Vegurinn að heiman“. Hér verður
fengist við það hvað við höfum
fengið í arf frá foreldrum okkar?
Hver voru uppeldisskilyrði okkar?
Hvert var veganestið að heiman?
Með hvaða væntingar lögðum við
út í lífið? Farið verður yfir helstu
atriði bernskunnar til þess að átta
sig á því hvað fylgir okkur og hvað
þarf ekki að fylgja okkur. Við
reynum að meta skapgerð okkar
og hæfileika. Næsta áfangastað
kalla ég „Í dómsal“. Viðfangsefnið
hér er hvernig okkur hefur geng-
ið. Mistök, sigrar, vonbrigði og
uppgjör eru dæmi um hvað er
skoðað. Hvaða dóma fellum við um
okkur sjálf? Hvernig skiljum við
vanlíðan okkar eða bresti? Verk-
efnið er að skilja hvernig og hvers
vegna okkur hefur farnast eins og
raun ber vitni, endurskoða hvort
við höfum dæmt okkur rétt og
hvaða lærdóma við getum dregið
af því sem hefur farið úrskeiðis.
Þá tekur við það sem ég kalla
„Handritaskrif“. Hér snýst spurn-
ingin um hvernig við förum að því
að skapa okkar eigin tilveru, taka
á því sem þarf. Við reynum að til-
einka okkur þær aðferðir sem
henta og hafa sýnt að skila ár-
angri. Hér er úr nógu að taka úr
smiðju sálfræðinnar. Lokaáfang-
ann kalla ég svo „Betri sátt“.
Grundvöllurinn að góðri líðan og
góðu gengi felst í sátt við sjálfan
sig. Það gengur aldrei upp að hafa
önnur viðmið en sína eigin eig-
inleika. Kjölfestan í tilverunni er
það sem við erum og enginn getur
tekið frá okkur. Eitt af síðustu
verkefnunum verður að meta sig
að nýju með tilliti til helstu sjón-
arhorna á sjálfið og skoða hvort
við erum komin nærri betri og
meiri sátt við okkur sjálf,“ segir
dr. Hörður Þorgilsson, sérfræð-
ingur í klínískri sálfræði.
Þess má geta að námskeiðið
sem snýr að heilsufari er í fimm
skipti en það sem snýr að líðan og
sátt er í tíu skipti. Bæði nám-
skeiðin eru aðra hverja viku og
standa í einn og hálfan tíma í einu.
Hámarksfjöldi þátttakenda á hvort
námskeið er tíu manns. Netfang
Harðar er hordur @betrilidan.is
Fyrirheit Lífsgleði og hamingja er sú ósk sem við eigum sjálfum okkur hest til handa.
Betri líðan – betri heilsa
Hvað er til ráða þegar
sjálfsmyndin er slæm?
Námskeið dr. Harðar
Þorgilssonar sálfræð-
ings eru fyrir þá sem
vilja bæta líðan sína í
glímunni við heilsu-
brest eða eru óánægðir
með sjálfa sig.
Morgunblaðið/Þorkell
Hvíld Ef fólk er kvíðið eða líður illa á það oft bágt með svefn. Markmiðið er góð
sátt við sjálfan sig sem skilar sér í góðri líðan í vöku og góðri hvíld í svefni.
Vanlíðan Konur hér eru ekkiof
ánægðar með lífið, það sýnir magn
geðdeyfðarlyfja sem þær taka.
Hörður
Þorgilsson
»Hver voru uppeld-
isskilyrði okkar?
Hvert var veganestið
að heiman? Með
hvaða væntingar
lögðum við út í lífið?
8|Morgunblaðið