Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 10
10|Morgunblaðið
Morgunblaðið/Ómar
Nudd Hér er kínverskur nuddari hjá Mecca Spa að störfum.
Þegar öll sund virðast lokuðreyna margir að fara í kín-verskt nudd, sem flokkasthér á landi undir óhefð-
bundnar lækningar.
„Nuddið hjá Kínverjunum á heima-
slóðum flokkast undir venjulegar
lækningar þótt við flokkum þetta
ekki þannig hér,“ segir Elín Skúla-
dóttir, markaðsstjóri hjá Mecca Spa.
En hvað er svona merkilegt við
þetta nudd?
„Kínverskar lækningar eru reynd-
ar komnar aðeins inn í heilbrigð-
iskerfið hér, einkum eru nálastung-
urnar notaðar af ljósmæðrum á
sjúkrahúsum. Nátengd nálastungum
er þrýstipunktameðferðin sem við
köllum kínverskt nudd,“ segir Elín.
„Þetta nudd byggist bæði á þrýsti-
punktaaðferðinni og einnig á hefð-
bundnari nuddaðferðum þar sem
stroknir eru vöðvar, svokölluðu djúp-
nuddi. Í rauninni má segja að kín-
verskt nudd sé fyrirmynd að því
nuddi sem kennt er hér á landi.“
En hvað er þrýstipunktakerfi?
„Það er ævafornt og þróað í Aust-
urlöndum, einkum Kína. Þeir hafa
staðsett sérstaka punkta á mannslík-
amanum og með því að ýta á þá
kemst af stað flæði um líkamann og
þetta hefur áhrif á innri líffæri líka.
Hjá okkur starfar kínverskur nudd-
ari sem lærði sitt fag í Kína og hefur
starfað hér í nokkuð mörg ár.“
Við hverju er kínverskt nudd eink-
um gott?
„Fyrst og fremst við alls konar
kvillum í stoðkerfi, svo sem spenntum
vöðvum, vöðvabólgum, höfuðverk og
bakverk og fleiru slíku. Almennt eyk-
Morgunblaðið/Ómar
Álag Elín Skúladóttir segist fara í kínverskt nudd við miklu álagi
ur svo nudd vellíðan, hvort sem það
er kínverskt nudd eða annað nudd.
Persónulega hjálpar mér ekkert bet-
ur en kínverska nuddið. Ég er þol-
fimikennari og reyni því oft mikið á
líkamann og þegar ég er að-
framkomin fer ég í kínverskt nudd.
Einnig fór ég oft í slíkt nudd meðan
ég gekk með son minn og það hjálp-
aði mikið. Til gamans má geta þess að
ég var „sett af stað“ með nálast-
ungum þegar kom að fæðingu. Ég
mæli því eindregið með kínversku
nuddi.“
Kínverskt nudd
svínvirkar
Þegar allt er orðið í
skralli í líkamanum og
allir vöðvar bólgnir fara
margir í kínverskt
nudd – það er heillaráð
að mati Elínar Skúla-
dóttur sem sjálf hefur
með góðum árangri
fengið slíkt nudd þegar
hún hefur verið „að-
framkomin“.
Það er ekki ofsögum sagt að fólk
verður feitara og feitara í hinum
vestræna heimi og þessarar þróun-
ar hefur gætt hér á landi í vaxandi
mæli. En það eru samtök hér sem
hafa lagt sig eftir að breyta þessari
þróun.
„Fullt af fólki verður of feitt ein-
faldlega af ofáti og þarf bara spark
í rassinn, ef svo má segja, til að taka
sig á, borða minna og hreyfa sig
meira,“ segir félagi GSA, sem er
tólf spora samtök matarfíkla, en
þar má fólk ekki koma fram undir
nafni.
„Matarfíknin er sjúkdómur sem
býr í huganum og verður ekki
læknaður með megrun eða skurð-
aðgerð.“
En hvað er þá til ráða?
„Það sem virkar fyrir okkur mat-
arfíkla er að halda okkur frá mat
sem vekur matarfíkn, svo sem
sykri, sterkju og hveiti. Ef fólk
heldur sig frá þessum tegundum
vaknar ekki þessi fíkn og fólk
grennist. Við þurfum samt að borða
og GSA býður upp á matarplan þar
sem rétt næring er sett á blað og
trúnaðarmaður er til ráðgjafar,
einnig eru upplýsingar á gsa.is.
Það eru fjórir fundir hjá okkur í
viku hér á Íslandi. Á mánduögum
kl. 20.30 í Vídalínskirkju, á þriðju-
dögum í Fella- og Hólakirkju kl. 20,
á miðvikudögum í gömlu kirkjunni
í Grindavík kl. 20.30 og fimmtudög-
um í gula húsinu, Tjarnargötu 20,
kl. 20.30. Þess má geta að Íslands-
deild GSA er sú stærsta í Evrópu.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekki Matarfíklar þurfa að halda sig
frá sykri, sterkju og hveiti svo tert-
ur eru varla heppileg fæða fyrir þá.
Matarfíklar geta grennst
HEILSURÆKT
Mecca Spa
leikfimisalir tækjasalur sundlaug
spa meðferðir nudd snyrtistofa
Nýbýlavegi 24, Kópavogi | 511 2111 | www.meccaspa.is
Leiðbeinendur: Lovísa Árnadóttir, Margrét Skúladóttir,
Sóley Jóhannsdóttir & Fjóla Þorsteinsdóttir
Meðgöngujóga
Lífsstíll
níutíu kíló plús Lífsstíll níutíu kíló
plús er opið námskeið
sem er sérstaklega
ætlað konum
sem vilja ná niður
líkamsþyngd, létta sál
og fá ötulan stuðning,
aðhald og ráðgjöf í
þyngdarstjórnun.
námskeiðið hefst 8. september
12 mánuðir
Er ekki orðið nokkuð
ljóst að ef ná skal
varanlegum árangri
duga vart 6 - 8 vikna
kraftaverkanám-
skeiðin engan veginn.
Jóga fyrir verðandi mæður
Jóga fyrir móðir og barn saman
Jóga og átak fyrir mæður eftir fæðingu
Meðgöngujóga í vatni
Leiðbeinandi: Fjóla Þorsteinsdóttir
Meðgöngujógakennari: Maggý
er notaleg og persónuleg stöð þar sem boðið er upp á
fjölbreytta hóptíma, einkaþjálfun, jóga, vaxtamótun,
dans, teygjutíma, gönguferðir og margt fleira.