Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 11
Pilatestækni hefur átt vaxandi vinsæld-um að fagna hérlendis undanfarið envinsæl hefur hún verið í rösk 70 árerlendis, eða allt frá því hún kom
fram.
„Heilbrigðri sál í óheilbrigðum líkama, þar
sem aðeins ríkir jafnvægi að hálfu leyti milli
líkama og sálar, má líkja við hús með kop-
arþaki en byggt á sandi,“ segir Ástrós Gunn-
arsdóttir pilatesþjálfari og vitnar þar í þýð-
ingu sína á texta Josephs Hubertus Pilates
sem skrifaði þetta árið 1934, en hann er frum-
kvöðull þessarar tækni.
Fyrrgreindur texti er úr bókinni „Your
Health“, eftirJ. Pilates, sem fyrirtækið Pre-
sentation Dynamics Inc. endurútgaf árið 1998.
„Í heilbrigðum líkama sem hýsir óheil-
brigða sál má segja að einnig sé aðeins jafn-
vægi að hálfu, þessu má líkja við hús byggt á
bjargi en með pappírsþak,“ segir í textanum
ennfremur.
„Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama, þar
sem ríkir hundrað prósent jafnvægi, er sem
hús með koparþaki byggt á bjargi.“
Hvað segja þessar staðhæfingar og hlutföll?
„Greinilega það að hvorki líkami né hugur
er æðra hinu að mati J. Pilates,“ svarar Ást-
rós. „Annað getur ekki verið sett neðar hinu.
Samræmi verður að vera milli hvors tveggja,
ekki einungis til að fá sem mestan árangur án
þess að eyða of mikilli andlegri og líkamlegri
orku, heldur einnig til að lifa sem lengst við
eðlilega heilsu og njóta ávinnings gagnlegs og
hamingjuríks lífs.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dansari
Ástrós
Gunn-
arsdóttir
kennir Pila-
tes og segir
tæknina
góða fyrir
bæði kynin.
Jafnvægi líkama og sálar
Morgunblaðið |11
BIOVÖRUR
ALLOS - SUNVAL - GEO - FRIGGS - LOGONA - PUKKA - CLEARSPRING - LA SELVA - BODE NATURKOST OG FLEIRI FRÁBÆRVÖRUMERKI
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Viltu sitja
eða standa?
Muvman fyrir breytilega hæð
• Bakið beint
• Dýpri öndun
• Aukin virkni
• Sveigjanleiki
Einstakur stóll