Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 14
14|Morgunblaðið Íslendingar hafa notað lækn-ingajurtir frá upphafi Ís-landsbyggðar. Ætihvönn varnotuð bæði sem matjurt og einnig sem lækningajurt. Hvönnin var einkum talin góð fyrir þá sem voru að ná sér eftir erfið veikindi, til að fá aukið þrek og kraft. Hvönnin var notuð við melting- artruflunum s.s. krampa og vind- gangi og gegn kvillum í lifur. Hvönnin var talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og var hún notuð við lungnakvillum,“ segir Sig- mundur Guðbjarnason, prófessor emeritus. „Hvönn var notuð til að græða sár og hvannafræ þóttu góð við krabbameinum. Hvannarætur og fræ voru notuð til að búa til úr þeim jurtaveigar. Hvannarót- arbrennivín er þekkt og tilsvarandi brennivín var búið til úr hvanna- fræjum. Saga Medica-Heilsujurtir ehf. var stofnað árið 2000 og setti sína fyrstu vöru, Angelicu, á markað í ársbyrjun 2002. Markmiðið var að veita landsmönnum hlutdeild í þeirri heilsubót sem ætihvönnin getur veitt og örva fæðubót- arefnaiðnað sem byggðist á heilsu- bótarefnum úr íslenskum lækn- ingajurtum. Þekkingin var annars vegar reynslu-þekking forfeðranna og hins vegar vísindaleg þekking sem byggðist á rannsóknum á lækningajurtum víða um heim. Neytendur afurða Saga Medica, Angelicu, Voxis og SagaPro, veittu okkur upplýsingar um reynslu sína af afurðum okkar. Sumt virtist okk- ur vera ósennilegt og ímyndun en þegar leitað var mögulegra skýr- inga og skilnings fundum við oftast trúverðug rök sem studdu frásagnir þeirra. Hér á eftir fara nokkur dæmi um óvænt áhrif. 1. SagaPro getur hjálpað við of- virkri blöðru. SagaPro hefur verið markaðssett fyrir karlmenn með stækkun á blöðruhálskirtli og tíð þvaglát á nóttu. Neytendur hafa verið ánægð- ir með vöruna enda hefur salan ver- ið góð og vaxið ár hvert. Komið hefur í ljós að SagaPro virkar einnig við ofvirkri blöðru en það vandamál er fyrir hendi bæði hjá körlum og konum, og vex vand- inn með aldrinum. Konur hafa í vaxandi mæli notað SagaPro með góðum árangri. 2. SagaPro getur hjálpað við astma. SagaPro hefur nýlega verið notað við astma í Bandaríkjunum með góðum árangri. SagaPro hefur líf- virka flavonoida sem hindra sam- drátt í lungnapíplum hjá til- raunadýrum með því að hindra myndun á efni (leukotrien D4) sem veldur slíkum samdrætti og loft- nauð. Þessi efni gætu verið mik- ilvæg við meðferð á astma en ekki hefur enn verið sannað að þessir fa- vonoidar slaki með sama hætti á sléttum vöðvafrumum í þvagrásinni. Saga Medica bendir á nýlegar heimildir, greinar um vísindarann- sóknir sem menn geta kynnt sér ef áhugi er á afla frekari vitneskju um lífvirk efni sem gætu verið hér að verki og virkni þeirra. 3. Angelica getur hjálpað við kyn- deyfð og ristruflunum. Í grein „Um hvannir og hvanna- neyslu“ eftir Helga Hallgrímsson grasafræðing (Ársrit rækt- unarfélags Norðurlands 1962; bls. 97-107) er getið um notkun hvanna- rinnar til blöndunar ýmiss konar drykkjarfanga. Strax á miðöldum er getið um notkun hvannar í ást- ardrykki er þá tíðkuðust. Ábend- ingar hafa borist um að ætihvönnin hafi á árum áður verið kölluð „grað- hvönn“ og er það staðfest í orðabók Menningarsjóðs. Athugun var gerð á því hvort notkun á hvönn í ástardrykki gæti átt við rök að styðjast með því að leita upplýsinga um rannsóknir á virkni þeirra efna sem er að finna í hvönn. Þessi athugun bendir til þess að efni í hvönn geti haft slík áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að fjög- ur efni eru í hvönn, einkum hvanna- fræjum, sem hafa þau áhrif að slaka á æðaveggjum og auka blóð- streymi í svampkenndum vef í limn- um sem fyllist blóði við stinningu og virka efnin á svipaðan hátt og Viagra. Þessi efni eru einnig í kín- verskri jurt sem er notuð sem jurtalyf til að bæta skerta kyngetu karla. 4. Angelica getur aukið framtaks- semi og dugnað. Margir neytendur Angelicu hafa bent á að framtakssemi þeirra hafi aukist og þeir hafi loksins lokið verkefnum sem hafa setið á hak- anum að undanförnu. Þakka þeir það notkun á Angelicu. Þessi reynsla er í samræmi við reynslu manna fyrr á árum þegar hvönn var notuð til að auka þrek og kraft eftir erfið veikindi. 5. Angelica getur haft áhrif á minnið. Komið hefur í ljós að í Angelicu eru efni sem geta dregið úr gleymsku og bætt minnið. Þetta eru efni sem auka magn taugaboð- efnis í heila sem er mjög mikilvægt fyrir minnið. Hindra þessi efni í Angelicu niðurbrot taugaboðefn- isins acetylchólins og auka styrk þessa efnis í heila og bæta þannig minnið. Þessi efni virka á sama hátt og flest lyf sem notuð eru við Alz- heimers-sjúkdómi en þessi lyf tefja framvindu sjúkdómsins. Er Saga Medica að undirbúa framleiðslu á nýrri afurð úr hvönn og blágresi sem hefur enn meiri áhrif til að bæta minnið. Þessi nýja afurð verð- ur nefnd SagaMemo en Memo vísar til memory eða minnis á ensku. 6. Áhrif á hárvöxt? Neytendur bæði SagaPro og Angelicu hafa vakið athygli á því að hárvöxtur þeirra hafi aukist veru- lega. Þetta er í athugun en ekki liggja fyrir vísindalegar rannsóknir á þessum þætti. Víst er að heilsujurtir, þ.e. græn- meti, ávextir og lækningajurtir, innihalda ýmis náttúruefni sem styrkja forvarnir gegn ýmsum sjúk- dómum. Þessi heilsubótarefni eru oft breiðvirk og sýna oft samvirkni en þau geta einnig verið beisk og bragðvond. Hafa framleiðendur leitast við að fjarlægja þessi efni úr matjurtunum með kynbótum og öðrum aðferðum til að geta boðið bragðbetri vörur án þess að gera sér grein fyrir því að þeir voru jafn- framt að fjarlægja mikilvæg heilsu- bótarefni. Unnt er nú að bjóða neytendum upp á valkosti en það eru þessi heilsubótarefni í formi fæðubótarefna, t.d. Angelicu og Sa- gaPro úr ætihvönn o.fl. vörur.“ Þess ber að geta að um þessar upplýsingar hefur Sigmundur hinar fjölbreyttustu heimildir. Frekari upplýsingar má fá hjá Saga Medica-Heilsujurtum ehf. www.sagamedica.is eða www.sa- gamedica.com Hvönn í ástardrykki Morgunblaðið/Frikki Holljurt Víst er að afurðir úr ætihvönn gera fólki gagn segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus sem er meðal stofnenda Saga Medica. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lækningajurt Ætihvönn er bæði holl og líka til prýði í landinu.. Komið hafa í ljós óvænt áhrif Angelicu, Voxis og SagaPro sem Saga Medica framleiðir. Sig- mundur Guðbjarnason prófessor segir hér fréttir af óvæntum áhrifum afurða úr æti- hvönninni íslensku, m.a. á minni fólks, kyn- getu karla og í ást- ardrykki. Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm vikur og mæli með þessu. - Rósa Sigurðardóttir Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði. - Margrét Sigurpálsdóttir STAFG ANGA ÁHRIFA RÍK LE IÐ TIL LÍK AMSRÆ KTAR www.stafganga.is BYRJENDANÁMSKEIÐ 10 TÍMAR FRAMHALDSHÓPUR FYRIR VANA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.