Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 15
Morgunblaðið |15
Íhugun er það besta semmanneskjan getur gert til aðöðlast hamingju og hugarró,“segir Guðrún Hjörleifsdóttir,
sjáandi og andlegur ráðgjafi, sem
sjálf segist hafa stundað andlega
íhugun sér til sjálfshjálpar und-
anfarin 23 ár. Hún er menntuð á
þessu sviði, m.a. hefur hún sótt
fjölda námskeiða til Bretlands og
Indlands og lagt stund á innhverfa
íhugun.
Hún var spurð hvað hægt væri
að gera til að vinna gegn streitu?
„Ef við tölum um streitu – af
hverju kemur hún? Er hún nauð-
synleg þegar við vinnum undir
álagi?Hvernig getum við nýtt hana
til góðs? Eigum við ekki að staldra
við og hugsa.
Streita stafar af miklu álagi
vegna vinnu eða óskipulagðra hugs-
ana sem valda því við missum tök á
markmiðunum. Væntingar og ókyrr
hugur veldur ójafnvægi.
Við þurfum að vita hvert við
stefnum og hver er tilgangurinn og
hafa vilja til að láta markmiðið ræt-
ast með jafnvægi í lífsstíl.“
En hvað með einmanaleika og
leiða?
„Hann kemur oft af tilbreyting-
arleysi. Hugurinn hættir að vera
frjór því við letjum hann, töpum
áttum og höfum enga áskorun. Við
hættum að gefa af okkur og föllum
stundum í sjálfsvorkunn og missum
sjálfsmatið. Segjum: „Ég nenni
ekki“ eða „það tekur ekki að gera
þetta“. Við hættum að sjá hið stóra
í hinu litla, eins og t.d. að horfa á
náttúruna og fugla himinsins og sjá
hvað lífið er dýrmætt.“
Ég vil láta mér líða vel …
Er hægt að vinna gegn þunglyndi
með íhugun?
„Þunglyndi er af líkamlegum,
andlegum og uppeldislegum toga
spunnið. Margt getur spilað inn í,
sumt þunglyndi þarf að lækna með
lyfjameðferð. Annað er hægt að
lækna með andlegri meðferð-
arfræði. En ef sálin lærir hugleiðslu
og lyftir upp viljanum og segir: „Ég
vil láta mér líða vel og ætla að njóta
þess að manneskja með þá hæfi-
leika sem mér voru gefnir, þá öðl-
umst við sjálfstraust og förum að
elska sjálf okkur.
Einvera getur verið nauðsynleg
til að ná sambandi við sjálfan sig og
sína guðlegu vitund, þá fær maður
svörin, því með íhugun eða kyrrð-
arhugleiðslu öðlumst við sálarró.“
Getur fólk unnið gegn veikindum
með huga sínum?
„Veikindi stafa af líkamlegum og
andlegum toga. Hvað er hvað? Ég
tel að í fleiri tilvikum stafi þau af
andlegum toga, við náum ekki jafn-
vægi og gerumst þrælar hugans og
streittra hugsana.“
Hefur jákvætt hugarfar áhrif á
hamingju fólks?
„Með hugarró og kyrrðarhug-
leiðslu kvölds og morgna getum við
öðlast hamingju innan frá til betra
lífs, skiptum sólarhringnum í fjögur
tímabil:
Sex tíma svefn.
Sex tíma vinnu.
Sex tíma fyrir þig sem sál.
Sex tíma fyrir fjölskyldu, vini og
að gefa af þér í þjónustu til ann-
arra. Þá ræktar þú hug sál og lík-
ama.
Að þjóna, gefa án skilyrða, að
vera í núinu og eiga sér drauma og
stefna á að láta þá rætast – þá öðl-
umst við hugarró og verðum ham-
ingjusöm.“
Morgunblaðið/Ásdís
Hugleiðsla Jafnvel á Lækjartorgi má setjast niður og íhuga þótt kalt sé.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Íhugun Það sýnsit krefjast einbeitingar að stunda hugleiðslu
Íhugun er það besta
Morgublaðið/RAX
Sjáandi Guðrún Hjörleifsdóttir er sjáandi og fjarskyggn kona.
Hraðinn í samfélaginu
er að sumra mati hættu-
legur heilsunni. Guðrún
Hjörleifsdóttir hefur
leitað allt til Indlands til
að sækja sér heim-
spekilega þekkingu sem
nýtist fólki til sjálfs-
hjálpar og vellíðunar.