Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 19
Morgunblaðið |19
Margir eiga við að stríðavanlíðan af ýmsu tagi.Heilun er eitt af þvísem fólk stendur til
boða að reyna.
„Ég er reikimeistari og það er ein
tegund af heilun, byggist á handa-
yfirlagningu,“ segir Berglind Sig-
urðardóttir sem rekur Heilun ehf.
„En ég hef einnig lært höf-
uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun,
DNA-heilun og orkupunktajöfnun
og ýmiskonar nudd.“
En hvað er heppilegast að nota
t.d. við gigt sem plagar mjög marga?
„Gigt er einn af þeim sjúkdómum
sem mér gengur illa að laga, ég get
látið fólki líða betur en ekki læknað
það, enda lækna ég engan. Að vísu
hafa ýmsir sem koma til mín talið sig
hafa læknast en ég gef mig ekki út
fyrir að lækna. Ég hjálpa fólki til að
það hjálpi sér sjálft, fái líkamann til
að vinna rétt og fá jafnvægi á and-
legu hliðina,“ segir Berglind.
En hverju er þá heilun heppileg
gegn?
„Mér finnst reikiheilun mjög góð
gagnvart ýmsum verkjum og bólg-
um, sérstaklega góð á andlegt og lík-
amlegt jafnvægi, þar með talið
svefnleysi, þunglyndi og bakverki.“
Hvað gagnast fólki í baráttunni
við svefnleysi?
„Þá mæli ég með reikiheilun.
Svefnleysi stafar oft af ójafnvægi og
skorti á innri ró, fólki tekst ekki að
losna við áhyggjur. Þetta má laga
með reikiheilun. Mjög gott ráð til að
losa um spennu er að bera á sig
krem eða olíu og nudda laust á milli
fingranna, þar eru orkupunktar sem
vinna inn á andlegt jafnvægi.
Streita í Reykjavík mikil
Mér finnst mjög gaman að vinna
með andlegu hliðina á fólki, ég tengi
mig inn á það og tekst yfirleitt vel að
lesa fólk, sem ég kalla, þá líður mér
eins og fólkinu líður og þannig get ég
skynjað breytingar á milli tíma. Mér
finnst gaman að lesa í orkustöðvar
hjá fólki. Ef ennisstöðin er t.d. vel
opin er yfirleitt um að ræða fólk sem
sér eða skynjar meira en „venjulegt“
fólk. Ef hálsstöðin er lokuð er oftast
um að ræða fólk sem á erfitt með að
tjá sig. Ég kalla það lokaða stöð þeg-
ar orkuflæðið fer ekki um hana.
Lokuð hjartastöð þýðir innilokaðar
gamlar sársauka- eða reiðikenndir.
Þegar sólarplexus (milli hjarta- og
magastöðvar) er lokuð merkir það
tilfinningavandamál í sambandi eða
hjónabandi. Orkustöð fyrir magann
sem er ekki rétt flæði um þýðir
áhyggjur og streita t.d. vegna vinnu
eða peningamála.
Þegar ég er að vinna í Reykjavík
koma 90% þeirra sem ég vinn með
vegna þunglyndis eða streitu, álagið
og hraðinn er of mikill.
Ef fólk á við að stríða þrálátan
höfuðverk er höfuðbeina- og spjald-
hryggsjöfnun heppileg. Fólk sem
líður illa andlega getur líka haft
gagn af blómadropum, þeir koma
inn á tilfinningalegt og andlegt svið.
Ég er einnig að kenna reiki-
námskeið. Þar getur fólk lært að
vinna sjálft með reiki á sjálft sig og
aðra og þar með að taka ábyrgð á
heilsu sinni.
Ég lærði reiki 18 ára og var yngsti
reikimeistari í heimi 19 ára þá að
sögn kennara míns. Ég lærði þetta
til þess að hjálpa sjálfri mér og ætl-
aði aldrei að vinna við þetta en hef
nú unnið við þetta meira og minna
síðan ég lauk þessu námi. Þetta átti
aldrei að verða aðalstarf en það er
orðið það núna eftir að ég hætti á
sjónum fyrir þremur árum.“
Heilun við vanlíðan
Heilun Hér er verið að vinna við að bæta líðan viðskiptavinar
Heilun með handa-
yfirlagningu er hlutverk
reikimeistarans Berg-
lindar Sigurðardóttir
meðal annars. En hún
hefur lært sitthvað fleira
fyrir sér til að bæta líðan
samborgara sinna.
Í lok september verð-ur opnað Heilsuseturí Faxafeni 14.„Heilsusetrið skapar
ramma utan um fjölbreytta
starfsemi og verður fyrsta
og eina miðstöðin á Íslandi
þar sem blandað verður
saman á heildrænan hátt
hreyfingu, andlegri vinnu,
heilandi meðferðum, sjálfs-
eflingu og árangurs-
þjálfun,“ segir Guðbjörg
Ósk Friðriksdóttir rope
jóga kennari.
„Í boði er fjölbreytt úr-
val af námskeiðum, nokkr-
ar tegundir af jóga, dans,
pilates og nýtt æfingakerfi
sem við köllum heilsu og
hamingju þar sem unnið er
með heilsurækt og hug-
arfar á mjög áhrifaríkan
hátt.
Auk þess verður full-
komin aðstaða til líkamsræktar, úrval af opnum tímum og starfandi
einkaþjálfarar.“
Að sögn Óskar verður í Heilsusetrinu samansafn af heilandi með-
ferð, þar verður boðið upp á nudd, nálastungur, næringarráðgjöf,
grasalækningar, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun,
lithimnugreiningu, detox, hreinsandi meðferðir o.m.fl.
„Þetta verður heilsusetur sem á eftir að breyta hugmyndum og við-
horfum fólks í garð heilsuræktar og tengingu hugarfars við hamingju,
árangur og velgengni,“ segir hún.
Í húsnæðinu verður líka heilsuveitingastaður með hollan mat og
góðan djúsbar.
„Þarna viljum við skapa umhverfisvænt fyrirtæki sem vinnur með
náttúrunni, selur náttúrlegar heilsuafurðir. Allir kynningarbæklingar,
nafnspjöld og prentefni eru úr endurunnum pappír,“ segir Ósk enn-
fremur.
„Við förum nýjar leiðir í kynningar og markaðsstarfi með því að
auglýsa mest á póstlista sem skila sér beint til viðskiptavinanna, og
geta þannig boðið frítt á kynningarnámskeið, fyrirlestra og óvæntar
uppákomur. Það verður unnið markvisst með stofnunum og fyr-
irtækjum til að miðla þeim möguleikum sem eru í boði til að efla
heilsu, innri samskipti og viðhorf starfsmanna.
Við kynnum fagra Ísland sem spennandi, hreinan og orkuríkan
áfangastað fyrir „alternativ travel“ fólk þar sem við munum leggja
ríka áherslu á að kynna starfsemina á þeim vettvangi erlendis.“
Heilsa og hamingja
Heilsusetur Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir
er rope yoga-kennari í hinu nýja Heilsu-
setri við Faxafen.
Morgunblaðið/Árni Sæberg