Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 25
Morgunblaðið |25
Næringin er okkur öllum lífsnauðsyn ensumir vita meira um næringu en aðrir.Ein úr hópnum sem mikið veit er El-ísabet Reynisdóttir næringarþerapisti.
„Næringarþerapisti lítur á líkamann og sálina
sem eina heild. Það skiptir máli að jafnvægi ríki milli
sálar og líkama,“ segir Elísabet.
„Það þarf að hugsa um hvort tveggja, það er ekki
nóg að taka vel á í líkamsræktinni og ná sér niður í
þyngd, verða grannur
og „fit“, það er ekki
lykill að lífshamingju.
Það þarffleira til, fólk
þarf að vera sátt við
sjálft sig og vera á fæði
sem hentar því.
Sumir hafa
fæðuóþol
Sumir hafa fæðuó-
þol, reyndar er það
mjög algengt núna. Þá
þarf að finna út hvað
stendur í veginum fyrir
vellíðan. Takist það finnur viðkomandi mikinn mun á
líðan sinni. Við borðum stundum sitthvað sem veldur
okkur vanlíðan, ef við finnum út hvað það er og hætt-
um að borða það er stór sigur unninn í átt að betri líð-
an.“
Er til uppskrift að góðri líðan?
„Nei, hver og einn verður að finna hvað hentar
honum, Ég vil leggja áherslu á að kjörþyngd er alls
ekki uppskrift að hamingju fólks heldur að það borði
það sem fer vel í viðkomandi og hann vinni í sjálfum
sér um leið og geri upp þau mál sem þarfnast skoð-
unar.“
Elísabet á ýmsar uppskriftir, eftirfarandi upp-
skrift að hvítlaukskjúklingi fyrir 6-8 manns er í
miklu uppáhaldi hjá henni.
Hvítlaukskjúklingur
Hvítlaukur er frábær til að bæta í fæðuna okkar á
haustdögum. Hvítlaukurinn er talinn mjög öflug
lækningajurt sem vinnur á móti sýkingum, er góður
fyrir hjarta- og æðakerfið og styður við meltinguna.
Hvítlaukurinn er bólgueyðandi og hefur víðtæk áhrif
til góðs.
8 stk. (2 pakkar) kjúklingabringur m/húð
1 stk. heill hvítlaukur (saxaður)
1 stk. lime
3 stk. rauðlaukur, skorinn í báta
10 stk. gulrætur, hver gulrót skorin í fernt, síðan
tvennt.
Salt og sítrónupipar/kjöt og grillkrydd án MSG
Byrjið á að skera lime-ið og kreista safann yfir
bringurnar og látið liggja meðan þið skerið hvítlauk-
inn.
Saxið hvítlaukinn og lyftið húðinni frá kjötinu á
kjúllanum, ekki taka samt af. Setjið saxaðan hvít-
laukinn, ca 2 geira, í hverja bringu undir húð, ekki
skera í kjötið sjálft.
Setjið í eldfast mót, smyrjið með olíu (góðri ólífu-
olíu) kryddið, raðið bringunum á fatið, setjið síðan
rauðlaukinn og gulræturnar með fram kjúllanum.
Hitið í ofni milli 30 og 45 mín. Í 200° heitum ofni í
ca 45 mín. Verið viss um að þið ofhitið ekki og passið
að vanhita ekki. Fer eftir ofnum.
Spínatsalat er gott með með ýmsu góðgæti eftir
eigin vali (gúrka, furuhnetur, jarðarber)
Engiferöl
Hitið vatn með bút af engiferrót, kælið.
Blandið í sódavatn, ca 70% sódavatn og 30% engi-
fervatnið.
Kælið með klaka og sítrónusneiðum.
Gott er einnig að hafa gróf hrísgrjón með.
Spínatsalatsósa
olía
hunang
sinnep (Solla græna)
Hristið og hellið yfir salatið.
Kjörþyngd segir ekki allt
Jafnvægi milli sálar og líkama
er viðfangsefni Elísabetar
Reynisdóttur næringarþera-
pista. „Við lítum á líkamann
sem heild,“ segir hún.
Gleði Elísabet Reyn-
isdóttir telur að jafnvægi
skapi lífshamingju.
Morgunblaðið/Þorkell
Næringarþerapisti Hljálpar fólki til að ná jafnvægi milli líkama og sálar
BIOVÖRUR
Byggðu þig upp fyrir veturinn!
Úrval af hágæða náttúrlegum vítamínum og bætiefnum
Fæst um land allt.