Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 26
26|Morgunblaðið Stoðkerfisvandamál virðaststundum meiri vandamálumhverfisins en stoðkerf-isins,“ segir Lilja Ingv- arsson, yfiriðjuþjálfi á Reykja- lundi. „Til dæmis má oft rekja bak- verk eða vöðvabólgu til umhverf- isþátta, bæði á vinnustað og heimavið. Óþægilegir stólar eru augljós dæmi, en margt fleira í okkar daglega umhverfi hefur áhrif á skrokkinn.“ Lilja segir áríðandi að húsgögn og innréttingar séu í samræmi við líkamsbyggingu þeirra ein- staklinga sem nota hlutina. Spjallið við Lilju fer fram á Reykjalundi og það vekur athygli að í vinnustofu vistmanna er fjöl- breytt úrval af stólum. „Það er engin tilviljun,“ segir Lilja. „Skjólstæðingar okkar eru af öllum stærðum og gerðum, því höfum við markvisst og meðvitað stólana svona ólíka.“ Lilja bendir á að þetta sjón- armið eigi undir högg að sækja á sumum vinnustöðum: „Það þykir ekki mjög smart að hafa mismun- andi gerðir af stólum! En sem bet- ur fer eru flestir vandaðir stólar með mörgum stillingarmögu- leikum, þannig að sami stóllinn getur hentað fyrir marga, burtséð frá því hvernig líkamsbyggingin er. En það er ekki algilt og fólk hefur misjafnar þarfir.“ Nauðsynlegt að máta Að sögn Lilju veljum við okkur stól eins og skó – með því að máta: „Það er áríðandi að prófa stólinn og kanna hvort hann veitir góðan stuðning við mjóbak og undir lærin. Lengd setu þarf að nokkuð nákvæm, um það bil þver- handarbil frá hnésbót. Það er hins vegar matsatriði hvort fólk kýs að hafa arma á stólnum sínum eða ekki, fer eftir því hvað hentar. Dýrustu stólarnir eru ekki alltaf þeir bestu, þótt vissulega sé hent- ugt að hafa marga stillingarmögu- leika. Aðalmálið er hvað passar mér og minni líkamsbyggingu. Það getur verið tímafrekt verk- efni að velja sér stól, maður þarf að fara í margar búðir og setjast í þá alla, en það leynir sér ekki þegar maður finnur þann rétta – alveg eins og þegar maður smellur í góðan skó.“ Góð rúm mikilvæg Maðurinn eyðir þriðjungi æv- innar í rúminu og því er aug- ljóslega mikilvægt að velja sér rúm af kostgæfni. „En það er vandi að velja rétt rúm,“ segir Lilja „Maður þarf helst að prófa það fyrst, en því miður er hvergi hægt að fá að sofa yfir nótt í neinni verslun! Það er hins vegar um að gera að vera ófeiminn í búðinni, leggjast upp í rúmið og bylta sér svolítið – finna hvernig stuðning maður fær. Sumar versl- anir bjóða upp á þá þjónustu að taka mynd af hryggnum á meðan legið er til að skoða hvernig dýnan þrýstir á. Það er um að gera að nota sér þessa þjónustu og aðra þá ráðgjöf sem í boði er.“ Lilja telur ekki að ein gerð af dýnu sé annarri betri. Það fari eftir smekk: „Í rauninni er mjög einstaklingsbundið hvað fólki hentar. Sumir vilja svampdýnur, aðrir gormadýnur og það er mis- munandi hvernig fólki líkar við svokallaðar „geimfaradýnur“, sem laga sig þétt að líkamanum. Sum- um finnst þær frábærar, öðrum líður eins og þeir séu fastir og geti sig hvergi hreyft. Fólk verður einfaldlega að þreifa sig áfram. Hjón þurfa að vanda sig sér- staklega, því yfirleitt er maðurinn þyngri en konan og þarf þar með harðari dýnu – meiri stuðning. Núorðið eru rúm með tvöföldu kerfi algeng, undirdýna og yf- irdýna. Slíkt hentar vel fyrir hjón. Þá eru undirdýnurnar tvær og misharðar, en síðan ein sameig- inleg yfirdýna. Með þessu móti fæst mismunandi sveigjanleiki.“ Koddi undir höfuðið En hvernig á að velja kodda? „Þar sýnist og sitt hverjum. Sumir segja að mikið formaðir koddar séu bestir, öðrum þykja bestir þessir gömlu góðu dúnkodd- ar, sem hægt er að vöðla saman og hafa nákvæmlega eins og manni hentar. Þegar við sofum ættum við helst að geta haft hryggjarsúluna beina, í hlutlausri stöðu. Ef við liggjum á bakinu ætti koddinn að styðja vel við hálsinn, því hálslið- irnir eru í sveig og því þarf svolít- inn stuðning þar undir. Á hlið þarf koddinn að vera í um það bil axla- breidd til að ná beinni stöðu. Dún- koddar geta veitt þennan stuðn- ing, en þá má koddinn ekki ná niður fyrir axlir, þá getur mynd- ast sveigja á hryggnum. Fæst okkar nota marga kodda, en það geta verið ástæður fyrir því að fólk vilji eða þurfi að hafa hærra undir höfðinu, eins og til dæmis bakflæði, sem er gífurlega algengt í dag. Þá líður mönnum betur að sofa með hærra undir höfði. Hins vegar borgar sig ekki að keyra sig upp með koddum, því þeir gefa eftir og þá er hætt við að líkaminn lendi í vondri stöðu. Betra að leysa málið á annan hátt, til dæmis með því að setja kubb undir endann á rúminu til að hækka höfðalagið eða með svamp- fleyg sem settur er ofan á dýnuna og nær alveg niður að mjöðmum.“ Innréttingar í réttri hæð Stóla, rúm og kodda getur mað- ur mátað og valið eftir hent- ugleikum, en það sýnist ekki vera eins einfalt þegar um stærri ein- ingar er að ræða – til dæmis eld- húsinnréttingar. „Það er rétt, maður sem er 190 sentímetrar á hæð þarf aðra borð- hæð en sá sem er 170,“ segir Lilja. „En það er ýmislegt hægt að gera án mikils tilkostnaðar,“ bætir hún við. „Margir eru með eldhúsinnrétt- ingar með misháum borðum. Það er ein leið. Önnur leið væri að fara milliveg í innréttingu og nota þykkt skurðarbretti fyrir hinn há- vaxna og niðurfellingu fyrir hinn lágvaxna – fórna til dæmis einni skúffu og útbúa lægra vinnuborð. Þótt hönnun sé miðuð við með- almanninn er alltaf nokkur sveigj- anleiki. Sökkul má hafa misháan og borðplötur í mismunandi þykkt. Þarna má ef til vill finna þá sentí- metra sem vantar, til eða frá.“ Lilja segir að fólk sé í auknum mæli farið að huga að þessu, en þó vanti upp á að menn séu vakandi fyrir einföldu lausnunum. Valdsvið tölvunnar Tölvan hefur gjörbreytt lífi nú- tímamannsins, yfirleitt til hins betra, vonandi, en ekki alltaf. Lilja segir að margvísleg vandamál í stoðkerfinu megi rekja til tölvu- notkunar. „Bæði það sem kallast mús- armein og eins vöðvabólgu í öxlum og baki.“ Lilja bendir á fyr- irbyggjandi ráð: „Það skiptir máli hvernig við staðsetjum okkur við tölvuna. Gott er að breyta vinnu- stöðunni reglulega, hækka og lækka sætið eða borðið ef hægt er. Þá er gott að gera hlé á vinnunni reglulega og taka nokkr- ar léttar æfingar. Í því sambandi má benda á svokallaðar „hléæf- ingar“, en það eru teygjuæfingar sem prófessor Karen Jacobs iðju- þjálfi hefur sett saman sér- staklega í því skyni að nota við tölvuna. Æfingarnar eru upp- haflega gerðar fyrir börn og ung- linga, en henta öllum aldurs- hópum. Forriti með æfingunum er hægt að hlaða frítt niður af netinu á vef Lýðheilsumiðstöðvar (lyd- heilsustod.is). Gætið ykkar á fartölvunum Fartölvurnar eru sérstaklega varasamar, því þar erum við að vinna á minna lyklaborði, og svo er algengt að ungdómurinn taki tölvuna með sér upp í rúm og liggi þar í einhverju kuðli. Ungt fólk og unglingar eru með stoðkerf- isvanda af þessum sökum.“ Lilja vekur athygli á að í lok september stendur Iðjuþálfafélag Íslands fyrir svokölluðum skólatöskudögum. „Það þarf að huga vel að því að krakkarnir hafi ekki of þungar töskur né beri þær bara á annarri öxlinni,“ segir hún. Einnig kom fram í máli Lilju að þeir sem dvelja á Reykjalundi eiga kost á að sækja námskeið í streitustjórnun og slökun. „Það námskeið er flestum til mikils gagns,“ segir Lilja að lok- um. Morgunblaðið/Valdís Thor Yfiriðjuþjálfi Lilja Ingvarsson hef- ur mikla reynslu af að ráð fólki heilt um umhverfi sitt. Tölvan Hún hefur mikil áhrif á heilsufar Íslendinga um þessar mundir. Fartölvan Mikilvægg er að sitja vel og þægilega þegar unnið er í fartölvu. Eins og að máta skó „Stoðkerfisvandamál virðast stundum meira vanda- mál umhverfisins en stoðkerfisins,“ segir Lilja Ingv- arsson iðjuþjálfi. Hún gefur hér góð ráð til að bæta umhverfi okkar á heimilum og vinnustað. Innréttingar Ýmislegt er hægt að gera svo þær passi sem flestum                                 !  """#$%&'()&*)+)#),                   - .   Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Aukin orka og sjaldnar kvef 1100 ára reynsla af notkun ætihvannar fær› til nútímans. Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.