Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 27
Morgunblaðið |27
29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Lífrænt Fjölvítamín
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Til að fá jafnmikið af nokkrum völdum næringarefnum og í dagskammti
af Lifestream Spirulína þarf að borða:
· 7 gulrætur (betakarotín)
· 1 skál af fersku spínati (járn)
· 1 skál af híðishrísgrjónum (kalíum)
· 1 glas af mjólk (kalk)
· 125 gr. nautakjöt (prótín + B12 vítamín)
· 30gr. hveitigrassafa (blaðgræna)
· 1 hylki Kvöldvorósarolía (GLA fitusýrur)
Árangur fer eftir gæðum í því felast yfirburða vinsældir Lifestream
Lifestream gerir enga málamiðlun í gæðum. Vinnsluaðferðin tryggir varðveislu
og gæði næringarefnanna. Að auki eru umbúðirnar súrefnistæmdar til að lífræn
næringarefnin rýrni ekki á geymslutíma. Ræktað í ferskvatni eftir ströngum
gæðastaðli ISO9001 ISO14001
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Styrkir fljótt varnir líkamans gegn vírusum og bakteríum
WHO Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin telur hágæða Spirulina ákjósanlegan
næringarauka fyrir börn og fullorðna. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á
Spirulina og fjöldi þeirra hefur birst í virtum vísindaritum. Lifestream Spirulina eflir
einbeitingu, gefur orku, dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf.
Gott fyrir alla sem eru í vinnu, námi og vilja halda línunum í lagi.
Greinilegur munur eftir
nokkra daga inntöku
Hress og hraust
í ræktina og vinnu með
Spirulina!
Lifestream Spirulina gefur mér
mjög mikla orku en ég finn ótrúlega
.nniðaþk
etgérage
þnumnnik
im
Þó svo að ég borði mjög hollt fæði er
það Spirulina sem gerir mér kleift
að hafa orku í allt sem þarf að gera
en ég er í skóla, vinnu, líkamsrækt
og æfi fótbolti. Hef miklu meiri
úthald og er hressari á morgnana.
Daði R. Kristleifsson, 18 ára
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni www.celsus.is
Á síðasta Norðurlandameistaramóti í karate lenti Hekla Helgadóttir í
þriðja sæti í kata kvenna.
„Það þykir ekki slæmt að vera sú þriðja besta á Norðurlöndum,“ segir
Hekla og hlær þegar blaðamaður ræðir um árangur hennar. En var ekki
hræðilega erfitt að komast í slíkt form í karate að ná svo góðu sæti á þessu
móti?
„Ég er búin að æfa karate í sex ár en erfiðastur var síðasti vetur, þá voru
óneitanlega strembnar æfingar,“ segir Hekla.
Er þetta góð íþrótt fyrir konur?
„Já, mér finnst það, tvímælalaust. Þetta er að vísu bardagaíþrótt en það
er oft skipt þannig að maður lendir ekki á móti þessum stóru og sterku
körlum – þetta er kallað: „Trukkarnir sér og hinir smærri sér“.“
Hekla hefur æft hjá Þórshamri öll sex árin en er hún í miklu æfingastuði
núna?
„Ég er einmitt á leið á landsliðsæfingu núna, langt síðan ég hef komist á
góða æfingu því ég tók mér gott frí í sumar eftir atganginn í vetur. Ég
stefni svo á fyrsta sæti á næsta Norðurlandamóti, það er eðlilegt framhald
á árangri mínum síðast.“
Sigurstund Þau Hekla og Tómas Lee sem glaðir vinningshafar.
Karate – góð
íþrótt fyrir konur
Vígaleg Hekla Helgadóttir í bardagaham á keppnismóti.
Í stuði Tóma Lee Róbertsson í miklum stellingum í keppni.
Ég var níu ára þegar ég byrjaði að æfa
karate,“ segir Tómas Lee Róbertsson
sem nú er að ljúka við rafvirkjanám
jafnhliða því sem hann er á fullu í ka-
rateæfingum hjá æfingafélagi sínu
Þórshamri og tekur þátt í keppnum.
Tómas Lee varð bikarmeistari í ka-
rate í fyrra og tók þátt í Norð-
urlandamóti.
„Þar lenti ég í fjórða sæti, ég tapaði
báðum bardögunum mínum en fékk
uppreisn og fékk því fjórða sætið,“
segir Tómas.
En hvað er næst á dagskrá í keppn-
um?
„Ég ætla að undirbúa mig fyrir
kata, sem er listgrein í karate og ég
stefni á að taka Íslandsmeistaratitilinn
næst.“
Stefnir á Íslandsmeistaratitil