Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 33

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 33
Morgunblaðið |33 Morgunþjálfun gefur aukinnþrótt. „Vatnsleikfimi er fyr-ir alla sem vilja þjálfa sigfyrir vinnu eða skóla,“ segir Anna Día Erlingsdóttir íþróttafræð- ingur. Hún kveður boðið upp á vatns- leikfimi í innilauginni í Mýrinni í Garða- bæ tvisvar sinnum í viku milli klukkan sjö og átta á morgnana frá 8. september til 1. júní. „Allir vita hversu mikilvæg hreyfing er og undanfarin ár hefur orðið mikil vit- undarvakning meðal fólks um hreyfingu. En því miður eru ekki allir þátttakendur í þessari byltingu,“ segir Anna Día. Margir hreyfa sig of lítið Hún segir alltof marga hreyfa sig lítið eða ekki neitt vegna þess að þeir eru of þreyttir eftir skóla eða vinnu. „Hins vegar er það nú þannig að með því að hreyfa sig og þjálfa fyrir vinnu eða skóla eykur það þrótt og þá skilar fólk betra starfi. Morgunþjálfunin er í raun ekki átak eða neitt slíkt. Hún snýst um að þjálfa sjálfan sig og helst sína líka. Í raun er það mjög gott fyrir alla að æfa í vatni. Það er minna álag t.d. fyrir of þunga en að æfa í sal, en það er þó misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Þetta snýst um það hvað hentar hverj- um og einum og hvað hver og einn velur. Gott fyrir alla að æfa í vatni Það er þó gott fyrir alla, alveg sama í hvernig formi þeir eru, að æfa í vatni. Þjálfun í vatni getur verið mikil brennsla fyrir líkamann. Æfingarnar eru styrkj- andi fyrir allan líkamann. Vatnsleikfimi er virkilega góð fyrir þá sem eru of þung- ir, ekki síst of þung börn. Offita er mjög stórt vandamál og þá er þessi þjálfun mjög góð til þess að koma sér af stað. Of þungir einstaklingar finna sig svo létta í vatninu og svo er álagið t.d. á hnén minna.“ Skráning í vatnsleikfimina er í síma 691-5508. Vatnsleikfimi góð þjálfun Vinsæl Vatnsleikfimi er vinsæl íþrótt og mjög heppileg. Gaman Eldri borgarar í vatnsleikfimi sem liðkar. Ég hef kennt Baujuna frá 2000 í grunnskólum í Reykjavík, aðallega í Grafarvogsskólum en farið víðar um grunnskólana á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Guðbjörg Thor- oddsen, kennari, leikari og ráð- gjafi. „Ég er oft spurð að því hvort ég sé ekki með þetta á framhalds- skólastigi. Námsráðgjafar á grunnskólastigi hafa upp til hópa lært þessa aðferð og nota hana í sinni vinnu. Þetta er auðveld aðferð þar sem fólki eru gefnir lyklar til að vinna með og liggur styrkur hennar í sjálfsvinnunni, þ.e. tilfinningavinnu og slökunaröndun, og þess vegna lækningamætti líkamans sem við höfum öll. Baujan skiptist í sex þrep. Það er hægt að raða henni upp á ýmsa vegu – hópkennslu, einstaklings- hjálp eða kennslufyrirlestra fyrir nemendur. Námsráðgjafar hvöttu mig til að hafa námskeið fyrir fagfólk með aðferðinni og hef ég haft þau um nokkurt skeið. Eignast þá nám- skeiðssetar öll gögn til kennslu. Yfir 90 námsráðgjafar hafa nú lært þessa aðferð og eru að kenna hana sínu fólki. Um hundrað manns úr öðrum greinum hafa lært Baujuna til að kenna sínu fólki og má þar nefna félagsráðgjafa, djákna, heilbrigð- isstéttir, kennara, sálfræðinga og aðra. Næsta fagnámskeið í Baujunni sjálfstyrkingu verður nú í haust. Þetta er áhrifamikil aðferð og ár- angur sjáanlegur strax og grunn- urinn er kominn, sem er eftir þrjú þrep. Þess má geta að komin er út sjálfshjálparbók með aðferðinni sem heitir Baujan. Baujan – sjálfsvinna Baujan Guðbjörg Thoroddsen hef- ur haft áhuga á líðan fólks frá því hún man eftir sér. Hún hjálpar fólki að vinna með tilfinningar sínar og styrkja sjálft sig á námskeiðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsustofnun NLFÍ tekur þér opnum örmum þegar þú hugar að heilsueflingu, þarft að hvílast og endurnýja kraftana. Við leiðbeinum þér og vísum veginn til að taka ábyrgð á eigin heilsu í daglegu lífi. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur yfir 50 ár haft heilsueflingu og forvarnir að leiðarljósi. Við ráðum yfir fjölbreyttri þekkingu til að takast á við helstu heilsufarsvandamál nútímans, þar á meðal afleiðingar af streitu, hreyfingarleysis og kvíða. Taktu mark á því sem líkami og sál segja þér, hafðu samband við okkur og kannaðu hvaða möguleika þú hefur til betra lífs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.