Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 34
34|Morgunblaðið Hólmfríður Þorsteinsdóttirtók BSc-gráðu í sjúkra-þjálfun í HÍ og svomeistaragráðu í stoð- kerfisfræðum (Manual therapy) við University of Queensland í Brisbane í Ástralíu 2006. „Ástæða þess að ég fór í þetta nám var áhugi minn á mannslíkam- anum, auk þess sem það heillaði mig að geta lagað eða bætt ýmis stoð- kerfisvandamál án lyfja og aðgerða. Það hjálpaði einnig til að ég hafði sjálf lent í slysi og þurft á sjúkra- þjálfun að halda,“ segir Hólmfríður, sem starfar sem sjúkraþjálfari á Atl- as endurhæfingu, Hrafnistu í Reykjavík og hjá Meðgöngusundi, auk þess að vera verknáms- og stundakennari við Háskóla Íslands. Hún er formaður MT-félagsins og varamaður í fagnefnd félags sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara. Hólmfríður kveður fólk geta gert ýmislegt til að auka eða minnka lík- ur á stoðkerfisvandamálum, hvort sem það er sterkt eða veikt fyrir í stoðkerfinu. „Að sjálfsögðu eru meiri líkur á vandamálum hjá þeim sem eru veik- ir fyrir, t.d. vegna áverkasögu og er þá enn brýnna að þeir geri það sem er uppbyggjandi fyrir þá og hugsi vel um líkamsbeitingu sína. Ef engin vandamál eru til staðar er gott að halda sér í almennri líkamsþjálfun og forðast það að hanga í erfiðum og einhæfum stellingum lengi,“ segir hún. „Í raun er engin stelling svo góð að mælt sé með að vera í henni ein- göngu, tilbreytingin er best. Stund- um vill fólk að vinnustólar séu stilltir í eitt skipti fyrir öll og halda að best sé að skipta ekki um stellingu í stólnum, en það er alls ekki gott. Líkaminn er ekki gerður fyrir kyrr- stöðu og er tilbreytingin því alltaf best. Breyta skal um stellingar Ef fólk þarf að sitja allan daginn í vinnunni er almennt mælt með að standa upp á u.þ.b. hálftíma fresti, auk þess að skipta um stellingar í stólnum þess á milli, t.d. með því að hækka stundum stólinn aðeins og tylla sér á stólbrúnina í smástund, því næst að lækka hann aftur og sitja alveg við stólbakið sem styður þá vel við bakið o.s.frv. Ef viðkomandi býr svo vel að geta staðið og setið til skiptis við skrif- borð þarf að hafa í huga að kyrr- staða er þá heldur ekki góð og er því æskilegt að vera svolítið á iði, t.d. með því að taka lítið skref fram og til baka eða til hliðanna annað slagið. Flestir fara hins vegar að hanga og sveigja hné og oft út á aðra hliðina og skekkja þannig mjaðmagrind og hrygg, auk þess að setja megnið af líkamsþunganum bara á annan fót- inn, sem er ekki gott til lengdar. Reyna að minnka streitu Annað atriðið sem spilar stóra rullu í áhættu á stoðkerfisvanda- málum er streita. Hún veldur auk- inni vöðvaspennu. Algengt er að fólk spenni herðasvæðið og eru axlir komnar langleiðina upp að eyrum áður en það veit af. Þetta veldur vöðvabólgu, sem er þó rangnefni því engin bólga fylgir vöðvabólgu, held- ur er um stífni í vöðvum að ræða. Stífnin stafar almennt af síspennu í viðkomandi vöðva, sem þrengir þá að æðum og minnkar þar með blóð- flæði um vöðvann. Minnkað blóðflæði veldur svo aft- ur skorti á næringarefnum til vöðv- ans og uppsöfnun úrgangsefna sem gera vöðvann enn stífari og erum við þá komin í vítahring sem þarf að brjóta. Hægt er að rjúfa vítahring- inn með því að fá aukið blóðflæði um vöðvann og minni síspennu. Þetta er t.d. gert með mörgum endurtekn- ingum af léttum æfingum fyrir vöðv- ann, með nuddi og með því að hætta meðvitað að spenna vöðvann að ástæðulausu eins og t.d. með því að hugsa oft á dag um það hvort axlir séu nokkuð komnar upp að eyrum. Minnkið álag heima Þegar heim er komið er líkaminn oft orðinn þreyttur og er þá enn mikilvægara að leggja ekki óæski- legt álag á hann. Ef farið er að ryk- suga til dæmis, er gott að hafa í huga að það þarf ekki að bogra yfir ryk- sugunni, raninn er alveg nógu lang- ur til að hægt sé að vera uppréttur við þetta verk (sjá mynd). Við elda- mennskuna og uppvaskið er gott að standa þétt uppi við eldhúsbekkinn. Það sama gildir um kyrrstöðustörf og talið var upp hér að ofan í sam- bandi við að standa við skrifborð. Hafið stuðning við mjóbakið Í lok dagsins setjast margir í sóf- ann fyrir framan sjónvarpið. Þá ber að varast að hanga og sveigja hryggjarliðina eins og sýnt er á myndinni hér … heldur að leyfa lið- um líkamans að hvíla í stöðu sem setur ekki álag á þá eins og t.d. í góð- um hægindastól sem styður vel við mjóbaks- og hálssveigjuna, en það er alls ekki gefið að hægindastólar geri það. Velja þarf stólinn vel út frá lögun stólbaksins og hæð hryggjar þess sem ætlar að nota stólinn (svo sveigjurnar komi á rétta staði). Ef fólk er komið með verk í bak eða háls og herðasvæðið er enn brýnna að það fylgi leiðbeiningunum sem fyrr gat. Þær eru s.s. bæði hugsaðar sem fyrirbyggjandi og til að hjálpa lík- amanum að losna við vandamálin. Það getur þó þurft að grípa til frek- ari aðgerða þegar vandamálin eru komin eins og t.d. sjúkraþjálfunar þar sem vandamálin eru krufin til mergjar og líkamanum hjálpað enn frekar að losna við þau á sérhæfðari hátt. Fyrirbyggjandi aðgerðir Til eru óteljandi æfingar sem geta verið fyrirbyggjandi fyrir stoðkerf- isvandamál í kringum hrygg, mjaðmagrind og axlagrind, sem eru jafnframt notaðar í meðferð við slík- um vandamálum. Þær æfingar sem ég ætla að nefna hér eru mjög góðar grundvallaræfingar sem flestir ættu að hafa gott af að gera. Þegar ætlunin er að styrkja fyrr- nefnd svæði er æskilegt að byrja á dýpsta vöðvalaginu og passa að þeir vöðvar séu jafnframt spenntir þegar farið er út í erfiðari æfingar sem ætl- aðar eru stóru yfirborðsvöðvunum. Góð aðferð til að virkja dýpstu vöðv- ana í kringum mjaðmagrind og mjó- bak er að spenna grindarbotninn. Einföld leið til að spenna grind- arbotninn er að spenna rólega vöðv- ana sem við notum til að halda í okk- ur þvagi og hægðum og athuga svo hvort við getum haldið u.þ.b. 5-10% af fullri spennu og andað eðlilega um leið, án þess að það þvingi öndunar- hreyfingar neðstu rifjanna. Til að byrja með að gott að gera þetta í út- afliggjandi stöðu og reyna að finna Morgunblaðið/Kristinn Rétt Fólk á að halda baksveigju eðlilegri en halla fram með mjaðm- abeyjgu ef þar. Upphafsstaða Beint bak og axlir í réttstöðu, tilbúin í æfingar. Æfing Herðablöðin saman, æfing til að styrkja vöðva kringum herðablöð. Sérfróð Hólmfríður Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari hefur menntað sig sér- staklega í vandamálum stoðkerfisins. Hlustið á skilaboð líkamans Það er ótrúlega algengt að fólk þjáist af verkjum í herðum og baki. Hólmfríður Þorsteinsdóttir sjúkraliði hefur yfirgripsmikla þekkingu á stoð- kerfi líkamans og kann ráð til að hlífa því. Bakæfing Hendi er lyft á móti fæti en mjóbak er kyrrt. Jóga með Kristínu Sjöfn í Rósinni Haustönn hefst miðvikudaginn 3. september. Morguntímar, síðdegistímar og opin kort. Skráning og nánari upplýsingar www.kristinsjofn.is og GSM 899-7809. Innrifriður–Innristyrkur Sjálfsefling – lífstíll til framtíðar Fyrir nútímakonur á öllum aldri Helgarnámskeið í Fljótshlíð, 12 - 14 september, 2008. 10 vikna námskeið í Reykjavík sem hefst 16. september, 2008. Leiðbeinandi er Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkrunarfræðingur MSc Nánari upplýsingar á www.liljan.is og í síma 8636669

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.