Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38
38|Morgunblaðið Starfsemi HeilsustofnunarNLFÍ á sér 53 ára sögu. Upphaflega voru lækn-ingar og meðferðaform Heilsuhælis í Hveragerði, eins og það var kallað áður fyrr, aðallega byggð á hefðum náttúrulækninga. Reynsla síðustu áratuga hefur mót- að starfsemina þar sem stofnunin hefur á ýmsan hátt sveigt sig inn á braut hefðbundinna endurhæfing- arlækninga, enda meirihluti starfs- fólksins (alls 120) með hefðbundna menntun íslenskra heilbrigðisstétta. „Í dag er hægt að fullyrða að stefna náttúrulækningamanna sam- ræmist yfirlýstri stefnu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og stefnu íslenskra stjórnvalda um forvarnir og sparnað í heilbrigð- iskerfinu,“ segir Jan Triebel, yf- irlæknir og endurhæfingarlæknir með sérsvið í meðhöndlun verkja. „Markmið meðferða á Heilsu- stofnun er að auka færni, lífsgæði og hæfni einstaklinga, þar með er talin hæfni til sjálfsbjargar gagn- vart heilsufarsbrestum. Áhersl- urnar eru á heildræna, líf-sál- félagslega nálgun, þverfagleg vinnubrögð, fræðslu í formi fyr- irlestra og einstaklingsviðtala og hvetjandi umhverfi til lífsstílsbreyt- inga. Sérstaða í endurhæfingu Um 2.000 manns dvelja á Heilsu- stofnun árlega til endurhæfingar. Við höfum unnið okkur inn sér- stöðu á sviði endurhæfingarmeð- ferðar við langvarandi verkjum, þar með töldum bakverkjum og vefja- gigt, einnig offitu- og lífsstílsvanda- málum en ekki síst vegna afleiðinga streitu og áfalla, þ.e. kvíða og þunglyndisröskunar. Einnig er áhersla á endurhæfingu roskins fólks, hjartasjúklinga, gigt- arsjúklinga, krabbameinssjúklinga og endurhæfing eftir liðskiptaað- gerðir, aðallega á hné- og mjaðma- liðum. Nútímaleg meðferðarform HNLFÍ mun einbeita sér að því að beita nútímalegu meðferðaformi og læknisaðferðum við lausn heil- brigðisvandamála sem nútímaþjóð- félag er að glíma við. Við ætlum okkur að vera áfram leiðandi í einkarekinni heilbrigðisþjónustu á landsvísu með blöndu af endurhæf- ingarmeðferðum og náttúrulækn- ingum,“ segir Jan Triebel enn- fremur. Auk yfirlæknis starfa tveir sér- fræðilæknar á Heilsustofnun NLFÍ. Annars vegar Ómar Ragn- arsson heimilislæknir, sem hefur starfað í Kópavogi sem sérfræð- ingur í heimilislækningum og yf- irlæknir á Heilbrigðisstofnuninn á Blönduósi. Ómar stundaði fram- haldsnám í heimilislækningum í Svíþjóð. Hins vegar Þorkell Guðbrands- son, sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum. Hann stund- aði framhaldsnám og starfaði í Sví- þjóð í 9 ár og varði doktorsritgerð í læknisfræði við Gautaborgarhá- skóla árið 1981. Hans sérsvið er of hár blóðþrýstingur. Síðustu tvo áratugi hefur Þorkell starfað sem yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og sjúkrahúsinu á Akranesi. Þorkell hefur einnig unnið fyrir Hjarta- og lungnaend- urhæfingarstöðina. Magna Fríður Birnir heitir ný- ráðinn hjúkrunarforstjóri HNLFÍ, hún er menntaður hjúkrunarfræð- ingur og með MSc í stjórnun. Hún hefur starfað í fjölda ára sem hjúkrunarfræðingur og sem stjórn- andi bæði hjá Eimskip, Skýrr og síðast vann hún á LSH sem for- stöðumaður gæðamála og innri endurskoðunar. Lífrænt hráefni Í eldhúsi Heilsustofnunar er sér- stök áhersla lögð á grófmeti úr jurtaríkinu eins og t.d. baunir, hýðishrísgrjón, ýmiskonar heil korn og svo grænmeti og ávexti. Fæðið inniheldur einnig egg, mjólkurvörur og svo er fiskur á matseðlinum tvo daga í viku. Leit- ast er við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri og mögulegt er. Jónas Björgvin Ólafsson yf- irmatreiðslumaður segir: „Við leggjum áherslu á að bjóða dvalargestum okkar fjölbreyttan og bragðgóðan mat og reynum að nota sem mest lífrænt hráefni, en mikið af grænmetinu er ræktað hér á staðnum.“ Ábyrgð á eigin heilsu Starfsemi Heilsustofn- unar NLFÍ á sér 53 ára sögu. Þangað sækir fólk sér margvíslega heilsubót. Sérfróð Þau Magna Friður Birnir hjúkrunarforstjóri og Þorkell Guðbrandsson læknir á HNLFÍ. Yfirlæknir Jan Tribel, yfirlæknir NLFÍ, endurhæf- ingarlæknir með sérsvið í meðhöndlun verkja. Glæsileg Ný æfingatæki í tækjasal Heilsustofnunar. og eru eins þau gerast best í dag. Keypt voru ellefu tæki fyrir styrktarþjálfun, sex þrekhjól og þrjú önnur upphitunartæki Leirböð Þau hafa frá upphafi verið stunduð á Heilsustofnun í Hvera- gerði. Leirinn er sóttur úr leir- hverum við Reykjafjall í nágrenni við Hveragerði. Hægt er að nota leirmeðferð einungis fyrir hendur, fætur eða aðra líkamsparta. Heilsu- stofnun NLFÍ hefur sérstaka að- stöðu fyrir leirböðin í nýju húsnæði. Að fara í leirbað er afar slakandi. Heilsusamlegt Baunir og fræ eru ásamt grænmeti og ávöxt- um mikilvæg á matborði HNLFI Uppskrift úr eldhúsi HNLFÍ Bygg Pilaff (fyrir 4-6 ) 1 bolli bankabygg (frá Móður Jörð) 1 stk. rauð paprika, skorin í grófa strimla 1 stk. eggaldin, skorið í grófa bita 1 stk. kúrbítur, skorinn í grófa bita 2 saxaðir hvítlauksgeirar 1 msk. söxuð engiferrót 3 dl maukaðir tómatar ólífuolía salt og svartur pipar Bygg er skolað vel með köldu vatni, sett í sjóðandi vatn og soð- ið í 10 mín. Látið standa í vatn- inu í 20 mín. og síðan sigtað. Paprika, kúrbítur og eggaldin er penslað með olíu, kryddað með salti og pipar og grillað á grilli eða bakað í ofni við 250C° í 8 mín. Laukur, hvítlaukur og engifer er steikt í potti. Tómatar og bygg sett út í og smakkað til með salti og pipar. Að síðustu er grillaða grænmetið sett út í og þetta svo borið fram með brauði og góðu salati. Þú ert staðráðin(n) í að hætta – er það ekki? Ís le ns ka VT R 38 74 3 08 .2 00 7 BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003 og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.