Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 2

Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur og Steinþór Guðbjartsson ylfa@mbl.is, steinthor@mbl.is SAMNINGANEFND ljósmæðra kynnti miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara á fjölmennum fundi í Rúg- brauðsgerðinni í gærkvöldi og talaði fyrir henni, en Guð- laug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvernig atkvæða- greiðslan um hana fari. „Það verður að koma í ljós hvort þær eru sammála okkar mati eða ekki,“ segir hún. Eftir fjölda árangurslausra samningafunda milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins sá Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari engan annan kost í stöð- unni en leggja fram miðlunartillögu. Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands (LMFÍ) munu frá og með hádegi í dag geta kosið um tillöguna með raf- rænum hætti en kosningu lýkur kl. 12 á föstudag, á sama tíma og fjármálaráðherra á að skila sínu atkvæði til ríkissáttasemjara. Niðurstöður úr kosningu ljós- mæðra munu liggja fyrir kl. 14 samdægurs. Slegið af kröfum Lögum samkvæmt má ekki birta miðlunartillöguna öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði hafa verið greidd um hana. Miklar umræður voru um hana á fundinum og segir Guðlaug að erfitt sé að ráða í almennan hug ljósmæðra. „Þetta er náttúrlega engan veginn það sem við höfum farið fram á og þurfum að fá til þess að leiðrétta okkar mun á við aðrar sambærilegar stéttir,“ segir hún. „Þetta er náttúrlega bara miðl- unartillaga en alls ekki neinn samningur,“ bætir Guð- laug við. Hún áréttar að samninganefndin hafi samt lagt að félagsmönnum að samþykkja hana, því erfitt sé að fara lengra. Tillagan sé neyðarúrræði ríkissáttasemjara úr miklum hnút sem staðið hafi lengi og hafi ekkert haggast. „Við sáum ekki fram á að hann myndi haggast og þess vegna mælum við með henni.“ LMFÍ ákvað í gær að aflýsa þriggja sólarhringa verk- falli sem átti að hefjast á miðnætti og að fresta meðferð félagsdómsmáls um lögmæti uppsagna ljósmæðra. Verði miðlunartillagan samþykkt verður hætt við öll boðuð verkföll auk þess sem félagsdómsmálið mun falla niður. Felli ljósmæður hins vegar tillöguna mun fjög- urra sólarhringa verkfall frá og með næsta mánudegi ganga fram. Morgunblaðið/Frikki Húsfyllir Ljósmæður fjölmenntu á fundinn um miðlunartillöguna í Rúgbrauðsgerðinni í gærkvöldi og höfðu ýmislegt um hana að segja. Lausn í ljósmæðradeilu? Samninganefnd ljósmæðra mælir með að félagsmenn samþykki miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara þó hún gangi ekki nógu langt að þeirra mati Eftir Andra Karl andri@mbl.is JAPANSKUR karlmaður á fer- tugsaldri fórst þegar fólksbifreið hans fór út af þjóðveginum norðan við Hofsós í Skagafirði á ellefta tímanum í gærmorgun. Maðurinn, sem var einn í bíl sínum, var látinn þegar björgunarsveitir bar að. Tildrög slyssins eru til rannsókn- ar en svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í hægri beygju. Bíllinn lenti fyrst úti í hægri vegkanti og þegar maðurinn reyndi að koma honum aftur upp á veg tókst það ekki betur en svo að bíllinn fór yfir veginn og út af vinstra megin. Þar valt bifreiðin, áður en hún fór fram af 11 metra háu bjargi, ofan í klettabelti og hafnaði að lokum á hjólunum úti í sjó. Þar maraði bifreiðin í hálfu kafi þegar komið var á vettvang. Maðurinn var í bílbelti. Tíunda banaslysið í ár Björgunarsveitir frá Hofsósi og Sauðárkróki voru kallaðar út ásamt lögreglu. Einnig var þyrla Land- helgisgæslu Íslands send af stað. Áður en þyrlan komst á vettvang var búið að ná manninum úr flaki bílsins og ljóst að hann lifði slysið ekki af. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakaði vettvang í gærdag og var bifreiðin dregin upp úr sjónum í kjölfarið. Ásamt nefndinni fara með rannsókn málsins lögreglan á Akureyri og lögreglan á Sauðár- króki. Þetta var tíunda banaslysið í um- ferðinni það sem af er ári. Morgunblaðið/Júlíus Í fjörunni Bifreiðin valt niður kletta og hafnaði á hjólunum í sjónum. Lést er bíll fór fram af 11 metra háu bjargi JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem tryggir lífeyrisþegum ákveðnar lágmarkstekjur. Eftir breytinguna hafa lágmarkstekjur lífeyris- þega ekki verið hærri í 13 ár en tryggingin er veitt með greiðslu sérstakrar uppbótar frá Trygginga- stofnun ríkisins sem tengd er neysluvísitölu. Skref í rétta átt Hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík (FEB) og Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) fengust þau svör að um væri að ræða skref í rétta átt og öllum hækk- unum á lífeyri bæri að fagna en ekki væri nóg að gert. Að sögn Sigurðar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra FEB, hefur félagið gert þá kröfu að lágmarksframfærslukostnaður miðist við neyslu- könnun sem Hagstofa Íslands gerði á síðasta ári. Þar kom fram að heildarútgjöld einhleypings í desembermánuði sl. væru tæplega 210 þúsund kr. og í dag næmi sú upphæð eflaust um 220 þúsund kr. Sigurður segir reglugerðina breyta mestu fyrir þá ellilífeyrisþega sem hafa lægstu tekjurnar en á móti kæmi að tiltölulega fáir fengju að njóta henn- ar. Hægt að lifa á 130 þús. kr.? Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, segir félagið vilja ganga mun lengra. „Skv. reglu- gerðinni er það svo að einstaklingur sem fer upp í 150 þús. kr. hefur til ráðstöfunar 130 þús. kr. eftir skatta. Menn geta spurt sig að því hvort hægt sé að lifa á 130 þús. kr. á mánuði í íslensku samfélagi. Enn verra dæmi er hjón sem eru bæði öryrkjar og hafa engar aðrar tekjur. Ráðstöfunartekjur þeirra eru 116 þús. kr. eftir skatta hvors í sínu lagi því þau fá ekki heimilisuppbót því þau búa saman. Ég dreg í efa að það sé hægt að framfleyta sér á því á Ís- landi í dag m.v. mikla verðbólgu og verðhækkanir,“ segir Halldór. Lágmarks- tekjur hækkaðar Skref í rétta átt en ekki nóg að gert, segja eldri borgarar Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is LÖGREGLAN handtók síðdegis í gær þrjá menn sem rændu verslunina Skólavörubúðina á Smiðju- vegi í Kópavogi tveimur tímum áður. Að sögn lög- reglu voru mennirnir handteknir í heimahúsi í Breiðholti. Mennirnir ógnuðu starfsfólki með dúkahníf sem var í versluninni, engan sakaði hins vegar. Menn- irnir, sem eru um tvítugt, hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Þeir höfðu tölvu á brott með sér og telur lögregla að þeir hafi ætlað að nota þýfið í skiptum fyrir fíkniefni. Lögreglan fékk greinar- góða lýsingu á mönnunum sem leiddi til handtöku þeirra á fimmta tímanum. Ógnuðu starfsfólki með dúkahníf BIRNA Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að læknar ætli að bíða og sjá hvað miðlunartillaga ríkis- sáttasemjara í deilu ljósmæðra við ríkið felur í sér áður en þeir ákveða næstu skref í kjaradeilu sinni. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd lækna og samninganefnd ríkisins á fund á föstudag eftir að niður- stöður um miðlunartillögu liggja fyrir. „Það er alveg ljóst, eins og formaður samninganefndar okkar sagði, að læknar sem útskrifast eftir sex til sjö ára háskólanám sætta sig ekki við lægri byrjunarlaun en ljósmæður,“ segir Birna Jónsdóttir. „Þannig að við semjum ekki fyrr en það liggur fyrir hvaða tillögu ljósmæður voru að kjósa um.“ Aðalfundur Læknafélagsins verður um aðra helgi og verða kjaramál aðal- málið fyrri daginn. Birna segir að hver sem niðurstaðan verði í því skammtímaumhverfi sem ríkið bjóði læknum sé ljóst að launþegar séu að taka á sig mikla kjaraskerð- ingu og kaupmáttarrýrnun og læknar séu að búa sig undir framhaldið. Hún bendir á að ríkið hafi möguleika á að fella miðlunartillöguna, en pólitískur meirihlutavilji opinberist fyrir hádegi á föstudag. steinthor@mbl.is Læknar sætta sig ekki við lægri laun en ljósmæður Birna Jónsdóttir „MIÐLUNARTILLAGA er sú úrlausn sem ríkissáttasemj- ari hefur þegar málin eru komin í þrot og ekki er fyrirséð að lausn fáist með áframhaldandi viðræðum aðila,“ segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Hann segir að í sínum huga sé miðlunartillaga algert neyðarúrræði og er þetta aðeins í annað skipti á ferlinum sem Ásmundur beitir því. „Það var ljóst að aðilar voru ekki tilbúnir að skrifa undir samninga,“ segir hann. Fyrsta skiptið sem Ásmundur þurfti að leggja fram miðlunartillögu var í kjaradeilu grunnskólakennara árið 2004. Sú tillaga var felld. Ásmundur segir alla forvera sína hafa þurft að beita þessu úrræði einhvern tímann á sínum ferli, þó mismunandi oft. „Ég hef ekk- ert heildaryfirlit en þeir hafa allir orðið að grípa til þessa ráðs á einhverju stigi.“ Algert neyðarúrræði Ásmundur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.