Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 9
Sameining á frétta-
stofum ljósvaka
Fréttastofur Ríkisútvarpsins voru sameinaðar í gær og einn-
ig varð sameining fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis.is hjá 365
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
og Guðna Einarsson
FRÉTTASTOFUR útvarps og sjónvarps hjá Rík-
isútvarpinu (RÚV) og íþróttadeild RÚV hafa verið
sameinaðar undir merki fréttastofu RÚV. Einnig
voru fréttastofur
Stöðvar 2 og Vísis.is
sameinaðar í gær.
Sameiningin hjá
RÚV mun strax taka
gildi en fréttastjóri
verður Óðinn Jónsson,
sem áður var frétta-
stjóri útvarps. Vara-
fréttastjórar verða
Broddi Broddason,
Ingólfur Bjarni Sig-
fússon, Sigríður Haga-
lín Björnsdóttir og Margrét Marteinsdóttir. Elín
Hirst, sem gegndi stöðu fréttastjóra sjónvarps, mun
hverfa til annarra starfa innan RÚV en að sögn Óð-
ins er ekki frágengið hvernig það verður.
Óðinn segir ekki munu koma til uppsagna. „Meg-
inmarkmiðið er að efla fréttaflutning Ríkisútvarps-
ins. Vissulega er verið að hagræða en það er ekki
verið að fækka fólki.“ Spurður hvaða breytingum
landsmenn megi eiga von á segir Óðinn að þar verði
verkin látin tala. „Það stendur ekki til að gera neinar
kollsteypur á okkar ímynd, gæðum eða framsetn-
ingu. Þetta verður allt eins og verið hefur; mjög gott
og vandað.“
Hefði viljað leiða sameininguna
Elín Hirst segist fagna þessari sameiningu. „Ég
held það sé mjög góð aðgerð til að efla þjónustuna
þannig að hún verði sterkari á eftir,“ segir hún en
viðurkennir að sjálf hefði hún viljað leiða þessa sam-
einingu. „En Óðinn varð fyrir valinu og ég óska hon-
um alls hins besta. Ég held hann muni standa sig
mjög vel í þessu.“
Elín mun halda áfram störfum hjá RÚV í frétta-
lestri auk þess sem hún er að undirbúa sinn eigin
þátt. „Ég vil vinna hjá þessum fjölmiðli, mér finnst
hann vandaður og góður. Þetta er vinnustaður sem
mig langar að vera á í þessu fagi.“
Nýr fréttastjóri tekur við á Stöð 2
Óskar Hrafn Þor-
valdsson hefur verið
ráðinn fréttastjóri
sameinaðra fréttastofa
Stöðvar 2 og Vísis.is.
Hann var áður rit-
stjóri Vísis.is í um eitt
ár og hefur einnig
starfað hjá Frétta-
blaðinu, Sirkus og DV.
Óskar Hrafn sagði í
samtali við Morg-
unblaðið í gær að sameining fréttastofanna væri lið-
ur í því að efla fréttaþjónustu 365 á netinu, í sjón-
varpi og útvarpi. Fréttir fréttastofunnar munu
Elín Hirst
Óskar Hrafn Þorvaldsson Steingrímur S. Ólafsson
Óðinn Jónsson
birtast í opinni dagskrá á Stöð 2, hjá útvarpsstöðinni
Bylgjunni og hjá Vísi.is. En verða einhverjar áherslu-
breytingar?
„Einhverjar áherslubreytingar verða en ætli maður
láti ekki verkin tala. Auðvitað verða einhverjar breyt-
ingar,“ sagði Óskar. Hann sagði aðspurður að ekkert
lægi fyrir um starfsmannabreytingar í tengslum við
sameiningu fréttastofanna. Breytingar hafa ekki ver-
ið gerðar í hópi næstráðenda fréttastjórans.
„Þessi breyting var ekki hugsuð til að fækka starfs-
fólki,“ sagði Óskar. Hann sagði að vissulega vonuðust
menn eftir samlegðaráhrifum og að hugmyndin væri
að efla þessar einingar með því að sameina þær.
Meiri samhæfing efnisþátta í opinni dagskrá
Ari Edwald, forstjóri 365, sagði í samtali við mbl.is
í gær að sameining fréttastofanna væri liður í því að
fá meiri samhæfingu í alla efnisþætti í opinni dagskrá
365. „Við erum með mjög sterka þætti, eins og Mark-
aðinn, Kompás og Ísland í dag, og auðvitað veður og
íþróttir. Þessar breytingar eru liður í því að þessar
einingar spili betur saman til þess að efla bæði frétta-
öflunina og þessa dagskrárgerð alla,“ sagði Ari.
Steingrímur Sævarr Ólafsson lét af störfum sem
fréttastjóri Stöðvar 2 í gær. Hann er enn í starfi hjá
365, að því er fram kom í samtali mbl.is við Ara Ed-
wald, forstjóra 365.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Stóra peysusendingin
er komin
Laugavegi 44 • Sími 561 4000
www.diza.is
Opið virka daga kl. 10:30-18:00
laugard. kl. 11:00-16:00
Diza
m
bl
10
47
37
8
Nýjar vörur
Engri lík!
Haustfagnaður Hríseyinga
verður haldin í Húnabúð, Skeifunni 11,
laugardaginn 4. október nk.
Húsið opnað kl. 19. Miðaverð kr. 4.000.
Miðapantanir hjá Valgerði í símum 864 3599/566 6610
fyrir 27. september nk.
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Ný sending
Flottir bolir, heilar og hnepptar peysur
Einar Egilsson, fyrr-
verandi formaður Nátt-
úruverndarfélags Suð-
vesturlands, lést 14.
september síðastliðinn,
78 ára að aldri.
Einar fæddist 17.
janúar 1930 á Norður-
Flankastöðum í Sand-
gerði. Foreldrar hans
voru Egill Pálsson,
bóndi, og Sigurlín Jóns-
dóttir, húsfreyja. Einar
stofnaði verslunina Hringver 1962
og rak hana til 1968. Hann starfaði
einnig sem verslunarstjóri hjá Ála-
foss. Síðasta hluta starfsævi sinnar
starfaði Einar hjá Reykjavíkurhöfn
við fræðslustörf þar sem hann meðal
annars skipulagði sjóferðir fyrir
grunnskólanema. Hann stóð einnig
fyrir uppsetningu á sjávarkerum á
hafnarbakkanum í Reykjavík.
Einar var formaður Náttúrvernd-
arfélags Suðvesturlands
í mörg ár. Hann starfaði
sem leiðsögumaður hjá
ferðafélaginu Útivist um
árabil og var stjórnar-
maður í félaginu um
tíma. Hann stofnaði
hafnargönguhópinn og
var í forsvari fyrir hann í
fjölda ára.
Einar hlaut ýmsar við-
urkenningar fyrir störf
sín í þágu náttúru Ís-
lands. Lýðveldissjóður veitti honum
sérstaka viðurkenningu fyrir störf
sín að kynningu vistfræði sjávar.
Einnig var hann sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr-
ir fræðslu um náttúru Íslands.
Einar kvæntist Ásgerði Ólafsdótt-
ur 1952, og lifir hún mann sinn. Þau
eignuðust fimm börn, Ólaf Valgeir,
sem er látinn, Þórunni, Sigurð Egil,
Birgir og Egil.
Andlát
Einar Egilsson
ÖSSUR Skarphéðinsson, iðnaðar- og
ferðamálaráðherra, sagði 50 milljóna
króna framlag ríkisstjórnarinnar til
ferðaþjónustu vera til marks um að
ríkisstjórnin stæði við orð sín þegar
hann tilkynnti á ferðakaupstefnunni
Vestnorden í gær að allt að 100 millj-
ónum króna yrði varið í sérstakt átak
á næstu mánuðum til að markaðs-
setja Ísland.
„Okkur þótti rétt, í tilefni af þessari
sýningu, að tilkynna að ferðaþjónust-
an og ríkisstjórnin hafa tekið höndum
saman um að verja sameiginlega að
minnsta kosti 100 milljónum króna í
átak til þess að fá fleiri útlendinga til
að velja Ísland sem áfangastað núna í
vetur,“ sagði Össur. Vestnorræna
ferðakaupstefnan stendur nú yfir í
Vodafone-höllinni að Hlíðarenda og
lýkur á hádegi í dag.
Kvíði í ferðaþjónustunni
Össur sagði alkunna að blikur
væru á lofti í efnahagsmálum og
ákveðinn kvíði væri í ferðaþjónust-
unni. „Hún hefur gengið vel og er
mikilvæg fyrir okkur en fulltrúar
hennar hafa tjáð mér sem ferðamála-
ráðherra að þeir beri mikinn kvíð-
boga fyrir vetrinum. Þess vegna hef-
ur ríkisstjórnin ákveðið að verja úr
sínum sjóðum 50 milljónum króna og
ferðaþjónustan kemur á móti með að
minnsta kosti sömu upphæð. Þetta
fer allt saman í það að kynna Ísland á
helstu markaðssvæðum okkar,“ sagði
Össur.
„Þetta sýnir það að ríkisstjórnin
hefur hlustað á atvinnugreinina og
hún er líka með þessu handtaki og lið-
sinni að sýna það að hún meinar það
sem hún segir þegar hún hefur lýst
því yfir að hún ætlar sér að styrkja
stoðir ferðaþjónustunnar. Þetta er
einungis eitt skref. Ég vona að ferða-
þjónustan sjái – þó að hart sé í ári
núna – þegar næsta fjárlagafrumvarp
lítur dagsins ljós eftir nokkrar vikur
að ríkisstjórnin stendur við það sem
hún segir,“ sagði Össur. sia@mbl.is
Ferðaþjónustan
fær innspýtingu
Morgunblaðið/Kristinn
Smakk Össur Skarphéðinsson ferðamálaráðherra heimsótti Vestnorden-
ferðakaupstefnuna í gær og fékk að smakka hangikjöt í bás Mývetninga.
Í HNOTSKURN
»Ferðamálayfirvöld á Ís-landi, Grænlandi og í Fær-
eyjum hafa staðið fyrir Vest-
norden-kaupstefnunni árlega í
rúma tvo áratugi.
»Árið 2007 stofnuðu löndinþrjú Ferðamálasamtök
Norður-Atlantshafsins
(NATA) sem tóku þá m.a. við
starfsemi Vestnorræna ferða-
málaráðsins.